Morgunblaðið - 07.10.2006, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. OKTÓBER 2006 51
menning
KURT Elling hefur verið kjörinn
djasssöngvari ársins sl. þrjú ár af
gagnrýnendum bandaríska tónlist-
artímaritsins Down beat. Það segir
ekki mikið því þar hafa stórsnill-
ingar djassins oft átt erfitt upp-
dráttar – fyrrum væru þeir svartir
en nú ef þeir eru ekki bandarískir.
Ég hef aldrei verið jafnhrifin af
söngvurum og söngkonum. Það eru
ekki margir karlar sem búið hafa
yfir hinni hreinu djassrödd, hafi þeir
ekki verið virtúósar á hljóðfæri eins
og Louis Armstrong, Jack Teagar-
den eða Chet Baker. Ekki má þó
gleyma Jimmy Rushing og Joe
Williams, sem er magnaðasti djass-
bariton allra tíma, svo og eina söngv-
aranum núlifandi sem ég held upp á
að gagni; Jon Hendricks. Skattið
hans og textarnir við sólóa djass-
meistaranna eru gulls ígildi. Af hon-
um hafa menn á borð við Mark
Murphy og Kurt Elling lært hvað
mest en saxófónsólóarnir blómstra
ekki jafnt í raddböndum þeirra. Það
sýndi best flutningur Ellings í Aust-
urbæjarbíói á útgáfu Dexters Gord-
ons á „Body And Soul“. Skemmti-
lega gert og tæknilega vel útfært en
bliknaði þegar maður setti fyr-
irmyndina á fóninn. Hendricks hefur
oft þolað slíkan samanburð, en varla
fleiri. Aftur á móti hafði ég mjög
gaman af trylltu skatti Ellings í
ópusi vinar Dexters, „Wardell Gray:
The Squirrels“. Þar lék Hobegoode
makalausan píanósóló með tærum
línum þótt boppið ólgaði undir og
gamli góði Múlaflygillinn stóð sig
með prýði. Skattið í „April in Paris“
var aftur á móti ekki jafngott og mér
fannst Elling ekki heillandi í klass-
ískum söngdönsunum einsog „My
Foolish Heart“. Það skal viðurkennt
að Elling er teknískur söngvari sem
kann sitt fag til hins ýtrasta og aðdá-
endur á hann nóga – við mér ýtti
hann bara ekki þó að Jamie Cullum
geti meira að segja gert það á stund-
um. Þegar kemur að mannsröddinni
er smekkurinn öllu sterkari. Sem
betur fer skemmtu flestir áheyr-
endur sér konunglega í Austurbæ og
átti meistaratrommarinn Villi þriðji
sinn þátt í því þó greinilega sé hann
nýliði í hópnum, en hinn trausti en
fyrirferðarlitli bassaleikari Amster
studdi hann dyggilega.
Blendnar tilfinningar
til söngstjörnu
TÓNLIST
Jazzhátíð Reykjavíkur:
Austurbær
Kurt Elling söngur, Laurence Hobgoode
píanó, Rob Amster bassa og Willie Jones
III trommur. Laugardagskvöldið 30.9.
kl. 20:30.
Kurt Elling og tríó Laurence Hobgoode
Vernharður Linnet
Vinsæll „Elling er teknískur söngv-
ari sem kann sitt fag til hins ýtrasta
og aðdáendur á hann nóga.“
TAKTU eitt skref áfram, íhugaðu
hvað það var langt. Taktu þá annað
helmingi styttra og gerðu eins. Í
þriðja skiptið tekurðu skref sem er
fjórðungur þess venjulega. Þetta er
kannski ekki ákjósanlegasta skref-
stærð til göngutúra, en gæti þó verið
skemmtileg tilbreyting.
Það eru einmitt fjórðungsskrefin
sem einkenna músíkina á tónleikum
Kammersveitar Reykjavíkur í Lista-
safni Íslands annað kvöld. Rut Ing-
ólfsdóttir, konsertmeistari og for-
svarsmaður sveitarinnar, segir að
rauði þráðurinn í verkunum fjórum
sem þar verða leikin sé kvarttónar, –
tónbil sem eru fjórðungur af venju-
legu heiltónsbili. Kvarttónar eru al-
gengir í tónlist ýmissa annarra
menningarsvæða, til dæmis á Ind-
landi, en voru fátíðir í vestrænni tón-
list þar til á tuttugustu öld.
Rut segir að stjórnandi tónleik-
anna, Jan Söderblom, sé einstaklega
góður. Hann er virtur fiðluleikari, en
lagði einnig fyrir sig hljómsveitar-
stjórn. Kennarar hans í þeirri grein
eru ekki ómerkari snillingar en Leif
Segerstam og Jorma Panula, sem
kennt hefur öllum kunnustu hljóm-
sveitarstjórum Finna síðustu árin.
Einleikarar á tónleikunum eru Einar
Jóhannesson klarinettuleikari og
Mikko Luoma, sem þykir einn flin-
kasti harmónikkuleikari á Norður-
löndunum í dag.
Íslenska verkið verður Arma Vir-
umque Cano eftir Gunnar Andreas
Kristinsson, en Kammersveitin flutti
verkið fyrst á Myrkum músikdögum
árið 2005. Hlaut það mikið lof og seg-
ir Rut það ánægjuefni að það skyldi
vera valið til flutnings á hátíðinni nú.
Einar Jóhannesson leikur einleik í
verki Karin Rehnqvist frá Svíþjóð,
en það ber heitið Á framandi strönd.
Harmónikkusnillingurinn Mikko
Luoma leikur verk landa síns Jukka
Tiensuu, Spiriti. Langsam und
Schmächtent heitir verk norska tón-
skáldsins Eivinds Buene, en hann er
nemandi norska Norðurlandaverð-
launatónskáldsins Olavs Antons
Thommessens, en þann flokk skipar
einnig landa þeirra Karin Rehqvist.
Kammersveitin er þekkt sem einn
af máttarstólpum íslensks tónlistar-
lífs. Þótt verkefnaval hennar sé fjöl-
breytt hefur hún sérhæft sig í flutn-
ingi íslenskrar samtímatónlistar.
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Kvarttónar Sameiginlegur þráður í Norrænu verkunum fjórum sem leikin verða á tónleikunum, eru kvarttónar.
Kammersveitin í Listasafninu
Finnskur harmónikkusnillingur leikur einleik
Upplifðu enska boltann á mbl.is!
Vertu með á nótunum og
fylgstu með enska boltanum á
Meðal efnis á vefnum er:
• Daglegar fréttir af enska boltanum
• Getraunaleikurinn „Skjóttu á úrslitin“ með veglegum vinningum
• Staðan í deildinni og úrslit leikja
• Boltablogg
• Yfirlit yfir næstu leiki
• Tenglar á vefsíður stuðningsmannaklúbba
Taktu þátt í getraunaleiknum „Skjóttu á úrslitin“ og þú gætir
verið á leiðinni á leik í Ensku úrvalsdeildinni í boði Iceland Express
H
ví
ta
h
ú
si
ð
/
S
ÍA