Morgunblaðið - 07.10.2006, Blaðsíða 38
38 LAUGARDAGUR 7. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Beyging nafnorða í ís-lensku virðist í föstumskorðum en út af þvígetur þó brugðið. Dæmi
um það eru auðfundin í fjölmiðlum.
Nafnorðið hnoða er hvorugkyns
(beygist eins og auga, hjarta, eyra
o.fl.) en ekki kvenkyns eins og í
eftirfarandi dæmi: þetta [2800
stiga markið] er ákveðin leið-
arhnoða (12.3.06).
Nafnorðið orðs_tír er í þf./
þgf.et. orðstír og ef.et. orðstírs.
Síðari liðurinn, tír, merkir ‘heiður’
og hann er óskyldur heitinu Týr
(goð) sem beygist Týr, Tý, Tý,
Týs. Þessum orðum er þó stundum
ruglað saman, t.d.: Tony Blair
berst fyrir orðstí innanrík-
isráðherrans (Frbl. 4.5.06). Al-
gengt er hins vegar að komast svo
að orði að menn falli við góðan
orðstír eða geti sér góðan orðstír.
Nafnorðið drykkur er karlkyns
og beygist svo: drykkur, drykk,
drykk, drykkjar; drykkir, drykki,
drykkjum, drykkja. Það er algengt
í samsetningum, t.d. drykkjarföng,
drykkjarhorn, drykkjarvatn og
drykklangur (drykklöng stund).
Eignarfallsmyndin drykks mun
vera kunn í talmáli en hún á ekki
heima í vönduðu ritmáli: áhrif
drykksins og innihald drykksins
(31.5.06).
Nafnorðið beð, hk. ‘reitur í mat-
jurta- eða blómagarði’ beygist svo:
beð, beð, beði, beðs; beð, beð, beð-
um, beða. Eðlilegt væri því að
segja: marka fyrir beði; sá fræjum
í beðið og í blómabeðunum er arfi.
– Nafnorðið beður, kk. ‘rúm’ beyg-
ist hins vegar svo: beður, beð, beði,
beðjar/beðs; beðir, beði, beðjum,
beðja. Við gætum sagt: búa e-m
beð; e-r liggur á banabeði/
banabeðnum; koma að sjúkrabeði
e-s; heimsækja e-n á sjúkrabeð
hans; liggja á sjúkrabeði og leggj-
ast á knébeð. Það er því skýr beyg-
ingar- og notkunarmunur á nafn-
orðunum beð, hk. og beður, kk. og
þeim má ekki rugla saman: Sharon
á dánarbeðinu (Txt 23.7.06).
Nafnorðið hringur beygist oftast
svo í nútímamáli: hringur, hring,
hring, hrings; hringir, hringi,
hringjum, hringja. Í eldra máli var
fleirtalan hins vegar hringar,
hringa, hringum, hringa og er hún
reyndar einnig kunn í nútímamáli
(setja upp hringana). Í ýmsum
samsetningum helst eldri beyg-
ingin og því segjum við hringa-
myndun en ekki hringjamyndun.
Nafnorðið réttur er jafnan notað
í eintölu og beygist svo: réttur,
rétt, rétti, réttar. Eignarfalls-
myndina réttar er einnig að finna í
samsetningum, t.d. skilarétt-
arreglur. Umsjónarmaður kannast
hins vegar ekki við ef.-myndina
rétts sem hann rakst á nýlega:
taka á sig
aukakostnað
vegna skila-
rétts (31.5.06).
Orðfræði
Nafnorðið
áhlaupaverk,
hk., merkir
‘fljótunnið (auðvelt) verk’ og vísar
það ugglaust til verks sem hlaupið
verður í. Nýmælið auðhlaupaverk
getur ekki talist til fyrirmyndar:
það er ekki auðhlaupaverk að kom-
ast yfir gatnamótin (24.5.06).
Algengt er að menn dragi sér fé
eða komist yfir fjármuni með ýms-
um hætti. Þá geta menn tileinkað
sér ýmislegt (t.d. vönduð vinnu-
brögð, nýjustu tækni) og enn frem-
ur geta menn tileinkað vini sínum
bók/verk. Það eru þó verulegar
hömlur á því sem menn geta til-
einkað sér, málkenndin vísar
mönnum veginn um það efni. Eft-
irfarandi dæmi þykir umsjón-
armanni ótækt: Hann benti á að
það teldist fjárdráttur um leið og
viðkomandi hefði með ólögmætum
hætti tileinkað sér fjármuni
(14.9.05).
Óveður getur skollið á og ár
flætt yfir bakka sína. Bylur getur
brostið á en naumast flæðir hann á
land: Risafellibylur flæðir nú á
land með brimi og sjávarflóði
(1.9.05).
Um þolmynd
Svo kölluð ópersónuleg þolmynd
er mynduð með hjálparsögnunum
vera/verða og lýsingarhætti þátíð-
ar af aðalsögn sem stýrir ef. eða
þgf., t.d.: Maðurinn fleygði bók-
unum (gm.) > Bókunum var fleygt
(þm.) og Hún vænti einskis (gm.)
> Einskis var vænst (þm.). Eins
og sjá má helst andlag germynd-
arsetninganna (bókunum, einskis)
óbreytt í þolmyndarsetningunum,
sögnin er ávallt í 3.p.et. (var) og
lh.þt. er í hk.et. (fleygt). Þessa er
ekki gætt í eftirfarandi dæmum
(hefðbundin málnotkun er sýnd
innan hornklofa): Eftir að reiðuféð
[reiðufénu], ásamt pappírsörkum,
var komið fyrir [hafði verið komið
fyrir] í sérstöku umslagi (30.4.06);
fórnarlömb [fórnarlömbum], sem
hlutu læknisfræðilega örorku und-
ir 16%, var meinað um bætur
(31.1.05) og Ríkjasamband [-sam-
bandi] milli Serbíu og Svartfjalla-
lands verður slitið (23.5.06).
Úr handraðanum
Spurnarfornafnið hvor vísar til
annars af tveimur en hver til fleiri
en tveggja. Í samræmi við það er
(eða ætti að vera) merking-
armunur á orðasamböndunum
öðru hvoru og öðru hverju. Orða-
sambandið öðru hverju vísar til
þess sem gerist aftur og aftur með
ákveðnu millibili (endurtekin
merking), t.d.: Hann heimsækir
mig öðru hverju eða á morgun er
búist við rigningu öðru hverju.
Öðru hvoru vísar hins vegar til
annars tilviks af tveimur, t.d.:
Hann kemur öðru hvorum megin
við helgina. Umsjónarmaður hefur
veitt því athygli að í nútímamáli er
algengt að enginn munur sé gerð-
ur á öðru hverju og öðru hvoru,
t.d.: segir að tilvik sem þessi komi
upp öðru hvoru (28.6.06) og Okkur
vantar þjónustulundað starfsfólk í
vinnu aðra hvora helgi (19.8.06).
Til gamans má geta þess að í
orðasambandið öðru hverju er lið-
fellt, í fornu máli var myndin að
öðru hverju ‘við og við’. Í nútíma-
máli má finna hliðstæðu þessa, við
getum sagt hvort sem er: þessu
sinni eða að þessu sinni.
Beyging nafn-
orða í íslensku
virðist í föstum
skorðum en út
af því getur þó
brugðið.
jonf@rhi.hi.is
ÍSLENSKT MÁL
Jón G. Friðjónsson, 87. þáttur.
ÞAÐ hefur verið ákaflega fróð-
legt að fylgjast með umræðunni
um Kárahnjúkavirkjun og í hvaða
farvegi hún rennur um þessar
mundir. Makalaus múgsefjun hef-
ur gripið um sig og er það verðugt
rannsóknarefni hvað
því veldur að nokkuð
fjölmennur hópur,
einkanlega á suð-
vestur horninu, hefur
tekið ástfóstri við að
mestu gróðurlausar
auðnir norðan Vatna-
jökuls. Þessi hópur
fer um stræti og torg
og vitnar um ást sína
á landinu með því að
fleyta kertum og
flytja hástemmd ljóð
um ágæti eigin gjörða
og mannvonsku
þeirra og illsku sem
eru að sökkva draumalandinu.
Í göngunni margfrægu þar sem
droparnir runnu saman í eina
meginelfu mátti sjá afar litríkan
hóp og sú staðreynd er nokkuð
örugg að fæstir þeirra hafa tyllt
fæti á svæðið sem er þeim svo
hugleikið. Ekki dreg ég í efa að
undirliggjandi eru náttúruvernd-
arsjónarmið og einlæg ást á land-
inu, en þegar öfgarnir í málflutn-
ingnum eru komnir út yfir öll
skynsamleg mörk er orðið stutt í
blint ofstækið. Þannig ástand
skapast aðeins við þær aðstæður
að fram komi sterkir leiðtogar
sem eru upphafnir af
spámannlegum inn-
blæstri og ná í ræðu
og riti og með gjörð-
um sínum að flykkja
hópnum um málstað-
inn. Og við höfum
orðið vitni að þessu
síðustu vikurnar
hvernig snöggsoðin
bók varð á skömmum
tíma ígildi biblíunnar
og kunnur fréttamað-
ur sem þekktur er af
þeirri áráttu gegnum
áratugina að vera sí-
fellt í sviðsljósinu
flytur frumsamin ættjarðaljóð og
siglir um á örkinni sinni og mætti
af því ráða að hann telji ragnarök
í nánd. Rithöfundurinn og frétta-
maðurinn eru leiðtogarnir og eru
lofaðir af áhangendum sínum fyrir
það að boða hinn eina sanna sann-
leik. Og það sem síðan fleytir mál-
staðnum áfram og gefur honum
vind í seglin er fjölmiðlaheimurinn
í draumalandinu og er það alveg
með ólíkindum hvað fréttamenn-
irnir eru upp til hópa hallir undir
þennan málstað og láta það hik-
laust koma fram í fréttum og við-
talsþáttum. Þeir þurfa ekki að
leita sannleikans. Þeir hafa fundið
hann og er enginn efi í þeirra
huga.
Og undarlegust af öllu eru við-
brögð sumra stjórnmálamanna og
flokka í þessu samhengi. Í stað
staðfastrar stefnumótunar til
heilla fyrir land og lýð grípur um
sig ótti og írafár væntanlega
vegna kosninganna að ári. Vinstri
grænir fyrir norðan og Samfylk-
ingarmenn syðra koma titrandi og
skjálfandi fram í fréttatímum og
sverja af sér stíflustimpilinn með
orðaleppum sem börn nota gjarn-
an þegar þau eru að afsaka ein-
hverja óknytti „ég get svarið það,
ég get svo svarið það að ég tók
ekki þátt í þessu voðaverki.“ Og
til þess svo að kóróna sefjunina er
einlit umræðan komin upp í pre-
dikunarstóla kirkjunnar og er þá
stutt í að þar verði tekin fyrir
flokkspólitísk mál af ýmsum toga
og ýmis ágreiningsmál í samfélag-
inu og telji guðsmennirnir sig hafa
höndlað sannleikann hvað þau
málefni varðar og taki hiklaust af-
stöðu þá mega kirkjunnar menn
fara að vara sig. Munu þá margir í
framtíðinni ganga snúðugt á dyr
úr guðshúsum landsins.
Það þykir sem sé ekki par fínt
nú um stundir að fylgja þeirri
stefnu að nýti beri vatnsorkuna
sem Íslendingar eiga í ríkum mæli
til þess að auka hagsæld lands og
lýðs. Það verður ekki fyrr en
kreppir að í atvinnumálum, fjár-
munir fara þverrandi til heilbrigð-
ismála, menntamála, lista og
menningarmála, einkanlega á suð-
vesturhorninu að menn munu aft-
ur sjá ljósið í sambandi við virkj-
anir og stóriðju.
En hvað segja Jökuldælingar
um Kárahnjúkavirkjun og stíflun
Jökulsár. „Það er sjálfsagt mál að
beisla fljótið til orkuöflunar, áin
hefur verið farartálmi, forug og
ljót og gleypt menn og skepnur og
engin eftirsjá að henni, við sjáum
nú stórkostlegt tækifæri til að
byggja upp laxastofna í tærri Jök-
ulsánni.“ Þessar glefsur úr við-
tölum við Jökuldælinga eru í und-
arlegu ósamræmi við rómantíkina
syðra. Og enn bæta þeir við:
„Greiðfær vegur af hringvegi,
framhjá Brú að virkjuninni og síð-
an að Teigshorni í Fljótsdal verð-
ur er fram líða stundir ein fjöl-
sóttasta ferðamannaleið landsins.
Þar munu menn á góðviðrisdögum
njóta ríkulega og hrífast af fegurð
fjallahringsins, Herðubreið, Snæ-
fell og ekki síst að horfa inn til
glitrandi jökulsins. Og perlan á
þessu svæði verður svo Hálslónið
sem mun auðga og fegra lands-
lagið. Með auknum umsvifum á
öðrum sviðum atvinnuuppbygg-
ingar á Austurlandi, vaxandi styrk
byggðanna og blómlegu mannlífi
mun sú tíð koma, að margir vildu
þessa Lilju hafa kveðið.
Kárahnjúkavirkjun
Gísli Steinar Sighvatsson
fjallar um Kárahnjúkavirkjun »Með auknum um-svifum á öðrum svið-
um atvinnuuppbygg-
ingar á Austurlandi,
vaxandi styrk byggð-
anna og blómlegu
mannlífi mun sú tíð
koma, að margir vildu
þessa Lilju hafa kveðið.
Gísli Steinar
Sighvatsson
Höfundur er fyrrverandi kennari.
BJÖRN Bjarnason dóms-
málaráðherra segir í pistli í Morg-
unblaðinu í gær, að ráðuneyt-
isstjóri hans hafi eins og af
tilviljum vakið máls á því, hvort
ekki væri eðlilegt að hler-
unarskjöl ráðuneytisins yrðu flutt
í Þjóðskjalasafnið. Kvaðst hann
ekki hafa gert athugasemd við
það. Ekki er atvikalýsing þessi
rétt. Ég bað um aðgang að gögn-
unum 22. maí sl. Beiðninni var
synjað 31. maí með vísun til þess
að fyrir Alþingi lægi tillaga til
þingsályktunar um nefndarskipan
vegna aðgangs að gögnunum. Ég
svarði því til 2. júní að mér væri
nefndarskipanin óviðkomandi og
ítrekaði kröfu mína. Í svari ráðu-
neytisins 9. júní sagði að þings-
ályktunin um nefndarskipan hefði
verið samþykkt og myndi nefndin
taka afstöðu til aðgangs að gögn-
unum. Með bréfi 30. júní gerði ég
ráðuneytinu grein fyrir að ekki
fælist lögfræðilegur rökstuðn-
ingur fyrir synjun um aðgang í
því að nefna til sögunnar skipun
nefndar á vegum Alþingis. Jafn-
framt gerði ég grein fyrir hvers
vegna ráðuneytinu væri skylt að
lögum að veita mér aðgang að
gögnunum. Þá krafðist ég þess að
Björn Bjarnason viki sæti við
meðferð málsins vegna vanhæfis,
sem stafar af tengslum hans við
frumkvöðul hlerananna. Þessu
var svarað 25. júlí með bréfi und-
irrituðu af embættismanni og
Einari K. Guðfinnssyni ráðherra.
Í því bréfi segir að í ráðuneytinu
sé ekki að finna nein þau gögn,
sem ég hafi beðið um. Jafnframt
var mér bent á að ,,hafa samband
við Þjóðskjalasafn Íslands um að-
gang að þeim gögnum, er þar
kunna að vera, …“
Nú er komið í ljós, að ráðu-
neytið hafði hlerunargögnin í
vörslum sínum allan þann tíma
sem ég var að skrifast á við það.
Það var fyrst hinn 5. júlí sem
ráðuneytið afhenti Þjóð-
skjalasafni gögnin og kom þá í
ljós, að þau náðu til ársins 1973.
Af þessu er ljóst að eftir síðasta
bréf mitt 30. júní sá ráðherrann
sæng sín uppreidda og að hann
ætti ekki annars úrkosti en veita
mér aðgang að gögnunum lögum
samkvæmt. Þá var gripið til þess
ráðs að koma gögnunum undan, í
skjól hjá Þjóðskjalasafninu, í von
um að safnið byggi við öflugri
lagaheimildir til að koma í veg
fyrir aðgang að skjölunum en
ráðuneytið. Hvort að sú ráðstöfun
að svipta mig réttinum til aðgangs
að skjölunum í ráðuneytinu með
því að koma þeim undan stenst
ákvæði laga eða ekki verða aðrir
til að dæma um.
Að lokum; mikið verður gaman
þegar við fáum landsfeður sem
segja satt og við getum treyst.
Ragnar Aðalsteinsson
Um skjöl í dóms-
málaráðuneyti
Höfundur er hæstarétt-
arlögmaður.
Sagt var: Bílstjórinn sagði að hann væri orðinn bensínlaus.
(Þetta gæti verið hugsað á ensku.)
BETRA ÞÆTTI: Bílstjórinn sagðist vera orðinn bensínlaus.
Gætum tungunnar
ÁSKRIFTARSÍMI 569 1100
Fáðu fréttirnar
sendar í símann þinn