Morgunblaðið - 07.10.2006, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 7. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Ath. aðeins 40 tilboðssæti!
Búdapest
13. eða 20. október
frá kr. 19.990
Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is
Helgarferð til
Heimsferðir bjóða glæsilega helgarferð til þessarar stórkostlegu borgar í hjarta
Evrópu. Búdapest býður einstakt mannlíf,
menningu og skemmtun að ógleymdri
gestrisni Ungverja. Bjóðum nú 40 flugsæti
á frábæru tilboði - þú bókar 2
flugsæti en greiðir einungis fyrir
1. Fjölbreytt gisting í boði.
Verð kr.19.990
Flugsæti báðar leiðir með sköttum. Netverð
á mann. Ath. mjög takmarkaður sætafjöldi
á þessu verði.
Gisting frá kr.3.900
Netverð á mann á nótt m.v. gistingu í tvíbýli á
Hotel Mercure Duna með morgunverði.
Munið Mastercard
ferðaávísunina
Eftir Rúnar Pálmason
runarp@mbl.is
Á FUNDI í gær samþykkti ríkis-
stjórnin tillögur menntamálaráð-
herra um að formleg frumathugun
verði gerð vegna nýbyggingar í
Vatnsmýri fyrir Tilraunastöð Há-
skóla Íslands að Keldum og að hugað
verði að því að selja landið sem stöð-
in stendur nú á. Þar með losnar gríð-
arlega gott byggingarland.
Stefán B. Sigurðsson, forseti
læknadeildar HÍ og stjórnarformað-
ur Tilraunastöðvarinnar, vonast til
þess að byrjað verði á framkvæmd-
um við nýtt hús um leið og fjármagn
fáist. Nú væri gert ráð fyrir að húsið
rísi á vesturenda Landspítalalóðar-
innar, við hliðina á bensínstöð ESSO,
og verði um 5.000 fermetrar. Einnig
hefur verið skoðað að húsið rísi í ná-
grenni við fyrirhugaða Vísinda-
garða, sunnarlega á háskólasvæðinu,
en hin staðsetningin þykir henta bet-
ur.
Ríkið á Keldnalandið og í nokkur
ár hefur verið heimild í fjárlögum til
að selja landið og verja andvirðinu,
eða hluta þess, til að efla vísinda-
rannsóknir.
Stefán sagði að miðað við stöðuna í
dag mætti gera ráð fyrir að um 2½ –
3 milljarðar fengjust fyrir Keldna-
land. „Þetta er að mínu mati eitt
besta byggingarland á höfuðborgar-
svæðinu. Þarna er mikil veðursæld
og margir starfsmenn geta eiginlega
ekki hugsað sér að flytja. Stöðin
stendur í lægð fyrir ofan Grafarvog-
inn og þar er mjög skjólsælt,“ sagði
hann. Gert er ráð fyrir að nýtt hús-
næði kosti um 1½ milljarð.
Tilraunastöðin var reist að Keld-
um fyrir rúmlega 50 árum og var
henni m.a. valinn staður þar, langt
utan borgarinnar, til að stuðla að ein-
angrun. Stefán sagði að þau sjónar-
mið væru löngu úreld, í dag væri ein-
angrun tryggð með öflugri tækni á
rannsóknarstofum.
Stefán vonast til að Tilraunastöðin
verði áfram kennd við Keldur, jafn-
vel þó hún flytji í Vatnsmýrina.
Nafnið væri þekkt víða um heim og í
því fælust mikil verðmæti.
Eitt besta byggingarlandið í höfuðborginni mun væntanlega losna á næstu árum
Keldur flytjist í Vatns-
mýri og landið verði selt
FORSETI Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, átti í gær
fund með Tarja Halonen, forseta Finnlands, í finnsku
forsetahöllinni. Með Ólafi í för var Hannes Heimisson,
sendiherra í Finnlandi, og hópur íslenskra athafna-
manna, sem héldu erindi um árangur íslenskra fyr-
irtækja á alþjóðavettvangi. Með Ólafi á myndinni eru,
frá hægri: Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri KB-
banka, Björgólfur Thor Björgólfsson athafnamaður,
Halonen Finnlandsforseti, Hannes Smárason, forstjóri
FL Group, og Róbert Wessman, forstjóri Actavis.
Ljósmynd/Örnólfur Thorsson
Kynntu útrás Íslendinga
Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur
elva@mbl.is
SIGURÐUR Guðmundsson land-
læknir segir að skoða þurfi alvarlega
þann kost að gefa MND-sjúklingum,
sem þurfa á öndunarvélameðferð að
halda, kost á að fá þessa meðferð í
heimahúsum, óski þeir þess. „Ég tel að
við eigum að stefna að því að bjóða
þessa meðferð í heimahúsi. Við bjóðum
þegar upp á hana á stofnunum en það
er í anda þess að reyna að bæta lífs-
gæði og lífsgildi sjúklinganna okkar
eins og við getum,“ segir Sigurður.
Fram kom í umfjöllun Morgun-
blaðsins um MND-sjúklinga í vikunni
að hér á landi þurfi sjúklingar að leggj-
ast inn á stofnun þegar öndunarerf-
iðleikar sem fylgja sjúkdómnum gera
vart við sig, en í Danmörku sé sjúk-
lingunum boðið upp á langtíma önd-
unarvélameðferð á heimili þeirra allan
sólarhringinn.
Sigurður segir
að eigi að bjóða
upp á slíka með-
ferð heima hjá
sjúklingum þurfi
að standa vel að
því. Leysa þurfi
ýmis siðferðileg og
framkvæmdaleg
mál áður en það
verði gert.
Danir verið í fararbroddi
Sigurður segir að kostnaður sé eitt
þeirra mála sem hafa þurfi í huga og
það þurfi að leysa. „Það er auðvitað
samfélagsmál hvernig að því verður
staðið.“ Sigurður segir að siðferðilega
og út frá sjónarhóli meðferðarsjúk-
linga sé verið að taka rökrétt skref að
því sem þegar er gert í öðrum löndum,
bæði í Danmörku og annars staðar.
Danir hafi staðið sig ákaflega vel í
þessum málaflokki og verið í farar-
broddi í honum.
Að sögn Sigurðar hafa málefni al-
varlega fatlaðra fyrst og fremst verið
til vinnslu í félagsmálaráðuneytinu en
þar hafi verið unnin góð vinna. „Í heil-
brigðisþjónustunni höfum við verið að
ræða saman um þetta undanfarin eitt
eða tvö misseri.“ Verið sé að setja á fót
formlegan starfshóp með þátttöku fé-
lagsmálayfirvalda til að skoða hvernig
best megi útfæra þessa þjónustu.
Einnig verði að vega þetta og meta
eftir þörfinni. „Hún er auðvitað ákaf-
lega einstaklingsbundin. Hér þarf auð-
vitað að virða óskir sjúklinganna
sjálfra. Það kann að vera mjög mikill
munur á persónulegum óskum manna
jafnvel þótt líkamlegt ástand sé mjög
sambærilegt. Þetta verður ekki gert
nema að ósk og vilja þess sem þjón-
ustuna á að fá,“ segir Sigurður.
Stefnt verði að því að
bjóða meðferð heima
Sigurður
Guðmundsson
FRAMBOÐSFRESTUR vegna
prófkjara Samfylkingarinnar í
Suður- og Suðvesturkjördæmi og
vegna prófkjörs Sjálfstæðisflokks-
ins í Reykjavík rann út í gær.
Þegar framboðsfrestur hjá
Sjálfstæðisflokknum rann út
klukkan 17.00 í gær höfðu 19 gefið
kost á sér. Sjö alþingismenn eru í
kjöri og þar af eru tveir ráðherrar.
Tveir þingmenn Reykjavíkur, þau
Sólveig Pétursdóttir og Guðmund-
ur Hallvarðsson gefa ekki kost á
sér til endurkjörs og Davíð Odds-
son, fyrrverandi formaður Sjálf-
stæðisflokksins, lét af þing-
mennsku í fyrrahaust. Af
frambjóðendunum 19 eru sjö kon-
ur eða 37%.
Þrír þingmenn í kjöri
Framboðsfrestur Samfylkingar-
innar í Suðvesturkjördæmi rann út
klukkan 22.00 í gærkvöldi og eins
og hjá Sjálfstæðisflokknum í
Reykjavík gefa 19 einstaklingar
kost á sér, þar af þrír alþing-
ismenn. Rannveig Guðmundsdótt-
ir, alþingismaður og fyrrverandi
félagsmálaráðherra, gefur ekki
kost á sér. Rannveig skipaði annað
sæti á lista Samfylkingarinnar fyr-
ir síðustu alþingiskosningar en
hefur leitt listann eftir að efsti
maður, Guðmundur Árni Stefáns-
son, hætti á þingi og gerðist sendi-
herra í Stokkhólmi. Sjö af 19
frambjóðendum á listanum eru
konur eða 41%.
Sautján gefa kost á sér í fimm
efstu sætin á lista Samfylkingar-
innar fyrir prófkjör flokksins í
Suðurkjördæmi. Fimm efstu sætin
eru bindandi að teknu tillit til jafn-
réttisreglu Samfylkingarinnar um
að hvort kyn skuli að lágmarki
hafa 40% fulltrúa. Þrír af fjórum
þingmönnum flokksins í kjördæm-
inu gefa kost á sér en Margrét
Frímannsdóttir, sem leiddi listann
í síðustu kosningum, hefur ákveðið
að láta af þingmennsku. Fimm
konur eru meðal frambjóðendanna
17, eða 29%.
55 gefa kost á sér í
þremur prófkjörum
ÖKUMAÐUR slapp ómeiddur
þegar jeppi hans valt í Hvalfjarð-
argöngum, stuttu eftir að hann
ók inn í göngin að sunnanverðu.
Slysið varð um klukkan fimm síð-
degis og mynduðust fljótlega
langar biðraðir enda þung um-
ferð.
Að sögn vaktmanns valt jepp-
inn á hliðina í fyrstu beygjunni
eftir að komið er ofan í göngin
og rann nokkurn spöl. Aftur var
opnað fyrir umferð um klukku-
stund eftir að slysið varð.
Jeppi valt
í Hvalfjarðar-
göngum
LÖGREGLAN á Selfossi stöðvaði
í gærkvöldi ölvaðan ökumann
sem var á leiðinni ásamt ungri
dóttur sinni upp í sveit. Að sögn
lögreglu var um svokallaða
pabbahelgi að ræða hjá mann-
inum og hann ætlaði að verja
henni með átta ára dóttur sinni í
sveitinni. Lögreglan færði mann-
inn á lögreglustöð þar sem tekin
var af honum skýrsla og á meðan
beið stúlkan eftir því að verða
sótt.
Ölvaður með
átta ára gamla
dóttur í bílnum