Morgunblaðið - 24.09.2006, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 24.09.2006, Blaðsíða 29
ákváðum við að útbúa jólaveislu og ég fór út í búð og keypti laufabrauð þar sem ég hafði hreinlega gleymt að kaupa það hér fyrir norðan. Þegar við smökkuðum laufabrauðið þá var það, ja eiginlega bara alls ekki líkt laufabrauði. Þegar ég las innihalds- lýsinguna kom í ljós að meginuppi- staðan í laufabrauðinu var maísmjöl og laufabrauðið var framleitt í Eist- landi. Hvað gerist eftir hundrað ár ef við stöndum ekki upp og verðum stolt af því sem við eigum. Verður þá jólamaturinn okkar léttreyktur lambahryggur frá Nýja-Sjálandi? Ég fór í lágvöruverslun um daginn og kom sorgmæddur út. Í fyrsta lagi fór ég þangað inn til að kaupa eitt- hvað létt og skemmtilegt á grillið fyrir fjölskylduna. Ég ákvað að kaupa kjúkling en það var ekki til neinn ferskur kjúklingur. Einungis frosnar útlendar kjúklingabringur. Þá ákvað ég að kaupa fisk en það var enginn ferskur fiskur til sem er nú kannski skiljanlegt en þegar fisk- urinn sem blasti við í frystinum var Alaskaufsi varð ég sorgmæddur,“ segir Friðrik. „Draumurinn er að reka verslun samhliða veitingastaðnum þar sem þú færð það sem þig vantar í góða matarveislu heima. Til að mynda ef þú vilt elda góða humarsúpu þá gæt- ir þú komið í verslunina og keypt humarsoð í súpugrunninn. Þar yrði jafnframt hægt að kaupa létta rétti sem hægt væri að borða á staðnum á meðan viðskiptavinurinn gluggar í matreiðslubækur sem Friðrik á mik- ið af, “ segir Arnrún. Þeim hjónum finnst vanta fleiri sérverslanir á Akureyri sem ekki eru útibú frá stórmörkuðum í Reykjavík. Segja þau að áður hafi verið blómleg verslun á Akureyri en það hafi breyst. Segjast þau vona að þróunin eigi eftir að snúast við aftur því þau hafi fulla trú á því að á Ak- ureyri geti þrifist litlar góðar versl- anir. Friðrik og Arnrún hafa í töluverð- an tíma verið að þreifa fyrir sér með kaup á húsnæði sem myndi rýma veitingastaðinn og verslun en það hefur ekki enn gengið upp að finna hentugt húsnæði á Akureyri. Eru þau jafnvel farin að skoða sig um á fleiri stöðum og því ekkert víst að þau láti drauminn rætast á Akureyri heldur annars staðar á landinu. Þau Friðrik og Arnrún eru sam- mála um að rekstur svæðisbundins veitingastaðar gerir engan mann ríkan á Íslandi en þau láta það ekki aftra sér enda er rekstur Friðriks V þeirra ær og kýr. „Staðurinn er okk- ar annað heimili,“ segir Arnrún. Þau viðurkenna að stundum fái þau alveg nóg en Arnrún bætir við að þegar þau séu komin í vinnugallann sé leið- inn horfin á braut og þau komin í gír að takast á við fyrirliggjandi verk- efni. Þau hafi einfaldlega gaman af því sem þau séu að gera og telji sig lánsöm að starfa við það sem þau hafi gaman af. Það er hins vegar annað mál hvort umstangið við reksturinn sé eins skemmtilegt. Það taki oft of langan tíma og mikla orku að stússast í ein- hverju sem viðkemur rekstrinum. Ef þau horfa til baka fimm ár aftur í tímann eru þau sammála um að þau sjái ekki eftir neinu. Að vísu hafi þau unnið of mikið með staðnum fyrstu árin til þess að kljúfa kaupin fjár- hagslega. Fyrstu þrjú árin vann Friðrik fulla vinnu með rekstrinum en Arnrún hætti nú um sl. áramót að vinna 100% með annars staðar. Segj- ast finna það núna að þau bæði njóta starfans betur og þau séu að sjóast í því að vera sjálfstæðir atvinnurek- endur. fðum guna@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. SEPTEMBER 2006 29 Slow Food eru alþjóðleg samtök sem stofnuð voru árið 1986 á Ítalíu. Í stuttu máli beitir Slow Food sér fyrir því að vernda bragðgæði gegn hraðvirkum fram- leiðsluaðferðum og skyndibitamenningu með starfsemi sem nú teygir sig til um það bil 100 landa. Slow Food stundar ýmsa kynningarstarfsemi til að efla mat- armenningu og bragðmenntun auk þess að vinna al- mennt að fjölbreytni í framboði matar og drykkjar og varna því að menningarleg hráefni deyi út. Veitingastaðinn Friðrik V má með réttu tengja við Slow Food samtökin en það hráefni eða matvæli sem Slow Food tekur upp á arma sína er gjarnan unnið samkvæmt handbragði frá ákveðnum land- eða menn- ingarsvæðum. Í lok október fara Friðrik og fjölskylda til Tórínó á Ítalíu á vegum Slow Food samtakanna á sýninguna „Salone del Gusto“ þar sem þúsund matreiðslumenn svæðisbundinna staða, sem vilja reka staði í sátt og samlyndi við umhverfi sitt, koma saman og læra hver af öðrum. Friðrik mun þar miðla af eigin reynslu og læra af öðrum matreiðslumönnum. Gert er ráð fyrir að gestir sem heimsækja þessa sýningu skipti hundruðum þús- unda. Í sátt við umhverfi sitt Ímeira en fimmtíu ár hefur am-eríska flotastöðin á Mið-nesheiði skipt þjóðinni í fylk-ingar. Önnur hersingin lá alltaf södd og sæl í vestrænu sam- starfi örugg gegn yfirvofandi innrás rússneskra kommúnista úr austri. Trygg og sjálfumglöð híaði hún á hina fylkinguna sem þrammaði lát- lausar Keflavíkurgöngur í lúðaleg- um gæruúlpum með blóm í hárinu beljandi flatrímaða mótmælasöngva af kraumandi réttlátri heift við und- irleik gítarsláttufóstru í veikindafríi. Svo einn daginn leit skrifstofublók í Washington á dagatalið og kveikti á perunni. Kalda stríðið er búið, rússneski björninn dauður af skorpulifur í síberískum skógi og við erum enn með fokdýra herstöð á þessu guðsvolaða skeri fjarri heims- ins glaumi. Mörland getur séð um sig sjálft. Let’s get the hell out of there. Og það varð. Enginn hlustaði á háværar hrinur ráðamanna á Íslandi né dynkina í höfði þeirra sem þeir börðu við steininn og berja enn. Það bjargast ekki neitt, það ferst, það ferst og vol- ið í verkalýðsforystu Suðurnesja og Varðberginu forna bergmálar í tóm- um flugskýlum og yfirgefnum leikja- sölum meðan tollverðir vakta rusla- hauga undir hungruðum augum íbúanna sem hefur dreymt um toll- frjálst sælgæti og ódýran bjór í tvær kynslóðir. Þetta hefði getað orðið ágæt minningargrein en nú vil ég víkja máli mínu að öðru. „Það gæti kostað milljarða að hreinsa vallarsvæðið,“ segja sér- fræðingar í blöðunum. Það virðist sem búsetusvæði hersins á Mið- nesheiði sé svo gegnsósa af olíu- drullu og mengandi efnum að þar sé ekki nokkrum heilvita manni boðlegt að setjast að. Í Fréttablaðinu hinn 19. september segir Snorri Páll Snorrason að umgengni hafi verið slæm á áratugunum eftir stríðið og eiturefnum hafi í stórum stíl verið hent á öskuhaugana án þess að menn gerðu sér grein fyrir afleiðing- unum. Almenna verkfræðistofan á Suðurnesjum þar sem Snorri vinnur vildi fá að bora niður í forna rusla- hauga hersins og greina af ná- kvæmni hversu banvæn súpa leynd- ist þar undir. Ríkið átti að borga brúsann við borunina en Snorri seg- ir að niðurstöðurnar hefðu styrkt verulega kröfu Íslendinga á hendur Bandaríkjamönnum. Þessu hafnaði ríkið og vill greini- lega ekki vita hversu skítugt rúmið er eftir gestinn sem þjóðin hefur samrekkt í meira en hálfa öld. En ef það er tilfellið að Mið- nesheiði sé varla boðleg til búsetu eftir rúmlega hálfrar aldar búsetu hvað má þá segja um önnur þétt- býlissvæði á landinu? Er ekki líklegt að um allt land hafi nýríkir Íslend- ingar á „áratugunum eftir stríð“ vaðið áfram í villu og svíma og hellt niður olíuleifum og sullað eitur- efnum út um allt án þess að gefa gaum að afleiðingunum? Mér er ekki kunnugt um að aðrar umgengn- isreglur hafi gilt um hættuleg og mengandi efni utan vallar en innan. Vitund Íslendinga á þessu sviði er ekki lengra komin en svo að enn er brennt sorpi við opinn eld hér og þar um landið. Dæmi um mannabyggð ofan á ný- legum öskuhaugum finnast út um allt land enda hefð að byggja á forn- um öskuhaugum eins og fornleifar frá landnámi við Aðalstræti hafa staðfest. Á Ísafirði er hægt að finna bæði menntaskóla, elliheimili og fót- boltavöll ofan á uppfyllingum gam- alla öskuhauga og iðnaðarsvæðis. Við hafnarsvæðið í Reykjavík stendur til að þétta byggð á fyrrum iðnaðarsvæði án þess að nokkur maður minnist á jarðvegsskipti eftir fornan sóðaskap. Í Grafarvogi raða menn einbýlishúsum kringum fyrr- um öskuhauga án þess að borað sé og kannað hversu eitrað undirlagið sé. Man nokkur eftir orðatiltækinu: Það er víða pottur brotinn? Varnarliðið – minning »Dæmi um manna-byggð ofan á nýleg- um öskuhaugum finnast út um allt land HUGSAÐ UPPHÁTT Páll Ásgeir Pálsson lysandi@internet.is ÞÚ ÁTT STEFNUMÓT ...
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.