Morgunblaðið - 24.09.2006, Blaðsíða 22
fólk
22 SUNNUDAGUR 24. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
*Tilboðsverð 2006
nikótínlyf. Börn yngri en 15 ára, þungaðar konur og konur með barn á brjósti eiga ekki að nota Nicorette
nikótínlyf nema að ráði læknis.
Handhafi markaðsleyfis: Pfizer ApS. Umboð á Íslandi: Vistor hf., Hörgatúni 2, Garðabæ.
Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið.
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.
www.nicorette.is
*Tilboðsverð 2006
S
e
p
t.
2
0
0
6
Nicorette Fruitmint
Nicorette nikótínlyf eru fáanleg án lyfseðils og eru notuð þegar reykingum er hætt eða þegar dregið er úr
reykingum. Til að ná sem bestum árangri skal ávallt fylgja leiðbeiningum í fylgiseðli. Skammtar eru
einstaklingsbundnir eftir því hve mikið er reykt, hvort hætta á reykingum eða draga úr þeim. Því ber að
kynna sér upplýsingar um notkun í fylgiseðli. Í fylgiseðlinum eru upplýsingar um: verkun og notkun,
varúðarreglur, mikilvægar upplýsingar sem nauðsynlegt er að lesa áður en lyfin eru notuð, hugsanlegar
aukaverkanir og aðrar upplýsingar. Leitið til læknis eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um
lyfin. Þeir sem fengið hafa ofnæmi fyrir nikótíni eða öðrum innihaldsefnum lyfsins, nýlegt hjartaáfall,
óstöðuga versnandi hjartaöng, alvarleg hjartsláttarglöp eða nýlegt heilablóðfall eiga ekki að nota Nicorette
nikótínlyf. Börn yngri en 15 ára, þungaðar konur og konur með barn á brjósti eiga ekki að nota Nicorette
nikótínlyf nema að ráði læknis.
Handhafi markaðsleyfis: Pfizer ApS. Umboð á Íslandi: Vistor hf., Hörgatúni 2, Garðabæ.
Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið.
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.
www.nicorette.is
Nýttbragð
sem kemurá óvart
25%
afsláttur
*
Nicorette nikótínlyf eru fáanleg án lyfseðils og eru notuð þegar reykingum er hætt eða þegar dregið er úr
reykingum. Til að ná sem bestum árangri skal ávallt fylgja leiðbeiningum í fylgiseðli. Skammtar eru
einstaklingsbundnir eftir því hve mikið er reykt, hvort hætta á reykingum eða draga úr þeim. Því ber að
kynna sér upplýsingar um notkun í fylgiseðli. Í fylgiseðlinum eru upplýsingar um: verkun og notkun,
varúðarreglur, mikilvægar upplýsingar sem nauðsynlegt er að lesa áður en lyfin eru notuð, hugsanlegar
aukaverkanir og aðrar upplýsingar. Leitið til læknis eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um
lyfin. Þeir sem fengið hafa ofnæmi fyrir nikótíni eða öðrum innihaldsefnum lyfsins, nýlegt hjartaáfall,
óstöðuga versnandi hjartaöng, alvarleg hjartsláttarglöp eða nýlegt heilablóðfall eiga ekki að nota Nicorette
nikótínlyf. Börn yngri en 15 ára, þungaðar konur og konur með barn á brjósti eiga ekki að nota Nicorette
nikótínlyf nema að ráði læknis.
Handhafi markaðsleyfis: Pfizer ApS. Umboð á Íslandi: Vistor hf., Hörgatúni 2, Garðabæ.
Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið.
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.
www.nicorette.is
R
agnar Bragason, kvik-
myndaleikstjóri og
handritshöfundur,
virðist vera gæddur
miklu jafnaðargeði
þrátt fyrir velgengnina sem fylgir
honum við hvert fótmál um þessar
mundir. „En það var víst ekki alltaf
þannig ef taka skal mark á mömmu
og systrum hennar sem pössuðu
mig þegar ég var gutti. Ég var víst
ekki auðveldasta barn í heimi, ég
var erfiður viðureignar, skapmikill
og sérlundaður og gerði allt vit-
laust ef ég fékk ekki það sem ég
vildi. Faðir minn var vélstjóri á
togara og ég var æfur yfir því að fá
ekki að fara með honum á sjóinn og
gerði heilmikið vesen í hvert sinn
sem hann lagði frá bryggju. Það
þurfti oft róttækar aðgerðir til að
halda mér inni við þegar svo bar
við. Þegar ég var tólf ára var ég
búinn að taka út þennan hluta af
sjálfum mér og hef verið frekar
ljúfur eftir það,“ segir Ragnar
hlæjandi.
Áhrifaríkir afar
Ragnar á þrjá albræður og eina
hálfsystur. Hann segir ekki mikið
um listamenn í fjölskyldunni og að
þau systkinin hafi valið sér lífsstarf
af ólíkum toga. „Sigrún hálfsystir
mín, sem er ári eldri en ég, er við-
skiptafræðingur, Bragi Páll, mið-
bróðirinn, er bakari og sá yngsti,
Atli Viðar, er sálfræðingur.“
Ragnar er kominn af íslensku
sveitafólki. „Það var mikið sungið
þegar ég var að alast upp og mér
er sagt að ég hafi ýmislegt frá
Ragnari S. Helgasyni, föðurafa
mínum. Hann var útvegsbóndi vest-
ur á fjörðum og ljóðskáld í hjáverk-
um. Hann hafði hvorki tíma né pen-
inga til þess að stunda listsköpun
að nokkru ráði en þó tókst honum
að gefa út tvær ljóðabækur. Hann
átti tíu börn og rak lítið býli og
tími hans fór aðallega í daglegt
amstur.“
Ragnar segir margar ánægjuleg-
ustu minningar sínar tengjast
Ragnari afa sínum, sem dó þegar
Ragnar yngri var átta ára. „Við
vorum góðir mátar og ég hélt lengi
vel að flest stórvirki í íslenskri
ljóðagerð væru hans verk. Hann
fór endalaust með ljóð fyrir mig og
það var ekki fyrr en ég var kominn
á unglingsaldur og farinn að læra
ljóð í skólanum að ég komst að
raun um að hann hefði nú ekki
samið þau öll,“ segir Ragnar og
skellihlær. „Ég les ljóðin hans
reglulega og hef alltaf jafngaman af
þeim. Mér fannst mikið tekið frá
mér þegar hann dó.
Móðurafi minn, Jóhann Helga-
son, sem lést mörgum árum síðar,
hafði líka gaman af að sitja og
segja sögur og af honum lærði ég
mikið um gömlu sveitamenninguna.
Hann var heiðabóndi í Húnavatns-
sýslunni þangað til hann þurfti að
bregða búi upp úr 1970 og flytja á
mölina. Hann sagði mér mikið af
draugasögum og það var mjög
gaman að spjalla við hann.“
Líður best í Súðavík
Lífið breyttist þegar fjölskylda
Ragnars fluttist frá Súðavík í Mos-
fellsbæinn. „Ég saknaði Súðavíkur
mikið. Ég var á erfiðum aldri, tíu
ára, og þurfti að kveðja minn góða
vinahóp. Í þrjú hundruð manna
plássi þekkir maður alla og á slík-
um stað er auðvelt að bindast til-
finningaböndum. Ég var alls ekki
tilbúinn að flytja suður og fyrsta
hálfa árið í nýjum skóla var mjög
erfitt. Ég mætti sjaldan í skólann
og karl faðir minn reyndi á tímabili
að bera mig þangað án árangurs.
En síðan eignaðist ég þar félaga
sem eru góðir vinir mínir enn þann
dag í dag og við höldum miklu og
góðu sambandi. Þessir æskuvinir
mínir úr Mosfellsbænum eru nán-
ast allir iðnaðarmenn og mér finnst
voðalega þægilegt að eiga kost á
samskiptum við fólk sem er bara
venjulegt og laust við alla stæla.
Við vorum ekkert sérstaklega
uppátækjasamur hópur, en í ellefu
ára bekk vorum við samt farnir að
standa fyrir alls konar skemmt-
unum. Við Sigurður Hansson félagi
minn, dúklagningarmeistari, sömd-
um heilu leikritin og fluttum fyrir
bekkjarsystkini okkar. Einnig
skrifuðum við og gáfum út skóla-
blöð. Það var því alveg nóg að gera.
Ég fer á hverju sumri með fjöl-
skyldunni til Súðavíkur þar sem við
eigum hús. Þar líður mér best og
þar á ég í rauninni heima.“
Með rithöfundinn í maganum
Rithöfundurinn Charles Dickens
kveikti áhuga Ragnars á að leggja
ritlistina fyrir sig. Hann var sjö ára
þegar hann las fyrst bókina um Oli-
ver Twist, sem hann segir enn vera
sína uppáhaldsskáldsögu. „Ég hef
enga tölu á því hversu oft ég hef
lesið þessa bók en ég reyni að lesa
hana einu sinni á ári. Eftir að hafa
lesið hana í fyrsta sinn ákvað ég að
verða rithöfundur og skrifa svona
Oliver Twist-bækur. Ég byrjaði
snemma að skrifa sögur, teikni-
myndasögur og annað þvíumlíkt.
Kvikmyndaáhuginn var þá kvikn-
aður en þegar maður er ungur að
árum áttar maður sig ekki á þeirri
staðreynd að einhverjir standi að
baki kvikmyndunum og hvaða
vinna liggur þar að baki; að það
séu jafnvel höfundar sem komi að
slíku verki sem maður tekur bara
sem raunveruleika á hvítu tjaldi.
Félagsheimilið í Súðavík var nokkr-
um skrefum frá heimili mínu og
þar voru haldnar kvikmyndasýn-
ingar þrisvar til fjórum sinnum í
viku. Þar sá ég mínar fyrstu kvik-
myndir og var ég tíður gestur. Ég
fór í bíó á hverjum einasta sunnu-
degi og reyndar oftar ef ég átti
pening.“
Bíó, popp og
niðursneiddar appelsínur
Pabbi Ragnars tók eftir miklum
áhuga sonarins á kvikmyndum og í
einni siglingunni keypti hann Súper
8-sýningarvél og gaf Ragnari þegar
hann var sjö eða átta ára. Ragnar
var yfir sig ánægður og þakklátur
fyrir gripinn. Með vélinni fylgdu tíu
svarthvítar myndir, fjögurra mín-
útna langar, gamlir klassíkerar, svo
sem myndir Chaplins, Busters Kea-
tons og Harolds Lloyds. „Ég kom
upp bíói í svefnherberginu og
horfði á þessar myndir út í eitt, aft-
ur á bak og áfram. Þarna græddi
ég mína fyrstu peninga á kvik-
myndum. Ég poppaði og skar niður
appelsínur og seldi krökkunum í
þorpinu aðgang að myndunum.
Ekki man ég hvað miðinn kostaði
en ég fullyrði að miðaverðinu var
stillt í hóf. Ég tók ákveðið gjald
fyrir að sýna myndina og síðan
hálfvirði fyrir að sýna hana aftur-
ábak. Leikurinn endaði þannig að
það fóru að berast kvartanir frá
foreldrunum í þorpinu sem voru
ekki ánægðir með að ég væri búinn
að hirða alla vasapeningana af
börnunum þeirra. Móðir mín lét
mig skila hluta af ágóðanum og eft-
ir það var frítt inn á sýningarnar.“
Hann svarar neitandi þegar hann
er spurður hvort hann hafi horft
öðrum augum á þessar myndir en
hinir krakkarnir; hvort hann hafi
spáð í leikinn, myndatökuna, lýs-
inguna og annað slíkt.
„Ég hafði fyrst og fremst áhuga
á sögunum og persónunum og mín-
ar stærstu kvikmyndalegu upplif-
anir eru frá þessum tíma. Þarna í
bíóinu í Súðavík sá ég í fyrsta sinn
kvikmyndir sem breyttu heims-
mynd minni. Nokkrar þeirra sitja
sterkt í minningunni, til dæmis
myndin Kitty Kitty Bang Bang,
sem að mínu mati er stórkostleg
kvikmynd, og ég hef gert ýmislegt
undir áhrifum frá henni. Í mynd-
inni er fjallað um samfélag þar sem
börn eru óvelkomin, ekki ósvipað
því sem Dickens fjallar um í sögum
sínum. Í kvikmynd minni, Börnum,
er einmitt fjallað um þetta óréttlæti
gagnvart börnum. Langstærsta
upplifun mín í kvikmyndahúsi var
árið 1978 þegar ég sá Star Wars,
Stjörnustríð, í fyrsta skipti. Ég var
alveg heillaður og tilfinningin er
ólýsanleg.“
Hljómsveit og stuttmyndir
Þrátt fyrir kvikmyndaáhugann
var Ragnar enn harðákveðinn í því
að verða rithöfundur. „Það komu
auðvitað tímabil, til dæmis á ung-
lingsárunum, þar sem rithöfund-
urinn vék fyrir einhverju öðru.
Þegar við félagarnir fermdumst
ákváðum við að stofna hljómsveit
og óskuðum eftir að fá hljóðfæri í
fermingargjöf. Ég fékk hljómborð,
hljómsveitin var stofnuð og við
höfðum háleit markmið um frægð
og frama. Sem betur fer entist
hljómsveitin ekki lengi því ég var
gjörsamlega hæfileikalaus á tón-
listarsviðinu. Ég hafði samt mikinn
áhuga á markaðssetningu hljóm-
sveitarinnar og var ekki lengi að
láta sauma á okkur hljómsveit-
arbúninga og taka af okkur mynd-
ir. Kynningarmálin voru því í lagi
þótt hæfileikinn væri ekki til stað-
ar og hljómsveitin starfaði þar til
ég var á síðasta ári í menntaskóla.
Ég var í Fjölbrautarskólanum
við Ármúla þar sem ég sótti kvik-
myndakúrs hjá Önnu G. Magn-
úsdóttur og gerði fyrstu stutt-
myndina mína ásamt Inga R.
Ingasyni. Hann var í kvikmynda-
gerðinni með mér til að byrja með
og við brölluðum mikið saman. Við
gerðum stuttmynd ásamt fleiri fé-
lögum í hópnum og þá fékk ég
bakteríuna. Þetta var einföld
svarthvít mynd sem fjallaði um
samfélagsleg vandamál. Anna G.
var mjög impóneruð af því sem við
vorum að gera og hafði trú á okk-
ur. Hún sendi myndina til útlanda
á nemendahátíðir og eftir það fór
ég að spá í það fyrir alvöru að það
væri nú kannski meira gaman að
gera kvikmyndir en eitthvað ann-
að. Ég var búinn að vera í mennta-
skóla og skrifa sitthvað sem aldrei
varð neitt úr en ég fann mig í
kvikmyndagerðinni. Ég er frekar
félagslyndur og finnst gott að
Listamanni er
ekki hollt að
búa við öryggi
Kvikmyndin Börn er nýjasta skrautfjöðrin í hatt Ragnars Bragasonar, kvik-
myndaleikstjóra og handritshöfundar. Börnin hafa fengið mikið lof og voru í vik-
unni valin til að vera framlag Íslands til forvals til Óskarsverðlauna þetta árið.
Þórunn Stefánsdóttir hitti föður þeirra, sem er tvíburapabbi í tvenns konar skiln-
ingi; í lífi og list. Ragnar lítur á Börn og næstu mynd sína, Foreldra, sem eitt verk
og kallar þær tvíbura.
Drifkraftur Ragnar Bragason segir að það sem drífi hann áfram í
kvikmyndagerðinni sé þörfin fyrir að segja sögur.