Morgunblaðið - 07.10.2006, Qupperneq 55

Morgunblaðið - 07.10.2006, Qupperneq 55
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. OKTÓBER 2006 55 menning v „…húmorinn er allsráðandi… og það er ekki síst honum að þakka að þessi uppfærsla er einstaklega vel heppnuð … Þarna um kvöldið veltist ég um af hlátri hvað eftir annað og það á við um aðra líka. Bjarni Thor Kristinsson bassi var í hlutverki Osmins og var í einu orði sagt stórkostlegur … Í stuttu máli er Brottnámið úr kvennabúrinu stórglæsileg, skemmtileg sýning með sterkum heildarsvip; án efa með því besta sem sést hefur á fjölum Íslensku óperunnar í lengri tíma.“ Jónas Sen, Mbl. „Brottnámið úr kvennabúrinu er dásamleg skemmtun og ástæða til að hvetja fólk til að drífa sig … úrvals tækifæri til að kynna Mozart fyrir ungu fólki.“ Silja Aðalsteinsdóttir, TMM Páll Baldvin Baldvinsson, DV 25 ára og yngri fá 50 % afslátt af miðaverði í sal ATH! BROTTNÁMIÐ ÚR KVENNABÚRINU eftir W. A. MOZART GAMANLEIKUR EFTIR GEORGE TABORI www.borgarleikhus.is Sími miðasölu 568 8000 H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA - 6 6 5 7 „ ... ÞAÐ BESTA VIÐ AÐ FARA Í LEIKHÚS ER AÐ SJÁ GÓÐAN LEIK OG ÞAÐ ER MIKIÐ AF HONUM Í ÞESSUM SVARTNÆTTISFARSA.“ MK/MBL GESTIR þáttarins Orð skulu standa, sem útvarpað verður á Rás 1 í dag kl. 16.10, eru Jón Viðar Jóns- son leikhúsfræðingur og Viðar Egg- ertsson leikstjóri. Þeir ásamt lið- stjórunum Hlín Agnarsdóttur og Davíð Þór Jónssyni fást við þennan fyrripart: Af Miðnesheiði horfinn er her, en draslið blífur. Fyrripartur síðustu viku var um nýjustu vendingar í lífi Ómars Ragnarssonar: Leggur Ómar allt sitt starf undir og kallast hetja. Hlín Agnarsdóttir botnaði svona: Segir það sem segja þarf þótt sumir vilji hann letja. Davíð Þór orti svo: Þennan gamla góða skarf grænir áfram hvetja. Hallgrímur Thorsteinsson skírði ríkisstjórnina um leið og hann botn- aði tvisvar: Kannski Geirjón karlinn þarf á Kárahnjúka að setja. Svona köppum þjóðin þarf á þursa áls að etja. Hlustendur lágu ekki á liði sínu, m.a. Halldór I. Elíasson: Undir þannig leka þarf þekkingu að setja. Pétur Stefánsson orti í orðastað beggja sjónarmiða: Finnst mér þennan fréttaskarf í framboð mætti setja. Argur maður einatt þarf út á flest að setja. Sigurður Einarsson botnaði m.a.: Líkja má honum við hreindýrstarf sem hömlur á virkjun vill setja. Daníel Viðarsson spyr: Skynsemin í skyndi hvarf, skyldi það aðra letja? Helgi R. Einarsson átti þessa til- lögu: Píslarvottinn þjóðin þarf á þing með Árna að setja. Valdimar Lárusson botnaði og bætti við eigin vísu eins og stundum áður: Munum því að þennan arf þurfum efst að setja. Stíflunni hann stendur hjá, sterkleg röddin hljómar, þennan öðling þjóðin á og þekkir nafnið Ómar. Auðunn Bragi Sveinsson botnaði svo: Eitt er víst, að ekki þarf öðlinginn að hvetja. Þórhallur Hróðmarsson í Hvera- gerði sendi tvo botna með svipuðu stefi: Við vindmyllur hann vill og þarf villtu kappi etja. Með don Kikóta kjark í arf keppist lýð að hvetja. Óskar Magnússon sendi þennan: Alltaf friðinn einhver þarf uppí loft að setja. Og loks Erlendur Hansen á Sauð- árkróki: Fleiri slíka þjóðin þarf og þá má ekki letja. Útvarp | Orð skulu standa Herinn horfinn en draslið blífur Hlustendur geta sent sína botna í netfangið ord@ruv.is eða bréfleið- is til Orð skulu standa, Rík- isútvarpinu, Efstaleiti 1, 150 Reykjavík. Fréttir í tölvupósti
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.