Morgunblaðið - 07.10.2006, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 07.10.2006, Blaðsíða 52
52 LAUGARDAGUR 7. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ menning Fyrir nokkrum árum fékk Hy-perion-útgáfan breska kan- adíska píanóleikarann Angelu He- witt til að taka upp syrpu af plötum með tónlist eftir Johann Sebastian Bach. Hewitt er einn af fremstu píanóleikurum okkar tíma, gríðarlega næm og býr yfir mikilli tækni. Ekki hef ég heyrt alla diskana sem hún hefur tekið upp fyrir Hyperion, en af Bach hefur hún spilað inn á fimmtán diska og einnig tekið upp verk eftir Cha- brier, Chopin, Couperin, Messiaen og Ravel. Þriðji diskurinn sem Angela Hewitt tók upp í Bach- röðinni fyrir Hyperion var með Goldberg-tilbrigðunum, en af því verki eru margar útgáfur frægar og sumar umdeildar.    Bach samdi tilbrigðin fyrir tán-inginn Johann Gottlieb Gold- berg 1741 og þá fyrir sembal, enda ekki búið að finna upp píanóið eins og við þekkjum það í dag. Fyrst til að spila verkið á þannig hljóðfæri á okkar tímum var Wanda Land- owska sem fræg varð fyrir upp- töku sína á því 1933. Hún tók það upp aftur 1945 en þá útgáfu þekki ég ekki. Sú fyrri er aftur á móti ævintýraleg í meira lagi, því þó semball hafi frekar takmarkað tón- svið lifna tilbrigðin í höndum Landowska og hrynskipanin er stórbrotin. Á sínum tíma hugðist RCA gefa Goldberg tilbrigðin út í flutningi Claudio Arrau, sem var þá frægur fyrir flutning sinn á Bach, en síðan var ákveðið að láta hans upptöku bíða og gefa frekar út upptöku Wanda Landowska. (Upptakan með Arrau kom ekki út fyrr en 1988, en hann gaf á sínum tíma fúslega leyfi til að fresta út- gáfunni enda var hann ekki sann- færður um að píanó hentaði til að flytja tilbrigðin.)    Bandaríski píanóleikarinn Rosa-lyn Tureck er gjarnan talin með bestu Bach-flytjendum og út- gáfa hennar af tilbrigðunum er vissulega frábær, en fullfáguð fyrir minn smekk. Meira gaman hef ég af kanadíska píanóleikaranum Glenn Gould sem tók upp einkar skemmtilega útgáfu af Goldberg- tilbrigðunum 1955 – á köflum snar- geggjaða finnst manni, en síðan koma kaflar af innblásinni snilld. Það kemur ekki á óvart að þessi útgáfa Goulds hafi vakið umtal og deilur, en hitt vita færri að þegar fyrstu Voyager-geimflauginni var skotið á loft með ýmsar upplýs- ingar um mannkyn innan borðs, teikningar og skýringarmyndir, var plata með Goldberg-tilbrigð- unum í flutningi Goulds frá 1955 látin fylgja og leiðbeiningar um hvernig ætti að spila hana.    Til viðbótar við Landowska, Tu-reck og Gould á ég til þrjár upptökur til af Goldberg-tilbrigð- unum; Pierre Hantaï sem Opus 111 gaf út og svo hins vegar enn betri útgáfu sem er tilefni þessara hug- leiðinga, nefnilega upptöku Angelu Hewitt á verkinu frá því í ágúst 1998.    Hewitt var bókuð í upptökur íLundúnum 17.–19. ágúst 1998. Hún tók verkið upp á þeim tíma og fagnaði síðan að verkinu væri lokið kvöldið 19. ágúst. Eftir að hún hafði matast með vinum sínum barst talið að Goldberg- tilbrigðunum og hvaða tökum hún hefði tekið verkið. Til að skýra mál sitt bauð hún viðstöddum á imp- romptu tónleika uppi í hljóðveri og hélt þangað með hersinguna. Tæknimaður sem staddur var á staðnum hafði rænu á að kveikja á upptökutæki og þegar Hyperion- stjórar heyrðu upptökuna vissu þeir að þar var komin besta útgáf- an og sú sem var á endanum gefin út.    Sem ég sat um daginn og hlust-aði á Rosalyn Tureck spila Goldberg-tilbrigði Bachs langaði mig skyndilega til að heyra flutn- ing Hewitt á því sama verki, en þann disk átti ég niðri í tónlistar- herbergi, eða svo hélt ég í það minnsta. Eftir nokkra leit var disk- inn aftur á móti hvergi að finna – einhver líkastil fengið hann að láni fyrir löngu og gleymt að skila. Nú eða ég gefið hann í tímabundnu æðiskasti. Það er sama hvað margar plötur eru til í safninu – þegar mann langar til að heyra eitthvað ákveð- ið kemur ekkert í staðinn. Mér sýndist að það yrði ekki mikið mál að bæta úr því að Hewitt vantaði í safnið, ég myndi bara bregða mér í bæinn og kaupa annað eintak – það getur komið sér vel að eiga tvö eða fleiri eintök af frábærri tónlist.    Hewitt-leiðangurinn hófst íSkífunni í Kringlunni, sem var einu sinni helsta plötubúð landsins. Gott ef salan í þeirri búð var ekki jafnmikil og í öllum plötu- búðum öðrum í Reykjavík sam- anlagt fyrir nokkrum árum. Það er þó af sem áður var – hending ef maður sér nokkurn mann þar inni og smám saman er búðin að breyt- ast í hálfgerða skranbúð hvað varðar tónlist, hvað þá sígilda tón- list. Lítið sem ekkert úrval af klassík, aðallega ódýrir diskar, Naxos og annað merki sem ég veit ekki deili á. Verðið segir reyndar ekkert til um gæðin, til að mynda eru Naxos diskar margir frábærir, en engan disk fann ég með Angelu Hewitt.    Fyrir nokkrum árum var mjögmetnaðarfull deild með klass- ískri tónlist í Skífunni á Laugavegi en hún er löngu horfin og eins flestir þeir rekkar sem geymdu slíka tónlist eins og ég sá við kom- una þangað. Það þótti mér reyndar merkilegt hve úrvalið er orðið lítið á slíkri tónlist, tíu til fimmtán diskar af Bach var allt og sumt af verkum hans, mestmegnis kant- ötur og engin Angela Hewitt. Nú er málum svo háttað að Skíf- an ber ægishjálm yfir alla aðrar plötusjoppur hér á landi; mér skilst að fyrirtækið sé með ríflega 70% af plötusölu á sinni hendi. Það er því stóralvarlegt mál að mínu viti þeg- ar aðili sem komist hefur í slíka yf- irburðastöðu, með blessun sam- keppniseftirlitsins, nota bene, skuli taka slíkt skref að hætta nánast að selja sígilda tónlist.    Af leitinni að Hewitt er það ann-ars að segja að hún er víst á leiðinni í 12 Tóna sögðu menn þar er ég leitaði þangað, pöntun vænt- anleg. Það má svo geta þess að í 12 Tónum var engin þurrð á klassík, til að mynda eitthvað á annað hundrað titla með J.S. Bach.    Við þetta er svo því að bæta aðAngela Hewitt er væntanleg hingað til lands á kanadíska menn- ingarhátíð í Kópavogi og heldur tvenna tónleika, mánudaginn 16. og þriðjudaginn 17. október, hvora með sinni efnisskránni, en hún hyggist leika verk eftir Bach, Beethoven, Rameau og Chabrier. Beðið eftir Goldberg » Angela Hewitt ereinn af fremstu pí- anóleikurum okkar tíma, gríðarlega næm og býr yfir mikilli tækni. Mikil tækni Kanadíski píanóleikarinn Angela Hewitt. AF LISTUM Eftir Árna Matthíasson arnim.blog.is Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is EVANESCENCE er hiklaust það gotarokks- band (gothic rock) sem hefur náð mestri hylli almennings síðan stefnan sú skreið undan pönksprengingunni í upphafi níunda áratug- arins. Sé miðað við hina vinsælu mælistiku, plötusölu, tekur Evanescence samkeppnisaðila sína reyndar í nefið því að fyrsta plata hennar, Fallen, hefur selst í fjórtán milljónum eintaka síðan hún kom út árið 2003. Ekki slæmt fyrir hljómsveit sem kemur frá Little Rock, Ark- ansas, sem er best þekktur fyrir að vera heimabær Bill „ég dró reykinn ekki ofan í mig“ Clintons. Segja má að Evanescence hafi gert hið svo- kallaða „sópranrokk“, sem er nokk furðuleg undirstefna gotarokksins, að einhverju sem háir sem lágir fóru að humma með um alla jörð er lögin „My Immortal“ og „Bring Me To Life“ slógu í gegn. Sópranrokkið einkennist af dramatísku þungarokki sem oft er skreytt með strengjum og kórum til að magna upp drauga- lega og gotneska stemningu. Lykillinn er þó falinn í því að hafa söngkonu í forvígi, lokkandi en myrka fegurðardís sem er venjulega íklædd íburðarmiklum, viktoríönskum kjól. Af öðrum slíkum sveitum má nefna Nightwish, Lacuna Coil, After Forever og Within Temptation og skipta þær reyndar tugum. Vinsældir þessarar fyrstu plötu Evanes- cence voru gríðarlegar og dvaldi platan á topp tíu lista Billboard í hartnær ár. Ekki spilltu til- þrifamikil og dramatísk myndböndin fyrir sem var spunnið linnulaust á MTV, marga mánuði eftir útkomu plötunnar. Sveitin túraði þá stanslaust í eitt og hálft ár til að fylgja plötunni eftir. En nú er loks komið að skuldaskilum. Getur Evanescence fylgt þessu brjálæði eftir? Það kemur í ljós næstu vikurnar, en mánudaginn 2. október kom loks út önnur breiðskífa sveit- arinnar, The Open Door. Af umslaginu að dæma þarf ekki að óttast að sveitin hafi fundið sig knúna til að skipta um gír, eins og svo al- gengt er þegar pressa vegna plötu nr. 2 liggur á fólki. Það er sem fyrr Amy Lee sem sér um söng og píanóslátt en hún hafði numið klass- ískan píanóleik í níu ár en hafði meðfram því hlustað grannt á dauðarokk, enda nálgun formanna svipuð. Þetta varð til þess að Evanescence var hrundið af stað árið 1998. Sveitin hefur gengið í gegnum allnokkrar mannabreytingar en með henni eru nú þeir Terry Balsamo (gítar), John LeCompt (gítar), Rocky Gray (trommur) og Tim McCord (bassi). Það hefur þá gengið á ýmsu á þessum þremur árum frá því að Fallen kom út. Bal- samo fékk hjartaslag fyrir réttu ári og Lee sjálf gekk í gegnum erfið sambúðarslit. En það sem drepur mann ekki, herðir mann, eitthvað sem ku lita plötuna nýju sem var tekin upp í mars í The Record Plant í Los Angeles. Eins og segir, þramma Evanescence áfram hina myrku braut en platan endar þó á „ham- ingjusömu“ lagi, „Good Enough“, sem gefur skemmtilega til kynna að þó maður sé með lík- málningu og í svörtu frá toppi til táar þarf maður ekki að vera gerilsneyddur kímnigáfu og það sé jafnvel stutt í grallaraspóann, ef því ber að skipta. Fyrsta smáskífa plötunnar, „Call Me When You’re Sober“ kom út í byrjun ágúst. Næsta smáskífa, „Lithium“, sem er eins og sú fyrsta um fyrrum unnusta Lee, kemur út í lok októ- ber, í kringum Hrekkjavökuna. Nema hvað! Tónlist | Evanescence gefur út aðra plötu sína, The Open Door Gotarokkið sem allir þekkja Sópranrokk Vinsældir fyrstu breiðskífu gotarokkhljómsveitarinnar Evanescence voru gríð- arlegar og dvaldi platan á topp tíu lista Billboard í hartnær ár. HÁLFVIRÐI!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.