Morgunblaðið - 12.10.2006, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. OKTÓBER 2006 17
ÚR VERINU
ÞJÓÐVERJAR borða nú meira af
fiski en nokkru sinni. Neyzla á hvert
mannsbarn árið 2005 var 14,8 kíló,
sem er aukning um eitt kíló frá árinu
áður þegar neyzlan var 13,8 kíló.
Aukningin nemur 7,2%. Gert er ráð
fyrir að neyzlan fari yfir 15 kíló á
næsta ári.
98% af þýzkum heimilum keyptu
einhvers konar fiskmeti í matinn á
síðasta ári og vörðu til þess 2,2 millj-
örðum evra eða 190 milljörðum ís-
lenzkra króna. Mest var aukning á
neyzlu síldar en hún er 18,2% af fisk-
neyzlu Þjóðverja. Hún er í öðru sæti
á eftir alaskaufsa sem er með 18,3%.
Lax er í þriðja sæti með 12,7% og í
fjórða sætinu er túnfiskur með
11,4%.
Nýjar tegundir að bætast við
Þrátt fyrir að neyzlan byggist að
60% á þessum fjórum tegundum eru
nýjar tegundir stöðugt að bætast við.
Í raun hefur neyzla á alaskaufsa
minnkað töluvert síðustu árin og teg-
undir eins lax, síld, beitarfiskur og
aðrar tegundir sækja í sig veðrið.
Mest er keypt í matinn af frystum
fiski og fiskafurðum, eða 32% og var
það um 2% aukning frá árinu áður.
Niðursoðinn fiskur er næstur á vin-
sældalistanum með 30% markaðs-
hlutdeild, en það er 1% samdráttur.
Ferskur fiskur varð að víkja úr
þriðja sætinu en skelfiskurinn ruddi
honum úr þeim sessi.
Sé litið á verðmæti afurðaflokk-
anna er frysti fiskurinn áfram í
fyrsta sætinu með 27% markaðshlut-
deild. Ferskur fiskur kemur næst
með 20% og loks reyktur fiskur með
16%. Mest verðmætaaukning varð í
reykta fiskinum á milli ára, eða
12,9%. Þrátt fyrir að verð á fiski hafi
hækkað á síðustu árum er ekki að sjá
að verðhækkanirnar hafi hamlað
fiskneyzlunni. Þjóðverjar virðast
sætta sig við aðeins hærra verð,
enda fái þeir meira fyrir peningana;
meiri gæði og afurðir og fiskrétti,
sem sé þægilegt að eiga við og mat-
reiða.
Þjóðverjar auka
fiskneyzlu sína
Í HNOTSKURN
»Neyzla á hvert mannsbarnárið 2005 var 14,8 kíló.
»Mest var aukning á neyzlusíldar, en hún er 18,2% af
fiskneyzlu Þjóðverja.
»Mest verðmætaaukningvarð í reykta fiskinum á
milli ára, eða 12,9%.
Morgunblaðið/Hjörtur
Fiskur Þjóðverjar hafa aukið
neyzlu á freðfiski um 2%.
Eftir Hjört Gíslason
hjgi@mbl.is
Húsavík | Útgerðarfyrirtækið
Skjóni ehf. á Húsavík festi á dög-
unum kaup á 10 bt. línubát af gerð-
inni Cleopatra 33. Báturinn, sem er
smíðaður árið 2000, leysir af hólmi
einn af elstu plastþilfarsbátum flot-
ans, Fleyg ÞH, sem útgerðin átti
fyrir. Það eru þeir Jón Ólafur Sig-
fússon og Hörður Eiríksson ásamt
fjölskyldum sínum sem standa að
útgerð Eika Matta og nefna þeir
hann eftir Eiríki Marteinssyni, föð-
ur Harðar og tengdaföður Jóns
Ólafs, sem nú er látinn en hann
stofnaði til þessarar smábátaút-
gerðar á sínum tíma.Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson
Eiki Matta í
stað Fleygs
VÉLSTJÓRAFÉLAG Íslands hefur
stofnað Styrktar- og menningarsjóð
vélstjóra og vélfræðinga. Stofnfé
sjóðsins er 185 milljónir króna sem
fengust við sölu stofnbréfa í Spari-
sjóði vélstjóra. Sé miðað við að raun-
ávöxtun verði 5–6% má gera ráð fyr-
ir að árlega komi um 10 milljónir
króna til úthlutunar.
Samkvæmt samþykktum sjóðsins
verður þessu fé varið til rannsókna á
vinnuumhverfi og aðbúnaði vélstjóra
og vélfræðinga og/eða til styrktar
brautryðjenda- og þróunarstarfi,
menningu og listum. Umsókn-
areyðublöð munu liggja frammi hjá
sjóðstjórn og er stefnt að fyrstu út-
hlutun vorið 2007.
Formaður stjórnar sjóðsins stend-
ur utan félagsins en aðrir í stjórn
sjóðsins eru vélstjórnarmenntaðir.
Milljónir til
rannsókna
Endurnýjaðu svefnherbergið
Ármúla 10 • Sími: 5689950RO
YA
L
20%
afsláttur
20% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM RÚMGÖFLUM, NÁTTBORÐUM,
RÚMTEPPUM OG SÆNGURFATNAÐI ÞESSA VIKU.
AFHENDING FYRIR JÓL.