Morgunblaðið - 12.10.2006, Qupperneq 6
6 FIMMTUDAGUR 12. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Suðurströnd 4
Sími 561 4110Vagnhöfða 23 - S: 590 2000
Bestu dekkin
átta ár í röð!
Í átta ár í röð hafa Toyo dekkin verið
valin þau bestu af Tire Review
Magazine, sem er tímarit sjálfstæðra
hjólbarðasala í Bandaríkjunum.
Góðar samgöngur tryggðar
Flugfélag Íslands hefur áætlunarflug til Vestmannaeyja á mánudag og verður
37 sæta Dash-8-flugvél aðallega notuð í flugið en einnig 50 sæta Fokker-vél
„VIÐ erum að tala um stórbætur á flugsam-
göngum milli Vestmannaeyja og Reykjavíkur.
Við lítum tvímælalaust svo á að Flugfélag Ís-
lands muni tryggja öruggari samgöngur en verið
hafa undanfarin ár,“ segir Elliði Vignisson, bæj-
arstjóri Vestmannaeyja, en á mánudag hefur
Flugfélag Íslands áætlunarferðir til Eyja, sem
hafa legið niðri í um tvær vikur, eftir að Lands-
flug dró sig út úr fluginu. Flugfélagið sá um
samgöngurnar í mörg ár til ársins 2001. „Þetta
er nákvæmlega það sem við lögðum upp með,
þarna er ríkisstjórnin að koma til móts við kröfu
okkar og við erum mjög ánægð með þessa nið-
urstöðu,“ segir Elliði en flugið verður nú rík-
isstyrkt. Verulega hefur dregið úr farþegafjölda
milli lands og Eyja undanfarin ár. Árið 2001
voru þeir um 40 þúsund en í ár stefnir í að þeir
verði aðeins um 17 þúsund. Elliði fullyrðir að
bættar samgöngur muni hafa mjög góð áhrif á
atvinnulífið, töluvert sé um að menn sæki vinnu
til lands – og öfugt, og eins muni þetta hafa góð
áhrif á ferðaþjónustuna. „Allir okkar vaxtar-
möguleikar eru háðir góðum samgöngum.“
Flogið verður 13 sinnum í viku til Eyja, tvisv-
ar alla daga nema laugardaga. Notast verður við
37 sæta Dash-8-vél og jafnframt 50 sæta Fokk-
er-vél.
„Við erum bjartsýn á að vinna aftur upp
markað á þessari flugleið,“ segir Árni Gunn-
arsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands.
„Við sjáum ákveðin tækifæri í að vinna land aft-
ur og ná farþegatölunni á flug.“
Á morgun verður byrjað að taka á móti bók-
unum og fyrst í stað verða sértilboð í gangi,
2.000. kr. fyrir flugið og krónufargjöld fyrir
börnin.
RÁS 2 er sú útvarpsstöð sem mest er
hlustað á ef marka má könnun sem
framkvæmd var af Capacent – áður
Gallup – vikuna 17.–23. ágúst sl. Stöð-
in mældist með 55,3% uppsafnaða
hlustun yfir vikuna og komst þar með
á nýjan leik upp fyrir Bylgjuna, sem
var vinsælust útvarpsstöðva í sams-
konar könnun í apríl sl.
Uppsöfnuð hlustun Bylgjunnar
minnkar um fimm prósent frá því í
maí, úr 58,9% í 53,9%, og hlustun á
Rás 1 um tæp sjö prósent.
Ef litið er til hlustunar á lands-
byggðinni kemur sterk staða Rásar 2
í ljós. Uppsöfnuð hlustun yfir vikuna
mældist þar tæp 62%, sem er fimm
prósentum meira en Bylgjan mældist
með – en hlustun á Bylgjuna á lands-
byggðinni hefur dregist saman um
4,5% á milli kannana.
Rás 2 er vinsælust hjá aldurshópn-
um 40–49 ára en Bylgjan hjá fólki á
aldrinum 30–39 ára.
Af öðrum útvarpsstöðvum má
nefna að jafnframt því sem hlustun á
Kiss FM og Flass dregst lítillega
saman eykst hlustun á FM 95,7 sem
því nemur. Þá eykst hlustun á út-
varpsstöðina X-ið um 2,8% en hlustun
á XFM dregst saman um 1,7%.
Um var að ræða dagbókarkönnun.
Úrtakið var 1463 Íslendingar á aldr-
inum 12–18 ára og fjöldi svara 531.
Mest hlustað á Rás 2 sam-
kvæmt könnun Capacent
!"
#
$
% &'(
)(
$*('
STARFSHÓPUR sem viðskipta-
ráðherra skipaði telur vel fram-
kvæmanlegt að taka upp opinber
viðmið um áætlaðan fram-
færslukostnað heimilanna hér á
landi. Slík viðmið hafa víða verið
tekin upp, t.d. á Norðurlöndunum
og í Bandaríkjunum.
Sambærileg aðferðafræði og not-
uð er í Svíþjóð, Noregi og Dan-
mörku við gerð neysluviðmiða þyk-
ir tiltölulega kostnaðarsöm. Að
fenginni reynslu þótti sýnt að
neysluviðmið fyrir Ísland yrðu
byggð á íslenskri neysluhegðun.
Starfshópurinn mælti því með að
notuð yrði svonefnd útgjalda-
aðferð, lík og notuð hefur verið í
Finnlandi og í Bandaríkjunum.
Opinber viðmið
um framfærslu
VITNI í máli ákæruvaldsins gegn
Jóni Ásgeiri Jóhannessyni,
Tryggva Jónssyni og Jóni Gerald
Sullenberger eru eftirfarandi skv.
lista sem lagður var fram í Héraðs-
dómi Reykjavíkur í fyrradag, 10.
október sl. af Sigurði Tómasi Magn-
ússyni, settum ríkissaksóknara í
málinu.
Alls eru 82 nöfn á listanum, sem
lagður er fram með fyrirvara um
heimild til að bæta við nöfnum.
Aðalheiður Fritzdóttir,
Aðalsteinn Hákonarson,
Aldís Hilmarsdóttir,
Anna Þórðardóttir,
Arnar Jensson,
Auðbjörg Friðgeirsdóttir,
Arnfinnur Sævar Jónsson,
Árni Albertsson,
Árni Pétur Jónsson,
Árni Oddur Þórðarson,
Baldur Már Helgason,
Bjarki Diego,
Bjarni Ármannsson,
Bjarni Jóhannesson,
Bjarni Kristján Þorvarðarson,
Daniel Reiffers,
Einar H. Einarsson,
Einar Þórisson,
Eiríkur Sigurðsson,
Finnur Reyr Stefánsson,
Finnur Sveinbjörnsson,
Garðar Guðmundur Gíslason,
Grímur Grímsson,
Guðfinna Bjarnadóttir,
Guðmundur Ingi Hjartarson,
Guðmundur Andrés Jónsson,
Guðmundur Marteinsson,
Guðmundur Kristján Tómasson,
Gunnar Snævar Sigurðsson,
Hafsteinn Sæmundsson,
Halldór Kristjánsson,
Hans Kristian Hustad,
Hans Mortensen,
Helga Gísladóttir,
Helgi Þór Bergs,
Helgi Jóhannesson,
Helgi Magnús Gunnarsson,
Helgi Sigurðsson,
Hjalti Magnússon,
Hjörleifur Kristinsson,
Hreiðar Már Sigurðsson,
Hreinn Loftsson,
Ingibjörg Stefánsdóttir,
Íris Bjarnadóttir Ansnes,
Jim Schafer,
Jóhanna Guðmundsdóttir,
Jóhanna Waagfjörð,
Jóhannes Rúnar Jóhannesson,
Jóhannes Jónsson,
John Bravaccini,
Jón Lárusson,
Jón Ólafur Lindsay,
Jón Scheving Thorsteinsson,
Jónína Benediktsdóttir,
Kristín Jóhannesdóttir,
Kristrún Sveinbjörnsdóttir,
Lárus Óskarsson,
Linda Jóhannsdóttir,
Magnús Guðmundsson,
Margrét H. Nikulásdóttir,
Brian Newton,
Niels Heini Mortensen,
Óskar Magnússon,
Pauli Ellefsen,
Pálmi Kristinsson,
Ragnar Björn Agnarsson,
Ragnar Þórhallsson,
Marís Rúnar Gíslason,
Regin Jörgensen,
Ritchard J. Browdy,
Sif Einarsdóttir,
Sigfús R. Sigfússon,
Sigríður Gröndal,
Sigurður Einarsson,
Sigurður Heiðar Steindórsson,
Stefán Hilmarsson,
Sveinn Ingiberg Magnússon,
Tómas Sigurðsson,
Unnur Sigurðardóttir,
Þorgeir Baldursson,
Þórður Bogason,
Þórður Már Jóhannesson.
82 vitni í Baugsmáli
HÁTT í þrjátíu manns tóku þátt í krossgátukvöldi sem
haldið var á Næsta bar í gærkvöldi. Að sögn Ásdísar
Bergþórsdóttur, skipuleggjanda krossgátukeppninnar
og höfundar keppniskrossgátnanna, verður í vetur blásið
til slíkrar keppni annan miðvikudag í hverjum mánuði kl.
20. Segir hún að haldin hafi verið slík krossgátukvöld
fyrr á árinu með góðum árangri og því hafi þótt ástæða
til þess að gera þetta að föstum viðburði.
Aðspurð segir Ásdís, sem er höfundur hinnar geysi-
vinsælu sunnudagskrossgátu Morgunblaðsins, keppnis-
krossgáturnar vera nokkurs konar einfaldaða útgáfu af
sunnudagskrossgátunum. Keppnin sé liðakeppni þar
sem tveir til fimm vinni saman að því að leysa þrjár mis-
munandi krossgátur. Aðspurð segir hún flesta kepp-
endur vera á miðjum aldri, en einnig sé nokkuð af ungu
fólki. Spurð hverjum detti í hug að keppa í krossgátum
segir Ásdís það vera forfallið áhugafólk um krossgátur
sem fái ekki nóg af þeim. „Stemningin hér á Næsta bar
er afar sérstök þegar keppnin fer fram, því um leið og
fólk fær gáturnar í hendur dettur allt í dúnalogn á barn-
um. Ég held að það sé sjaldan sem jafnmikil þögn ríkir á
bar fullum af fólki,“ segir Ásdís kímin.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Höfuðið lagt í bleyti