Morgunblaðið - 12.10.2006, Síða 20

Morgunblaðið - 12.10.2006, Síða 20
20 FIMMTUDAGUR 12. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ MENNING Í KVÖLD klukkan 20 verð- ur heimildamyndin In and Out of Africa sýnd í Reykja- víkurAkademíunni á vegum Menningarmiðstöðvarinnar Gerðubergs og Kviksögu – heimildamyndamiðstöð ReykjavíkurAkademíunnar. Myndin fjallar um fljótandi merkingu afrískra lista og veltir upp spurningum um samband Vesturlandabúa við afríska menningu. Katla Kjartansdóttir þjóðfræðingur fylgir myndinni úr hlaði. Aðgangur er ókeypis. Kvikmyndasýning Heimildamynd um afrískar listir Katla Kjartansdóttir NORRÆNIR músíkdagar halda áfram í dag með af- slöppun og óvissutónleikum. Rúta fer frá Hótel Barón í Reykjavík um kl. 13 í Bláa lónið þar sem fólk getur slappað af, úr Bláa lóninu er haldið á óvæntan stað þar sem tónleikarnir fara fram. Þrjú tónverk verða flutt á þessum tónleikum, sem eng- inn veit hvar verða, eftir Martin Stig-Andersen frá Danmörku, Hanna Hartmann frá Svíþjóð og Camilla Söderberg frá Íslandi. Þessi tónskáld eiga það sameiginlegt að semja nútímaraftónverk. Heimkoma er áætluð um kl. 18. Raftónleikar Bláa lónið og óvæntir tónleikar Bláa lónið FÆREYINGA saga og Ólafs saga Tryggvasonar eru komn- ar út á einni bók í nýrri útgáfu hjá Hinu íslenzka fornrita- félagi. Hafði Ólafur Hall- dórsson umsjón með útgáfunni og ritar hann ennfremur veg- legan formála að bókinni. Rit- stjórar eru Jónas Kristjánsson og Þórður Ingi Guðjónsson. Færeyinga saga er saga Götuskeggja, færeyskrar höfð- ingjaættar sem kennd var við óðalið Götu í Austurey. Oddur Snorrason, munkur á Þingeyrum á 12. öld, tók saman sögu Ólafs kon- ungs Tryggvasonar. Bókaútgáfa Tvær fornsögur á einni bók Færeyinga saga og Ólafs saga Tryggvasonar. Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is EINS og fram kom í þriðjudags- útgáfu Morgunblaðsins hafa þeir Barði Jóhannsson, best þekktur sem heilinn á bakvið Bang Gang, og Sig- urður Pálmi Sigurbjörnsson hleypt nýju útgáfufyrirtæki af stokkunum. From Nowhere Records, eða Frá engu ehf., er í eigu þessara tveggja aðila en þriðjungshlutur fellur í skaut Tónvís, hins nýja fjárfestingasjóðs FL Group. Skipurit fyrirtækisins er á þann veg að Barði er stjórnarfor- maður, Sigurður framkvæmdastjóri og stjórnarmaður og Tryggvi Jóns- son situr í stjórn sem fulltrúi Tónvís. Tækifæri „Ég og Sigurður sáum fram á ákveðið tækifæri í Ameríku og ákváðum að láta slag standa,“ segir Barði, aðspurður um hvers vegna fyrirtækið hafi verið sett á laggirnar. Þau verkefni sem standa nú fyrir dyrum er að koma síðustu plötu Bang Gang, Something Wrong, á Bandaríkjamarkað og einnig næstu plötu þeirrar sveitar, sem út kemur í september/október á næsta ári. Ann- að er ekki fast í hendi ennþá, en markmiðið er að gefa út plötur með öðrum listamönnum, hvort heldur er- lendum eða íslenskum. „Málið er að tvö fyrirtæki í Banda- ríkjunum hafa boðið mér samninga um útgáfu á Bang Gang. Annað fyrir- tækið er lítið, en hitt heldur stórt. Svo hafa verið þreifingar með ýmis- legt annað, sem og útgáfa á Lady and Bird. Það var því nóg um hauka í hornum þegar við hófum undirbún- inginn. Við Sigurður fórum til New York og hittum marga kynningar- og dreifingaraðila og erum við nú búnir að velja þau PR-fyrirtæki sem munu koma að útgáfunni (PR stendur fyrir public relations eða almannatengsl). Þá er verið að ganga frá dreifingar- samningum en ég get ekki upplýst um hvaða fyrirtæki mun sjá um þá hlið mála strax.“ Bækistöðvar fyrirtækisins verða í New York og mun Sigurður sjá um reksturinn þar. Barði verður hins vegar staðsettur á Íslandi þar sem fyrirtækið er skráð en hann verður engu að síður „á stöðugum flækingi“, eins og hann orðar það. „Þetta er auðvitað algjört smáfyrirtæki og við erum t.d. ekki með skrifstofu, Barði segir að raunhæf markmið verði reglan, og starfsemin muni fara hægt og rólega af stað. Kostnaði verði haldið í lágmarki og öllum skýjaborgum haldið úr augsýn. Barði segist ekki munu fylgja neinni sérstakri listrænni stefnu, tónlistin verður einfaldlega að vera góð. „Það er offramboð á lélegri tónlist í heim- inum og því viljum frekar vinna á þeim vettvangi sem ekki er of- framboð.“ Eðlilegt framhald Opnunarpartí From Nowhere Re- cords fer fram í kvöld á Hiro Lounge í New York. Bang Gang mun þá spila sína fyrstu tónleika í Bandaríkjunum í Getty-listamiðstöðinni í Los Angel- es eftir eina viku og einnig á CMJ- tónlistarhátíðinni, sem er ein stærsta sinnar tegundar, en þá koma hundr- uðir sveita fram út um alla borg. Ný stuttskífa með Bang Gang kemur þá út í nóvember og stóra platan í febr- úar/mars eins og áður er getið. Tónlist | Barði og Sigurður Pálmi reka útgáfufyrirtækið From Nowhere Records Raunhæf markmið og enginn asi Morgunblaðið/ÞÖK Frá engu Barði Jóhannsson er stjórnarformaður Frá engu ehf. sem nýverið hlaut styrk til útrásar. VIRTUSTU bók- menntaverðlaun Bretlands, Man Booker-verðlaun- in, voru afhent á þriðjudaginn. Í ár féllu verðlaunin í skaut rithöfund- inum Kiran Desai fyrir aðra skáld- sögu hennar, The Inheritance of Loss. Desai, sem er 35 ára, er yngsta konan til að hljóta þessa eftirsóttu viðurkenningu. Bókina tileinkaði Desai móður sinni, rithöfundinum Anitu Desai, en móðirin hefur þrisvar sinnum verið tilnefnd til verðlaunanna án þess þó að hreppa hnossið. Dómnefndin lofaði The Inher- itance of Loss í hástert og sagði m.a. að þar væri á ferðinni „stórbrotin skáldsaga“ gædd „mannlegri dýpt og visku, skoplegri blíðu og póli- tískri skarpskyggni“. Harmonie Lee, formaður dóm- nefndarinnar, sagði við afhend- inguna að móðir Desai væri örugg- lega stolt. „Það er greinilegt fyrir þau okkar sem höfum lesið verk Anitu Desai að Kiran Desai hefur lært mikið af verkum móður sinnar. Það sem er svo magnað við Kiran Desai er að hún er meðvituð um angló-indverska arfleifð sína en skapar um leið eitthvað einstakt.“ Fyrirfram var talið að Sarah Waters væri sigurstranglegust fyrir bókina The Nigth Watch. Kiran Desai hlýtur Man Booker Móðir hennar tilnefnd þrisvar sinnum Kiran Desai SÆNSKA kvikmyndin Zozo hlýtur kvikmyndaverðlaun Norðurlanda- ráðs árið 2006. Þetta var tilkynnt á fréttamannafundi í Sænsku kvik- myndastofnuninni í Stokkhólmi í gær. Nema verðlaunin um fjórum milljónum íslenskra króna og verða þau afhent við hátíðlega athöfn í Kaupmannahöfn 1. nóvember nk. Tíu kvikmyndir frá Norðurlöndun- um voru tilnefndar til verðlaunanna. Í greinargerð dómnefndar kemur m.a. fram að Zozo sé grípandi mynd sem notfæri sér margvísleg tjáning- arform og „tengir sterka raunsæis- frásögn við ljóðræna myndræna tjáningu, ímyndunarafl og húmor“. Leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar er Josef Fares. Zozo hlut- skörpust DANSKA tón- skáldið Per Nørgård hlýtur Síbelíusarverð- launin í ár, sem talin eru ein fremstu tónlist- arverðlaun Norð- urlanda. Upphæð verðlaunanna nemur 100.000 evrum, euro, tæplega 8,7 milljónum króna. Per Nørgård er fæddur árið 1932 og er fyrsti Daninn til að hljóta verðlaunin. Það er finnski Wihuri-sjóðurinn sem að verðlaun- unum stendur. Síðan um miðja síðustu öld hefur tónskáldið skrifað tónlist sem þykir hafa sérnorræn einkenni. meðal verka hans eru stór hljómsveit- arverk – sex sinfóníur, sex óperur og tveir ballettar – en einnig æf- ingar og raftónlist. Per Nørgård fær Sibeliusar- verðlaunin Per Nørgård FORSETI Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, tók við fyrsta eintakinu af bókinni Ljóð í sjóð í gærdag; bók sem MND-félagið gefur út. Bókin inniheldur málverk, ljóð og geisladisk með íslenskri tónlist og ljóðalestri og gefa tugir íslenskra listamenn úr ýmsum greinum félag- inu, sjúklingum og aðstandendum þeirra, vinnu sína við bókina. Nöfn nokkurra þeirra íslensku listamanna sem að gerð bókarinnar komu má sjá hér til hægri. Listamenn gefa vinnu sína Bókin Ljóð í sjóð gefin út til styrktar MND-félaginu Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson Andri Snær Magnason Edda Heiðrún Backman Einar Már Guðmundsson Eyjólfur Kristjánsson Gerður Kristný Gísli Helgason Guðmundur Jónsson Gyrðir Elíasson Hildur Vala Hörður Torfa Ingibjörg Haraldsdóttir Jón Ólafsson Kristján Árnason Margrét Ólafsdóttir, Steindór Hjörleifsson og Ragnheiður Steindórsdóttir Páll Óskar & Monika Ragnar Sólberg Rafnsson Ragnheiður Gröndal Regína Ósk Rut Gunnarsdóttir Rúnar Júlíusson Sálin hans Jóns míns Sigurður Pálsson Thor Vilhjálmsson Þorsteinn frá Hamri Þórarinn Eldjárn TENGLAR .............................................. www.mnd.is Morgunblaðið/Eyþór Gott málefni Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, veitti fyrsta eintak- inu af bókinni Ljóð í sjóð viðtöku á Bessastöðum í gær. ♦♦♦ ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.