Morgunblaðið - 07.10.2006, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. OKTÓBER 2006 41
ganga. Hann hafði eitt ráð, skráði
þessa tæplega 17 ára stúlku í vist á
heimili sínu og lokaði þar með lög-
sögu hreppstjórans. Þetta gerði
hann öðru sinni þrátt fyrir að húsið
væri fullt og efnahagur bágborinn.
Hann fékk bágt fyrir hjá valda-
mönnum á Suðurnesjum, að sýslu-
manni undanskildum.
Varðandi stöðu Péturs Jakobs
hjá Duusverslun skal þess getið að í
kirkjubók Útskálaprestakalls árið
1909 er skráð af sr. Kristni Daníels-
syni, sóknarpresti, frá 1903 – 1916,
að Pétur Jakob Petersen fyrrver-
andi verslunarstjóri hafi látist 11.
júní 1909 og verið jarðsettur 21.
júní 1909, 68 ára að aldri. Það verð-
ur að gera ráð fyrir að sóknarprest-
ur í svo fámennu umdæmi hafi vitað
hvern hann var að jarðsetja.
Í tilefni þess að við allir nánustu
niðjar þessara hjóna, að 2 – 3 und-
anskildum, sem ekki vildu vera
með, erum að reisa þeim nýjan leg-
stein núna laugardaginn 7. október.
Við það tækifæri komum við saman
í Útskálakirkjugarði kl. 14.30 þann
sama dag til þess bæði að sjá og
hitta hvort annað og heiðra minn-
ingu þeirra. Að lokinni blessunar-
athöfn verður kaffisamsæti að
gefnu tilefni.
Einar G. Ólafsson.
✝ Eyjólfur JósepJónsson fæddist
á Sámsstöðum í Lax-
árdal 11. maí 1924.
Hann lést af slysför-
um 30. september
síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
Magnúsína Steinunn
Böðvarsdóttir, f. 13.
apríl 1889, d. 7.
október 1977, og Jón
Jóhannes Jósepsson,
f. 3. júní 1897, d. 23.
janúar 1997. Systk-
ini Eyjólfs eru Sig-
urður, f. 30. júní 1925, d. 1. febrúar
2000, kvæntur Karen Guðlaugs-
dóttur, f. 22. nóvember 1929, Ás-
Sigurður Sveinbjörnsson, f. 20. des-
ember 1894, d. 28. nóvember 1975.
Eyjólfur Jósep og Sveinbjörg Ólöf
eignuðust þrjú börn, þau eru: 1)
Sigurður, f. 16. júlí 1949, kona hans
er Ólafía Margrét Gústavsdóttir, f.
3. ágúst 1953, og eiga þau þrjú
börn og átta barnabörn. 2) Jófríður
Anna, f. 28. desember 1953, maður
hennar er Guðmundur Ellertsson,
f. 29. júní 1950, þau eiga þrjú börn
og þrjú barnabörn. 3) Jón Steinar,
f. 4. maí 1967, kona hans er Anna
Björg Valgeirsdóttir, f. 23. júlí
1961, þau eiga eina dóttur.
Eyjólfur átti alla tíð heima á
Sámsstöðum, vann að búi með for-
eldrum og systkinum þar til ársins
1949 er hann og kona hans taka við
jörðinni.
Eyjólfur verður jarðsunginn frá
Hjarðarholtskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 14.
geir, f. 12. apríl 1927,
d. 2. maí 1928, Ásgeir
Böðvar, f. 24. sept-
ember 1928, d. 13.
janúar 1929, og Guð-
björg Margrét, f. 25.
nóvember 1929, gift
Kristjáni Bergjóns-
syni, f. 3. september
1932.
Eyjólfur kvæntist
23. september 1949
Sveinbjörgu Ólöfu
Sigurðardóttur frá
Efri-Langey á Breiða-
firði, f. 7. nóvember
1930. Foreldrar hennar voru Þor-
björg Lilja Jóhannsdóttir, f. 21.
október 1903, d. 25. ágúst 1987, og
Elsku pabbi, mig langar til að setja
nokkur orð á blað til að minnast þín.
Það voru erfið spor sem við þurftum
að ganga á laugardaginn 30. septem-
ber, þegar mamma hringdi og sagði
að þú hefðir dottið af baki og stæðir
ekki upp.
Við erum búin að sjá núna að þinn
tími var kominn og ekkert við því að
gera, en alltaf er samt erfitt að taka
því. En smáhuggun er þó í því að þú
varst að gera það sem þér þótti gam-
an, vera á hestbaki og smala fénu. Ég
veit að vel hefur verið tekið á móti þér
af þeim sem farnir voru á undan. Ég
er nokkuð viss um að Stjarni hefur
beðið og þú hefur getað stigið á bak
og hleypt úr spori.
Það er mjög skrítið að líta út um
gluggann yfir að húsinu ykkar
mömmu og sjá þig ekki sitja við
gluggann og horfa fram í dalinn eins
og þú gerðir svo oft. Svo vorum við
systkinin oft að tala um svip sem kom
oft hjá þér ef þér líkaði ekki allt sem
gert var, þinn fræga „heyskaparsvip“
sem við gerðum góðlátlegt grín að.
Það er svo margt sem ég hefði vilj-
að tala um og þakka þér fyrir, en mað-
ur heldur að það sé nógur tími til þess
seinna svo það er dregið endalaust.
Svo er það í þessari fjölskyldu að ekki
hefur alltaf þurft að tala mikið, hlut-
irnir hafa bara verið gerðir og ekki
þurft að tala um það, en ég veit að þú
skilur hvað ég á við.
Ég mun minnast þín eins og mér
fannst þú vera ,traustur og góður
pabbi, mjög ákveðinn og stundum
svolítið þrjóskur. Við vissum að ef þú
varst búinn að ákveða eitthvað, var
það bara svoleiðis. Þú munt alltaf lifa í
huga okkar og hjarta og ég veit að þér
líður vel.
Elsku pabbi, takk fyrir allar stund-
irnar sem ég fékk að eiga með þér.
Kveðja
Anna.
Elsku afi, mig langar að skrifa
nokkur orð til minningar um þig.
Laugardagurinn 30. sept. var mjög
erfiður dagur í mínu lífi. Ég var alls
ekki tilbúin til að kveðja þig og er það
ekki heldur í dag en það kemur víst
alltaf að þessum tímapunkti í lífi
hvers manns.
Það er margt sem kemur upp í hug-
ann þegar ég hugsa til baka. Eitt er
mér ofarlega í huga, þegar ég var lítil
fór ég svo oft yfir til ykkar ömmu,
settist við hliðina á þér, laumaði hend-
inni minni í lófann á þér og horfði á
fréttirnar með þér. Þessar stundir
voru mér dýrmætar, að fá að vera
svona nákomin þér, bara við tvö sam-
an. Einnig er mér minnisstætt þegar
við Kæja komum til þín til að fá þig til
að kenna okkur lagið „upp undir Ei-
ríks jökli“, við settumst á gólfið í stof-
unni og þú sast í sófanum og söngst
lagið fyrir okkur aftur og aftur þar til
við gátum sungið það með þér.
Mig langar til að þakka þér fyrir
hvað þú varst góður og þolinmóður
við Anítu, þú kveiktir hjá henni hesta-
áhugann og studdir vel við hana í því.
Kenndir henni svo margt og hafðir
ótrúlega þolinmæði til að hjálpa henni
og fara í útreiðartúra.
Mig langar einnig til að þakka þér
fyrir allar stundirnar sem við áttum
saman.
Ég er nokkuð viss um að það hefur
verið tekið vel á móti þér og þér líði
vel.
Elsku afi, takk fyrir allt, ástar- og
saknaðarkveðja.
Eyrún.
Kæri langafi.
Það var erfið stund þegar mér var
sagt að þú hafir dottið af hestbaki og
stæðir ekki upp aftur. Það er enginn
búinn að ná sér ennþá. Ég minnist
þess þegar við vorum saman á hest-
baki og ég minnist þess vel hversu
góður þú varst við mig. Ég hef þann
grun að Stjarni hafi beðið eftir þér og
þið farið í góðan reiðtúr saman. Ég
sakna þín mjög mikið. Þú varst alltaf
svo góður að leyfa okkur Bergrúnu að
fara á hestbak og kenna okkur svo
margt um hesta.
Kær kveðja, þitt langafabarn
Aníta Rún.
Mikið brá mér við símtalið, laug-
ardagskvöldið 30. september sl. Þá
var mér tjáð andlát nágranna míns,
Eyjólfs Jónssonar, bónda og hesta-
manns á Sámsstöðum í Laxárdal.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama.
Eg veit einn
að aldrei deyr:
dómur um dauðan hvern.
(Úr Hávamálum.)
Eyjólfur var fæddur á Sámsstöðum
hinn 11.5. 1924 og var því á áttugasta
og þriðja aldursári þegar hann lést.
Foreldrar hans voru Jón Jóhannes
Jósefsson, bóndi á Sámsstöðum frá
1921, f. á Vörðufelli á Skógarströnd
3.6. 1897, d. 23.1. 1997, og kona hans
Magnúsína Steinunn Böðvarsdóttir
frá Sámsstöðum, f. 13.4. 1889, d. 7.10.
1977. Eyjólfur var elstur barna þeirra
Sámsstaðahjóna, en systkini hans
voru Sigurður, bóndi á Sámsstöðum
og síðar blikksmiður á Húsavík, nú
látinn, Ásgeir dó ársgamall, Ásgeir
Böðvar, dó ungur, og yngst er Guð-
björg Margrét, búsett í Búðardal.
Eiginkona Eyjólfs er Sveinbjörg Ólöf
Sigurðardóttir, húsfreyja á Sáms-
stöðum 3 frá 1949, f. í Rauðseyjum
7.11. 1930. Börn þeirra eru Sigurður,
f. á Sámsstöðum 16.7. 1949, bóndi þar
til 2001, nú búsettur í Kópavogi og
starfar við húsasmíðar. Kona hans er
Ólafía Gústafsdóttir og eiga þau tvo
syni og eina dóttur. Jófríður Anna
húsfreyja á Sámsstöðum 1, f. 18.12.
1953, gift Guðmundi Ellertssyni og
eiga þau eina dóttur og tvo syni.
Yngstur er Jón Steinar rafvirki, f. 4.5.
1967. Eyjólfur stofnaði nýbýli á
Sámsstöðum 1949 á fjórðungi jarðar-
innar og kallaði það Sámsstaði 3. Sig-
urður bróðir hans bjó einnig á öðrum
fjórðungi og gömlu hjónin á hálflend-
unni. Þegar Sigurður flutti til Húsa-
víkur seldi hann sinn hlut í jörðinni til
Sigurðar, sonar Eyjólfs. Fjölskyldan
var samtaka í að rækta og bæta jörð-
ina eins og best verður á kosið.
Alla mína ævi hef ég haft þennan
nágranna við hlið mér, eins og faðir
minn og afi. Eyvi var félagi í Hesta-
mannafélaginu Glað frá 1959 og hafði
alla tíð til að bera reisn og stolt þess
sem klárinn sinn og landið gjörþekkti.
Mér er minnisstætt þegar hesta-
mennirnir komu ríðandi heim í Sól-
heima til að samfagna með afa mínum
á tyllidögum. Þá var oft glatt á hjalla
og mikið sungið langt fram á nætur.
Hann var lengi í kirkjukór Hjarðar-
holtskirkju, því söngelskt var það,
Sámsstaðafólkið. Hann var um árabil
í stjórn Veiðifélags Laxdæla og allt til
hinsta dags. Á þeim vettvangi áttum
við gott og mikið samstarf, enda bar
hann hag þess mjög fyrir brjósti.
Eyjólfur vildi hafa fjölskylduna í
kringum sig og er hann lést, voru
heimilisfastir fjórir ættliðir á Sáms-
stöðum.
Hann kláraði verkin sín, smalaði
landið við erfiðar aðstæður sökum
þoku þennan örlagaríka dag og lauk
verkinu með því að smala úr túninu
heima á Sámsstöðum.
Því gat lúinn búhöldur lagst til
hvílu á hinsta degi að afloknu góðu
dagsverki.
Forlög þjóðar, fáks og manns
fótspor saman undu;
Íslending og hestinn hans
heillastrengjum bundu.
(Guðmundur Ingi Kristjánsson).
Eiginkonu hans, börnum og öðrum
ástvinum, votta ég mína innilegustu
samúð.
Guðbrandur Ólafsson,
Sólheimum.
Fyrstu minningar okkar systra af
Eyfa á Sámsstöðum tengjast hestum
og í raun langflestar þeirra. Það má
segja að hann hafi tekið okkur uppá
sína arma, hann járnaði fyrir okkur
hestana og er við höfðum aldur og
getu til tók hann okkur með í hesta-
ferðir. Við fórum í margar ógleyman-
legar ferðir með Eyfa, margsinnis á
Nesoddann, Kaldármela, um Dalina,
Strandir og víðar. Eyfi var ávallt vel
ríðandi, á öskuviljugum hrossum og
vildi fara hratt yfir. Oft hafði hann orð
á því hve vel honum liði á fjöllum á
góðum hesti. Ef einhver þurfti á að-
stoð að halda var hann ávallt til reiðu.
Það var hreinlega ekki hægt annað en
að fyllast sama eldmóði og Eyfi gagn-
vart hestamennskunni.
Stjarni er okkur minnisstæðastur
af mörgum hestum Eyfa. Sælli mann
var vart hægt að finna en Eyfa þegar
hann lagði Stjarna á flugskeið. Eyfi
var svo lánsamur að eiga konu sem
bar sama hug til hestamennskunnar
og hann. Það var hægt að spjalla um
hross og allt er þeim við kom tím-
unum saman við þau hjón og ógleym-
anlegt var að koma og skoða hest-
húsið þeirra í fyrsta sinn. Það er varla
mögulegt að fá meira út úr hesta-
mennskunni en þau gerðu.
Við systur viljum þakka Eyfa og
Lóu ómetanlegan stuðning og sam-
veru í gegnum árin. Lóu og allri fjöl-
skyldunni vottum við samúð okkar.
Björg og Svanborg,
Lambeyrum.
Það voru vondar fréttir, sem Diddi
vinur minn færði mér sl. sunnudag.
Eyvi pabbi hans hafði orðið fyrir al-
varlegu slysi á hestbaki fyrr um dag-
inn og látist samstundis.
Vissulega var Eyjólfur orðinn full-
orðinn maður, 83 ára að aldri, en
gamalmenni varð hann samt aldrei.
Þessi höfðingi eins og persóna úr
Laxdælu, bar aldurinn einstaklega
vel.
Teinréttur og grannur, hvikur í
hreyfingum, góðum gáfum gæddur.
Það er mikil eftirsjá í Eyva.
Fólkið á Sámsstöðum er eitthvert
albesta fólk, sem ég hefi kynnst á lífs-
leiðinni. Allt frá því ég, sem smáp-
jakkur kom í sveit í Laxárdalinn, hafa
þau verið meðal minna allra bestu
vina. Mikil og góð samskipti okkar á
milli hafa verið mér og minni fjöl-
skyldu dýrmæt. Það er einhvern veg-
inn svo ósanngjarnt að hugsa til þess,
að Eyvi þessi mikli hestamaður og
dýravinur, skuli hafa mætt örlögum
sínum á þennan hátt.
Virðing hans og Lóu eiginkonu
Eyjólfs gagnvart bústofni sínum var
aðdáunarverð. Ég veit, að kynni okk-
ar hafa leitt af sér víðari sýn eyja-
peyjans á umgengni við bæði lífs- og
landsins gæði.
Mikil umræða í landinu um stöðu
bænda og dreifbýlisins í heild, var
þessu fólki ofarlega í huga, sem von-
legt er. Skilningsleysi höfuðborgar-
búa á mikilvægi íslensks landbúnað-
ar, virðist ekkert í rénun. Hér er verk
að vinna.
Eyjólfur á Sámsstöðum var ein-
staklega skemmtilegur maður, hafði
ríka kímnigáfu, það var alltaf gaman
að hitta fjölskylduna.
Gagnkvæm virðing Lóu og Eyva
var aðdáunarverð. – Hugur okkar
fjölskyldunnar er auðvitað hjá Lóu,
sem sér nú á eftir eiginmanni sínum
og besta vini.
Friðbjörn Valtýsson og fjöl-
skylda, Vestmannaeyjum.
Eyjólfur Jósep Jónsson, bóndi á
Sámsstöðum í Laxárdal, er fallinn frá
með óvæntum hætti. Hann var góður
bóndi og alla tíð heill og heilsteyptur
maður og kom ávallt fram eins og
hann var klæddur. Hann var laus við
allar ádeilur og erjur en hélt sínum
skoðunum án þess að halla á aðra
samtímamenn. Hann var hreinskipt-
inn og víllaus. Hann var traustur
maður sem gekk ekki á bak orða
sinna, það var óhætt að treysta því
sem hann lofaði. Hann var vinfastur
og trúr vinur. Hann bar hlýjan hug til
nágranna sinna og vildi hag þeirra
sem bestan og gladdist þegar vel
gekk. Hann vildi hag héraðsins okkar
sem mestan en sá glöggt hvað sund-
urlyndi og samstöðuleysi okkar fá-
menna héraðs var mikið og olli miklu
tjóni sem ýmsir hafa notað sér til
framdráttar. Eyjólfur var ræktunar-
maður góður og lagði mikla vinnu í að
stækka og bæta túnin á Sámsstöðum
en það var erfitt verk, því landið var
óvenjugrýtt og þurfti mikla vinnu og
mikið erfiði við það. Einhver hefði nú
guggnað við það stórvirki en þeir
bræður, Eyjólfur og Sigurður, stóðu
saman að því mikla verki og það var
ólíkt þeim báðum að gefast upp þótt
við erfiðleika væri að etja. Eyjólfur
átti góða fjölskyldu. Konan og börnin
voru honum kær og með þeim átti
hann margar góðar hamingjustundir.
Náttúran á öllum árstímum var hon-
um mikils virði, og var eins og fyllling
lífsins í öllum sínum breytileik. Þann-
ig endurnýjaðist árstíminn og árstíðir
ár eftir ár og gáfu sífellt nýja og nýja
mynd og margt skemmtilegt var til að
fást við og svo margir sigrar til að
vinna og gleðjast yfir. Á björtum sum-
ardögum var gott og yndislegt að líta
yfir dalinn og til heiða. Það var fersk-
ur blær yfir öllu, hressandi og hlýr og
vakti gleði í hjarta og þrótt í taugum.
En svo var það hesturinn, þessi stór-
kostlegi gleðivaldur með alla sína
töfra og tilþrif, og á kostum sínum
veitti hann hinn yndislega unað sem
engin orð fá lýst. Á æskustöðvum
naut hann þessa með ástvinum og vin-
um og löngu síðan.
Sámsstaðafjölskyldan var söngelsk
og þar var gott söngfólk. Faðir þeirra,
Jón Jósefsson, var söngmaður góður,
hafði góðan bassa. Þeim kostum var
Eyjólfur búinn líka sem og hin systk-
inin. Þessi fjölskylda söng í kirkju
Hjarðarholts í tugi ára og þurfti að
keyra frá Sámsstöðum í Búðardal á
söngæfingar og til kirkjunnar við
flestar athafnir, rúmlega 20 km leið.
Þau hafa því lagt mikið til samfélags-
ins í þessum efnum. Þeir sem voru
samtímamenn og samstarfsfólk þess-
arar fjölskyldu muna vel og vita hver
mikið þessi fjölskylda lagði til þessara
mála, það munaði um þeirra framlag.
Söngur þeirra hljómaði vel um
langa tíð bæði á hátíðastundum sem
og á viðkvæmum kveðjustundum lát-
inna ástvina. Eyjólfur Jónsson er
kvaddur með virðingu og þökk.
Samúðarkveðjur til konu hans,
barna og vina.
Blessuð sé minning hans.
Hjörtur Einarsson.
Við viljum minnast félaga okkar
Eyjólfs J. Jónssonar sem hefur verið í
félagsskap okkar í Hestamannafélag-
inu Glað síðastliðin 47 ár. Eyjólfur var
virkur félagi og vann vel og ötullega
fyrir félagið um árabil og sat allra
manna lengst í stjórn þess. Ásamt því
að vera virkur í félagsstörfum var
hann einnig virkur á keppnisvellinum
þar sem hann tók gæðinga sína til
kostanna. Árið 1998 var Eyjólfur
kjörinn heiðursfélagi Glaðs ásamt
konu sinni Ólöfu Sigurðardóttur.
Góður félagi er fallinn frá.
Við vottum fjölskyldu Eyjólfs okk-
ar dýpstu samúð.
Stjórn Hestamanna-
félagsins Glaðs.
Eyjólfur Jósep Jónsson
Útfararþjónustan ehf.
Stofnað 1990
Þegar andlát ber að
Alhliða útfararþjónusta í 16 ár
Símar: 567 9110 & 893 8638
www.utfarir.is • utfarir@utfarir.is
Rúnar
Geirmundsson
Sigurður
Rúnarsson
Elís
Rúnarsson