Morgunblaðið - 07.10.2006, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 07.10.2006, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 7. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Moskvu. AFP. | Rússnesk yfirvöld vísuðu í gær um það bil 150 Georgíumönnum úr landi, að því er virðist til að svara þeirri ákvörðun stjórnvalda í Georgíu að handtaka fjóra rússneska herforingja fyrir meintar njósnir. Rússar hafa haldið áfram aðgerðum sín- um gegn Georgíumönnum þótt stjórnvöld í Georgíu hefðu fallist á að láta herforingjana lausa að beiðni Evrópuríkja. Mannréttindahreyfingar og stjórnmála- skýrendur sögðu að aðgerðirnar gegn Georgíumönnum sem búa í Rússlandi væru farnar að minna á „kynþáttaofsóknir“. Fyrirtækjum lokað Talsmaður menntamáladeildar Moskvu- borgar staðfesti frétt í dagblaðinu Kom- mersant um að rússneska lögreglan hefði krafist þess að skólar í Moskvu afhentu henni lista yfir georgíska nemendur til að leita að foreldrum sem dveldu í Rússlandi án heimildar. Rússnesk yfirvöld hafa einnig lokað veit- ingahúsum, spilavítum og fleiri fyrirtækj- um í eigu Georgíumanna í Moskvu. Þá hafa þau handtekið ólöglega innflytjendur frá Georgíu og lokað öllum samgönguleiðum milli landanna tveggja. Rússar sakaðir um ofsóknir Yfirvöld vísuðu um 150 Georgíumönnum úr landi LÖGFRÆÐINGAR þreytast ekki á að finna leiðir til tryggja að fórnarlömb órétt- is fái skaða sinn bættan og nú hefur einn slíkur, Þjóðverjinn Jens Lorek, boðist til að sækja bætur fyrir þá sem telja sig hafa ver- ið numda á brott af geimverum. Frá þessu greinir á vef bandarísku sjón- varpsstöðvarinnar CNN, en þar kemur fram að Lorek, sem starfar í þýsku borg- inni Dresden, telji augljóst að eftirspurn verði eftir þjónustunni, vandamálið sé hins vegar að margir muni óttast að verða gerðir að athlægi í réttarsalnum. Samkvæmt þýskum lögum eiga fórn- arlömb mannræningja rétt á bótum, en Lorek telur, að þeir sem hafi verið sviptir frelsi sínu af ójarðneskum aðilum geti skotið máli sínu til dómstóla og farið fram á meðferð eða lækningu við kvillum sínum. Fórnarlömb geimvera fái skaðabætur ♦♦♦ VEIÐIMENN leika bushkashi, fornan kasak- skan leik, á Altai-arnahátíðinni í þorpinu Sagsai í Bayan Ulgii-héraði í Mongólíu. Bashkashi er vinsæl íþrótt víða í löndum Mið-Asíu en leikurinn, semer eins konar hráskinnsleikur, felst í því að knapar togast á um geitarskinn og draga það yfir leikvöllinn. Markmiðið er að koma geitarskinninu yfir endalínu andstæðingsins. Reuters Keppt í fornri knapaíþrótt í Mongólíu Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is FREDRIK Reinfeldt, nýr for- sætisráðherra Svíþjóðar, kynnti í gær ráðherra stjórnar sænsku mið- og hægriflokkanna og óvænt- ustu tíðindin voru þau að Carl Bildt, fyrrverandi forsætisráð- herra, verður utanríkisráðherra. Bildt kvaðst sjálfur hafa orðið mjög undrandi þegar Reinfeldt bauð honum embætti utanríkisráð- herra. Bildt var spurður að því fyr- ir þingkosningarnar í Svíþjóð 17. september hvort hann gæfi kost á sér í embættið kæmust mið- og hægriflokkarnir til valda og hann svaraði þá að erfitt gæti verið að „troða gömlum forsætisráðherra“ í valdaminna embætti í nýrri stjórn. Reinfeldt sagði í stefnuræðu á þinginu í gær að nýja stjórnin myndi leggja áherslu á ráðstafanir til að minnka atvinnuleysið í land- inu. Hún hyggst lækka tekjuskatta á lág- og meðaltekjufólk um 37 milljarða sænskra króna, sem svarar 340 milljörðum íslenskra, á næsta ári. Reinfeldt boðaði frekari skattalækkanir á kjörtímabilinu en lagði áherslu á að ýtrustu varúðar yrði gætt; skattabreytingarnar og aðrar umbætur stjórnarinnar myndu ráðast af ástandinu í efna- hagsmálum. Á meðal annarra ráðherra stjórnarinnar eru Maud Olofsson, leiðtogi Miðflokksins, sem er við- skiptaráðherra, og Göran Hägg- lund, leiðtogi Kristilega demó- krataflokksins, sem er félagsmála- ráðherra. Lars Leijonborg, leið- togi Þjóðarflokksins, er mennta- málaráðherra. Carl Bildt verður utanríkis- ráðherra í stjórn Reinfeldts Fredrik ReinfeldtCarl Bildt Nýja stjórnin hyggst lækka tekjuskatta lág- og meðaltekjufólks á næsta ári Í HNOTSKURN » Carl Bildt er 57 ára ogvar þingmaður 1979– 2001. Hann var formaður Hægriflokksins 1986–1999 og forsætisráðherra 1991– 1994. » Bildt var skipaðurfulltrúi Evrópusam- bandsins í fyrrverandi lýð- veldum Júgóslavíu 1995 og sáttasemjari í friðarviðræð- unum í Dayton sama ár. » Bildt var aðalsáttasemj-ari alþjóðasamfélagsins í Bosníu 1996–1997. Eftir Guðmund Sv. Hermannsson, Árósum BORGARSTJÓRN Árósa í Danmörku samþykkti á fimmtudag fjárhagsáætlun fyrir næsta ár en í henni felst m.a. sparnaður upp á 410 milljónir danskra króna sem einkum kemur niður á velferð- armálum. Fyrirhugaðar sparnaðaraðgerðir í Árós- um og fleiri dönskum borgum hafa valdið mikilli mótmælaöldu í Danmörku en síðustu daga hefur þó dregið úr mótmælunum. Fjárhagsáætlunin var samþykkt með 28 atkvæð- um gegn þremur á borgarstjórnarfundinum og engar breytingar voru gerðar á frumvarpinu frá því það var lagt fram í september. Þar er m.a. gert ráð fyrir því að framlag til dagheimila verði skert um 116 milljónir danskra króna og framlög til þjón- ustu við aldraða um 119 milljónir króna. Foreldrar, eldri borgarar, leikskólakennarar, starfsmenn á dagheimilum og fleiri borgarstarfs- menn hafa staðið fyrir nánast daglegum mótmæla- aðgerðum í Árósum í þrjár vikur og á fimmtudag var talsverður hópur á ráðhústorginu í borginni á meðan borgarstjórnarfundurinn stóð yfir. Margir héldu á mótmælaskiltum og bumbur voru barðar. „Mótmælin hafa skilað árangri. Sá árangur mælist ef til vill ekki í krónum og aurum en aðgerð- irnar hafa haft áhrif á almenningsálitið í Dan- mörku,“ sagði Kirsten Hildegård, sem stóð í hópi mótmælenda utan við ráðhúsið í Árósum á fimmtu- dag. Hún vísaði m.a. til þess, að könnun sem birtist í Berlingske Tidende sama dag sýndi, að 73% Dana sögðust frekar vilja að skattar yrðu hækkaðir en að velferðarkerfið yrði skert. Sveitarfélögin sýni ábyrgð Mótmælin í Árósum breiddust út um landið, enda þurfa fleiri sveitarfélög að draga saman seglin á næsta ári, og var m.a. fjölmennur mótmæla- fundur í Kaupmannahöfn í vikunni. Alls skortir dönsku sveitarfélögin 932 milljónir danskra króna til að geta staðið við skuldbindingar sínar á næsta ári miðað við óbreytta þjónustu. Þá tengist niður- skurðurinn einnig fyrirætlunum danskra yfirvalda um að fækka sveitarfélögum úr 273 í 98 um næstu áramót og endurskipuleggja í kjölfar þess allt skólastarf og þjónustu við aldraða. Anders Fogh Rasmussen forsætisráðherra sagði þegar þingið var sett á þriðjudag, að framlag ríkis- ins til sveitarfélaga væri nú 31 milljarði danskra króna hærra en árið 2001. Hins vegar væri ljóst, að sveitarfélög, sem sameinuðust, þyrftu að samræma þjónustustigið og það leiddi m.a. til niðurskurðar á sumum sviðum í tilteknum sveitarfélögum þar sem þjónustan hefði verið hvað mest. Fogh sagði, að sveitarfélögin yrðu að sýna ábyrgð í þessum efnum. Hann vísaði til þess, að þegar sveitarfélög voru sameinuð í stórum stíl árið 1970 hefðu hin nýju stóru sveitarfélög öll tekið mið af þeim sveitarfélögum þar sem hæsta þjónustu- stigið var. Þetta hefði leitt til mikillar aukningar á opinberum útgjöldum og verið fyrsta skrefið í átt til þess efnahagslega hyldýpis sem blasti við Dönum í lok áttunda áratugar síðustu aldar. Borgarstjórn Árósa samþykkir niðurskurð í velferðarmálum Mikil mótmælaalda í Danmörku vegna sparnaðaraðgerða danskra borga GÓÐ HEILSA GULLI BETRI Lið-a-mót FRÁ www.nowfoods.com APÓTEK OG HEILSUBÚÐIR A ll ta f ó d ýr ir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.