Morgunblaðið - 07.10.2006, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.10.2006, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 7. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskiptablað vidsk@mbl.is Umsjón Björn Jóhann Björns- son, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Morgunblaðið í dag Yf i r l i t                                  ! " # $ %     &         '() * +,,,                           Í dag Veður 8 Umræðan 34/39 Staksteinar 8 Bréf 35 Viðskipti 16 Minningar 40/44 Úr verinu 17 Skák 44 Erlent 18/19 Kirkjustarf 45/46 Menning 20/21, 50/56 Myndasögur 56 Akureyri 22 Dagbók 57/61 Árborg 22 Staður og stund 58 Suðurnes 23 Víkverji 60 Landið 23 Velvakandi 60 Daglegt líf 24/31 Stjörnuspá 61 Forystugrein 32 Ljósvakamiðlar 62 * * * Innlent  Finnur Ingólfsson, fyrrverandi forstjóri VÍS, fer fyrir hópi fjárfesta sem hyggst kaupa tæp 30% í Ice- landair Group fyrir um 8 milljarða króna. Þá fer Bjarni Benediktsson fyrir fjárfestingarfélagi sem hyggst kaupa 10–11% hlut. Helstu stjórn- endur Icelandair ku einnig vera í viðræðum við Glitni um kaup á innan við 10% í félaginu, samkvæmt heim- ildum Morgunblaðsins. » Forsíða  Borgarráð Reykjavíkur hefur samþykkt að semja við Eir og Hrafnistu um byggingu og rekstur 160–200 þjónustuíbúða og tveggja þjónustumiðstöðva fyrir aldraða. » Baksíða  Yfir 60% þeirra sem tóku þátt í launa- og kjarakönnun Starfsgreina- sambandsins töldu fjárhagslega stöðu sína betri nú en fyrir þremur árum. » Baksíða  Ríkisstjórnin hefur samþykkt að kannað verði að flytja Tilraunastöð HÍ á Keldum í Vatnsmýrina. Talið er að 2,5–3 milljarðar fáist fyrir Keldnalandið. » 4 Erlent  Allt að 4.000 íraskir lög- regluþjónar hafa týnt lífi og 8.000 særst í árásum síðan í september 2004. Þetta kom fram í yfirlýsingu frá Joseph Peterson herforingja í Bagdad í gær. Viðskipti  Fyrirtækin MEST og Súperbygg hafa sameinast undir merkjum MEST. Ársvelta sameinaðs fyr- irtækis verður um 6 milljarðar króna. Forstjóri MEST segir að með sameiningunni náist fram hagræð- ing í rekstri og gríðarleg aukning í vöruúrvali sem efla muni þjónustu við viðskiptavini til muna. » 16 Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is STÆRÐFRÆÐI hefur undanfarin ár verið fléttað inn í leik barna á leikskólanum Nóa- borg en í gær heimsóttu skólann sænskir leikskólakennarar frá Stokkhólmi til þess að kynna sér stærðfræðinámið þar. Anna Margrét Ólafsdóttir, leikskólastjóri á Nóaborg, segir að stærðfræði hafi verið hluti af námskrá skólans frá því 1999. Markmiðið með því að kynna börnum hana sé að „örva formskynjun, talna- og hugtakaskilning og rökhugsun barnanna“. Anna Margrét segir að búið sé að vinna tvö þróunarverkefni í stærðfræði á leikskólanum og gefa út skýrslur um það. „Í kjölfar þeirrar vinnu hef ég verið með námskeið og fyr- irlestra um allt land,“ segir Anna Margrét. Spurð um hvað hafi orðið til þess að farið var að vinna með stærðfræði í leikskólanum segir Anna Margrét að fyrir nokkrum árum hafi hún í fyrsta sinn farið að vinna með elsta árganginum í leikskólanum. „Ég fór að spá í hvað ég ætti að gera með þeim. Þá datt ég inn á þetta og prófaði mig áfram.“ Hún segir að mikið af því efni sem notað er við stærð- fræðivinnuna í Nóaborg sé heimatilbúið. „Meðal annars hafði ég einn langan starfs- mannafund þar sem starfsfólkið fékk tíma til að búa til efni.“ Öll stærðfræðivinnan á leikskólanum fari fram í gegnum leik. „Elstu börnin búa til talnagrind sem eru pípuhreinsarar og seríós- hringir. Síðan fá þau blað með myndum af mismörgum hlutum,“ segir hún. Börnin noti svo talnagrindina til að telja hvað þetta er mikið og skrái svo hvert með sínum hætti. Sum noti tölustafi, önnur geri strik eða hringi. „Þau finna sína leið sjálf og eru alveg ótrúlega flink,“ segir Anna Margrét. Stærðfræði fléttað inn í leik barnanna Morgunblaðið/Ásdís Stærðfræði Börnin á Nóaborg skoðuðu í gær litrík form meðan sænskir gestir fylgdust með. ÍSLENSK erfðagreining hefur gert hlé á prófunum meðal bandarískra hjartasjúklinga á tilraunalyfi við hjartasjúkdómum, sem fyrirtækið hefur verið að þróa, meðan unnið er að bættu framleiðsluferli þess. Gengi hlutabréfa fyrirtækisins lækkaði talsvert við opnun markaða í gær- morgun vegna þessara fregna. Í tilkynningu frá fyrirtækinu kem- ur fram að ákveðið hafi verið að gera hlé prófunum á lyfinu DG031 (velifla- pon) meðal hjartasjúklinga í Banda- ríkjunum, þar sem komið hafi í ljós við reglubundnar leysnimælingar að sá tími sem það tekur að lyfið losni úr töflunum hafi lengst. Ekkert bendi þó til þess að þetta hafi áhrif á upp- töku lyfsins hjá þátttakendum né á öryggi lyfsins en stjórnendur rann- sóknarinnar hafi þó talið mögulegt að þetta gæti að óbreyttu leitt til þess að lyfið losnaði of hægt úr töfl- unum til þess að full virkni kæmi fram í prófununum. „Hagsmunir okkar og hjartasjúkl- inga fara saman í því að tryggja að framkvæmd þessara prófana verði eins og best verður á kosið og við verðum því að fresta frekari prófun- um meðan við leysum þetta vanda- mál. Við erum brautryðjendur í þró- un lyfja sem hafa áhrif á mikilvægan áhættuþátt hjartaáfalla. Við munum áfram vinna af krafti að þróun grein- ingarprófs og annars lyfs sem beinist að þessum áhættuþætti, meðan við endurbætum framleiðsluferlið og framleiðum nýjar töflur fyrir áfram- haldandi prófanir á DG031,“ segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, í tilkynningunni. Dregur úr myndun bólguvaka Fram kemur að breytileiki í tveim- ur erfðavísum, sem vísindamenn fyr- irtækisins hafi fundið, auki hættuna á hjartaáföllum vegna myndunar bólguvaka og ofangreindu tilrauna- lyfi og lyfinu DG051, sem séu í þróun hjá fyrirtækinu, sé ætlað að draga úr myndun þessa bólguvaka og minnka þannig hættuna á hjartaáföllum. Fram kemur einnig að málið hafi verið kynnt Bandaríska matvæla- og lyfjaeftirlitinu og að unnið sé að end- urbótum á framleiðsluferli tafln- anna. Á símafundi í gær vegna þessa kom fram að töfin nemi nokkrum mánuðum og sennilega minna en ári og að hægt verði að halda áfram þar sem frá var horfið þegar prófanir hefjist á ný. DG031 var upphaflega þróað af þýska lyfjafyrirtækinu Bayer við astma, en Íslensk erfðagreining keypti það haustið 2003 eftir að nið- urstöður erfðarannsókna fyrirtækis- ins leiddu í ljós að það kynni að gagnast til varnar hjartaáföllum. Síðan hafa ýtarlegar prófanir farið fram á lyfinu m.a. hér á landi, en prófanir þess á hjartasjúklingum í Bandaríkjunum hófust í vor. Gengi hlutabréfa fyrirtækisins féll við opnun markaða í gærmorgun um 16% og var þá 4,90 Bandaríkjadalir. Það hækkaði svo aftur er á daginn leið í 5,25 dali, sem er 10% lægra en gengið á fyrirtækinu í fyrradag. Frestar prófunum á lyfi við hjartasjúkdómum Í HNOTSKURN » Kári Stefánsson, forstjóriÍE, skýrði frá því í mars, að móðurfélagið, deCode genetics, væri með átta lyf í prófunum. » Eitt þessara lyfja varhjartalyfið, sem þá var við það að fara í fasa 3-prófanir en tölfræðin sýndi, að lyf, sem næðu svo langt, hefðu 67% lík- ur á að komast á markað. Í HNOTSKURN »Á Nóaborg hefur verið unnið meðstærðfræði allt frá árinu 1999. » Fyrstu árin var stærðfræðin aðeinshluti af námi elsta árgangsins en frá árinu 2002 er stærðfræði samofin leik allra barna á leikskólanum. » Í Svíþjóð er stærðfræði hluti afnámskrá allra leikskóla, en svo er ekki hér á landi. ÓVENJUHLÝTT hefur verið í veðri það sem af er hausti og hefur sólin verið dugleg að láta sjá sig síðustu dagana. Þó að álit manna á árstíðinni sé misjafnt, og haustið ekki uppáhaldstími allra, er óhætt að segja að litir haustlaufanna fái notið sín í veðurblíðunni. Eflaust reyna margir að njóta sólarinnar þegar hún lætur sjá sig og í gær mátti sjá fjölda fólks úti við enda um að gera að nota hverja sólarglætu þar sem aldrei er að vita hvenær Vetur konungur gengur í garð. Viðrar vel til haustgöngu Morgunblaðið/Ásdís
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.