Morgunblaðið - 24.09.2006, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 24.09.2006, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. SEPTEMBER 2006 37 10% vaxtaauki! Nýttu þér þetta TILBOÐ og stofnaðu reikning á spron.is Þeir sem stofna sparnaðarreikningana SPRON Vaxtabót eða SPRON Viðbót á Netinu fyrir 24. september næstkomandi fá 10% vaxtaauka á áunna vexti um áramótin. Enn frekari ávinningurstendur einum n‡jum reikningseigandatil bo›a:Fer›avinningur frá Heimsfer›um,gjafabréf a› andvir›i 150.000 kr. 150.000 kr.gjafabréf A RG U S / 06 -0 47 2 Dags.: Tími: Fjármálastjórnun fyrir almenna stjórnendur . . . . . . . . . . . 3 . október kl . 15:00 – 19:00 Áætlanagerð í fjármálum . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 10 . október kl . 15:00 – 19:00 Kennitölur sem stjórntæki í rekstri . . . . . . . . . . . . . . . . 17 . október kl . 15:00 – 19:00 Notkun ársreikninga fyrir stjórnendur . . . . . . . . . . . . . . 31 . október kl . 15:00 – 19:00 Arðsemisgreining fjárfestingatækifæra . . . . . . . . . . . . . 13 . nóvember kl . 15:00 – 19:00 Stjórnun veltufjármuna . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 28 . nóvember kl . 15:00 – 19:00 Nánari upplýsingar veitir: Elísabet I. Þorvaldsdóttir þjónustufulltrúi Sími: 599 6296 elisabetth@ru.is Ofanleiti 2, 3. hæð 103 Reykjavík Sími: 599 6200 Fax: 599 6201 www.stjornendaskoli.is FJÁRMÁLAAKADEMÍA STJÓRNENDASKÓLA HR FJÁRMÁL FyRiR AtviNNuLíFið Leiðbeinendur: Stefán Svavarsson, Ólafur Ísleifsson, Ólafur Ólafsson. NÁmsLíNa skráning er hafin – Hægt er að skrá sig í einstaka hluta námslínu á vef stjórnendaskólans. Nánari upplýsingar er að finna á www.stjornendaskoli.is F A B R IK A N 2 0 0 6 Til að ná árangri í viðskiptaumhverfi nútímans er nauðsynlegt fyrir stjórnendur að hafa góðan skilning á ýmsum atriðum fjármála. Stjórnendaskóli Háskólans í Reykjavík býður nú upp á hagnýtt og markvisst nám í fjármálastjórnun fyrir stjórnendur . Um er að ræða námslínu þar sem farið er í gegnum alla þá þætti í fjármálum fyrirtækja sem stjórnendur þurfa að kunna skil á. Byggt er á fyrirlestrum, dæmum og raunhæfum verkefnum fyrir íslenskar aðstæður. Til sölu er ein áhugaverðasta húsgagna- og gjafavöruverslun landsins Skúlagata 17, 101 Reykjavík Sími 566 8800 Fax 566 8802 Gsm 863 6323 Verslunin er með mikið af góðum umboðum og hefur að skipa glæsilegu vöruúrvali og faglegu starfsfólki. Rekstur félagsins hef- ur einkennst af mikilli fagmennsku og metnaði en fyrir liggja upp- gjör og áætlanir til ársins 2008. Nánari upplýsingar gefur Jóhann Ólafsson í síma 863 6323. www.vidskiptahusid.is Jóhann Ólafsson, Löggiltur FFS. Gsm: 863 6323 johann@vidskiptahusid.is Þá lagðist þetta mjög þungt á mig. Hann þagnar. Það má glöggt finna að þetta umræðuefni tekur á. Og álútur lagar hann töluna á vestinu í drjúgan tíma. Svo herðir hann upp hugann. – Hún var fársjúk manneskja í mörg ár með ólæknandi sjúkdóm. Ég var alltaf hjá henni og gætti hennar árum saman, þar til ekki varð við neitt ráðið. Þá var hún lögð á sjúkrahús og dró að dauða hennar. Þetta voru erfiðir tímar sem höfðu talsverð áhrif á mig. Ég varð afar óvirkur út í frá og hefði gjarnan vilj- að koma meiru í verk. Ég hafði rúm- an tíma og góða heilsu sjálfur og var fús að taka þátt í margskonar fé- lagslífi, en það átti ekki að verða. Svo kom einkennilegt tómaúm, sérstaklega í fyrravetur. Þá leið mér ekki vel að vera svona einn. En ég reif mig upp úr þessu núna og hef verið mjög virkur, segir Ingvar og það lifnar yfir honum aftur. – Hvað hefurðu fengist við? – Ég hef farið margar ferðir til Akureyrar og ferðast um Norður- land og Austfirði til að rifja upp gamlar slóðir. Ég hef líka farið utan til Kúbu og Svalbarða. Stefnan er að ferðast meira og ég hef eiginlega bara áhuga á að heimsækja eyjar. Mig langar til dæmis ekkert til Kaupmannahafnar, en ég gæti vel hugsað mér að fara til Borgund- arhólms. Hann segir að Svalbarði hafi verið ævintýri út af fyrir sig. – Það er algjört heimskautaland, hvergi stingandi strá og ekki hægt að fóðra kú. En einstakar jurtir vaxa þarna og náttúran er stórmerkileg. Norðmenn hafa komið upp byggð sem heitir Longyearbyen og þar eru almenn lífsgæði eins og við eigum að venjast. Íbúar eru rétt innan við tvö þúsund og borða meira af pítsum og hamborgurum en selkjöti. Ég gisti á fínu Radisson SAS hóteli og það var skemmtilegt fyrir mig sem gamlan KEA-mann að fara í kaupfélagið og heyra afgreiðslustúlkuna spyrja: „Félagsnúmerið þitt?“ Ingvar varð áttræður 28. mars og hélt upp á afmælið með samsæti á Hótel Sögu, þar sem mættu á þriðja hundrað manns. – Í stað kokkteilpartýs, sem nú tíðkast, hafði ég kaffisamsæti, þar sem allir sátu við borð og hlýddu á skemmtiatriði, segir hann. Í söngskránni voru söngtextar sem Ingvar hefur snarað yfir á ís- lensku, meðal annars „Hyllum liðna tíð“, þýðing á ljóði Robert Burns „Auld Lang Syne“ sem hefst þannig: Hvort viltu slíta vinabönd svo verði týnd og gleymd? Og læsa úti liðna tíð hún liggi tröllum geymd? Þá flutti Sigurður Sigurðarson dýralæknir örrímu eftir Ingvar og loks var dreift limrubókinni Hring- fara til allra gesta, sem gefin var út af þessu tilefni. – Þetta er samsafn sem nær yfir mörg ár, segir Ingvar. Ég byrjaði unglingur að gera stökur en hætti því eftir að ég hóf háskólanám. Það var ekki fyrr en ég settist á Alþingi að ég rifjaði upp bragfræðina og það má þakka þingveislunum. Allir segja að alþingismenn séu asnar, eins og þú veist, en þetta eru albestu menn sem ég hef kynnst. Ég held að þar starfi blómi þjóðarinnar. Þeir voru að vísu ekki allir góðir hagyrðingar og sumir verulega slæmir, en á með- al þeirra voru frábærir hagyrðingar og ágætis skáld sem gaman var að yrkjast á við. Það þurfti alþjóðasamstarf til að Ingvar kynntist limrum, því hann lærði bragarháttinn af finnskum blaðamanni á lestarferðalagi í Þýskalandi haustið 1963. – Fyrr vissi ég ekki að limrur væru til. Ég hafði að vísu heyrt talað um limrubók Þorsteins Valdimars- sonar, en ekki eignast hana. Andinn í limrunum heillaði mig og ég fór að setja þær saman. Vorið eftir efndi blaðið Verkamaðurinn á Akureyri til limru- samkeppni. Ég sendi inn limru og vann. Hver held- urðu að verðlaunin hafi ver- ið, spyr hann glaðhlakkaleg- ur. Það var ársáskrift að Verkamanninum, – það voru mín fyrstu skáldalaun! Hann segir kynni sín af Gísla Jónssyni menntaskólakennara hafa haft jákvæð áhrif á kveðskap sinn. – Við skiptumst á limrum og ég orti undir dulnefninu Hringfari í ís- lenskuþættina sem hann hélt úti í Morgunblaðinu. Lengi vel vissi eng- inn hver orti, þar til Gísli ljóstraði því upp. Hann orti einnig undir dulnefni eins og þú veist. Þó að Ingvar haldi virðuleikanum og sé stundum alvörugefinn, þá er hann bóhem. Limrurnar koma upp um hann. Lauslát var Gunna á Glerá, hún giftist samt Jóni á Þverá. Nú hoppar um húsin um hálft annað dúsin af krökkum sem enginn veit hver á. Í garðinum eru rósir að springa út, sumar bleikar, aðrar rauðar. Ingvar hugar að rós sem er að byrja að breiða út blöðin og segir það hafa gerst frá því daginn áður. – Konan mín ræktaði rósir í garð- inum okkar á Akureyri og þegar við fluttum suður tók hún þær upp og setti niður hér. Þegar hún veiktist, þá var ég ekki nógu duglegur að sinna þeim. En þær blómstra samt alltaf á haustin. Ég sá að ég yrði að bæta úr þessu og sem betur fer flutti ung stúlka inn á neðri hæðina, sem flutti þær á nýjan stað og ætlar að hjálpa mér að koma lífi í þær. Ég vonast til að rósirnar taki við sér svo ég geti sett þær á leiðið hennar Auð- ar. » Já, ég er farinn að ganga eins og ræfill til fara, segir Ingvar glettinn. Nú hef ég kastað bindinu. Það hélt ég að kæmi aldrei fyrir mig.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.