Morgunblaðið - 07.10.2006, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 07.10.2006, Blaðsíða 53
Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. OKTÓBER 2006 53 FRÉTT sem birtist í Blaðinu í vikunni um Norræna músíkdaga var neyð- arlegt klúður, en þar kom fram að Edda I eftir Jón Leifs yrði frumflutt á tónleikum í Háskólabíói á fimmtu- dagskvöldið. Þetta var tóm vitleysa, Edda verður ekki flutt fyrr en 14. október og allt annað á dagskránni á tónleikunum á fimmtudaginn var. Ég hefði þó frekar óskað eftir Eddu eftir Jón en sumu af því sem Sinfón- íuhljómsveit Íslands lék þarna um kvöldið, en það var á mörkum þess að vera boðlegt. Byrjum á því versta. Það var án efa Fascia eftir Kent Olafsson, sem var eins konar gítarkonsert. Stefan Öst- arstjö lék þar einleik á rafgítar og charango, en það er suður-amerískur gítar. Gítarleikurinn hljómaði eins og köttur sem lék lausum hala inni í flygli og voru þessi undarlegu áhrifshljóð undirstrikuð með endalausu plokki og strengjaklóri hljómsveitarmeðlima. Eins og nærri má geta var útkoman skelfilega leiðinleg. Nú má listsköpun auðvitað samanstanda af hverju sem er og tónlist þarf ekki alltaf að vera falleg, en ef tónskáldið hefur ekkert að segja með óhljóðunum, er betur heima setið en af stað farið. Öllu skárra var Isafold’s Eye eftir Tommi Kärkkäinen, því þótt verkið, sem var fyrir kammersveit, hafi að mestu byggst á kraftmiklum bar- smíðum og því dálítið þreytandi áheyrnar, samsvaraði það sér a.m.k. betur en plokkfiskurinn í klóróform- inu eftir Olafsson. Formið var á köfl- um sannfærandi og markvissar and- stæður sköpuðu spennu á tímabili; synd hve slagverkið var ofnotað. Miklu betri voru hinar tónsmíð- arnar á efnisskránni, sem voru eftir Bent Sörensen og Þuríði Jónsdóttur. Eftir hinn fyrrnefnda voru flutt tvö millispil úr óperunni Undir himninum, en þau einkenndust af allskonar skemmtilegum hugmyndum sem sköpuðu sérkennileg blæbrigði er komu stöðugt á óvart. Þær Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir og Loré Lix- enberg sungu einsöng og skiluðu krefjandi hlutverkum sínum með miklum sóma. Gaman væri að sjá óp- eruna eftir Sörensen í heild sinni! Verk Þuríðar, Flow and fusion, var líka einstaklega hrífandi. Það sam- anstóð af margbrotnum ómi sem í fyrstu lét lítið yfir sér. En svo var eins og maður væri tekinn undir yfirborð sjávarins, og þá blasti við heill heimur af töfrum. Þetta er frábær tónlist sem ætti skilið að vera flutt aftur og aftur. Tónsmíðarnar fjórar á tónleikunum voru ekki fluttar í þeirri röð sem til- greind var í tónleikaskránni. Þetta gerðist nokkuð oft á síðustu Myrkum músíkdögum, og þar sem sömu aðilar virðast standa að skipulagi Norrænna músíkdaga á Íslandi, er kannski kom- inn tími til að benda mönnum á að þarna sé atriði sem hugsanlega þarfn- ist úrbóta. Klóruköttur og neðansjáv- arævintýri TÓNLIST Háskólabíó Tónlist eftir Þuríði Jónsdóttur, Bent Sörensen, Kent Olafsson og Tommi Kärk- käinen. Sinfóníuhljómsveit Íslands lék undir stjórn Franck Ollu. Einleikari: Stef- an Östarstjö. Einsöngvarar: Guðrún Jó- hanna Ólafsdóttir og Loré Lixenberg. Fimmtudagur 5. október. Sinfóníutónleikar Jónas Sen ÞÚ SÉRÐ ÞAÐ Á MORGUN Vildarklúbbur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.