Morgunblaðið - 07.10.2006, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 07.10.2006, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 7. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Ath. aðeins 40 tilboðssæti! Búdapest 13. eða 20. október frá kr. 19.990 Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Helgarferð til Heimsferðir bjóða glæsilega helgarferð til þessarar stórkostlegu borgar í hjarta Evrópu. Búdapest býður einstakt mannlíf, menningu og skemmtun að ógleymdri gestrisni Ungverja. Bjóðum nú 40 flugsæti á frábæru tilboði - þú bókar 2 flugsæti en greiðir einungis fyrir 1. Fjölbreytt gisting í boði. Verð kr.19.990 Flugsæti báðar leiðir með sköttum. Netverð á mann. Ath. mjög takmarkaður sætafjöldi á þessu verði. Gisting frá kr.3.900 Netverð á mann á nótt m.v. gistingu í tvíbýli á Hotel Mercure Duna með morgunverði. Munið Mastercard ferðaávísunina Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Á FUNDI í gær samþykkti ríkis- stjórnin tillögur menntamálaráð- herra um að formleg frumathugun verði gerð vegna nýbyggingar í Vatnsmýri fyrir Tilraunastöð Há- skóla Íslands að Keldum og að hugað verði að því að selja landið sem stöð- in stendur nú á. Þar með losnar gríð- arlega gott byggingarland. Stefán B. Sigurðsson, forseti læknadeildar HÍ og stjórnarformað- ur Tilraunastöðvarinnar, vonast til þess að byrjað verði á framkvæmd- um við nýtt hús um leið og fjármagn fáist. Nú væri gert ráð fyrir að húsið rísi á vesturenda Landspítalalóðar- innar, við hliðina á bensínstöð ESSO, og verði um 5.000 fermetrar. Einnig hefur verið skoðað að húsið rísi í ná- grenni við fyrirhugaða Vísinda- garða, sunnarlega á háskólasvæðinu, en hin staðsetningin þykir henta bet- ur. Ríkið á Keldnalandið og í nokkur ár hefur verið heimild í fjárlögum til að selja landið og verja andvirðinu, eða hluta þess, til að efla vísinda- rannsóknir. Stefán sagði að miðað við stöðuna í dag mætti gera ráð fyrir að um 2½ – 3 milljarðar fengjust fyrir Keldna- land. „Þetta er að mínu mati eitt besta byggingarland á höfuðborgar- svæðinu. Þarna er mikil veðursæld og margir starfsmenn geta eiginlega ekki hugsað sér að flytja. Stöðin stendur í lægð fyrir ofan Grafarvog- inn og þar er mjög skjólsælt,“ sagði hann. Gert er ráð fyrir að nýtt hús- næði kosti um 1½ milljarð. Tilraunastöðin var reist að Keld- um fyrir rúmlega 50 árum og var henni m.a. valinn staður þar, langt utan borgarinnar, til að stuðla að ein- angrun. Stefán sagði að þau sjónar- mið væru löngu úreld, í dag væri ein- angrun tryggð með öflugri tækni á rannsóknarstofum. Stefán vonast til að Tilraunastöðin verði áfram kennd við Keldur, jafn- vel þó hún flytji í Vatnsmýrina. Nafnið væri þekkt víða um heim og í því fælust mikil verðmæti. Eitt besta byggingarlandið í höfuðborginni mun væntanlega losna á næstu árum Keldur flytjist í Vatns- mýri og landið verði selt         FORSETI Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, átti í gær fund með Tarja Halonen, forseta Finnlands, í finnsku forsetahöllinni. Með Ólafi í för var Hannes Heimisson, sendiherra í Finnlandi, og hópur íslenskra athafna- manna, sem héldu erindi um árangur íslenskra fyr- irtækja á alþjóðavettvangi. Með Ólafi á myndinni eru, frá hægri: Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri KB- banka, Björgólfur Thor Björgólfsson athafnamaður, Halonen Finnlandsforseti, Hannes Smárason, forstjóri FL Group, og Róbert Wessman, forstjóri Actavis. Ljósmynd/Örnólfur Thorsson Kynntu útrás Íslendinga Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is SIGURÐUR Guðmundsson land- læknir segir að skoða þurfi alvarlega þann kost að gefa MND-sjúklingum, sem þurfa á öndunarvélameðferð að halda, kost á að fá þessa meðferð í heimahúsum, óski þeir þess. „Ég tel að við eigum að stefna að því að bjóða þessa meðferð í heimahúsi. Við bjóðum þegar upp á hana á stofnunum en það er í anda þess að reyna að bæta lífs- gæði og lífsgildi sjúklinganna okkar eins og við getum,“ segir Sigurður. Fram kom í umfjöllun Morgun- blaðsins um MND-sjúklinga í vikunni að hér á landi þurfi sjúklingar að leggj- ast inn á stofnun þegar öndunarerf- iðleikar sem fylgja sjúkdómnum gera vart við sig, en í Danmörku sé sjúk- lingunum boðið upp á langtíma önd- unarvélameðferð á heimili þeirra allan sólarhringinn. Sigurður segir að eigi að bjóða upp á slíka með- ferð heima hjá sjúklingum þurfi að standa vel að því. Leysa þurfi ýmis siðferðileg og framkvæmdaleg mál áður en það verði gert. Danir verið í fararbroddi Sigurður segir að kostnaður sé eitt þeirra mála sem hafa þurfi í huga og það þurfi að leysa. „Það er auðvitað samfélagsmál hvernig að því verður staðið.“ Sigurður segir að siðferðilega og út frá sjónarhóli meðferðarsjúk- linga sé verið að taka rökrétt skref að því sem þegar er gert í öðrum löndum, bæði í Danmörku og annars staðar. Danir hafi staðið sig ákaflega vel í þessum málaflokki og verið í farar- broddi í honum. Að sögn Sigurðar hafa málefni al- varlega fatlaðra fyrst og fremst verið til vinnslu í félagsmálaráðuneytinu en þar hafi verið unnin góð vinna. „Í heil- brigðisþjónustunni höfum við verið að ræða saman um þetta undanfarin eitt eða tvö misseri.“ Verið sé að setja á fót formlegan starfshóp með þátttöku fé- lagsmálayfirvalda til að skoða hvernig best megi útfæra þessa þjónustu. Einnig verði að vega þetta og meta eftir þörfinni. „Hún er auðvitað ákaf- lega einstaklingsbundin. Hér þarf auð- vitað að virða óskir sjúklinganna sjálfra. Það kann að vera mjög mikill munur á persónulegum óskum manna jafnvel þótt líkamlegt ástand sé mjög sambærilegt. Þetta verður ekki gert nema að ósk og vilja þess sem þjón- ustuna á að fá,“ segir Sigurður. Stefnt verði að því að bjóða meðferð heima Sigurður Guðmundsson FRAMBOÐSFRESTUR vegna prófkjara Samfylkingarinnar í Suður- og Suðvesturkjördæmi og vegna prófkjörs Sjálfstæðisflokks- ins í Reykjavík rann út í gær. Þegar framboðsfrestur hjá Sjálfstæðisflokknum rann út klukkan 17.00 í gær höfðu 19 gefið kost á sér. Sjö alþingismenn eru í kjöri og þar af eru tveir ráðherrar. Tveir þingmenn Reykjavíkur, þau Sólveig Pétursdóttir og Guðmund- ur Hallvarðsson gefa ekki kost á sér til endurkjörs og Davíð Odds- son, fyrrverandi formaður Sjálf- stæðisflokksins, lét af þing- mennsku í fyrrahaust. Af frambjóðendunum 19 eru sjö kon- ur eða 37%. Þrír þingmenn í kjöri Framboðsfrestur Samfylkingar- innar í Suðvesturkjördæmi rann út klukkan 22.00 í gærkvöldi og eins og hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík gefa 19 einstaklingar kost á sér, þar af þrír alþing- ismenn. Rannveig Guðmundsdótt- ir, alþingismaður og fyrrverandi félagsmálaráðherra, gefur ekki kost á sér. Rannveig skipaði annað sæti á lista Samfylkingarinnar fyr- ir síðustu alþingiskosningar en hefur leitt listann eftir að efsti maður, Guðmundur Árni Stefáns- son, hætti á þingi og gerðist sendi- herra í Stokkhólmi. Sjö af 19 frambjóðendum á listanum eru konur eða 41%. Sautján gefa kost á sér í fimm efstu sætin á lista Samfylkingar- innar fyrir prófkjör flokksins í Suðurkjördæmi. Fimm efstu sætin eru bindandi að teknu tillit til jafn- réttisreglu Samfylkingarinnar um að hvort kyn skuli að lágmarki hafa 40% fulltrúa. Þrír af fjórum þingmönnum flokksins í kjördæm- inu gefa kost á sér en Margrét Frímannsdóttir, sem leiddi listann í síðustu kosningum, hefur ákveðið að láta af þingmennsku. Fimm konur eru meðal frambjóðendanna 17, eða 29%. 55 gefa kost á sér í þremur prófkjörum ÖKUMAÐUR slapp ómeiddur þegar jeppi hans valt í Hvalfjarð- argöngum, stuttu eftir að hann ók inn í göngin að sunnanverðu. Slysið varð um klukkan fimm síð- degis og mynduðust fljótlega langar biðraðir enda þung um- ferð. Að sögn vaktmanns valt jepp- inn á hliðina í fyrstu beygjunni eftir að komið er ofan í göngin og rann nokkurn spöl. Aftur var opnað fyrir umferð um klukku- stund eftir að slysið varð. Jeppi valt í Hvalfjarðar- göngum LÖGREGLAN á Selfossi stöðvaði í gærkvöldi ölvaðan ökumann sem var á leiðinni ásamt ungri dóttur sinni upp í sveit. Að sögn lögreglu var um svokallaða pabbahelgi að ræða hjá mann- inum og hann ætlaði að verja henni með átta ára dóttur sinni í sveitinni. Lögreglan færði mann- inn á lögreglustöð þar sem tekin var af honum skýrsla og á meðan beið stúlkan eftir því að verða sótt. Ölvaður með átta ára gamla dóttur í bílnum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.