Morgunblaðið - 07.10.2006, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 07.10.2006, Blaðsíða 40
40 LAUGARDAGUR 7. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Í ár er 100 ára ártíð þessara mætu hjóna, en bæði voru þau fædd í Reykja- vík, hún 7. janúar 1839, hann 29. ágúst 1840. Hann var sonur Peter- sens gullsmiðs í Reykjavík, ætt- aður frá Kaup- angi í Eyjafirði. Katrín var Reyk- víkingur í ættir fram í föðurætt, en móðurættin kom úr Árnessýslu. Madame Petersen, eins og Katrín var ævinlega kölluð, var sögð afar fíngerð kona og hárprúð. Lágvaxin var hún, fyrirmannleg og bar hefð- arkonusvip. Pétri Jakob er lýst sem dagfarsprúðum hlédrægum og mjög snyrtilegum, fáguðum manni. Katrín Illugadóttir Petersen og Pétur Jakob Petersen Sagt er að þau hafi á efri árum ekki blandað geði við marga, en þegar yngri voru verið afar glaðvær og tekið virkan þátt í skemmtunum, dansleikjum á vetrum og útreiðar- túrum yfir sumarmánuðina. Þetta á sér skýringar sem auðskildar eru við frekari lestur tilvitnana síðar í greininni. Pétur Jakob fluttist ung- ur til Keflavíkur, aðeins 17 ára að aldri og gerðist verslunarþjónn hjá Siemsens-verslun. Hann vann sig fljótt upp í það að verða bókhaldari við þá verslun og orðlagður var hann fyrir ágætt starf. Var lengi til hans jafnað um fyrirmyndarbók- færslu eins og segir í bókinni „Keflavík í byrjun aldar“. Hann byggði sér allstórt hús með útihús- um og það sem ekki var síður mik- ilvægt, hann átti frekar stórt tún sem nauðsynlegt var til þess að geta haft einhvern bústofn auk reiðhesta. Ég man ennþá þetta tún og eitthvert húsanna þegar ég fór að muna eftir mér á stríðsárunum í Keflavík þar sem ég ólst upp í Klampenborg sem var örstutt frá fyrrum heimili langafa míns og langömmu. Afi minn, Júlíus Pet- ersen, átti það eða hafði að minnsta kosti umráð yfir því á þeim árum. Þar voru ætíð allnokkrir hestar, bæði hans og nágranna. Það voru mikil forréttindi að fá að alast upp í miðbæ Keflavíkur innan um búskap og trillubátaútgerð, einkum frá Jóni í Garðshorni, sem bjó í götunni minni, Túngötu. Bryggjan var nán- ast beint niður af við Hafnargötuna og stakkstæðið til breiðslu og þurrkunar fiskjar mitt á milli. Ekki skal það gleymast að allir í nánasta umhverfi mínu voru yndislegt fólk og man ég ekki eftir neinu nema fallegu og góðu frá þessum árum öllum. Enda er Keflavík alltaf minn heimabær hvar svo sem ég dvel hverju sinni. Eftir að Pétur Jakob hætti störf- um hjá Siemsens-verslun verður hann starfsmaður Duus-verslunar þar til hann veikist 60 ára að aldri. Eitthvað er á reiki um starfsheiti hans hjá Duusverslun, samanber bækur og manntal frá 1890. Tveir menn, báðir prestar, segja þó að hann hafi verið faktor við versl- unina (samanber skýringar í orða- bók Sigfúsar Blöndals). Þannig seg- ir síra Sigurður B. Sívertsen í Suðurnesjaannál frá helstu versl- unarmönnum í Keflavík á árinu 1880: „Verslunarfulltrúi hans er Pétur Joh. Petersen. Hann er dug- legur maður, ósérhlífinn og örugg- ur þegar á liggur, greindur og vel að sér og húsbóndahollur. Fjárhag- ur hans stendur ekki vel því hann er fjölskyldumaður og bæði kona hans og systir mjög heilsulitlar.“ Að þessu sögðu vil ég bæta við að þau hjón, Katrín og Pétur Jakob, eru í heimildum sögð afar hjálpsöm ekki síst þeim sem minna mega sín. Eitt dæmi skal hér nefnt: Sigþrúð- ur ung kona úr Mýrarsýslu, giftist Jón Guðmundssyni sjómanni og bjuggu þau aðallega í Keflavík. Eignuðust þau fjölda barna. En svo kom áfallið, eftir róður hné Jón nið- ur á stakkstæðinu ofan fjörunnar bráðkvaddur, 41 árs að aldri. Það má nærri geta hverjir erfiðleikar hafa steðjað að Sigþrúði, ekkju hans. En þess er getið í „Sögu Keflavíkur“ á bls. 161. Árið 1868 þegar elsta dóttir Sig- þrúðar sem lifði, Sigríður að nafni, skyldi flutt hreppaflutningi upp á Mýrar ásamt móður og systkinum, þó svo að Sigríður hefði unnið sér búseturétt í Keflavík, greip Pétur Jakob Petersen inn í atburðarrás- ina. Hreppstjórar voru ósammála og vísuðu hvor á annan en tóku sig svo saman og ákváðu að öll börnin skyldu flutt hreppaflutningi á Mýr- arnar. Pétur Jakob Petersen var hjálpsamur og féll ekki þessi fram- 100 ára ártíð ✝ Hreinn Stef-ánsson fæddist í Svalbarði í Nes- kaupstað 20. maí 1929. Hann lést á Fjórðungssjúkra- húsinu í Neskaup- stað 29. september síðastliðinn 77 ára að aldri. Foreldrar hans voru Stefán Guðmundsson, f. 14.12. 1881, d. 21.8. 1955, og Sesselja Jó- hannesdóttir, f. 9.8. 1889, d. 10.4. 1974. Hreinn var yngstur átta systk- ina. Systkini hans eru: Helga, f. 8.10. 1911, látin; Jóhannes, f. 9.3. 1913, látinn; Ólöf Jóna, f. 6.5. 1915, látin; Sveinbjörg, f. 23.7. son, sonur þeirra er Jóhann Ísak, c) Hans Ögmundur, f. 30.9. 1974, d) Grétar, f. 17.4. 1976, sambýlis- kona Steinunn Elna Eyjólfsdóttir, dóttir þeirra er Hanna María. 2) Ómar Sævar, f. 14.6. 1953, kvænt- ur Sveinlaugu O. Þórarinsdóttur, f. 15.2. 1949. Sonur hennar af fyrri sambúð er Þórarinn Ómarsson, f. 3.8. 1971, sambýliskona Sigríður Þrúður Þórarinsdóttir, f. 28.3. 1974, börn þeirra eru Fannar Örn og Tinna Rut. Hreinn stundaði sjómennsku frá unga aldri en starfaði síðar meir sem málari og einnig hjá Síld- arvinnslunni. Hreinn bjó ásamt eiginkonu sinni Elísabetu mest all- an sinn búskap í Neskaupstað. Eft- ir fráfall hennar bjó hann áfram á heimili þeirra hjóna í Miðstræti 16. Útför Hreins verður gerð frá Norðfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 11. 1916; Karl, f. 9.11. 1919, látinn; Garðar, f. 29.2. 1924, látinn; og Auðbjörg, f. 27.7. 1925. Á gamlársdag árið 1960 giftist Hreinn Elísabetu Guðnadótt- ur, f. í Reykjavík 13.5. 1935, d. 4.9. 1977. Börn hennar af fyrri sambúð eru: 1) María, f. 1.10. 1951, gift Jóhanni Grétari Stephensen. Börn þeirra eru: a) Hreinn, f. 27.7. 1970, sambýliskona Anna Kristina Larsson, börn þeirra eru Aksel Vilgot og Elmer, b) Elísabet Sigríður, f. 11.10. 1972, sambýlis- maður Ingimundur Gunnar Níels- Elsku tengdapabbi. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Nú ert þú farinn frá okkur og laus frá þessu veikindastríði. Þú fórst í gegnum öll þín veikindi með æðru- leysi og hógværð. Sagðir alltaf: „Það þýðir ekkert að kvarta.“ Mig langar að þakka þér hvað þú tókst mér og Tóta mínum vel, þegar við Sævar fórum að búa saman í Miðstræti 16, þú á efri hæð og við á neðri. Þú tókst syni mínum eins og einu af barnabörnum þínum, þetta hef ég alltaf metið mikils. Þér var alltaf svo umhugað um hvernig hon- um farnaðist. Mér fannst svo gaman hvað þú hafðir mikla ánægju af litlu barna- börnunum þínum og Sigurlaugu litlu vinkonu okkar. Alltaf passaðir þú að allir fengju jólagjafir frá þér, baðst mig að kaupa jólagjafirnar handa Tinnu og Fannari og vildir hafa þær rausnarlegar, varðst alltaf svo glað- ur þegar ég var búin að þessu. Tómlegt verður að hafa þig ekki með okkur um jólin, þá vantar þig til að spila Olsen Olsen, með Tóta og Sævari. Tinna og Fannar sakna þín mikið. Ég þakka þér, Hreinn minn, fyrir öll góðu samtölin okkar, þú sagðir mér margt en alltaf var þér efst í huga fjölskyldan. Alltaf hrósaðir þú mér fyrir garðinn, það þótti mér vænt um, þú hafðir mikla ánægju af blómunum og trjánum. Ég á eftir að sakna þess að heyra í þér á efri hæðinni. Ég veit að þér líð- ur vel hjá Elsu þinni og öðrum ást- vinum. Öll samskipti við þig mun ég varð- veita í fallegri minningu um þig. Fegurðin býr í sálinni. Þín verður sárt saknað. Með þessum orðum bið ég algóðan Guð að leiða þig inn í ljósið og kær- leikann og vernda þig. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Þín tengdadóttir Sveinlaug O. Þórarinsdóttir. Ég veit að þú vildir lítið umstang þín vegna og sjálfsagt ekki viljað að ég skrifaði þessi kveðjuorð til þín. Hefði ég fært það í tal þykist ég vita að þú hefðir beðið mig um að hafa það stutt og vera ekki með óþarfa glys né skraut. Það er samt einhvern veginn þannig að ekki er hægt að hugsa til þín án þakklætis og hlýju um ókomin ár. Bæði var að þú varst fallegur maður eins og öll þín austfirsku systkini, börn Sesselju Jóhannes- dóttur og Stefáns Guðmundssonar, ömmu og afa á Neskaupstað, og hitt að þú sýndir mér áhuga einhverra hluta vegna,varst oft með gaman- sögur á vör og áttir létt með spjall og skemmtilegt var að heyra þig segja frá glaðan í skapi. Amma var ættuð frá Nolli í Grýtu- bakkahreppi í S-Þingeyjarsýslu og fór sextán ára gömul austur á firði að leita sér að vinnu en áður hafði Lilja systir hennar farið til Mjóa- fjarðar. Hún staldraði við á Seyð- isfirði í einn vetur og vann sem hús- hjálp hjá kaupmanninum í Stefánshúsi sem svo var kallað, pússaði silfur, stell og átján lamp- aglös ásamt öðru sem til féll á því ríkmannlega heimili eins og hún sagði svo oft frá. Þá bjó afi á Trölla- nesi á Neskaupstað ungur maður ásamt bróður sínum Þorbergi og Guðrúnu systur og sagt var að báðir bræðurnir hefðu viljað eiga Sessu en afa valdi hún. Helga móðir Stefáns dó langt fyrir aldur fram er hann var 15 ára gamall, fögur kona og kölluð Helga hin fagra. Sesselja og Stefán eignuðust átta börn, fjögur elstu þau Helga móðir mín, Jóhannes, Sveinbjörg og Ólöf fæddust á Tröllanesi. Karl fæddist í Bjarnaborg, hús er Stefán missti og varð að selja og síðar gert að spítala um tíma. Garðar og Auðbjörg voru fædd í Enni, en Hreinn fæddist 1929 í Svalbarða sama dag og Ólöf systir hans fermdist. Húsið var rifið fyrir nokkrum árum og stóð í hallanum fyrir ofan lystigarðinn. Ekki stórt á mælistiku veraldar gæða en þeim mun stærra af hjartahlýju og lifir í minningunni um þá er þar bjuggu. Þar bjó hann aftur á sínu æskuheim- ili í stuttan tíma eftir að hann fluttist með konu sinni Elísabetu Guðna- dóttur til Neskaupstaðar. Ég man eftir þessari glæsilegu konu og heimsótti á spítala 1977 í Reykjavík, svo full bjartsýni á góðan bata og bauð mér og fjölskyldu minni til heimsóknar austur næsta sumar. Þau orð festust mér í minni um hverfleika lífsins en jafnframt óbil- andi lífsbaráttu og bjartsýni þrátt fyrir raunir og sjúkdóma en fáum vikum seinna var hún öll og nú tæp- um þrjátíu árum seinna lést Hreinn á Fjórðungssjúkrahúsinu á Nes- kaupstað 29. sept. sl. eftir stutta banalegu. Ég heimsótti móðurbróður minn í síðasta sinn á Landspítalann 8. ágúst sl. Þá eru sennilega liðin tíu ár frá því er hann gekkst undir mjög erfiðan uppskurð vegna ristil- krabbameins.Yfir það komst hann á ótrúlegan hátt með þrautseigju hins þolgóða sjómanns er marga hildina háði við Íslandsstrendur. Hann byrj- aði sextán ára gamall á síldarbátum frá Neskaupstað síðar á dagróðra- bátum en þótti vistin þar hörð. Kall- aði þó ekki allt ömmu sína. Barðist við óveður og ísingu á Nýfundna- landsmiðum á Karlsefni og Neptún- usi. Var við veiðar norður í Íshafi mánuðum saman í útilegu, allt norð- ur undir Bjarnarey á Agli rauða. Það sagði hann að hefði verið erfitt fyrir margan manninn að lifa við, slík var einangrunin og einmanaleikinn. Já, það þarf sterka skapgerð og heilsteypta til að halda út árum sam- an sjómennsku við ísakaldar strend- ur. Vaktirnar sex klukkustundir á dekki og sex í hvíld áður en tilkomu sex og tólf. Gömlu mönnunum þótti það mikil bót. Kannski var vernd- arhönd vakandi yfir honum og Garðari bróður hans, er tók út í óveðrinu mikla á Nýfundnalands- miðum en bjargaðist. Tveir af tog- urunum er Hreinn frændi var skip- verji á fórust síðar, Goðanes við Færeyjar og Egill rauði við Grænu- hlíð. Mér er í fersku minni dvöl hans nokkra vetrarmánuði heima á Ísa- firði á sjötta áratugnum. Á þessum snjóþungu og dimmu vetrarvikum gaf hann sig mikið að okkur bræðr- um og spilaði við okkur á kveldin af miklu kappi, sagði sögur og okkur starsýnt á þessar stóru hendur, karl- mennskulund og fas. Heimsóknir fjölskyldu minnar austur á firði voru ekki áhlaupaverk með kaupskipa- ferðum og rútum yfir fjöll og firn- indi. Alltaf var gott að koma heim í Svalbarð þar sem amma beið og þá sat hann stundum á tröppunum í sól- inni, reykti sínar sígarettur í ullar- sokkunum og trollpeysunni, klofstíg- vélin í kjallaranum, nýkominn af sjónum. Var hægt að eiga flottari frænda? Í öllum systkinunum bjó listrænn strengur sem ekki kæmi mér á óvart að ætti eftir að blómgast og ná full- um þroska í eftirlifandi kynslóðum. Þennan þráð sló hann stundum fyrr á árum með penslum sem urðu að listfengri mynd eða í málningar- vinnu síðar á ævinni. Að leiðarlokum þakka ég þér fyrir samfylgdina og þá ímynd sem þú gafst mér ungum og alltaf fylgir mér. Ástvinum þínum og eftirlifandi systkinum votta ég samúð mína og bið guð að blessa þig á ókunnum höf- um. Stefán Finnsson. Minningarorð um Hrein Stefáns- son sem jarðsunginn verður frá Norðfjarðarkirkju laugardaginn 7 október nk. Það var alltaf svo fallegt og gott veður á Norðfirði á þeim árum sem mér auðnaðist að dvelja þar nokkr- um sinnum part úr sumri. Það var ekki bara hlýtt í veðri eins og manni finnst reyndar alltaf hafa verið þeg- ar mann leið vel í æsku. Heldur var það hlýjan í fólkinu mínu úr Sval- barði sem yljar mér enn. Í Svalbarði bjó hún amma mín með tveim börnum sínum í litlu húsi og þar bjó ég þegar ég dvaldi þar. Einn bræðra mömmu var Hreinn sem í dag er kvaddur. Hann varð strax mikill vinur minn. Mikið glæsi- menni, hár vexti, kraftalegur, dökk- ur yfirlitum og myndarlegur svo af bar. Hann var ákveðinn og sú mann- gerð sem borin var virðing fyrir. Af Hreini geislaði og það hæfði honum vel að stjórna fólki til vinnu. Ég fann fljótlega hversu langt væri hægt að ganga í samskiptum við hann. Alltaf var tími til þess að ræða við lítinn frænda. Þau voru sjö systkini mömmu og á þeim tíma bjuggu þau öll nema tvö á Neskaupstað. Ég man að ég hélt að fullorðna fólkið á Norðfirði svæfi aldrei. Þrátt fyrir þetta fann maður ekki fyrir þreytu eða spennu hjá fólkinu. Það var ekki leiðinlegt að vera strákurinn hennar Helgu úr Svalbarði í heimsókn í þá daga. Hreinn hafði siglt um heimsins höf og oft komist í hann krappan á úthöfunum á togurum. Hann var ekki mjög margmáll um sín mál en sagði sögur sem enn eru í minni. Á þessum árum var hann meðal annars verkstjóri á síldarplani. Fyr- ir honum bar ég mikla virðingu; hann var mín fyrirmynd. Í frænda mínum bjó listamaður. Hann átti auðvelt með að teikna og sérstak- lega að skera út í tré. Það bera hlutir eftir hann vitni um. Síðar kom hann við hjá okkur á Ísafirði þá siglandi á stórum skipum og hafði þá í pokahorninu varning sem sjaldnast sást á borðum al- mennings. Ein jólin kom hann í heimsókn til okkar vestur og dvaldi í 2–3 vikur. Þá var gaman að lifa. Honum var vel tekið af systir sinni og við drengirnir horfðum til hans með lotningu. Það var eins og við hefðum eignast stór- an bróður. Síðar eignaðist frændi minn elskulega konu, hana Elsu. Börnum hennar gekk hann í föðurstað. Mér fannst þau alltaf vera eins og nýtrú- lofuð svo hamingjusöm voru þau. En hann naut hennar ekki lengi. Hún lést fyrir aldur fram. Síðustu árin hefur Hreinn ekki gengið heill til skógar og átt erfitt með að fara ferða sinna. Hann var mikið karlmenni og bar harma sína í hljóði. Ég þakka fyrir að hafa átt þess kost að kynnast Hreini frænda mín- um. Það gerði mig að betri manni. Við Bergljót sendum börnum hans, Auðbjörgu og Sveinbjörgu frænkum mínum, öðrum aðstand- endum hans hjartans samúðaróskir. Magnús E. Finnsson. Hreinn Stefánsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.