Morgunblaðið - 12.10.2006, Page 4

Morgunblaðið - 12.10.2006, Page 4
4 FIMMTUDAGUR 12. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR BÖÐVAR Bragason, lögreglustjóri í Reykjavík, hafði ekkert heyrt um hugsanlegar hleranir í utanríkis- ráðuneytinu í ráðherratíð Jóns Baldvins Hannibalssonar fyrr en Jón Baldvin greindi frá málinu í fjölmiðlum í fyrradag. Ráðuneytið var á þessu tímabili í sama húsi og lögreglan og segir Böðvar að það hefðu verið hæg heimatökin hjá ráð- herra eða starfsmönnum hans að til- kynna um málið til lögreglu. „Þær hleranir sem ég veit um í minni embættistíð eru þær sem voru heimilaðar hjá dómstólum,“ sagði Böðvar. Í umræðu um hler- anir væri ennfremur mikilvægt að menn gerðu greinarmun á löglegum hlerunum sem dómstólar veittu leyfi fyrir vegna öryggis ríkisins eða gruns um ólöglegt athæfi og hins vegar ólöglegum hlerunum. Utanríkisráðuneytið var um ára- bil til húsa á 5. hæð í sama húsi og lögreglustöðin við Hverfisgötu. Böðvar undrast mjög að lögregla hafi ekki verið látin vita af hugs- anlegum hlerun- um. „Ef menn halda að eitthvað ólöglegt sé framið upp á 5. hæð, af hverju er lögregla þá ekki látin vita? Það er mjög óheppilegt að það hafi verið látið liggja í láginni að greina frá þessu,“ sagði Böðvar. Þá haml- aði það athugun á þessu tiltekna til- viki að ekki hefði verið greint frá því hver framkvæmdi skoðun á síma Jóns Baldvins en það skipti veru- legu máli hvaða tæki og kunnáttu viðkomandi hefði haft. Hefði ráðuneytið látið vita af hler- ununum hefði lögregla reynt að bregðast við því. „Lögreglan hefur um langt skeið haft aðstöðu til þess að aðstoða þá í opinbera geiranum sem hafa viljað ganga úr skugga um hvort símar þeirra séu hleraðir,“ sagði Böðvar. Þessari þjónustu hefði lögreglan í Reykjavík sinnt fram til ársins 1996. Aðspurður hvort ein- hvern tíma hafi komið í ljós að símar slíkra aðila væru hleraðir vildi Böðvar ekki svara því af þeirri ástæðu að umræðan um hleranir þyrfti að komast á þokkalegri grundvöll. Hann telur jákvætt að Alþingi hafi sett nefnd til að fjalla um þessi mál og það sé betra að fjalla um málið á þeim vettvangi, fremur en í fjölmiðlum. „En ég er jafnáhugasamur og aðrir um að þetta verði skoðað. Það er nauðsyn- legt að lögreglan í landinu liggi ekki undir ámæli.“ Undrast að lögregla var ekki látin vita Böðvar Bragason DAVÍÐ Oddsson, seðlabanka- stjóri og fyrrverandi forsætis- ráðherra, efast um að sími Jóns Baldvins Hannibalsson- ar, fyrrverandi utanríkisráð- herra, hafi verið hleraður eins og Jón Baldvin heldur fram. Þetta kom fram í kvöldfrétta- tímum beggja sjónvarpsstöðva í gær. „Ég verð því miður að efast um að hann [Jón Baldvin] hafi haft nokkra vitneskju um þetta og að þetta sé einhver eftiráminning sem sé ekki mjög merki- leg. Hún fær ekki staðist, því við létum athuga þetta mjög vel,“ sagði Davíð í kvöldfréttum Rík- issjónvarpsins og vísaði þar til þess að símalínur jafnt á skrifstofum sem í heimahúsum hjá for- sætisráðherra, utanríkisráðherra og dómsmála- ráðherra hafi á þessum árum verið athugaðar ár- lega af hæfustu sérfræðingum sem völ var á í Evrópu á þeim tíma, bæði í samvinnu við Nató og norska öryggiseftirlitið. Aðspurður sagðist hann ekki muna til þess að neitt óeðlilegt hefði fundist í þessum reglubundnu leitum Nató á ráð- herraskrifstofunum. Í fréttum Ríkissjónvarpsins benti hann á að slíkar athuganir hefðu tekið allt uppundir tvo sólarhringa og sagði með ólíkindum ef Jón Baldvin hefði ekki vitað af þessu. „Ég skil ekki af hverju Jón var þá að fá þenn- an aðila sem hann nefnir til sögunnar, en vill þó ekki segja hver er, sem getur ekki verið leynd- armál, meðan við höfðum séð um það að hans húsakynni í utanríkisráðuneytinu og hans símar væru vel og tryggilega athugaðir þannig að ekki væri um hugsanlegar hleranir á þeim símum að ræða,“ sagði Davíð í kvöldfréttum NFS og bætti við: „Ég tel að Jón verði að fá þennan ágæta tæknivædda vin sinn til að útskýra hvernig þessi mæling fór fram áður en menn taka mikið mark á þessu.“ Aðspurður vísaði Davíð því á bug að meintar hleranir hefðu verið á vegum Sjálfstæðisflokks- ins. „Ég veit nú ekki hvað ég sem formaður Sjálfstæðisflokksins hefði átt að láta hlera hjá honum Jóni mínum til að fá að vita,“ sagði Davíð og sagðist telja að menn hefðu farið mjög langt yfir strikið í hlerunarumræðunni allri sem tröll- riðið hefði íslenskum fjölmiðlum að undanförnu. Í fréttum Ríkissjónvarpsins sagðist Davíð furða sig á því að Jón Baldvin hefði ekki greint sér frá grunsemdum sínum um hlerun á sínum tíma, enda hefði að mati Davíðs verið eðlilegt að Jón Baldvin greindi bæði sér sem forsætisráð- herra og Þorsteini Pálssyni, þáverandi dóms- málaráðherra, frá grunsemdum sínum. Davíð efast um að síminn hafi verið hleraður Í HNOTSKURN »Að sögn Davíðs Oddssonar könnuðusérfræðingar Nató árlega skrifstofur forsætis-, utanríkis- og dómsmálaráðherra til þess að fullvissa sig um að þær væru ekki hleraðar. »Jón Baldvin Hannibalsson, sem var ut-anríkisráðherra á árunum 1988–1995, fékk tæknimann til að kanna ráðherrasíma sinn og lýsti sá því yfir að síminn væri hler- aður. »Davíð Oddsson vísar því á bug að meint-ar hleranir hafi verið á vegum Sjálf- stæðisflokksins. Davíð Oddsson „ÞETTA er ekki í fyrsta sinn sem Davíð Oddsson rengir mig um að ég fari með rétt mál,“ segir Jón Baldvin Hanni- balsson. „En sem fyrrverandi for- manni Sjálfstæð- isflokksins stæði honum nær að gera grein fyrir leyniþjónustu Sjálf- stæðisflokksins sem hér virðist hafa verið við lýði áratugum saman. Það er miklu brýnna mál og verðskuldar alvöru umræðu,“ sagði Jón Baldvin og tók fram að mikilvægt væri að fá svör við því hverjir hefðu stundað njósnirnar og um hverja, hvað hefði verið gert við upplýsingarnar, hver hefði veitt leyfi fyrir því að umrædd- um upplýsingum væri komið á fram- færi við bandaríska sendiráðið og hvernig hefði staðið á því að for- ystumenn annarra flokka hefðu ekki haft vitneskju um leyniþjónustuna. Vantar enn fullnægj- andi svör Jón Baldvin Hannibalsson STÚLKURNAR við Langholtsskóla létu ekki á sig fá þótt haustið hefði gert vart við sig undanfarna daga. Þær buðu því byrginn með hlýjum klæðnaði, úlpum, húfum og vett- lingum. Í dag er spáð fremur hlýju veðri með vaxandi norðaustanátt og rign- ingu sunnan- og austanlands í kvöld. Morgunblaðið/Ásdís Dúðaðar í haustnepju FRAMKVÆMDASTJÓRI Rolf Johansen & Co ehf. var í Héraðs- dómi Reykjavíkur í gær dæmdur til að greiða sex hundruð þúsund króna sekt fyrir að láta birta fimm auglýs- ingar á áfengum bjór á árinu 2005. Fjórar af auglýsingunum birtust í Fréttablaðinu og ein í Gestgjafanum. Í niðurstöðu dóms héraðsdóms kemur fram að samkvæmt áfengis- lögum séu hvers konar auglýsingar á áfengi og einstökum áfengistegund- um bannaðar. „Þær fimm auglýsing- ar sem ákært er fyrir í málinu birtust annars vegar í Fréttablaðinu og hins vegar í Gestgjafanum. Sýnist ekki um það deilt að um sé að ræða aug- lýsingar og hefur ákærði staðfest að fyrirtækið Rolf Johansen & Co ehf., sem hann er framkvæmdastjóri fyr- ir, hafi óskað eftir og greitt fyrir birt- ingu þeirra,“ segir í dóminum. Fram kemur að auglýsingarnar hafi verið samdar á vegum fyrirtækisins og varðað tilgreindar vörur þess. Hafi framkvæmdastjórinn sagst ábyrgur fyrir birtingu þeirra. Samkvæmt þessu teljist ákærði höfundur þeirra auglýsinga sem ákæran taki til. Sekt fyrir að auglýsa áfengi TVEIR Kanadamenn og fjórir Bandaríkjamenn lömuðust eftir að hafa drukkið gulrótarsaft frá fyrir- tækinu Bolthouse Farms í Kaliforn- íu. Í frétt vefútgáfu Berlingske Tid- ende kemur fram að fyrirtækið hafi innkallað saftina úr verslunum og kanadísk stjórnvöld etji nú kappi við tímann við að fjarlægja hana úr búð- um. Fram kemur í fréttinni að safinn hafi verið gerður úr gulrótum frá Earthbound Farms sem er þekkt vörumerki fyrir lífrænar landbúnað- arafurðir. Fyrr í ár var spínat frá þessu sama fyrirtæki innkallað úr verslunum eftir að ecoli-bakteríur fundust í því. Hjá Kjartani Má Friðsteinssyni, framkvæmdastjóra Banana, fengust þær upplýsingar að umræddur safi væri ekki fluttur inn til Íslands. „Samkvæmt mínum heimildum frá erlendum birgjum hafði þessi sýking ekkert með gulræturnar sjálfar að gera, heldur var um að ræða sýkingu í vökvanum sjálfum,“ sagði Kjartan og tók fram að samkvæmt hans heimildum hefði allur safi sem grun- að var að væri sýktur þegar verið innkallaður. Lömuðust eftir að hafa drukk- ið gulrótarsaft

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.