Morgunblaðið - 24.09.2006, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. SEPTEMBER 2006 31
Á þriðjudaginn nk., á átaksdegi gegn fíkniefnum,taka höndum saman Actavis og Reykjavíkurborg,verndari þessa átaks er forseti Íslands, Ólafur
Ragnar Grímsson. „Ólafur Ragnar er líka verndari álíka
verkefna sem Actavis stendur fyrir í nokkrum borgum er-
lendis í samstarfi við Háskóla Íslands og Háskólann í
Reykjavík,“ segir Róbert Wessmann, forstjóri Actavis.
„Actavis er að að styrkja rannsóknir á fíkniefnaneyslu
unglinga í nokkrum borgum erlendis, m.a. í Vilnius í
Litháen, Belgrad í Serbíu, Sophiu í Búlgaríu, Istanbúl í
Tyrklandi og í St. Pétursborg í Rússlandi. Þar erum við
vinna með íslensku háskólunum fyrrnefndu og borgaryf-
irvöldum á viðkomandi stöðum,“ segir Róbert.
Ætlunin að gera sambærilegar
rannsóknir og hér á landi
„Ætlunin er að gera sambærilegar rannsóknir þeirri
sem framkvæmd var hér á Íslandi fyrir mörgum árum.
Rannsóknin felur það í sér að finna út hvaða þættir það
eru sem valda því að unglingar leiðast út í að neyta fíkni-
efna seinna á ævinni og hvers vegna þeir gera það ekki.
Rannsókn Háskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík
stóð yfir í nokkur ár og niðurstöður hennar sýndu að
vissir grunnþættir gætu dregið verulega úr líkum á því
að börn eða unglingar myndu leiðast út í fíkniefna-
neyslu. Þessir grunnþættir eru helst þrír – í fyrsta lagi
að foreldrar eyða einni klukkustund eða meira á dag í
samvistir eða nálægð við börn sín. Í öðru lagi skiptir
mjög miklu máli ef hægt er að seinka því að unglingar
byrji að drekka áfengi, við hvert ár sem leið minnkuðu
líkur verulega. Í þriðja lagi að börn og unglingar stundi
íþróttir og/eða æskulýðsstarf, einkum eru íþróttir
áhrifaríkar í þessu sambandi. Niðurstöður sýndu svo
ekki varð um villst að þessi þrír grunnþættir breyta tölu-
vert miklu,“ segir hann.
„Ég var á ferðalagi með forseta Íslands fyrir um ári er
hann sagði mér frá þessari rannsókn. Mér þóttu nið-
urstöðurnar áhugaverðar en mér fannst hins vegar á
vanta að koma þessum skilaboðum skýrt á framfæri.
Flestir foreldrar velta fyrir sér hvað þeir geti gert til að
koma í veg fyrir að börn þeirra leiðist út í neyslu – hér
koma þrír grunnþættir, sem eru vísindalega sannaðir og
foreldrar geta tileinkað sér til að reyna að minnka líkur
á að börn þeirra leiðist út í fíkniefnaneyslu,“ segir hann.
Koma þarf skilaboðunum á
framfæri á einfaldan hátt
Róbert fjallar um hvatann að því að Actavis kom að
verkefninu: „Hugsun okkur hjá Actavis var að koma
þessum skilaboðum á framfæri á einfaldan hátt til heim-
ilanna og við lítum ekki á þetta sem átak sem stendur að-
eins nk. þriðjudag heldur að þessi vitneskja lifi áfram í
vitund fólks og sé varanleg viðbót í baráttunni við fíkni-
efnin í framtíðinni.“
En hve mikið er framlag Actavis til þessa átaks?
„Við ákváðum að koma að þessu verkefni með mjög
myndarlegum hætti og kostum allt kynningarstarf fyrir
verkefnið. Í samstarfi við aðra sem koma að þessu
tryggjum við að lykilskilaboðum sé komið vel til skila á
öll heimili og kynnt vel í öllum grunnskólum landsins.“
Vilja að átakið lifi áfram
„Kostum allt kynningarstarf fyrir verkefnið,“ segir Róbert Wessmann um
þátttöku Actavis í átaki gegn fíkniefnaneyslu ungmenna, sem byggist á nið-
urstöðum rannsókna Háskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík.
... VIÐ ÁHUGAVERT FÓLKFÓLK
Fjölbreytnin ræður ríkjum í nýrri og spennandi
vetrardagskrá á fertugasta afmælisári Sjónvarpsins.
Kynntu þér nýjungar í Kastljósinu, íþróttunum og
barnaefninu; glænýja framhaldsþætti og nýjar
seríur með gömlum kunningjum. Frábært fræðslu-
efni, spennandi bíómyndir og úrval af vönduðu
íslensku efni.
Ekki missa af besta sjónvarpsefninu í vetur.
... ÞITT FÓLK
við fíkniefnin, en rannsóknirnar
sýna okkur að þessi einföldu heilla-
ráð, sé þeim fylgt, duga best. Þau
duga betur en að þylja einhverjar
hryllingssögur um áhrif einstakra
eiturlyfja eða setja boð og bönn sem
oft virka framandi og kannski fjand-
samleg á unga fólkið. Heillaráðin
sýna líka að sú forvörn sem dugir er
hjá okkur sjálfum, hún er hjá fjöl-
skyldunni og hjá samfélaginu og
þess vegna er mikilvægt að öll sveit-
arfélög á landinu og öflugar fjölda-
hreyfingarnar sem starfa með ungu
fólki, svo sem íþróttahreyfingar og
skátahreyfingin, hafa tekið höndum
saman.
Ásókn erlendra glæpahringa í
íslensk ungmenni mun aukast
Það er líka nauðsynlegt að við
gerum okkur grein fyrir því að
fíkniefnavandinn er orðinn al-
þjóðlegt vandamál. Og að þeir sem
framleiða og selja fíkniefnin hafa
stofnað til alþjóðlegra glæpahringa
sem hafa þróað söluaðferðir sem
m.a. eru byggðar á að nýta sér
tækni svo sem farsíma og Netið – og
að þessir glæpahringir hafa einnig
augastað á Íslandi. Ásókn þeirra í
íslensk ungmenni mun fara vaxandi.
Auðvitað er mikilvægt að lög-
regla, tollverðir og aðrir glími við
þessa glæpahringa sem tengjast söl-
unni, en ég tel að það sé líka lyk-
ilatriði að eyðileggja fyrir þeim
markaðinn með öflugu forvarna-
starfi með ungu fólki. Þýðing-
armikið er að sú hugsun einkenni
forvarnadaginn, að við tökum öll
höndum saman til að eyðileggja
þennan markað fyrir glæpafélög-
unum með því að gefa ungu fólki
tækifæri og styrk til að segja nei og
sigla þannig framhjá þessum hætt-
um,“ segir Ólafur Ragnar.
Minni en 1% líkur á fíkniefna-
neyslu fylgi fólk ráðunum
„Rannsóknirnar eru þess vegna
lykilatriði. Þær leiða í ljós að ef fjöl-
skyldan er saman, þótt ekki sé nema
eina klukkustund á dag við spjall
eða hvaðeina, ef ungt fólk tekur þátt
í íþróttastarfi í keppni eða sem al-
mennir þátttakendur og fólk sneiðir
hjá áfengi til 17 ára eru minna en
1% líkur á að ungmenni verði fíkni-
efnum að bráð.
Ég fagna því hve margir hafa tek-
ið hér höndum saman og tel mik-
ilvægt að við verðum öll virk í þessu
forvarnastarfi.“
Sérstök dagskrá verður í öllum
níundu bekkjum grunnskóla á land-
inu og munu ýmsir þjóðþekktir ein-
staklingar ræða við unglingana um
mikilvægi þess að sniðganga fíkni-
efni með öllu.
Þess má geta að verkefnið fór af
stað með opnun nýs vefseturs,
www.forvarnadagur.is, þar sem m.a.
má finna upplýsingar um íþróttir
þær og æskulýðsstarf sem í boði er
fyrir börn og unglinga.
Forvarnaverkefnið var sem fyrr
sagði sett af stað að frumkvæði Ólaf
Ragnars Grímssonar en í samstarfi
við ÍSÍ, Ungmennafélag Íslands,
Skátahreyfinguna, Samband ís-
lenskra sveitarfélaga og Reykjavík-
urborg. Verkefnið er rækilega stutt
af lyfjafyrirtækinu Actavis.
Ljóshærður tólf ára sonur minn
kemur hlaupandi niður einstigið í
bjarginu ofan við strenginn. Veiði-
dísin hefur tekið hann í fang sér frá
blautu barnsbeini. Hann var fimm
ára gamall, þegar hann dró fyrsta
laxinn. Mér hefur oft dottið í hug, að
veiðiskapurinn og veiðiáhuginn
fylgdi nafni. Ég hef haft gaman af
því að kenna honum að fara með
stöng, og hann hefur verið námsfús
nemandi, félagi og vinur.
Sagan endurtekur sig. Viðmæl-
andi minn fór sjálfur snemma að
taka son sinn og nafna, með í veiði.
„Hann fékk sinn fyrsta lax í Elliða-
ánum í kringum fimm ára aldurinn.
Við höfum veitt saman á hverju
sumri síðan,“ segir hann. „Pabbi hef-
ur þetta „Take it easy“ viðhorf í
veiðinni, sem er mjög þægilegt,“
segir Jakob yngsti. „Ég hef lært allt
sem ég kann í veiðinni af honum. Að
virða ána, veiðifélagana og náttúr-
una.“
Fjölskylda Jakobanna átti í ára-
tugi, ásamt öðrum, Fróðá á Snæ-
fellsnesi og veiddu þeir feðgar mikið
þar.
„Við reyndum að sleppa þar seið-
um. Það heppnaðist stundum og
stundum ekki. Þetta er lítil dragá
sem er helköld og á köldu sumri
drepur hún úr sér heilu árgangana.
Hún fór þó uppí 250 laxa eitt sum-
arið.“
Laxinn liggur í skilunum
Iðan í Hvítá er mjög sérstakur
veiðistaður. Stóra-Laxá í Hreppum
rennur hér útí Hvítá en sameinast
henni þó ekki strax heldur blandast
árnar hægt, á löngum kafla, og
myndast skörp skil jökulvatnsins úr
Hvítá og tæra vatnsins úr Stóru-
Laxá. Í þessum skilum getur laxinn
legið lengi og beðið eftir réttum skil-
yrðum til að ganga áfram. Veiði-
menn aka yfirleitt jeppa sínum útá
sandeyri í miðri ánni þar sem stutt
er í skilin. Á eyrinni eru járnborð,
stangahaldari og þrír stólar, til að
tylla sér og hvíla lúin bein.
Þegar ég hitti þá feðga eru þeir á
síðustu vakt af þremur.
„Það náðust þrír laxar í gær í leið-
inda veðri. Vindurinn var beint í
fangið. Þá setti ég saman gömlu
stífu stöngina, setti á hana þunga
sökklínu, hraðsökkvandi enda og ör-
stuttan taum. Þessi aðferð gaf mér
tvo í gær,“ segir Jakob eldri. „Við
komum hérna fyrr í sumar og náðum
tíu löxum á einum og hálfum degi.
Þá voru sonurinn, dóttirin og
tengdasonurinn öll að fá laxa og auð-
vitað voru afadrengirnir þrír líka
með á bakkanum.“
Mannbætandi að
vera í stangveiði
Ég spyr hvort honum þyki mik-
ilvægt að kynna börnum stangveiði.
„Já, tvímælalaust. Það er mann-
bætandi að vera í stangveiði. Þar
kynnist maður fólki einna best;
skapgerðinni og persónunni. Ég hef
verið ákaflega heppinn með veiði-
félaga gegnum tíðina.“ segir Jakob
stoltur og telur upp hóp manna sem
greinilega standa hjarta hans nærri.
Hópurinn á Iðunni þennan dag
samanstendur af skólafélögum úr
menntaskóla sem enn halda saman,
og sonum þeirra.
Iða má þó muna fífil sinn fegurri.
Á þessum fyrrverandi stórlaxastað
hafa í sumar aðeins tveir laxar verið
skráðir í veiðibókina á Iðu I, sem náð
hafa tíu pundum. Ég spyr Jakob
hvaða álit hann hafi á hnignun stór-
laxins á landinu.
„Það er ekki gott að segja, það er
svo margt sem spilar inní. Veiði-
tæknin hefur aukist alveg gífurlega
og veiðitækin batnað, Þetta eru
miklu veiðnari tæki. Menn hafa sagt
að sum ársvæði séu ofveidd og ég
get alveg tekið undir það. Það er líka
á hreinu að seiðaræktun og slepp-
ingar fyrri ára hafa ekki allar verið
til góðs. Ástandið í sjónum hefur
alltaf verið mikið leyndarmál en
þessi nýju mælitæki sem farið er að
setja í laxaseiði og skrá ferðir laxins
til sjávar og til baka, eiga eftir að
leiða okkur í einhvern skemmtilegan
sannleika.“ Hann heldur áfram.
„Svo er það eitt með þetta veiða og
sleppa, sem í sjálfu sér er besta mál,
en menn verða að passa sig alveg
rosalega vel þegar þeir eru að veiða
nýrunna laxa úr ánni. Vera ekki að
lyfta þeim upp fyrir myndatöku og
handfjatla þá. Það er alveg óvitlaust
að klippa bara fluguna af taumnum
og leyfa laxinum að losa hana sjálf-
ur. Ég man eftir því þegar ég var að
taka nýrunninn fisk úr kistunni í Ell-
iðaánum, ef að hreistrið var eitthvað
að losna af þeim þá voru þeir dauða-
dæmdir. Það komu sveppasýkingar í
sárin. Þeir fiskar nýttust ekki til
undaneldis.“
Jakob V. Hafstein
er fiskifræðingur
að mennt og sá í
tvo áratugi um
fiskeldi Orkuveit-
unnar við Elliða-
ár. „Stangveiði
hefur alltaf verið
aðaláhugamálið.
Það er mannbæt-
andi að vera í góðum félagsskap
með fólki sem manni þykir vænt um
í veiði,“ segir Mósi, eins og Jakob er
kallaður af vinum sínum
Hann er sonur Jakobs V. Haf-
steins heitins, sem 10. júlí árið 1942
veiddi lax í Höfðahyl í Laxá í Að-
aldal, en sá telst enn stærsti flugu-
veiddi lax á Íslandi, 36 punda hæng-
ur.
„Pabbi kenndi mér að fara með
flugu. Miðlaði af sinni reynslu alla
tíð. Það var mjög gott að veiða með
honum.“ Jakob veiðir nú mest með
syni sínum og nafna, Jakobi V. Haf-
stein, sem kallaður er Kobbi.
Pabbi kenndi
mér að fara
með flugu