Morgunblaðið - 07.10.2006, Síða 32

Morgunblaðið - 07.10.2006, Síða 32
32 LAUGARDAGUR 7. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. FJÁRHAGSSTAÐA REYKJAVÍKURBORGAR Árum saman hafa sjálfstæðis-menn í borgarstjórn Reykja-víkur haldið því fram, að fjár- hagsstaða borgarinnar væri slæm og að rekstur hennar í valdatíð Reykja- víkurlistans hafi verið með nokkrum endemum. Jafnoft héldu talsmenn R-listans því fram, að þessi málflutningur sjálf- stæðismanna væri ekki á rökum reist- ur. Nú hafa orðið valdaskipti í borgar- stjórn Reykjavíkur og nýr meirihluti sjálfstæðismanna og framsóknar- manna fól endurskoðunarfyrirtækinu KPMG að gera úttekt á fjárhagsstöðu borgarinnar. Niðurstaða endurskoðendanna er sú, að síðustu fjögur árin hafi rekstr- artekjur borgarinnar ekki staðið und- ir rekstrarútgjöldum. Þennan samanburð tekur Steinunn Valdís Óskarsdóttir, fyrrverandi borgarstjóri, óstinnt upp og telur eðli- legt að telja með aðrar tekjur borg- arinnar svo sem arð frá fyrirtækjum borgarinnar, ábyrgðartekjur frá Orkuveitu Reykjavíkur og söluhagnað verðbréfa. En er sjálfsagt að telja slíkar tekjur með? Er ekki eðlilegt að rekstrarút- gjöldum borgarinnar sé sniðinn sá stakkur, að þau séu ekki meiri en svo að rekstrartekjur standi undir þeim. Í einkarekstri eru að vísu dæmi um það, að fyrirtæki telji að rekstur þeirra sé í lagi, ef þau ná endum saman með tekjum, sem verða til vegna eign- arhlutar í öðrum fyrirtækjum, sem skilar arði eða söluhagnaði af eignum. Slíkar talnakúnstir breyta þó engu um það að ef halli er á rekstri fyrirtækis er halli á rekstri þess. Það sama á við um Reykjavíkur- borg. Það dugir ekki að rekstrarút- gjöld fari ár eftir ár fram úr rekstr- artekjum. Þess vegna er málflutningur fyrrverandi borgar- stjóra ekki sannfærandi. Reykjavíkurlistinn – og þar með Framsóknarflokkurinn, sem átti aðild að Reykjavíkurlistanum – verður því að horfast í augu við að gagnrýni sjálf- stæðismanna á undanförnum árum hefur reynzt eiga við rök að styðjast. En nú er það ekki lengur Reykja- víkurlistinn sem ræður ferðinni held- ur nýr meirihluti. Og sá meirihluti sjálfstæðismanna og framsóknar- manna verður að gera borgarbúum grein fyrir því hvernig þeir hyggjast snúa þessari þróun við. Það getur ver- ið þrautin þyngri. Það er ekki auðvelt að snúa svona umfangsmiklum rekstri við. Það á við um daglegan rekstur Reykjavíkur- borgar og það verður ekki gert nema með niðurskurði útgjalda eða auknum tekjum. Líklegt er að nýr borgarstjórnar- meirihluti beini athygli sinni að nið- urskurði útgjalda. ATHAFNAFÓLK OG SKATTGREIÐSLUR Geir H. Haarde forsætisráðherratók skýrt til orða í umræðum á Alþingi í fyrradag um athafnafólk, sem kemur eignum eða tekjum sínum fyrir erlendis til að komast hjá skatt- lagningu. Forsætisráðherra sagði: „Tiltekinn hópur í þjóðfélaginu hefur efnast verulega vegna breyttra að- stæðna og vegna þess að sá hópur hef- ur getað hagnýtt sér þær aðstæður sem skapast hafa, m.a. í alþjóðlegum viðskiptum. Ég er ekki á móti því. Ég fagna því ef fólki gengur vel í viðskipt- um og ef það efnast og tel það ánægju- legt fyrir allt þjóðfélagið. Að vísu er það miður að sumir af þeim einstak- lingum sem þannig er ástatt um hafa komið sínum málum þannig fyrir borð að þeir greiða ekki persónulega skatta sína á Íslandi. Það á að vera keppikefli okkar að draga slíka aðila aftur inn í hagkerfi okkar þannig að þeir borgi öll sín persónulegu gjöld hér á landi.“ Að undanförnu hafa komið fram upplýsingar um að einhver hópur at- hafnafólks hafi komið eignum sínum fyrir í félögum í svokölluðum skatta- paradísum, t.d. eyjunum í kringum Bretland, í Karíbahafi og víðar, til að komast hjá því að greiða skatta af tekjum sínum af þessum eignum. Þannig kom fram í júlí sl. að félög og einstaklingar skráð á Ermarsunds- eynni Guernesy ættu um 41 milljarð króna í beinni fjármunaeign í íslenzk- um félögum. Ýmsar leiðir eru til að ná þessu fólki og félögum inn í íslenzkt hagkerfi. Í fjármálaráðherratíð Geirs H. Haarde kom út skýrsla nefndar um leiðir til að minnka skattsvik á Íslandi. Nefndin lagði m.a. til að svokallaðri CFC-lög- gjöf yrði hraðað hér á landi, en hún fel- ur í sér að eigi innlendur aðili fjár- málafyrirtæki, eða ráðandi hlut í slíku fyrirtæki, sé heimilt að skattleggja tekjur og eignir fyrirtækisins með tekjum og eignum eigandans ef raun- veruleg skattlagning á fyrirtækið í því landi þar sem það er heimilisfast er verulega lægri en skattlagning hér á landi. Nefndin benti einnig á að hægt væri að leggja skatt á vexti sem greiddir væru úr landi, en Ísland væri eitt fárra landa sem ekki legðu á slíkan skatt. Þess vegna gætu fyrirtæki sett upp eignarhaldskeðjur þar sem félag er- lendis væri látið lána innlendum aðila fé og taka hagnaðinn út í formi hárra vaxta, sem væru frádráttarbærir hjá innlenda aðilanum og skattfrjálsir við greiðslu úr landi. Til þess að koma í veg fyrir að ein- staklingar og félög reyni að komast undan skatti með því að flýja í skatta- skjól erlendis, er auðvitað líka mikil- vægt að skattaumhverfið hér á landi sé réttlátt og sanngjarnt og skatt- heimta hófleg. Atvinnulífinu hér er ekki íþyngt verulega með sköttum. Hins vegar eru séríslenzkir skattar á borð við stimpilgjaldið, sem skekkja samkeppnisstöðu íslenzkra fyrir- tækja. Auðmenn, sem ekki greiða skatta í samræmi við umsvif sín, eru ein ástæða þess að margt fólk er tortrygg- ið í garð viðskiptalífsins. Atvinnulífið, samtök þess og forystumenn, ættu þess vegna að styðja forsætisráð- herrann í viðleitni hans. Brottför bandaríska hers-ins af Íslandi þann 30.sept. sl. markar tíma-mót í Íslandssögunni. Vera hersins á Íslandi klauf þjóð- ina þegar í tvær andstæðar fylk- ingar. Samkomulag núverandi ríkisstjórnar við Bandaríkjastjórn um það sem við tekur er, að mati greinarhöfundar ekki frambúð- arlausn. Samkomulagið vekur í reynd fleiri spurningar en það svarar um öryggismál þjóðarinnar í framtíðinni. Brottför hersins markar þátta- skil. Við erum nú að byrja nýjan kafla í Íslandssögunni. Íslend- ingar þurfa að taka öryggis- og varnarmál þjóðarinnar í framtíð- inni til gagngerrar endurskoð- unar. Ytri aðstæður og viðhorf í heimsmálum eru nú öll önnur en var, þegar núverandi fyrirkomu- lag var mótað. Nú þurfum við sameiginlega að leita svara við þeirri spurningu, hvar Íslend- ingar eigi heima í fjölskyldu þjóð- anna í framtíðinni að loknu köldu stríði andstæðra hugmyndakerfa. Þau Bandaríki, sem nú bjóða heiminum byrginn, eru öll önnur en þau, sem voru „vopnabúr lýð- ræðisins“ á árum seinni heims- styrjaldar. Samrunaferlið í Evr- ópu hefur gerbreytt heimsmyndinni í okkar heims- hluta. Í ljósi þessara og annarra breytinga í umhverfi okkar þurf- um við nú að hugsa ráð okkar upp á nýtt. Þeirri umræðu verður ekki slegið á frest. Þessi grein, og önnur í framhaldinu, er framlag höfundar til þeirrar umræðu. Lífshagsmunir smáþjóða Þjóð, sem þannig háttar til um, að hún fær ekki, ein og óstudd, miklu áorkað í nánasta umhverfi sínu, til góðs eða ills, er einatt kölluð smáþjóð. Það fylgir sög- unni, að slík þjóð getur ekki náð fram markmiðum sínum með valdbeitingu. Hún er hins vegar, að eigin mati og annarra, talin vera veik fyrir utanaðkomandi þrýstingi eða hótunum um refsi- aðgerðir, pólitískar, viðskipta- legar eða hernaðarlegar, ef látið er á slíkt reyna. Í heimi þar sem fælingarmáttur kjarnavopna er talinn vera helsta bjargráðið til að halda meintum óvinum í skefjum má kannski nú orðið flokka flestar þjóðir sem einhvers konar smáþjóðir. Alla vega er nú um stundir uppi að- eins ein þjóð, sem að eigin áliti, og annarra, getur beitt valdi sínu hvar sem er á jarðarkringlunni, bjóði henni svo við að horfa, án þess að þurfa að taka afleiðing- unum. Hvernig geta smáþjóðir séð hag sínum borgið í slíkum heimi? Hvernig geta þær gætt sinna brýnustu þjóðarhagsmuna? Þær eiga lífshags- muni sinna einfald- lega undir því komna, að ágrein- ingsmál þjóða í milli verði leyst á grund- velli laga og réttar, rétt eins og deilur einstaklinga og fé- laga innan þjóð- félaga eru leystar, þar sem leikreglur lýðræðis og réttarríkis hafa náð að festa sig í sessi. Lífshagsmunir smáþjóða eru þeir, að lög og réttur fremur en geðþótti og valdbeiting, ráði í samskiptum ríkja. Þjóðarhags- munir smáríkja snúast um það að byggja upp alþjóðakerfi – al- þjóðlegt samfélag – þar sem lög og réttur eru virt. Evrópa sem friðarafl Kynslóðin, sem í Evrópu upp- lifði hörmungar seinni heimstyrj- aldarinnar, átti sér einn draum að hildarleiknum loknum: Aldrei aft- ur stríð. Með því að setja kol og stál Frakka og Þjóðverja undir sameiginlega stjórn, átti að koma í veg fyrir, að þessar þjóðir gætu enn á ný borist á banaspjót. Þar með var Evrópuhugsjónin – frið- arhugsjón okkar tíma – fædd. Eins og allar snjallar hugmyndir er hún einföld. En hún er ný í sögu mannkynsins, róttæk í besta skilningi þess orðs og hefur aldrei verið prófuð áður. Kjarni málsins er þessi: Ef þjóðir Evrópu fallast á það, af fúsum og frjálsum vilja, að fram- selja hluta af valdi sínu í mik- ilvægum málaflokkum, til sam- þjóðlegra stofnana sem lúta lögum og reglum, þá hefur vald- beiting verið útilokuð í sam- skiptum þjóðanna. Þar með eru þjóðríkin skuldbundin til að leysa ágreiningsefni sín á grundvelli laga og réttar. Þetta er E hugsjónin holdi klædd. Ta vel í framkvæmd – og rey síðastliðna hálfa öld er hr ekki svo slæm – boðar hú um Evrópu nýja framtíð. um heimsins freistandi fo til eftirbreytni. Evrópuhugsjónin skírsk sterklega til þjóðarhagsm tilveruraka sm Smáþjóðir eig hagsmuni sín því komna, a réttur ráði í s skiptum þjóð vegna er eng sögn í því fól og þó virðist fyrstu sýn, að Evrópu, sem lutu valdbeiti kúgun, hafa e endurheimt s sitt, en þær s um að mega ast þjóðafjöls Evrópu, undir merkjum lý frelsis og réttarríkis. Hver er svo reynslan a runaferlinu í Evrópu í hál Mér finnst þrennt standa  Svo langt aftur sem sö herma, hefur Evrópa e ið samfellds friðar jafn frá stríðslokum.  Fjölmargar Evrópuþjó áður bjuggu við kúgun ánauð, búa nú við frels ræði innan vébanda Ev sambandsins: Portúgal Spánverjar, Grikkir, þj Mið- og Austur-Evrópu Eystrasaltsþjóðir. Þjóð Balkanskaga, fyrir uta eníu, sem er þegar kom vinna að því kappsaml uppfylla inntökuskilyrð ræði, réttarríki og mar hagkerfi, undir lýðræð leiðsögn. Berið þetta s við árangurinn af yfirlý ræðiskrossferð hins víg risaveldis í Írak, þar s kestirnir hrannast upp nótt.  Evrópusambandið hefu meira til þess að útrým tækt og jafna lífskjör í (og í þróunarlöndum) e eru um áður. Berið þe angur saman við framf Bandaríkjanna í hinum grannríkjum þeirra í M Suður-Ameríku og í K inu. Sjálfstæð utanrík Eftir Jón Baldvin Hannibalsson Jón Baldvin Hannibalsson Allt frá því að stofnað vartil núverandi fyr-irkomulags skyldu-sparnaðar í landinu með lögum 1969 hefur verið litið svo á að sjóðirnir hefðu ríkum sam- félagslegum skyldum að gegna. Þeim hefur verið ætlað að ávaxta sem best fé sjóðsfélaga með heild- arhagsmuni þeirra að leiðarljósi annarsvegar til greiðslu ellilífeyris og hinsvegar til að bæta ein- staklingum upp tekjutap vegna sjúkdóma eða slysa. Lífeyrissjóð- irnir hafa á undanförnum mán- uðum gengið í það verk að end- urskilgreina laun sem allar tekjur, þ.m.t. bætur almannatrygginga og endurreikna réttindi sjóðsfélaga út frá neysluvísitölu. Fjórtán líf- eyrissjóðir sem eru aðilar að Greiðslustofu lífeyrissjóða ákváðu í sumar að láta til skarar skríða með þeim afleyðingum að 2300 ör- yrkjar fengu bréf um skerðingu eða niðurfellingu á lífeyri sínum. Aðrir 330 voru sagðir til skoðunar. Nú teljast bætur almannatrygg- inga vera launatekjur en einnig meðlög, bensín- og námsstyrkir svo eitthvað sé nefnt. Þess eru dæmi að eingreiðslur lífeyrissjóð- anna sjálfra séu jafnvel flokkaðar sem launatekjur. Nú er það í sjálfu sér ekki nýtt eða umdeilt að lífeyrissjóðir hafi þá skyldu að bæta fólki upp þann tekjumissi sem það sannanlega verður fyrir vegna orkutaps en ekki að greiða því hærri líf- eyri en það. Forsend- urnar verða bara að vera réttar og sömu- leiðis framkvæmdin þegar gengið er í slíka aðgerð. Rúm- lega fjögur hundruð öryrkjar úr þessum hópi hafa veitt ÖBÍ skriflegt umboð til að fara með þeirra mál. Ljóst er að andmæla- réttur var ekki virtur af sjóðunum og upplýsingaskyldu illa sinnt. Fjölmargir öryrkjar hafa sökum fötlunar sinnar litla eða enga möguleika til að gæta réttar sins gagnvart lífeyrissjóðunum. Það að ætla fólki þrjá mánuði til að að- laga sig að meitriháttar tekju- skerðingu er ekki forsvaranlegt. Sömuleiðis er það í hæsta máta undarlegt að sjóðirnir leggi sönn- unarbyrðina á sjóðsfélaga þegar tilkynnt er um þessar skerðingar og niðurfellingar þannig a en ekki sjóðirnir og stjórn þeirra, þurfi að sanna rétt urstöðu. Framkvæmdin ge alls ekki upp. Forsvarsm eyrisjóðanna framkvæmda Alþýðusamba segja að ekk hægt að vera staklega raus við einn hóp aðra. Rúmleg þeirra öryrkj nú verða fyri voru með læg artekjur en 8 krónur á mán síðasta ári og týndar til all og styrkir. Getur kannski hér sé vitlaust gefið og vit reiknað? Pétur Blöndal fo efnahags- og viðskiptanefn ur tekið undir það sjónarm að rétt sé að miða launasa anburðinn við launavísitölu ekki neysluvísitölu. Þetta líka Sigurður Grétarsson ingastærðfræðingur hjá T ingastofnun ríkisins og þe fræðingar sem tjáð hafa s málið. Slík viðmiðun mund Lífeyrissjóðakerfi á k Eftir Sigurstein Másson Sigursteinn Másson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.