Morgunblaðið - 07.10.2006, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 07.10.2006, Blaðsíða 42
42 LAUGARDAGUR 7. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Hanna Jóns-dóttir fæddist í Stóradal í Svína- vatnshreppi 26. mars 1921. Hún lést á Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri að kvöldi 30. sept- ember síðastliðins. Foreldrar hennar voru Jón Jónsson bóndi og alþing- ismaður í Stóradal, f. 8. september 1886, d. 14. desem- ber 1939, og kona hans Sveinbjörg Brynjólfsdóttir, f. 12. október 1883, d. 2. maí 1966. Systkini Hönnu eru: Jón, f. 11. apríl 1912, d. 14. október 1964, og Guðrún, f. 23. nóvember 1915. Hanna giftist 16. september 1944 Sigurgeiri Hannessyni, f. 3. apríl 1919, d. 8. febrúar 2005. Hanna. 4) Guðmundur, f. 8. maí 1962. Hans kona er Helena Sveinsdóttir og sonur þeirra er Sveinn Halldór. Hanna var tvo vetur við nám í Héraðsskólanum í Reykholti og svo við Kvennaskólann á Blöndu- ósi. Einn vetur kenndi hún handa- vinnu og leikfimi við Héraðsskól- ann á Reykjum í Hrútafirði. Hún lærði líka kjólasaum í Reykjavík og vann þar á saumastofu. Heima í sveitinni saumaði hún mikið, t.d. kjóla, íslenska búninga og annað, meðfram bústörfum og öðrum hannyrðum. Hún klippti líka bændahausa. Hanna var mikil áhugakona um trjárækt og sinnti því áhugamáli eftir föngum. Á efri árum fór hún að stunda út- skurð og postulínsmálun. Hún starfaði alla tíð í Kvenfélagi Svínavatnshrepps, einnig sá hún í mörg ár um bækur og útlán Lestrarfélagsins Fjölnis. Útför Hönnu verður gerð frá Blönduóskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. Jarðsett verð- ur á Svínavatni. Foreldrar hans voru Hannes Ólafsson, bóndi á Eiríks- stöðum, síðar á Blönduósi, f. 1. sept- ember 1890, d. 15. júní 1950, og kona hans Svava Þor- steinsdóttir, f. 7. júlí 1891, d. 28. janúar 1973. Synir þeirra Hönnu og Sigurgeirs eru: 1) Jón, f. 30. júní 1945, kvæntur Ingibjörgu Steinunni Sigurvinsdóttur. Börn þeirra eru Elín Hanna, Hild- ur Lilja, Jón Sigurgeir og Svala Sigríður. 2) Hannes, f. 11. janúar 1950, kvæntur Ingveldi Jónu Árnadóttur. Börn þeirra eru Guð- rún og Sigurgeir. 3) Ægir, f. 9. ágúst 1959. Hans kona er Gerður Ragna Garðarsdóttir. Þeirra börn eru Ívar Rafn, Brynjar Geir og Það var fallegur haustdagur 26. september 1981, sólin skein, fámennt og rólegt í sveitinni enda flestir farnir í göngur. Þetta var kjörinn tími til að staðfesta sambúð okkar Hannesar (í kyrrþey) frammi fyrir Guði, ég hafði nefnilega fallið kylliflöt fyrir einum af strákunum þeirra Hönnu og Geira í Stekkjardal. Tilvonandi tengda- mamma vildi samt hafa daginn svolít- ið glæsilegan og bakaði einhver ósköp svo lítið bar á. Síðan samdi til- vonandi tengdapabbi minn við sr. Hjálmar á Sauðárkróki að koma við á leið sinni á prestastefnu fyrir sunnan því í þeirra huga kom ekki til greina neinn annar prestur. Það var auðvit- að sjálfsagt og fór það fram í sveita- kirkjunni á Svínavatni og á eftir biðu kræsingarnar heima í Stekkjardal sem tengdamamma hafði hrist fram úr erminni rétt sí svona. Það var fallegur haustdagur 30. september 2006. Sól og stilla alveg eins og fyrir 25 árum nema nú er ekki eins fámennt. Við sitjum flest okkar hjá tengdamömmu, loksins fær hún að leggja af stað í sína hinstu för sem ég veit að er vel þegin af hennar hálfu. Elsku Hanna, þú varst einstök tengdamamma, ábyggilega með þeim allra bestu. Þú leyfðir mér meira að segja að halda að ég væri bara þó nokkuð frábær sem þú reyndar gerð- ir við okkur allar tengdadæturnar. Alltaf tilbúin að hrósa manni fyrir smávægilegustu hluti. T.d. þegar við Hannes vorum að taka upp kartöflur með þér fyrir 25 árum fylgdi einu kartöflugrasinu heil iðandi músafjöl- skylda og þar sem ég var nú borg- arbarn, hefði ég átt að hoppa um og hljóða sem ég af einhverjum óskiljan- legum ástæðum gerði ekki. Fyrir það fékk ég nokkur hrós frá þér næstu árin og þú áttir ekki orð yfir þessa „duglegu“ nýju tengdadóttur. Ekki þótti mér verra að þú sæir að ég, tengdadóttir nr. 2, væri nú ekki síðri en sú fyrsta og dreif ég einn dag- inn þarna um haustið í að hræra í pönnukökur til að gleðja heimilisfólk. Auðvitað festust þær allar við pönn- una og höfnuðu í eldhúsvaskinum. Þegar þú komst inn, ég í eldhúsinu gráti næst þá var skýringin þín að ég hafði auðvitað búið til svo gott pönnu- kökudeig. Þetta var sem sagt ekki af klaufaskap og mikið létti mér. Svona varstu alltaf, alltaf jafntillitssöm sem varð til þess að ég átti eftir að fá kjark til að baka margar pönnukök- urnar eftir þetta án þess að lenda í þessum hremmingum. Þar sem þú varst aldrei róleg þegar einhver af þínum voru á ferðinni að vetri til þeg- ar allra veðra var von læðist að mér hvort þú hafir af tillitssemi og um- hyggju kvatt okkur áður en vetur konungur gekk í garð. Hvað veit ég? Væntumþykja þín gagnvart strákun- um þínum fjórum var mikil og hún svo sannarlega endurgoldin. Þú varst stolt af strákunum þínum en sagðir reyndar stundum að það væri nú mesta furða hvað þeir væru miðað við það uppeldi sem þeir hefðu fengið hjá þér. Eitthvað hlýtur að hafa gengið upp, allavega voru það fjórar stór- glæsilegar ungar stúlkur sem féllu fyrir strákunum í Stekkjardal. Enda minntist þú oft á hversu heppin þú værir með tengdadætur og dettur mér ekki í hug að andmæla því, annað væri nú bara ósannindi. Alltaf var sama eftirvæntingin hjá þér þegar nýtt barnabarn var í vænd- um. Ég gleymi því aldrei þegar við Hannes áttum von á okkar börnum þá var tilhlökkun þín ekki síðri, þó að ekki rynni í þeim blóð Guðlaugsstað- arættarinnar heldur s-amerískt eðal- blóð. Þau voru ekki minna þín barna- börn og veit ég að þau minnast þín sem góðu ömmu í sveitinni. Oft rifj- uðum við upp og höfðum gaman af, þegar Guðrún okkar var í sinni fyrstu heimsókn í sveitinni. Hún var þá eins árs gömul og oddvitinn kom þá í heimsókn. Þegar hann sá þá stuttu, þá sagði hann að það leyndi sér ekki hverra manna þessi væri. Sex árum seinna varstu stödd hjá okkur Hann- esi og von var á okkar öðru barni, sem reyndist vera 8 mánaða gamall drengur. Við þurftum að fara eftir öllum reglum og var vinur okkar að aðstoða okkur við að þýða bréf af spænsku, þar sem í voru nánari upp- lýsingar um litla piltinn okkar og átt- um við að gefa svar já eða nei (bara formsatriði). Þetta fór illa í þig og sagðir þú: hvaða máli skiptir það hvað stendur í þessu bréfi, þetta er ykkar barn, ein- mitt, þetta var okkar barn, en þessi orð þín hafa yljað mér æ síðan. Þetta lýsti þér, þetta var greinilega strax orðið eitt af þínum barnabörnum. Fordómar voru ekki til í þínum kokkabókum þó svo að það væri allt í kringum okkur. Þú sýndir og kynntir alltaf börnin okkar með miklu stolti og sagðir að þetta væri nú Guðrún Hannesdóttir eða þetta er hann Sig- urgeir Hannesson. Elsku Hanna mín, hafðu mikla og góða þökk fyrir hvað þú varst góð og stolt amma barnanna minna og mun það ylja þeim um ókomin ár. Ég færi þér þeirra inni- legustu þakkir fyrir hversu heppin þau voru að eiga þig sem ömmu. Börnin mín eiga líka besta pabba í heimi sem þú átt stóran þátt í, hann er jú einn af strákunum þínum. Þú passaðir vel upp á að gleðja all- an hópinn þinn við hin ýmsu tækifæri og voru síðustu jól þar engin undan- tekning. Þú þurftir að komast í Kaup- félagið að kaupa jólagjafir þó svo að þú værir að mestu rúmliggjandi. En hún Gerður bjargaði því fyrir þig eins og svo mörgu öðru, því gjöfunum mátti ekki sleppa. Sameiginlegur áhugi okkar á blóma- og trjárækt og eins handverki alls konar gerði það að við gátum setið saman og velt okk- ur upp úr garðyrkjuritum og fönd- urblöðum. Ég hafði ekki betri félaga til að deila þessum áhuga mínum með en þig. Eins að fara með þér í garð- yrkjustöðvar var einstaklega gaman, en þær ferðir hefðu mátt vera fleiri. Skógurinn í Stekkjardal er afrakstur þessa mikla áhuga þíns á trjárækt og er hann sveitinni til mikillar prýði og vona ég að Gróandinn okkar Hann- esar eigi einhvern tíman eftir að vera augnayndi í sveitinni þó svo það verði aldrei eins tilkomumikið og skógur- inn þinn. Nú þegar leiðir skiljast hrannast minningarnar upp og söknuðurinn hellist yfir eins og dimm vetrarnótt. Ég vona að mér hlotnist þolinmæði og gæfa til að umbera hann Hannes þinn (eða hann mig) önnur 25 ár. Takk fyrir að hafa átt þig sem tengdamömmu. Megi minningin um góða mömmu, ömmu og tengdamömmu lýsa okkur veginn áfram. Þín einlæg Jóna. Ferð þín er hafin. Fjarlægjast heimatún. Nú fylgir þú vötnum sem falla til nýrra staða. Og sjónhringar nýir sindra þér fyrir augum. (Hannes Pétursson) Lífsbók Hönnu Jónsdóttur, hús- móður í Stekkjardal, var lokið aftur hinn 30. september. Þá lauk 85 ára ævi konu sem fór í gegnum lífið með jákvætt lífsviðhorf og góðan hug til samferðarmanna. Hún ræktaði garð- inn sinn og sinnti störfum sínum af trúmennsku og dugnaði. Hanna var komin á áttræðisaldur þegar kynni okkar hófust við að börn okkar rugluðu saman reytum og við eignuðumst sameiginlegt barnabarn. Öll okkar samskipti voru hin ánægjulegustu og gott fyrir hrað- skreiða borgarbúa að kynnast því hvað hægt er að lifa lífinu í stóískri ró eins og þau hjón Hanna og Sigurgeir gerðu á efri árum. Sú ró virtist þeim eðlislæg þrátt fyrir að oft hljóta dags- verkin að hafa verið drjúg þegar mest var umleikis í búskapnum. Þau höfðu látið búið í hendur syni sínum þegar hér var komið sögu en tóku ennþá þátt í daglegum störfum og það virtist fjarri eðli þeirra að grípa ekki í verk þegar þörf var á. Við nut- Hanna Jónsdóttir Pantanir í síma 562 0200 Á fallegum og notalegum stað á 5. hæð Perlunnar. Aðeins 1.350 kr. á mann. Perlan ERFIDRYKKJUR Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 Ástkær faðir minn, LÁRUS JÓNASSON (LAJOS), dvalarheimilinu Grund, lést mánudaginn 3. október. Útför hans fer fram frá Fossvogskapellu mánu- daginn 9. október kl. 15:00. Fyrir hönd aðstandenda, Lárus Jón Lárusson. Eiginmaður minn, GUÐMUNDUR HAUKDAL ANDRÉSSON, til heimilis á Kirkjusandi 3, Reykjavík, lést á Landspítala háskólasjúkrahúsi miðvikudag- inn 4. október. Ingibjörg Júlíusdóttir. Ástkær faðir okkar, stjúpfaðir, tengdafaðir, afi og langafi, JÓSAFAT SIGURÐSSON frá Siglufirði, Eyjabakka 6, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni miðvikudaginn 4. október. Jarðarförin verður auglýst síðar. Þóranna Sigríður Jósafatsdóttir, Jónsteinn Jónsson, Sigurður Gunnar Jósafatsson, Ingigerður Baldursdóttir, Elenóra Margrét Jósafatsdóttir, Sigurður H. Ingimarsson, Þorfinna Lydia Jósafatsdóttir, Þorkell V. Þorsteinsson, Örn Einarsson, Steinþóra Sumarliðadóttir, Stella Einarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, VALDIMAR JÓNSSON skipstjóri, Vesturgötu 15a, Keflavík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja fimmtu- daginn 5. október. Jarðarförin verður auglýst síðar. Árnína Jónsdóttir, Jón Kristinn Valdimarsson, Margrét Lilja Valdimarsdóttir, Karl Hermannsson, Þórður Gunnar Valdimarsson, Erna Valdís Valdimarsdóttir og afabörnin. Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir, systir, amma og langamma, SIGRÍÐUR KRISTÍN GUÐMUNDSDÓTTIR frá Ólafsfirði, lést á hjúkrunardeild Hrafnistu í Hafnarfirði fimmtudaginn 5. október. Ásdís Elfa Jónsdóttir, Smári Hermannsson, Brynjar Þórðarson, Unnur Jónasdóttir, Jóna Ingibjörg Guðmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur faðir okkar og bróðir, ARNAR EINARSSON mótoristi í Vestmannaeyjum, lést á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja fimmtu- daginn 5. október. Útförin fer fram frá Landakirkju Vestmannaeyjum fimmtudaginn 12. október kl. 13.00. Synir og systkini.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.