Morgunblaðið - 07.10.2006, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 07.10.2006, Blaðsíða 30
Íhundrað ára gömlu húsi viðSuðurgötuna búa sviðs-listamennirnir Katrín Hall,sem er listrænn stjórnandi Ís- lenska dansflokksins, og Guðjón Pedersen, leikhússtjóri Borgarleik- hússins, ásamt dansandi unglings- syni og sex ára prinsessu. Húsið hef- ur tilheyrt fjölskyldu Guðjóns nánast frá upphafi en segja má að fyrstu skrefin að „endurreisn“ þess hafi verið tekin fyrir tíu árum þegar þau hjón fluttu þar inn. „Þetta er algert eilífðarverkefni,“ segir Katrín sem hefur tekið sér hlé frá annasömum undirbúningi októ- bersýningar dansflokksins til að taka á móti ljósmyndara og blaða- manni. „Við tókum við húsinu árið 1996 en þá var þessi hæð skrifstofu- húsnæði sem við þurftum að koma í íbúðarhæft ástand. Til dæmis var ekkert eldhús í húsinu og við byrj- uðum því á að ganga herbergi úr herbergi til að ákveða hvar það ætti að vera. Þar sem við erum mikið eld- húsfólk völdum við einfaldlega stærsta herbergið sem er með stórum gluggum og mikilli birtu.“ Stórir gluggar eru reyndar eitt af því fyrsta sem gestir taka eftir þeg- ar komið er inn, sem og hversu hátt er til lofts, en Katrín upplýsir að lofthæðin sé 3,30 metrar. Aldur hússins leynir sér heldur ekki á byggingarstílnum og val þeirra hjóna á húsgögnum og munum und- irstrikar einkenni hússins enn frek- ar. „Ég hef mjög gaman af því að halda í þetta gamla og blanda því svolítið saman við það sem nýrra er,“ segir hún. Allt frá A til Ö Eftir því sem gengið er í gegnum húsið segir Katrín sögur af gripum sem við blasa; kristallsljósakrónu sem tekin var með í handfarangri frá Köln, blöndunartækjum sem keypt voru í Frakklandi fyrir u.þ.b. 12 ár- um, veggfóðri sem pantað var frá Bandaríkjunum, litháískum íkona sem á sér mörg hundruð ára sögu og svo mætti lengi telja. „Við eigum það til að sanka að okkur alls kyns hlut- um og geyma þar til þeir allt í einu finna sér sinn stað,“ segir Katrín. „En svo eru líka húsgögn og munir hérna sem fylgdu húsinu eða við höf- um erft frá ættingjum okkar sem okkur þykir afar vænt um.“ Gömlum húsum fylgir mikil vinna enda segir Katrín stöðugt ein- hverjar framkvæmdir fyrir dyrum. „Við erum búin að vera að síðan við fluttum hingað inn enda þurfti að taka allt í gegn frá A til Ö. Til að mynda er búið að endurnýja bæði rafmagn og pípulagnir. Það þurfti að grafa fyrir dreni hringinn í kringum húsið og fyrir nokkrum árum gerð- um við sólpall sem var mjög góð við- bót við húsið.“ Þá er búið að klæða tvær hliðar hússins og taka hluta glugganna í gegn, auk allrar þeirrar vinnu sem unnin hefur verið innan- dyra. Má þar nefna svefnherbergi þeirra hjóna sem áður gegndi hlut- verki kolageymslu og baðherbergið Hús með ríka sögu Katrín Hall og maður hennar hafa staðið í ströngu undanfarin ár við að gera upp húsið sem þau fluttu í fyrir tíu ár- um. Hún sýndi Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur „eilífðarverkefnið“ svo- kallaða og alls kyns dýr- gripi sem gengið hafa í gegnum hin undarleg- ustu ævintýr. Morgunblaðið/Eyþór Miðpunkturinn „Okkur langaði að halda í stíl hússins í stað þess að fá nútímainnréttingu,“ segir Katrín um eldhúsið sem er staður allrar fjölskyldunnar. Dyngja heimasætunnar Ábreiðan og himnasængin urðu á vegi mæðgnanna í verslun í Frakklandi síðastliðið sumar. Borðstofan Gylltu rósetturnar kostuðu þau hjón mikla handavinnu og töluverðan hálsríg. Ljósakrónan var tekin með í handfarangri frá Köln. Gamli stíllinn Amma Guðjóns átti klukk- una en stjakann gaf hann Katrínu í jólagjöf. lifun 30 LAUGARDAGUR 7. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.