Morgunblaðið - 24.09.2006, Page 4
4 SUNNUDAGUR 24. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
LANDSNET hf. undirbýr nú mat á
umhverfisáhrifum vegna fram-
kvæmda við nýjar háspennulínur
frá fyrirhuguðum virkjunum á
Hellisheiði og að álveri Alcan í
Straumsvík en línulagnirnar eru
nauðsynlegar komi til stækkunar á
álverinu. Einnig verða eldri línur
endurbættar og flutningsgeta
þeirra aukin. Með þessu er einnig
verið að búa í haginn fyrir hugs-
anlegt álver í Helguvík.
Landsnet kynnti nýverið tillögu
sína til áætlunar vegna mats á um-
hverfisáhrifum vegna fram-
kvæmdanna og er hún aðgengileg á
vef félagsins, www.landsnet.is.
Frumkostnaðaráætlun Landsnets
vegna háspennulínanna og tengi-
virkjana er um 10 milljarðar króna.
Í fréttatilkynningu frá Landsneti
er bent á að rekstur fyrsta áfanga
Hellisheiðarvirkjunar hefjist nú í
haust en orkunni er ráðstafað til
stækkunar Norðuráls í Hvalfirði.
Stefnt sé að því að stækka virkj-
unina á árunum 2007 og 2008 vegna
frekari orkusölu til Norðuráls. Þá
kemur fram að OR hafi gert samn-
ing við Alcan í Straumsvík um sölu
á raforku sem verði framleidd með
stækkun Hellisheiðarvirkjunar og
með byggingu virkjana við Hvera-
hlíð og Ölkelduháls. Þá standi yfir
samningaviðræður milli Landsvirkj-
unar og Alcan um aukna orkusölu
vegna stækkunarinnar og muni ork-
an að megninu til koma frá fyr-
irhuguðum virkjunum neðarlega í
Þjórsá. Þessi aukna framleiðsla á
rafmagni og áli kalli á fleiri há-
spennulínur.
Sjónmengun mótmælt
Nú liggja þrjár háspennulínur
framhjá Kolviðarhóli og að Sand-
skeiði en verði af framkvæmdum
verða línurnar fjórar. Ný lína bætist
við frá Kolviðarhóli að Sandskeiði
og einnig verður lögð ný lína frá
Sandskeiði að tengivirki í Hamra-
nesi í Hafnarfirði. Þá verður einni
línu bætt við að álverinu í Straums-
vík.
Náttúruvaktin hefur þegar mót-
mælt harðlega áformum Landsnets
og segir það sæta furðu að enn skuli
áformað að leggja háspennulínur
með þeirri gríðarlegu sjónmengun
sem þær valda þegar kostur sé á að
leggja þær í jörðu.
Þorgeir J. Andrésson, skrifstofu-
stjóri Landsnets, segir að ekki sé
talið koma til greina að leggja svo
öflugar háspennulínur í jörðu þar
sem kostnaðurinn við slíkt sé allt að
tíu sinnum meiri en með því að reisa
möstur. „Það er einfaldlega of mik-
ið,“ sagði hann í samtali við Morg-
unblaðið. Ástæðan fyrir hinum
mikla kostnaði við að grafa línur í
jörðu sé að einangrun fyrir línurnar
sé afar dýr og í sumum tilvikum
þurfi einnig að steypa undir þær.
Viðgerð á jarðstrengjum taki einnig
mun lengri tíma en loftlínu og það
skipti verulegu máli fyrir rekstrar-
öryggi álvera.
Kostnaður við lagningu há-
spennulína í jörðu fer eftir því
hversu flutningsgeta þeirra er mikil.
Spennustig línunnar er mæld í kíló-
voltum (KV). Samkvæmt upplýsing-
um frá Landsneti er jafndýrt að
leggja 66 kV línur í jörðu og í
möstrum eða í staurum. Ef línan er
132 kV er talið að um 30–50% dýr-
ara sé að leggja hana í jörðu sem
þýðir að hver kílómetri af jarðlögn
myndi kosta um og yfir 20 milljónir
í stað 15 milljóna í staurum. Há-
spennulína sem er 220 kV og lögð er
í jörðu kostar um 4–6 sinnum meira
en lína sem er lögð í möstur, í stað
þess að hver kílómetri kosti 30 millj-
ónir kostar hann því 120–180 millj-
ónir. Þegar línan er 420 kV er
kostnaður við að leggja í jörðu tí-
faldur. Samkvæmt upplýsingum frá
Landsneti kostar hver kílómetri af
420 kV línu um 40 milljónir, sé hún
lögð í möstur en myndi kosta 400
milljónir ef hún yrði lögð í jörðu.
Myndu krækja fyrir flugvöllinn
Nýlega var fjallað um áætlanir
um rannsóknarboranir á Reykja-
nesskaga, í Brennisteinsfjöllum og
Krýsuvík, með tilliti til jarðvarma-
virkjana. Þorgeir segir að athugun á
hugsanlegum línustæðum frá virkj-
unum sé á frumstigi. Aðalhöfuð-
verkurinn í því sambandi væri að
fyrirhugaðar gufuaflsvirkjanir væru
svo litlar að það yrði fyrst að tengja
þær saman með raflínum, áður en
orkan yrði leidd frá þeim. Allar nú-
verandi hugmyndir gerðu ráð fyrir
loftlínum á þessu svæði.
Aðspurður sagði Þorgeir að ef ál-
ver risi í Helguvík yrðu háspennu-
línur lagðar eftir Reykjanesskaga
og síðan myndu þær væntanlega
krækja vestur og norður fyrir
Keflavíkurflugvöll, þ.e.a.s. ef loftlín-
ur yrðu á annað borð lagðar síðasta
spölinn að Helguvík. Ekki væri
hægt að koma loftlínum fyrir milli
flugvallar og Reykjanesbæjar.
Stækkun í Straumsvík
kallar á fleiri háspennulínur
!
"!
#
!
"
"
#$
%
!"
!"
#$ &'
!"
!"
#$
&'
"""
!
#$
%! &
$' (
"""
#$
%! & $'
#$
%! & $' )
#$
%!
! !" ! !
#
$
!
!
% ! &
! ' ( ! ) ! Í HNOTSKURN
» Nýrri línu frá virkjun við Öl-kelduháls er ætluð lega undir
Skarðsmýrarfjalli en aðrir
möguleikar eru til skoðunar.
Gert er ráð fyrir tengingu frá
Hverahlíð yfir Suðurlandsveg.
» Ný lína, Kolviðarhólslína 1,verður reist frá Kolviðarhóli
að Sandskeiði, samkvæmt áætlun
Landsnets.
» Búrfellslína 2, frá Sandskeiðiað Geithálsi, verður tekin
niður og í staðinn verður reistur
seinni hluti Kolviðarhólslínu 1.
» Búrfellslína 2 frá Kolvið-arhóli að Sandskeiði verður
tekin niður og í staðinn reist lína
með meiri flutningsgetu og verð-
ur það fyrri hluti Kolviðarhóls-
línu 2.
» Búrfellslína 3B, frá Sand-skeiði að tengivirki í Hamra-
nesi, verður síðari hluti Kolvið-
arhólslínu 2.
» Ný lína verður reist fráSandskeiði að Hamranesi og
verður hún samsíða Kolvið-
arhólslínu 2. Nýja línan fær nafn-
ið Búrfellslína 3.
» Frá Hamranesi að álverinu íStraumsvík verða reistar
tvær aðskildar línur.
» Til athugunar er að færaHamraneslínur 1 og 2 til á
kafla.
Morgunblaðið/RAX
Skógur Á Hellisheiði er þéttur skógur háspennumastra. Vegna hugsanlegrar stækkunar í Straumsvík er gert ráð
fyrir að þétta skóginn frá Kolviðarhóli og reisa ný möstur vegna tveggja nýrra virkjana á Hellisheiði.
Eftir Rúnar Pálmason
runarp@mbl.is
Í AÐDRAGANDA alþingiskosninga verður
formi þeirra greina, sem lúta að prófkjörum
flokkanna, breytt. Er þetta gert til þess að gera
efnið aðgengilegra fyrir lesendur og auka mögu-
leika Morgunblaðsins á að koma greinunum á
framfæri.
Frambjóðendum býðst að skrifa greinar í
blaðið og verður lengd greinanna miðuð við 3.000
tölvuslög með bilum. Greinar sem skrifaðar eru
til stuðnings eða gegn einstökum framboðum eða
frambjóðendum verða eingöngu birtar á mbl.is.
Engin lengdarmörk eru á þeim greinum er þar
birtast. Þær verða yfirfarnar af starfsmönnum
ritstjórnar Morgunblaðsins en réttritun er á
ábyrgð höfunda.
Eingöngu gegnum mbl.is
Eingöngu verður tekið við greinum sem skilað
er í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins, mbl.is.
Smellt er á reitinn „Senda inn efni“ á forsíðu
mbl.is. Þá er valinn reiturinn „Kosningar“ og
opnast þá stílsnið sem hægt er að skrifa eða
„líma“ greinarnar inn í. Þeir sem ekki hafa sent
greinar áður í gegnum þetta stílsnið þurfa að
skrá sig inn og fá þá sent lykilorð í tölvupósti.
Að því fengnu er hægt að nota stílsniðið. Einnig
er hægt að senda myndir af höfundum í gegnum
stílsniðið.
Þar sem nokkrar greinar frambjóðenda í próf-
kjörum bárust blaðinu áður en þetta fyrirkomu-
lag var kynnt munu nokkrar greinar, sem eru
umfram fyrrgreind lengdarmörk, birtast í
blaðinu næstu daga.
Nánari upplýsingar gefa Guðlaug Sigurðar-
dóttir, gudlaug@mbl.is, s. 569-1323 og Sveinn
Guðjónsson, svg@mbl.is, s. 569-1224.
Breytt form greina vegna prófkjöra
ELDUR kviknaði í mannlausu húsi á
Eyrarvegi 8 á Þórshöfn í gærmorg-
un og urðu allnokkrar skemmdir.
Húsið er komið til ára sinna og ekki
hefur verið búið í því um allangt
skeið, að sögn lögreglu.
Tilkynning um eldinn barst klukk-
an 11.20 og var slökkvilið fljótt á
staðinn. Í gær hafði lögregla þær
upplýsingar að líklega hefði ekki
verið rafmagn á húsinu en rannsókn
hennar beinist m.a. að því hvort um
íkveikju hafi verið að ræða.
Eldur í mannlausu
húsi á Þórshöfn