Morgunblaðið - 07.10.2006, Blaðsíða 44
44 LAUGARDAGUR 7. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
HEIMSMEISTARAEINVÍGI
Fide heimsmeistarans Veselin Topa-
lovs og ,,klassíska“ heimsmeistarans
Vladimir Kramniks átti að sameina
skákheiminn um einn heimsmeist-
ara. Einvígið er haldið í Elista, höf-
uðborg sjálfstjórnarhéraðsins
Kalmýkíu í Rússlandi, en forseti
FIDE, Kirsan Iljumzhinov, er þar
héraðsstjóri. Þegar fjórum skákum
var lokið leiddi Rússinn Kramnik
einvígið með þrem vinningum gegn
einum vinningi Búlgarans Topalovs.
Tæpum sólarhring eftir að fjórðu
skákinni lauk barst kærunefnd ein-
vígisins kvörtun Topalovs og hans
manna þar sem rússneski andstæð-
ingurinn var sakaður um að hafa
óhreint mjöl í pokahorninu, nánar
tiltekið, Kramnik á að hafa farið
óeðlilega oft á klósettið á milli leikja.
Deilan fór í mikinn hnút þar sem
báðir keppendur hótuðu að hverfa
frá einvíginu en niðurstaða kæru-
nefndarinnar varð sú að hamla
keppendum að nota þau salerni sem
væru í hvíldarherbergjum þeirra.
Kramnik taldi þessa ákvörðun ólög
og mætti ekki í fimmtu skák einvíg-
isins. Kirsan, forseti FIDE, var
staddur í Sochi á ráðstefnu héraðs-
höfðingja í S-Rússlandi þegar þetta
átti sér stað en dreif sig þaðan og
kom á vettvang til að forða samein-
ingareinvíginu frá glötun. Niður-
staðan varð sú að kærunefndin sagði
af sér eftir að hafa viðurkennt að
hafa úrskurðað rangt en úrslit
fimmtu skákarinnar voru látin
standa og einvígið skyldi halda
áfram. Kramnik féllst nauðbeygður
á þessa lausn mála gegn því að hann
myndi tefldi undir mótmælum og
áskildi sér rétt til að höfða mál gegn
FIDE.
Skákir þessa miklu kappa hafa
fallið í skuggann af þessari deilu.
Kramnik hélt jöfnu með svörtu í
þrem skákum í röð en hann hafði
svart í fjórðu skákinni, sjöttu og sjö-
undu. Hinsvegar í þeirri áttundu
gerðist þetta:
Hvítt: Vladimir Kramnik (2743)
Svart: Veselin Topalov (2813)
1. d4 d5 2. c4 c6 3. Rf3 Rf6 4. Rc3
e6 5. e3 Rbd7 6. Bd3 dxc4 7. Bxc4
b5
Topalov hefur sjaldan telft þessa
byrjun með svörtu en andstæðingur
hans hefur gert það þeim mun oftar.
Næsti leikur hvíts er afar rólegur og
er það í samræmi við skákstíl Rúss-
ans.
8. Be2 Bb7 9. O-O b4 10. Ra4 c5
11. dxc5 Rxc5 12. Bb5+ Rcd7 13.
Re5 Dc7 14. Dd4 Hd8 15. Bd2
Allt hefur þetta sést áður en eins
og áður lék Topalov upphafsleikjun-
um með miklum hraða. Næstu tveir
leikir hans leiða í ljós hvað hann
hafði í huga.
Sjá stöðumynd 1
15... Da5!? 16. Bc6 Be7!?
Með þessum leik skapar svartur
nokkurn usla og dugði það til að
Kramnik færi út af sporinu.
17. Hfc1?
Svo virðist sem 17. b3 hafi í senn
verið öruggari og rökréttari leikur.
Framhaldið gæti þá orðið: 17...O-O
18. Bxd7 Rxd7 19. Rxd7 e5 20. Dxe5
Dxe5 21. Rxe5 Hxd2 og hvítur
stendur aðeins betur að vígi. Í fram-
haldinu fær svartur tvo létta menn
gegn hrók.
17... Bxc6 18. Rxc6 Dxa4 19.
Rxd8 Bxd8 20. Dxb4 Dxb4 21. Bxb4
Rd5 22. Bd6 f5!
Þessi leikur treystir stöðu svarts
á miðborðinu og undirbýr að koma
hróknum í spilið með því að leika
Ke8-f7.
23. Hc8 R5b6 24. Hc6 Be7 25.
Hd1 Kf7 26. Hc7 Ha8 27. Hb7 Ke8
28. Bxe7 Kxe7 29. Hc1 a5 30. Hc6
Rd5 31. h4 h6 32. a4 g5 33. hxg5
hxg5 34. Kf1 g4 35. Ke2 R5f6 36. b3
Re8 37. f3
Á yfirborðinu lítur út fyrir að hvít-
um hafi tekist að halda taflinu vel
gangandi en í raun og veru stendur
svartur vel að vígi. Næsti leikur
svarts er sterkur.
Sjá stöðumynd 2
37... g3! 38. Hc1 Ref6 39. f4?
Nú verður e4-reiturinn óverjan-
legur og svörtum tekst að virkja alla
menn sína í sókn gegn hvíta kóng-
inum.
39...Kd6 40. Kf3 Rd5 41. Kxg3
Rc5 42. Hg7 Hb8 43. Ha7 Hg8+ 44.
Kf3 Re4 45. Ha6+ Ke7 46. Hxa5
Hg3+ 47. Ke2 Hxe3+
Sjá stöðumynd 3
Svartur stendur nú auðveldlega til
vinnings og lokin urðu þessi:
48. Kf1 Hxb3 49. Ha7+ Kf6 50.
Ha8 Rxf4 51. Ha1 Hb2 52. a5 Hf2+
og hvítur gafst upp.
Með þessum sigri Topalovs er
staðan í einvíginu jöfn, 4-4. Um tólf
skáka einvígi er að ræða svo að afar
spennandi verður að fylgjast með
síðustu skákunum. Allra veðra er
von í samskiptum keppenda og
mótshaldara svo að óvíst er að ein-
vígið verði til lykta leitt. Á hinn bóg-
inn á níunda skákin að fara fram í
dag, laugardaginn 7. október. Það er
hægt að fylgjast með gangi mála í
beinni útsendingu á heimasíðu móts-
ins, http://www.worldc-
hess2006.com/main.asp.
Guðmundur varð skákmeistari
TR
Guðmundur Kjartansson vann
nokkuð sannfærandi sigur í A-flokki
Haustmóts Taflfélags Reykjavíkur.
Stutt jafntefli í lokaumferðinni gegn
Torfa Leóssyni tryggði honum sig-
urinn. Lokastaða A-flokksins varð
annars þessi:
1. Guðmundur Kjartansson (2291) 7 vinn-
inga af 9 mögulegum.
2. Lenka Ptácníková (2193) 6½ v.
3. Ingvar Jóhannesson (2289) 6 v.
4. Sigurbjörn Björnsson (2342) 5½ v.
5. Torfi Leósson (2147) 4½ v.
6.–7. Hjörvar Steinn Grétarsson (2139) og
Tómas Björnsson (2180) 4 v.
8.–9. Hrannar Baldursson og Stefán Bergs-
son (2133) 3½ v.
10. Jóhann H. Ragnarsson (2111) ½v.
Í B-flokki urðu Atli Freyr Krist-
jánsson (1905) og Vilhjálmur Pálma-
son (1805) jafnir og efstir með 6½
vinning en Atli fékk fleiri stig og
tryggði sér þar með þátttökurétt í
A-flokki að ári. Þórir Benediktsson
vann með yfirburðum í C-flokki en
hann fékk 8 vinninga af 9 mögu-
legum. Nánari upplýsingar um mót-
ið er að finna á www.skak.is.
Topalov jafnar metin
Kramnik og Topalov takast enn í hendur og að þessu sinni fyrir 8. skákina.
Stöðumynd 1. Stöðumynd 2.
Stöðumynd 3.
SKÁK
Heimsmeistaraeinvígið
Elista, Rússlandi
23. september–10. október 2006
Helgi Áss Grétarsson
daggi@internet.is
✝ Guðrún JónaJónsdóttir
fæddist á Hvítanesi
við Ísafjarðardjúp,
24. mars 1923. Hún
lést á Sjúkrahúsi
Bolungarvíkur 27.
september síðastlið-
inn. Foreldrar
hennar voru Karól-
ína Rósinkransa
Karvelsdóttir, f.
5.9.1892, d. 12.6.
1966, og Jón Jóns-
son, f. 15.8. 1884, d.
20.10. 1945. Systk-
ini Guðrúnar eru Sigurður Jónas
Jónsson, f. 6.10. 1926 og Karin
Rosin Jónsdóttir D’Arezzo, f.
5.11. 1933.
Hinn 8.6. 1963
giftist Guðrún
Bjarna Jónssyni, f.
13.1. 1922, d.11.8.
1999. Börn Guð-
rúnar eru Rósa
Harðardóttir, Jón
Gunnar Þórisson,
Kristín Margrét
Bjarnadóttir og Jón
Valdimar Bjarna-
son. Barnabörnin
eru 6 og lang-
ömmubörnin eru 9.
Guðrún verður
jarðsungin frá Hólskirkju í Bol-
ungarvík í dag og hefst athöfnin
klukkan 14.
Þegar ég var unglingur varð ég
þeirrar gleði aðnjótandi að búa eitt
sumar á heimili Gunnu og Bjarna í
Bolungarvík. Auðvitað höfðum við
hist fyrir þann tíma og ég þekkti al-
veg hlýja brosið hennar og smitandi
hláturinn en þetta var einhvern veg-
inn öðruvísi, um leið og ég kom á
heimili hennar umvafði hún mig vin-
semd og alúð og ég fann að hún leit
á mig eins og einn af fjölskyldunni
og þannig leið mér. Stolt og ánægð
sýndi hún mér heimili sitt snyrti-
legt, smekklegt og látlaust, og svo
herbergið sem hún hafði undirbúið
fyrir mig til að vera í yfir sumarið,
og bar það allt húsmóður sinni gott
vitni, því það var Gunna, húsmóðir
fram í fingurgóma, og þó að hún
hafi verið að vinna í fiskinum eins
og aðrar húsmæður í Víkinni sá hún
um heimili sitt og fjölskyldu með
ánægju og gleði. Þó að langt sé síð-
an þetta var bý ég enn að minning-
unni um þessar hlýju móttökur og
um þetta sumar sem gaf mér svo
mikið.
Elsku Gunna mín, takk fyrir sum-
arið okkar og takk fyrir þitt hlýja
bros og hláturinn sem sisona vakti
alltaf gleði í hjarta mér.
Ó Verundarson!
Paradís þín er ást Mín; endurfundirnir við
Mig himneskt heimili þitt. Gakk þar inn
og tef eigi. Þetta er það, sem þér er fyr-
irbúið í konungsríki Voru á hæðum og
upphöfnu ríki Voru. (Bahá’u’lláh.)
Kær kveðja
Sólbjörg.
Guðrún Jóna
Jónsdóttir
FRÉTTIR
Morgunblaðið birtir minning-
argreinar alla útgáfudagana.
Skil | Greinarnar skal senda í
gegnum vefsíðu Morgunblaðsins:
mbl.is – smella á reitinn Senda efni
til Morgunblaðsins – þá birtist val-
kosturinn Minningargreinar ásamt
frekari upplýsingum.
Skilafrestur | Ef birta á minning-
argrein á útfarardegi verður hún
að berast fyrir hádegi tveimur
virkum dögum fyrr (á föstudegi ef
útför er á mánudegi eða þriðju-
degi). Ef útför hefur farið fram eða
grein berst ekki innan hins tiltekna
skilafrests er ekki unnt að lofa
ákveðnum birtingardegi. Þar sem
pláss er takmarkað getur birting
dregist, enda þótt grein berist áður
en skilafrestur rennur út.
Lengd | Minningargreinar séu
ekki lengri en 3.000 slög (stafir
með bilum - mælt í Tools/Word Co-
unt). Ekki er unnt að senda lengri
grein.
Minningargreinar
FRÁ ÁRINU 2003 hefur verið boðið upp á sérstaka
kennslu fyrir geðsjúka og heilaskaðaða þar sem slíkt
hafði ekki verið í boði áður. Í vetur stunda rúmlega 80
manns nám við þetta samstarfsverkefni Fjölmenntar og
Geðhjálpar.
Áætlað er að kostnaður nemi um 24 milljónum kr. á
hverju kennsluári, grundvallað á þörf og byggt á rauntöl-
um sem kynntar hafa verið menntamálaráðuneytinu frá
upphafi verkefnisins. Ár eftir ár hefur óvissa ríkt um
fjármögnun verkefnisins.
Í desember árið 2004 var samþykkt á fundi ríkisstjórn-
arinnar að tryggja fé til rekstursins og menntamálaráð-
herra falið að framfylgja þeirri ákvörðun. Við þetta hefur
ekki verið staðið. Öllum kennurum hefur því enn á ný
verið sagt upp störfum og ekkert annað blasir við en
þessi hópur geðsjúkra og heilaskaðaðra verði sviptur
eina möguleika sínum til menntunar við þeirra hæfi.
Stjórn Geðhjálpar beinir eftirfarandi áskorun til rík-
isstjórnar Íslands: Tafarlaust verði tryggt fjármagn til
rekstursins á yfirstandandi skólaári. Teknar verði upp
viðræður milli Fjölmenntar og ríkisstjórnar um framtíð-
arskipan menntunar fyrir geðsjúka og heilaskaðaða.
Stjórnvöld eiga að starfa á grundvelli sáttmála um sam-
félag og samhjálp, sem bundinn er í stjórnarskrá lýðveld-
isins Íslands. Þar segir m.a.: „Öllum skal tryggður í lög-
um réttur til almennrar menntunar og fræðslu við hæfi.“
( 76. grein). Stjórn Geðhjálpar heitir því að leita allra
leiða til að hrinda þessari árás á mannréttindi geðsjúkra.
Geðhjálp skorar á ríkisstjórn Íslands
Þökkum hlýhug og vináttu vegna andláts og
útfarar föður okkar, tengdaföður, afa og langafa,
EGILS HJARTARSONAR
leigubifreiðastjóra
Skaftahlíð 32.
Hjörtur Egilsson, Erna Hannesdóttir,
Kristín Egilsdóttir, Þorsteinn Aðalsteinsson,
Finnur Egilsson, Guðbjörg Einarsdóttir,
Ingunn Egilsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Hjartans þakkir færum við öllum þeim sem sýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát og útför okkar
ástkæru
KRISTÍNAR SVEINSDÓTTUR
frá Hríshóli,
Reykhólahreppi,
Vitateigi 5,
Akranesi.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki lyflækningadeildar Sjúkrahúss
Akraness fyrir alúðlega umönnun í löngu veikindaferli.
Garðar Halldórsson,
Gígja Garðarsdóttir, Sigurður Guðjónsson,
Gunnar Þór Garðarsson, Lilja Ellertsdóttir,
Alda Garðarsdóttir, Guðmundur Viggósson,
Svavar Garðarsson,
Sveinn Vilberg Garðarsson, Elsa Guðlaug Geirsdóttir,
Ingimar Garðarsson, Anna Signý Árnadóttir,
Halldór Garðarsson, Anna Edda Svansdóttir
og ömmubörn.