Morgunblaðið - 07.10.2006, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. OKTÓBER 2006 55
menning
v
„…húmorinn er allsráðandi… og það er ekki síst honum
að þakka að þessi uppfærsla er einstaklega vel heppnuð
… Þarna um kvöldið veltist ég um af hlátri hvað eftir
annað og það á við um aðra líka.
Bjarni Thor Kristinsson bassi var í hlutverki Osmins og var
í einu orði sagt stórkostlegur …
Í stuttu máli er Brottnámið úr kvennabúrinu stórglæsileg,
skemmtileg sýning með sterkum heildarsvip; án efa með
því besta sem sést hefur á fjölum Íslensku óperunnar í
lengri tíma.“
Jónas Sen, Mbl.
„Brottnámið úr kvennabúrinu er dásamleg skemmtun og
ástæða til að hvetja fólk til að drífa sig … úrvals tækifæri
til að kynna Mozart fyrir ungu fólki.“
Silja Aðalsteinsdóttir, TMM
Páll Baldvin Baldvinsson, DV
25 ára og yngri fá 50 % afslátt af miðaverði í sal
ATH!
BROTTNÁMIÐ ÚR KVENNABÚRINU eftir W. A. MOZART
GAMANLEIKUR
EFTIR GEORGE TABORI
www.borgarleikhus.is Sími miðasölu 568 8000
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
-
6
6
5
7
„ ... ÞAÐ BESTA VIÐ
AÐ FARA Í LEIKHÚS ER
AÐ SJÁ GÓÐAN LEIK
OG ÞAÐ ER MIKIÐ AF
HONUM Í ÞESSUM
SVARTNÆTTISFARSA.“
MK/MBL
GESTIR þáttarins Orð skulu
standa, sem útvarpað verður á Rás
1 í dag kl. 16.10, eru Jón Viðar Jóns-
son leikhúsfræðingur og Viðar Egg-
ertsson leikstjóri. Þeir ásamt lið-
stjórunum Hlín Agnarsdóttur og
Davíð Þór Jónssyni fást við þennan
fyrripart:
Af Miðnesheiði horfinn er
her, en draslið blífur.
Fyrripartur síðustu viku var um
nýjustu vendingar í lífi Ómars
Ragnarssonar:
Leggur Ómar allt sitt starf
undir og kallast hetja.
Hlín Agnarsdóttir botnaði svona:
Segir það sem segja þarf
þótt sumir vilji hann letja.
Davíð Þór orti svo:
Þennan gamla góða skarf
grænir áfram hvetja.
Hallgrímur Thorsteinsson skírði
ríkisstjórnina um leið og hann botn-
aði tvisvar:
Kannski Geirjón karlinn þarf
á Kárahnjúka að setja.
Svona köppum þjóðin þarf
á þursa áls að etja.
Hlustendur lágu ekki á liði sínu,
m.a. Halldór I. Elíasson:
Undir þannig leka þarf
þekkingu að setja.
Pétur Stefánsson orti í orðastað
beggja sjónarmiða:
Finnst mér þennan fréttaskarf
í framboð mætti setja.
Argur maður einatt þarf
út á flest að setja.
Sigurður Einarsson botnaði m.a.:
Líkja má honum við hreindýrstarf
sem hömlur á virkjun vill setja.
Daníel Viðarsson spyr:
Skynsemin í skyndi hvarf,
skyldi það aðra letja?
Helgi R. Einarsson átti þessa til-
lögu:
Píslarvottinn þjóðin þarf
á þing með Árna að setja.
Valdimar Lárusson botnaði og
bætti við eigin vísu eins og stundum
áður:
Munum því að þennan arf
þurfum efst að setja.
Stíflunni hann stendur hjá,
sterkleg röddin hljómar,
þennan öðling þjóðin á
og þekkir nafnið Ómar.
Auðunn Bragi Sveinsson botnaði
svo:
Eitt er víst, að ekki þarf
öðlinginn að hvetja.
Þórhallur Hróðmarsson í Hvera-
gerði sendi tvo botna með svipuðu
stefi:
Við vindmyllur hann vill og þarf
villtu kappi etja.
Með don Kikóta kjark í arf
keppist lýð að hvetja.
Óskar Magnússon sendi þennan:
Alltaf friðinn einhver þarf
uppí loft að setja.
Og loks Erlendur Hansen á Sauð-
árkróki:
Fleiri slíka þjóðin þarf
og þá má ekki letja.
Útvarp | Orð skulu standa
Herinn horfinn en draslið blífur
Hlustendur geta sent sína botna í
netfangið ord@ruv.is eða bréfleið-
is til Orð skulu standa, Rík-
isútvarpinu, Efstaleiti 1, 150
Reykjavík.
Fréttir í tölvupósti