Morgunblaðið - 12.10.2006, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 12.10.2006, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. OKTÓBER 2006 17 ÚR VERINU ÞJÓÐVERJAR borða nú meira af fiski en nokkru sinni. Neyzla á hvert mannsbarn árið 2005 var 14,8 kíló, sem er aukning um eitt kíló frá árinu áður þegar neyzlan var 13,8 kíló. Aukningin nemur 7,2%. Gert er ráð fyrir að neyzlan fari yfir 15 kíló á næsta ári. 98% af þýzkum heimilum keyptu einhvers konar fiskmeti í matinn á síðasta ári og vörðu til þess 2,2 millj- örðum evra eða 190 milljörðum ís- lenzkra króna. Mest var aukning á neyzlu síldar en hún er 18,2% af fisk- neyzlu Þjóðverja. Hún er í öðru sæti á eftir alaskaufsa sem er með 18,3%. Lax er í þriðja sæti með 12,7% og í fjórða sætinu er túnfiskur með 11,4%. Nýjar tegundir að bætast við Þrátt fyrir að neyzlan byggist að 60% á þessum fjórum tegundum eru nýjar tegundir stöðugt að bætast við. Í raun hefur neyzla á alaskaufsa minnkað töluvert síðustu árin og teg- undir eins lax, síld, beitarfiskur og aðrar tegundir sækja í sig veðrið. Mest er keypt í matinn af frystum fiski og fiskafurðum, eða 32% og var það um 2% aukning frá árinu áður. Niðursoðinn fiskur er næstur á vin- sældalistanum með 30% markaðs- hlutdeild, en það er 1% samdráttur. Ferskur fiskur varð að víkja úr þriðja sætinu en skelfiskurinn ruddi honum úr þeim sessi. Sé litið á verðmæti afurðaflokk- anna er frysti fiskurinn áfram í fyrsta sætinu með 27% markaðshlut- deild. Ferskur fiskur kemur næst með 20% og loks reyktur fiskur með 16%. Mest verðmætaaukning varð í reykta fiskinum á milli ára, eða 12,9%. Þrátt fyrir að verð á fiski hafi hækkað á síðustu árum er ekki að sjá að verðhækkanirnar hafi hamlað fiskneyzlunni. Þjóðverjar virðast sætta sig við aðeins hærra verð, enda fái þeir meira fyrir peningana; meiri gæði og afurðir og fiskrétti, sem sé þægilegt að eiga við og mat- reiða. Þjóðverjar auka fiskneyzlu sína Í HNOTSKURN »Neyzla á hvert mannsbarnárið 2005 var 14,8 kíló. »Mest var aukning á neyzlusíldar, en hún er 18,2% af fiskneyzlu Þjóðverja. »Mest verðmætaaukningvarð í reykta fiskinum á milli ára, eða 12,9%. Morgunblaðið/Hjörtur Fiskur Þjóðverjar hafa aukið neyzlu á freðfiski um 2%. Eftir Hjört Gíslason hjgi@mbl.is Húsavík | Útgerðarfyrirtækið Skjóni ehf. á Húsavík festi á dög- unum kaup á 10 bt. línubát af gerð- inni Cleopatra 33. Báturinn, sem er smíðaður árið 2000, leysir af hólmi einn af elstu plastþilfarsbátum flot- ans, Fleyg ÞH, sem útgerðin átti fyrir. Það eru þeir Jón Ólafur Sig- fússon og Hörður Eiríksson ásamt fjölskyldum sínum sem standa að útgerð Eika Matta og nefna þeir hann eftir Eiríki Marteinssyni, föð- ur Harðar og tengdaföður Jóns Ólafs, sem nú er látinn en hann stofnaði til þessarar smábátaút- gerðar á sínum tíma.Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Eiki Matta í stað Fleygs VÉLSTJÓRAFÉLAG Íslands hefur stofnað Styrktar- og menningarsjóð vélstjóra og vélfræðinga. Stofnfé sjóðsins er 185 milljónir króna sem fengust við sölu stofnbréfa í Spari- sjóði vélstjóra. Sé miðað við að raun- ávöxtun verði 5–6% má gera ráð fyr- ir að árlega komi um 10 milljónir króna til úthlutunar. Samkvæmt samþykktum sjóðsins verður þessu fé varið til rannsókna á vinnuumhverfi og aðbúnaði vélstjóra og vélfræðinga og/eða til styrktar brautryðjenda- og þróunarstarfi, menningu og listum. Umsókn- areyðublöð munu liggja frammi hjá sjóðstjórn og er stefnt að fyrstu út- hlutun vorið 2007. Formaður stjórnar sjóðsins stend- ur utan félagsins en aðrir í stjórn sjóðsins eru vélstjórnarmenntaðir. Milljónir til rannsókna Endurnýjaðu svefnherbergið Ármúla 10 • Sími: 5689950RO YA L 20% afsláttur 20% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM RÚMGÖFLUM, NÁTTBORÐUM, RÚMTEPPUM OG SÆNGURFATNAÐI ÞESSA VIKU. AFHENDING FYRIR JÓL.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.