Morgunblaðið - 07.10.2006, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 07.10.2006, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. OKTÓBER 2006 11 FRÉTTIR yfirlögregluþjónn umferð- ardeildar, Friðrik Smári Björg- vinsson yfirlögregluþjónn rann- sóknardeildar, Egill Stephensen saksóknari og yfirmaður ákæru- deildar, Halldór Halldórsson framkvæmdastjóri og Sigríður Hrefna Jónsdóttir starfs- mannastjóri. Ónákvæmni gætti í frétt Morgunblaðsins í gær um deild Egils Bjarnasonar yfirlög- regluþjóns auk þess sem láðist að geta Friðriks Smára Björgvins- sonar. Beðist er velvirðingar á mistökunum. GERT er ráð fyrir að staðfesta formlega nýtt skipurit lög- reglustjórans á höfuðborgarsvæð- inu í desember nk. Ný yfirstjórn lögreglustjóraembættisins lýtur stjórn Stefáns Eiríkssonar lög- reglustjóra og eru undirmenn með áralanga reynslu í lögregl- unni. Samkvæmt nýju skipuriti gegna þessir menn eftirtöldum störfum: Hörður Jóhannesson og Ingimundur Einarsson aðstoð- arlögreglustjórar, Geir Jón Þór- isson yfirlögregluþjónn almennr- ar deildar, Egill Bjarnason Yfirstjórn lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins Morgunblaðið/Júlíus GUÐMUNDUR Steingrímsson, blaðamaður og tónlistarmaður, gefur kost á sér í prófkjöri Sam- fylkingarinnar í Suðvesturkjör- dæmi. Í fram- boði sínu mun Guðmundur leit- ast við að vera öflugur talsmaður umhverfismála, fjölbreyttari atvinnustefnu, aukins jafnaðar, menntunar, menningar og lýðræðislegra vinnubragða í stjórn- málum. Guðmundur óskar eftir fjórða sætinu, sem er þingsæti. Guðmundur er BA í íslensku og heimspeki frá Háskóla Íslands og með meistaragráður í heimspeki frá Uppsölum í Svíþjóð og Oxford á Englandi. Hann var formaður stúd- entaráðs Háskóla Íslands 1995–96 og sat í háskólaráði í tvö ár. Fimm- tán ára að aldri varð hann blaða- maður á Tímanum og hefur starfað við blaðamennsku með hléum alla tíð síðan, síðast á Fréttablaðinu. Hann hefur undanfarin ár látið skoðanir sínar á hinum ýmsu mál- efnum í ljós á baksíðu Fréttablaðs- ins. Guðmundur hefur starfað við auglýsingagerð sem hugmynda- og textasmiður, og í útvarpi og sjón- varpi sem dagskrárgerðarmaður og þáttastjórnandi. Gefur kost á sér í 4. sætið Guðmundur Steingrímsson JÓNÍNA Bjartmarz umhverfisráð- herra segir að það hljóti að vera umhugsunarefni hvort halda eigi áfram að sækja hrafntinnu til viðgerða á Þjóð- leikhúsinu þegar næst þurfi að gera við klæðn- inguna á því. Nýlega voru sótt um 50 tonn af hrafntinnu inn í Hrafntinnusker sem er á frið- lýstu svæði. Umhverfisstofnun veitti leyfi til að taka hrafntinnu á svæðinu. Jónína sagði aðspurð að sér hefði ekki verið kunnugt um að Umhverfisstofnun hefði veitt leyfi fyrir þessari efnistöku, en stofn- uninni væri heimilt að veita slíka undanþágu frá reglum um friðlýs- ingu friðlands að Fjallabaki. For- sætisráðuneytið hefði einnig komið að málinu þar sem friðlandið væri þjóðlenda og því færi ráðuneytið með málið sem eigandi landsins. Forsætisráðuneytið hefði gefið leyfi til að taka hrafntinnuna. „Það sem mér finnst umhugs- unarvert við þetta mál er spurn- ingin um hvað við eigum að gera eftir 50 ár þegar aftur þarf að gera við Þjóðleikhúsið. Það er ekki endalaust hægt að sækja efni til viðgerða á húsinu,“ sagði Jónína. Jónína sagði að á árum áður hefðu menn notað hrafntinnu eða önnur fágæt efni á hús hér á landi og nauðsynlegt væri að ræða hvort við ættum að leyfa efnistöku til viðgerða á þeim í framtíðinni. Umhverfisráðherra benti á að það væri hægt að framleiða hrafn- tinnu, en sá kostur hefði ekki verið tekinn að þessu sinni, en það væri eðlilegt að skoða þann kost betur. Hrafntinna fágæt á heimsvísu Í leyfi Umhverfisstofnunar frá 22. september sl. kemur fram að hrafntinna í hæsta gæðaflokki sé fágæt bæði á landsvísu og á heims- vísu og náttúruverndargildi henn- ar sé hátt af þeim sökum. Stofn- unin telur því ekki hægt að gera ráð fyrir því að hægt verði að taka hrafntinnu úr Hrafntinnuskeri í framtíðinni. Stofnunin bendir á að þessi sérstaka bergtegund hafi mikið sjónrænt gildi sökum hins svarta gljáandi litar síns. Hrafntinnan var tínd með hönd- um og flutt á sexhjólum úr Hrafn- tinnuskeri. Rakað var yfir öll hjól- för á svæðinu. Ráðherra vissi ekki um efnistökuna Hvernig á að gera við Þjóðleikhúsið í framtíðinni? Jónína Bjartmarz Morgunblaðið/Golli FÁAR stofnanir hafa sýnt áhuga á þátttöku í sameiginlegu útboði á fjarskiptaþjónustu hins opinbera, en samgönguráðuneytið hefur frá því í febrúar unnið að því að fá stofnanir ríkisins til þess að taka þátt í slíku útboði. Málið var rætt á ríkisstjórn- arfundi í gær, en í minnisblaði sem samgönguráðherra lagði fram á fundinum segir að í þingsályktun um stefnu í fjarskiptamálum fyrir árin 2005–2010 sé meðal annars kveðið á um að unnið verði að því að allar helstu stofnanir verði tengdar öflugu háhraðaneti. Segir í minnisblaðinu að sam- gönguráðuneytið hafi átt frumkvæði að hinu sameiginlega útboði en fljót- lega hafi fjármálaráðuneytið einnig tekið þátt í því. Ákveðið var í vor að Vegagerðin leiddi vinnuna. Hingað til hafi hins vegar aðeins menntamálaráðuneytið og Heil- brigðisstofnunin á Hólmavík sýnt áhuga á þátttöku í útboðinu. Var rík- isstjórnin á fundinum í gær hvött til þess að ráðuneytin legðu ríka áherslu á sameiginlegt útboð á fjar- skiptaþjónustu hins opinbera. Lítill áhugi á útboði á fjarskipta- þjónustu : Skóverslun - Kringlunni Sími 553 2888 Teg. 75231 Stærð 36-42 Litur Svart, brúnt og Camel Verð 12.900,- Teg. 75365 Stærð 36-42 Litur Svart, brúnt og grábrúnt Verð 13.995,- Teg. 75280 Stærð 36-42 Litur Svart og brúnt Verð 14.950,- Teg. 75330 Stærð 36-42 Litur Svart, brúnt og svargrænt Verð 14.900,- Teg. 75053 Stærð 35-42 Litur Svart/grænbrúnt Verð 15.995,- Teg. 75049 Stærð 35-42 Litur vart/brúngrænt Verð 16.995,- Haustlínan komin Mikið úrval Einnig Hispanitas leðurtöskur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.