Morgunblaðið - 07.10.2006, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 07.10.2006, Qupperneq 31
sem nýverið var endurnýjað, og svo mætti lengi telja. „Húsið er í stöðugri mótun og við erum enn að vinna í hlutunum,“ heldur Katrín áfram. „Oft hefur það verið mjög slítandi en það er líka gaman að hafa lagt mikið á sig sjálf- ur. Manni þykir vænna um það eftir á.“ Hún segir auka á ánægjuna að húsið búi yfir svo ríkri fjöl- skyldusögu. „Amma Guðjóns bjó hérna og hér ólst hann mikið til upp. Afi hans var með skrifstofur hér á okkar hæð en hann var hæstarétt- arlögmaður. Þótt þetta sé óskaplega mikil vinna og stundum langi okkur bara að fara í nýtísku steinsteypuhús þá er eitthvað við þetta hús – það hefur sína eigin sál. Þar fyrir utan er stað- setningin frábær. Þó að við séum svona miðsvæðis erum við alveg laus við miðbæjarlætin.“ Frumsýning fyrir dyrum Rólegheit eru líka vel metin á heimili Katrínar vegna þess erils sem fylgir starfinu. Þessa dagana er hún önnum kafin vegna tveggja íslenskra dansverka sem verða frumsýnd í Borgarleikhúsinu 12. október. „Þau eru bæði ný og samin fyrir flokkinn og sömuleiðis er frumsamin íslensk tónlist við þau bæði. Annað verkið heitir „Við er- um komin“ og er eftir Ólöfu Ing- ólfsdóttur en Áskell Másson semur tónlistina við það í samvinnu við norskt tónskáld og söngkonu sem heitir Maja Solveig Ratke. Hún verður með okkur og flytur tónlist- ina á staðnum þannig að það verður mjög spennandi. Þetta verk er unn- ið í samvinnu við Norræna mús- íkdaga sem haldnir eru hér á Ís- landi þetta árið. Hitt verkið, „Hver um sig“, er eftir Valgerði Rúnars- dóttur og Aðalheiði Halldórsdóttur sem eru báðar dansarar í flokknum. Verk þeirra spratt upp úr dans- smiðjunni okkar síðasta vetur og mér leist svo vel á það að ég gaf þeim tækifæri til að þróa þessa vinnu áfram. Tónlistin er eftir þá bræður Valdimar og Jóhann Jó- hannssyni og svo skemmtilega vill til að í hinu verkinu er önnur söng- kona, Sibyl Knöll, sem er frá Aust- urríki en býr hér á landi. Hún er líka lærður dansari þannig að það má segja að þema kvöldsins sé samspil tónlistar og dans.“ Það gefast því ekki margar stund- ir heima við í húsinu en aðspurð seg- ir Katrín eldhúsið vera sinn uppá- haldsstað. „Til dæmis sest ég helst við eldhúsborðið ef ég þarf að vinna í tölvunni minni. Einhvern veginn enda ég alltaf þar inni.“ Röð og regla Sú stutta er iðin við að punta í fína her- berginu sínu og uppáhaldsleikföngin skipa heiðurssess. Nostur Baðkarið er upprunalegt í húsinu en var sprautað með bílalakki til að fá fallega áferð á það á ný. Ljósin fyrir ofan voru keypt í Bandaríkjunum. Vinnan kallar „Einhvern veginn enda ég alltaf í eld- húsinu.“ Katrín vinnur gjarnan við eldhúsborðið. Gamalt Dimmerinn í borðstofunni er byggður inn í upp- runalegu rofahlífarnar og passar því vel inn í umhverfið. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. OKTÓBER 2006 31 Höfuðborg Slóveníu LJUBLJANA Verð frá 59.740 á mann í tvíbýli í 3 nætur Gullfalleg, vinaleg og hlý! Ljubljana sameinar töfra liðinna alda og nútímann. Í Ljubljana fáum við á tilfinninguna að við séum í litlu fjallaþorpi og samt erum við í kraftmikilli menningarborg þar sem bíður okkar fjöldi kaffihúsa, veitingastaðir, verslanir, leikhús og óperuhús. Úrvals gisting Frábærar skoðunarferðir – Gönguferð um gamla bæinn – Náttúruperlan Bled-dalur – Dropasteinshellarnir og Predjama-kastalinnÍSLE N SK A A U G L† SI N G A ST O FA N EH F. /S IA .I S U RV 34 30 0 09 /2 00 6 Sími 585 4000 www.urvalutsyn.is Helgarferðir til Ljubljana 12., 19. okt og 2. nóv.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.