Morgunblaðið - 24.09.2006, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 24.09.2006, Blaðsíða 16
Þ að er liðin tíð í þessu þjóðfélagi að stjórn- málastörf, þing- mennska til dæmis, verði ævistarf nokkurs manns,“ sagði Sólveig Pétursdóttir, alþingimaður og forseti Alþingis þegar hún tilkynnti að hún myndi ekki sækjast eftir endurkjöri til þings næsta vor. Sólveig er 54 ára og hefur setið á þingi frá 1991. Sólveig hefur áreiðanlega lög að mæla og hún er ekki ein um að draga sig í hlé fyrir næstu kosn- ingar. Margrét Frímannsdóttir hef- ur ákveðið að gera slíkt hið sama. Hún er 52 ára og hefur setið á þingi frá 1987. Samflokksmaður Margrétar, Jó- hann Ársælsson, ætlar einnig að hætta næsta vor. Hann er 62 ára og var fyrst kjörinn á þing árið 1991. Tveir þingmenn til viðbótar, sem báðir eru á sjötugsaldri eins og Jó- hann, hafa tilkynnt að þeir sækist ekki eftir endurkjöri, þau Halldór Blöndal, sem er 68 ára og Rannveig Guðmundsdóttir, 66 ára. Halldór hefur setið á þingi frá 1979 og Rann- veig frá 1989. Margrét og Sólveig bætast í hóp nokkurra þingmanna, sem draga sig í hlé fyrr en ætla mætti, ef horft er til aldurs þeirra. Nægir þar að nefna Svanfríði Jónasdóttur, sem er nú 54 ára og hætti fyrir síðustu kosningar, og Bryndísi Hlöðversdóttur, 46 ára, sem afsalaði sér þingmennsku í fyrra. Í byrjun þessa árs sagði Árni Magnússon einnig af sér sem þing- maður og félagsmálaráðherra, þá fertugur. Úr einu starfi í annað Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði, segir að á síðari hluta 20. aldar hafi orðið til stétt stjórnmálamanna, þ.e. fólks sem hafði stjórnmál að aðalstarfi, en sinnti því ekki meðfram öðru. „Þing- menn fóru á föst laun allt árið, með tilheyrandi eftirlaunarétti og nú eru stjórnmálamenn upp til hópa at- vinnumenn. Það er alls ekki óal- gengt að fólk starfi við stjórnmál alla ævi, en færi sig á milli starfa, byrji kannski í störfum fyrir flokk- inn, fari því næst í sveitarstjórnir og þaðan á þing og jafnvel í ríkisstjórn. Í nágrannalöndum okkar bætist svo við, að margir stjórnmálamenn yf- irgefa pólitíska vettvanginn heima og setjast á Evrópuþingið eða starfa á annan hátt fyrir Evrópusam- bandið.“ Ólafur segir að þótt margir, sem starfi innan stjórnmálanna, fari þessa leið, þá hafi þjóðfélagið jafn- framt breyst á þann veg að fólk skipti fremur alveg um starfsvett- vang nú en áður. „Það þykir ekki til- tökumál lengur að söðla alveg um, fara í nýtt starf eða hefja nám á miðjum aldri. Svo eru þeir sem láta að sér kveða í stjórnmálum eftir að hafa haslað sér völl á öðrum vett- vangi. Í nágrannalöndum okkar hef- ur töluvert borið á að flokkarnir fái til liðs við sig fólk, sem hefur náð ár- angri á öðrum vettvangi.“ Ólafur segir að það verði algeng- ara að fólk hverfi frá stjórnmálum áður en starfsævin sé á enda. „Hérna áður fyrr, þegar menn gerðu stjórnmálin að ævistarfi, áttu þeir ekki greiða leið í önnur störf. Núna búa þingmenn að fjölbreyttri menntun og margir hafa mikla Innlent | Eitt sinn taldist ævistarf að helga sig stjórnmálum, en nú virðist það breytt þannig að um geti verið að ræða líf eftir pólitík. Menning | Tyrkneskir öfgamenn hugðust sækja rithöfundinn Elif Shafak til saka fyrir skrif hennar, en í liðinni viku var hún sýknuð. Erlent | Junichiro Koizumi bauð eigin flokki birginn og var forsætis- ráðherra Japans í rúm fimm ár. Á þriðjudag dregur hann sig í hlé. Íþróttir | Hvað kostar ævilöng knattspyrnuástríða? Ekki ævistarf lengur Eftir Ragnhildi Sverrisdóttur rsv@mbl.is VIKUSPEGILL» Morgunblaðið/Kristinn Líf eftir pólitík? Svo virðist sem það sé að verða viðurkennt að einstaklingar geti horfið úr stjórnmálum og haslað sér völl á nýjum vettvangi. 16 SUNNUDAGUR 24. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Eftir Ásgeir Sverrisson asv@mbl.is R ótlausar sögupersónur, sem skipta um rík- isfang, trú og jafnvel kyn, eru ekki líklegar til að höfða til þeirra sem hneigjast til íhaldssemi og viðtekinna gilda. En skáldsögur tyrknesku skáldkonunnar Elif Shafak hafa ekki eingöngu komið róti á huga hinna hreintrúuðu í heimalandi hennar; verðir hins veraldlega þjóðskipulags sem Mustafa Kemal Ataturk inn- leiddi í Tyrklandi eru síður en svo hrifnir af framlagi Shafak til heims- menningarinnar og það sama á við um tyrkneska þjóðernissinna. Á fimmtudag var Shafak sýknuð af ákæru um að hafa „ófrægt tyrkneska þjóðarvitund“ með ummælum sem armenskar sögupersónur í met- sölubók hennar „Bastarðurinn frá Istanbúl“ („Baba ve Pic“ á tyrk- nesku) láta falla. Kveðið er á um að slíkt athæfi sé refsivert í 301. grein tyrkneskra hegningarlaga. Mál Sha- fak hefur vakið mikla athygli, á því eru ótalmargar hliðar sem snerta stjórnmál í Tyrklandi, viðleitni rík- isins til að nálgast Evrópusambandið (ESB) og síðast en ekki síst fjölda- morð á Armenum sem Tyrkir í tíð Ottómannaveldisins eru vændir um. Ákærunni var vísað frá með þeim rökum að skáldkonan hefði ekki gerst sek um þetta meinta glæpa- verk. Elif Shafak var ekki viðstödd er úrskurðurinn var kveðinn upp en hún eignaðist fyrsta barn sitt, dóttur, á laugardag í liðinni viku. Hefði hún verið fundin sek um móðgunina hefði hún átt allt að þriggja ára fangels- isdóm yfir höfði sér. Ákæran á hendur henni var talin prófmál fyrir dómskerfið í Tyrklandi og getu stjórnvalda og vilja til að virða vestræn ákvæði um tjáning- arfrelsi. Málið hefur pólitískar vís- anir þar í landi þar sem að baki að- förinni að skáldkonunni stóð hópur íhaldssamra lögfræðinga sem and- vígir eru því að Tyrkir bætist í hóp Evrópusambandsþjóða. Flokkur þessi hefur farið gegn fleiri frjáls- lyndum menntamönnum í Tyrklandi á undanliðnum árum. „Bastarðurinn frá Istanbúl“ er saga fjögurra kynslóða kvenna og gerist ýmist í Tyrklandi og í Banda- ríkjunum. Sögð er saga armenskrar fjölskyldu sem flúði fjöldamorðin sem Armenar sættu 1915 en skilur eftir sig barn sem alið er upp sem múslimi og Tyrki. Bókin kom út á tyrknesku í marsmánuði og hafa meira en 60.000 eintök selst. Viking Penguin mun gefa hana út á ensku í janúar á næsta ári. Í kaflanum sem kallað hefur for- dæmingu yfir Elif Shafak veltir ein sögupersónan, karlmaður af ar- menskum uppruna, því fyrir sér hvaða útgáfu af sögunni frænka hans, barnið sem varð eftir í Tyrk- landi, tileinki sér. Hann spyr hvort hún muni fullyrða að hún sé „barna- barn þeirra sem lifðu af þjóð- armorðið og misstu alla ættingja sína í slátrun Tyrkjanna 1915 en sjálf hef ég verið heilaþvegin til að neita því að þjóðarmorðið hafi átt sér stað vegna þess að ég var alin upp af ein- hverjum Tyrkja sem heitir Mus- tapha.“ Shafak segir fráleitt að með þessum orðum söguspersónunnar hafi hún gerst sek um glæp. „Ef skáldsaga fjallar um þjóf er ekki þar með sagt að höfundurinn sé þjófur,“ segir hún. Tyrkir neita allri ábyrgð á þjóð- armorðinu 1915 og segja raunar ekk- ert slíkt hafa átt sér stað, Armen- arnir hafi fallið í átökum og það hafi mikill fjöldi Tyrkja einnig gert. Ar- menar halda því fram að um ein og hálf milljón manna hafi verið tekin af lífi 1915-1917 á landsvæði sem nú er í austurhluta Tyrklands. Tyrkir stað- hæfa að hér ræði um grófar ýkjur, nokkur hundruð þúsunda manna hafi fallið í bardögum. Deilan eitrar sam- skipti ríkjanna og raunar berjast Ar- menar ákaft fyrir því að þjóð- armorðið verði viðurkennt á alþjóðavettvangi. Tyrkir verjast sér- hverri slíkri viðleitni, einnig á vett- vangi Evrópusambandsins en við- ræður um aðild að því hófust í október í fyrra. Elif Shafak tók í fyrra þátt í fyrstu ráðstefnunni sem haldin hefur verið í Istanbúl um þjóðarmorðið meinta. Lögmannahópurinn íhaldssami reyndi einnig að koma í veg fyrir að ráðstefnan væri haldin. Staðlausar rætur Shafak verður seint vænd um að leitast við að hlífa lesendum sínum. Fyrri bækur hennar þykja ágengar og fjalla gjarnan um flótta, menning- MENNING» AP Fjölmenningarleg Rithöfundurinn Elif Shafak býr bæði í Tyrklandi og Bandaríkjunum og er hraðmælt á ensku og spænsku auk tyrknesku. Dómur sögunnar Skáldkonan Elif Shafak sýknuð af ákæru um að hafa ófrægt tyrkneska þjóðarvitund INNLENT»
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.