Morgunblaðið - 07.10.2006, Blaðsíða 31
sem nýverið var endurnýjað, og svo
mætti lengi telja.
„Húsið er í stöðugri mótun og við
erum enn að vinna í hlutunum,“
heldur Katrín áfram. „Oft hefur það
verið mjög slítandi en það er líka
gaman að hafa lagt mikið á sig sjálf-
ur. Manni þykir vænna um það eftir
á.“ Hún segir auka á ánægjuna að
húsið búi yfir svo ríkri fjöl-
skyldusögu. „Amma Guðjóns bjó
hérna og hér ólst hann mikið til upp.
Afi hans var með skrifstofur hér á
okkar hæð en hann var hæstarétt-
arlögmaður.
Þótt þetta sé óskaplega mikil
vinna og stundum langi okkur bara
að fara í nýtísku steinsteypuhús þá
er eitthvað við þetta hús – það hefur
sína eigin sál. Þar fyrir utan er stað-
setningin frábær. Þó að við séum
svona miðsvæðis erum við alveg laus
við miðbæjarlætin.“
Frumsýning fyrir dyrum
Rólegheit eru líka vel metin á
heimili Katrínar vegna þess erils
sem fylgir starfinu. Þessa dagana
er hún önnum kafin vegna tveggja
íslenskra dansverka sem verða
frumsýnd í Borgarleikhúsinu 12.
október. „Þau eru bæði ný og samin
fyrir flokkinn og sömuleiðis er
frumsamin íslensk tónlist við þau
bæði. Annað verkið heitir „Við er-
um komin“ og er eftir Ólöfu Ing-
ólfsdóttur en Áskell Másson semur
tónlistina við það í samvinnu við
norskt tónskáld og söngkonu sem
heitir Maja Solveig Ratke. Hún
verður með okkur og flytur tónlist-
ina á staðnum þannig að það verður
mjög spennandi. Þetta verk er unn-
ið í samvinnu við Norræna mús-
íkdaga sem haldnir eru hér á Ís-
landi þetta árið. Hitt verkið, „Hver
um sig“, er eftir Valgerði Rúnars-
dóttur og Aðalheiði Halldórsdóttur
sem eru báðar dansarar í flokknum.
Verk þeirra spratt upp úr dans-
smiðjunni okkar síðasta vetur og
mér leist svo vel á það að ég gaf
þeim tækifæri til að þróa þessa
vinnu áfram. Tónlistin er eftir þá
bræður Valdimar og Jóhann Jó-
hannssyni og svo skemmtilega vill
til að í hinu verkinu er önnur söng-
kona, Sibyl Knöll, sem er frá Aust-
urríki en býr hér á landi. Hún er líka
lærður dansari þannig að það má
segja að þema kvöldsins sé samspil
tónlistar og dans.“
Það gefast því ekki margar stund-
ir heima við í húsinu en aðspurð seg-
ir Katrín eldhúsið vera sinn uppá-
haldsstað. „Til dæmis sest ég helst
við eldhúsborðið ef ég þarf að vinna
í tölvunni minni. Einhvern veginn
enda ég alltaf þar inni.“
Röð og regla Sú stutta er iðin við að punta í fína her-
berginu sínu og uppáhaldsleikföngin skipa heiðurssess.
Nostur Baðkarið er upprunalegt í húsinu en var sprautað með bílalakki til að fá fallega
áferð á það á ný. Ljósin fyrir ofan voru keypt í Bandaríkjunum.
Vinnan kallar „Einhvern veginn enda ég alltaf í eld-
húsinu.“ Katrín vinnur gjarnan við eldhúsborðið.
Gamalt Dimmerinn í borðstofunni er byggður inn í upp-
runalegu rofahlífarnar og passar því vel inn í umhverfið.
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. OKTÓBER 2006 31
Höfuðborg Slóveníu
LJUBLJANA
Verð frá
59.740
á mann í tvíbýli í 3 nætur
Gullfalleg, vinaleg og hlý!
Ljubljana sameinar töfra
liðinna alda og nútímann.
Í Ljubljana fáum við á
tilfinninguna að við séum
í litlu fjallaþorpi og samt erum
við í kraftmikilli menningarborg
þar sem bíður okkar fjöldi
kaffihúsa, veitingastaðir,
verslanir, leikhús og óperuhús.
Úrvals gisting
Frábærar skoðunarferðir
– Gönguferð um gamla bæinn
– Náttúruperlan Bled-dalur
– Dropasteinshellarnir og
Predjama-kastalinnÍSLE
N
SK
A
A
U
G
L†
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
EH
F.
/S
IA
.I
S
U
RV
34
30
0
09
/2
00
6
Sími 585 4000
www.urvalutsyn.is
Helgarferðir til Ljubljana
12., 19. okt og 2. nóv.