Morgunblaðið - 12.10.2006, Side 23

Morgunblaðið - 12.10.2006, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. OKTÓBER 2006 23 AUSTURLAND Seyðisfjörður | Bókaverslun hefur verið starfrækt í áraraðir við Aust- urveg á Seyðisfirði en nú hefur nýr aðili hafið rekstur með nokkuð önnur viðmið en fyrri bóksalar. Hann heitir Helgi Örn Pétursson og stendur við að mála nýtt en þó gamaldags búðarskilti þegar blaðamann ber að garði. Dóttir hans, níu mánaða gömul, kúrir ut- an dyra í vagninum sínum í mildu haustregninu og inni við má greina höfgan kaffiilm í bland við þurr- akeiminn af gömlum bókum og nýjum. Helgi segist vera Reykvík- ingur og hafi flutt til Seyðisfjarðar sl. sumar. „Ég var hér allt síðasta sumar með konunni minni, Þórunni Ey- mundardóttur, framkvæmdastjóra menningarmiðstöðvarinnar Skaft- fells, en hún er búin að eiga hér hús í þrjú ár,“ segir Helgi. „Við út- skrifuðumst bæði úr myndlistar- deild Listaháskóla Íslands sl. vor.“ Bókabúð eftir eigin höfði Þegar hann er inntur eftir ástæðum þess að hann höndlar nú með bækur segist hann ekki eiga von á að fitna mikið af slíkum rekstri en hafi alltaf haft gaman af að koma í góðar bókabúðir og sé mikill grúskari með töluverða bókaeign á bakinu. „Fyrir ári eða tveimur hefði ég alls ekki getað séð sjálfan mig fyrir mér reka bókabúð á Seyðisfirði. Ekki séns! Snilldin við lífið er að ef maður leyfir hlutunum að gerast þá koma þeir. Ég ber virðingu fyrir því fólki sem rak verslunina hér áður en langar sjálfan að gera búðina eftir mínu höfði. Er kominn með sófa- horn, fína ítalska kaffivél, mynd- listarbækur í sérrekka sem var ekki áður fyrr, geisladiska sem ég fæ frá vinum í 12 tónum og Smekk- leysu og notaðar vasabrotsbækur af ýmsum gerðum. Ég hef kosið að leggja metnað í að hafa eins fjöl- breytt úrval og mögulegt er og verð með allar helstu bækurnar fyrir jólin þótt ég geri mér grein fyrir að ég get ekki keppt við Bón- us á Egilsstöðum. Það sem ég hef hins vegar fram yfir þá er að bjóða upp á persónulega þjónustu og gott andrúmsloft. Mér þykir sjálf- um gaman að koma inn í bókabúðir af þessu tagi og reyni að endur- skapa það umhverfi.“ Helgi segist gjarnan sérpanta bækur fyrir fólk, hafi það eitthvað ákveðið í huga. Hans eigin bóka- smekkur liggur m.a. í ævisögum, skáldsögum, myndlistarbókum og -tímaritum. „Ég hef líka gaman af vissum tegundum af teiknimynda- sögum og bókum um dulræn mál- efni og furðulegheit. Ég veit ekki hvort bókaúrvalið á að einkennast af mínum bókasmekk því ég get auðvitað ekki verið að kaupa mik- inn lager bóka sem eru ekki auð- seljanlegar. Ég fer sjálfsagt var- lega í það.“ Listamenn sækja í Seyðisfjörð Hann segir Seyðfirðinga farna að koma í búðina. „Það hefur lengi loðað við Seyðfirðinga að þeir séu heimsborgarar og bærinn heims- borg á sína vísu. Ég hugsa að þeim þyki þægilegt að hafa svona búð hér. Veltan hrundi um mánaða- mótin ágúst-september þegar ferðamennirnir fóru en mér skilst að það hafi alltaf verið mjög mikið að gera fyrir jólin og bind vonir við það.“ Helgi ætlar að hafa vinnustofu í einu horni búðarinnar þar sem hann getur unnið að list sinni þeg- ar lítið er að gera. „Það er gott að vera á Seyðisfirði, góður og þægi- legur andi hér og svo fannst mér nú bara mjög gott að fara úr 101 Reykjavík. Einhverjir vina minna hristu samt höfuðið yfir því hvað ég væri að pæla með þessu en okk- ur líður mjög vel hér, eigum litla dóttur og höldum ágætis tengslum við listalífið með því að vera hér.“ Hann segir talsvert um að listafólk hafi keypt og sé að festa kaup á húsum á Seyðisfirði, einhver ára sé yfir staðnum sem lokki skapandi manneskjur að honum, en sú ára sé óútskýrð og óhöndlanleg með öllu. „Seyðisfjörður hefur mikið aðdráttarafl og fólki þykir staður- inn spennandi,“ segir hinn nýbak- aði bókabúðareigandi og heldur áfram með skiltið sitt sem brátt mun prýða húsið að utan. Ungur listamaður opnar spennandi bókabúð með gamalt og nýtt á Seyðisfirði Bókagrúsk með kaffibragði Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Gamalt og nýtt Helgi Örn Pétursson leggur listamannslega alúð í nýtt skilti fyrir bókabúðina á Seyðisfirði sem býður upp á bækur og kaffi. Í HNOTSKURN »Ný bókabúð hefur veriðopnuð á Seyðisfirði og mun bjóða upp á fjölbreytt úr- val bókmennta, listaverkarita, notaðra vasabrotsbóka og barnagulla, auk kaffis og þýðs viðmóts. »Eigandinn er nýútskrif-aður frá Listaháskóla Ís- lands og segir listafólk í tölu- verðum mæli festa sér hús á Seyðisfirði og dvelja þar í lengri tíma eða skemmri. Staðurinn veiti innblástur og hafi mikið aðdráttarafl. Höfn | Á aðalfundi Sam- bands sveitarfélaga á Austurlandi (SSA) var m.a. haldið upp á 40 ára starfsemi með dagskrá í menningar- og mennta- setri Hornfirðinga, Ný- heimum og fram haldið á Hótel Höfn. Hápunktur kvöldsins var tvímælalaust þegar nokkrir þjóðþekktir einstaklingar stigu á svið og spiluðu eins og þeir hefðu aldrei gert annað. Hljóm- sveitina skipuðu Albert Eymundsson, fyrr- verandi bæjarstjóri á Hornafirði, Björn Hafþór Guðmundsson, sveitarstjóri á Djúpavogi og nýr formaður SSA, Smári Geirsson, forseti bæjarstjórnar Fjarða- byggðar, Magnús Stefánsson félagsmála- ráðherra og Þorvaldur Jóhannsson, fram- kvæmdastjóri SSA. Stuðið náði hámarki þegar hljómsveitin tók hið þekkta lag Upplyftingar Traustur vinur, en Magnús Stefánsson er gamall meðlimur þeirrar þjóðþekktu hljómsveitar. Stuðboltar á sveitar- stjórnarsviðinu Stjórnsýslurokk upp um alla veggi. Á FIMMTUDAG eftir rétta viku hefur frétta- og auglýsingablaðið Austurlandið göngu sína. Útgefandi er Ís- lensk fréttablöð ehf., sem m.a. rekur frétta- vefinn www.austur- landid.is. Blaðinu verður dreift frítt til heimila á Aust- urlandi og flytur það fréttir, fregnir af dægurmálum, menn- ingu, íþróttum og pólitík úr fjórðungnum. Auglýsingar munu standa undir útgáf- unni. Davíð Sigurðarson er fram- kvæmdastjóri Íslenskra fréttablaða. Nýju vikublaði, Aust- urlandinu, dreift frítt Davíð Sigurðarson framkvæmdastjóri. Ölfus | Um 130 skógar- bændur víðsvegar um land stunda nú nám í Grænni skógum á vegum Land- búnaðarháskóla Íslands. Einnig eru 17 skóg- arbændur á Austurlandi að hefja nám í öðrum hluta. Hópurinn sem sækir Grænni skóga námskeiðin er fjölbreyttur. Flestir eru starfandi bændur en nokkrir eiga jarðir úti um landið og stunda skógrækt með þátttöku í lands- hlutabundnu skógræktarverkefn- unum. Um næstu helgi verða þrjú námskeið á vegum Grænni skóga, á Reykjum, í Holti í Önundarfirði og á Egilsstöðum. Sem dæmi um fjölbreytnina nefnir Magnús Hlynur Hreiðarsson verkefnisstjóri að tveir læknar eru meðal nemenda í Grænni skógum á Suðurlandi. Það eru Guðrún Agn- arsdóttir, forstjóri Krabbameins- félags Íslands, og Sigurgeir Már Jensson, læknir í Vík í Mýrdal. Þau mættu bæði á námskeið á Reykjum um síðustu helgi en ekki fylgir sög- unni hvort heiti námskeiðsins hafi vakið athygli læknanna en það var „Sjúkdómar og skaðar í skógi“. Fjölbreyttur hópur í skógræktarnámi Varmahlíð | Byggðaráð Sveitarfé- lagsins Skagafjarðar samþykkti á fundi sínum í fyrradag að ganga frá verksamningi við verktaka um breytingar á félagsheimilinu Mið- garði sem menningarhúss, eftir að breytingar höfðu verið gerðar á hönnun framkvæmdarinnar. Nýi samningurinn hljóðar upp á liðlega 72 milljónir. Ríkið greiðir kostnaðinn á móti sveitarfélaginu. Fulltrúr minnihlutans í byggðaráði vildu láta gera ráð fyrir lyftu í húsið nú þegar, þannig að tryggt yrði að- gengi fyrir alla um allt húsið. Meiri- hlutinn felldi tillögu þess efnis, sagði að ákvörðun um lyftu yrði tekin síðar í ljósi fjárhagslegs svigrúms. Til að flýta því að framkvæmdir geti hafist, þótt formlegt samþykki bíði sveitarstjórnar, var ákveðið að leita samþykkis fulltrúa utan fundar. Ný hönnun menningar- húss í Varmahlíð kynnt LANDIÐ Mýrar | „Ég held að ég hafi aldrei séð svona heillegt hreindýr, það var ekki einu sinni kúlugat á því,“ segir Stefán Þórisson veiðimaður sem tók þátt í sérstæðum björgunarleiðangri í landi Flateyjar á Mýrum í sveitar- félaginu Hornafirði á dögunum. Félagar úr veiðifélaginu Húbertus voru óheppnir þegar dregið var um veiðileyfi fyrir hreindýravertíðina í sumar. Aðeins einn úr tíu manna hópnum fékk dýr. Þeir óheppnu fóru því til gæsaveiða í Hornafirði. Það fór þó aldrei svo að þeir fengju ekki hreindýr. Hreindýraleiðsögumaður sem orðið hafði var við dýr flækt í vír bað þá og bóndann á Hólmi að koma dýr- inu til bjargar. Tóku þeir með sér töng og fleiri áhöld. Hreindýrið, full- orðin kýr, hafði flækt horn og háls í rúllu af bindivír. Þegar björgunarlið- ið mætti gat það hlaupið tíu metra þangað til vírinn þrengdi að og felldi það. Gátu fjórir menn notað líkams- þunga sinn til að halda því niðri á meðan vírinn var klipptur burt. Stefán Þórisson segir að dýrið hafi ekkert skaddast og hlaupið burt, frelsinu fegið. Hann segir að þeir hafi haft gaman af þessu. Úr því eng- inn félaganna úr veiðihópnum hafi fengið hreindýraleyfi hafi þeir orðið að veiða og sleppa. Gæsaveiðin gekk líka vel. Þeir höfðu 25 fugla á tveimur dögum. Björgun Stefán Þórisson (hampar klippunum), Gylfi Rúnarsson, Magnús Guðjónsson í Hólmi og Jóhann Tómas Egilsson með hreindýrið. Hreindýri bjarg- að úr sjálfheldu Hólmavík | Strandabúðin sem er sölubúð á vefnum sem Galdrasýn- ing á Ströndum rekur hefur lækkað verð á bókum sem nemur fyrirhug- aðri lækkun á virðisaukaskatti. Fram kemur á vefnum strandir.is. að þar séu eingöngu til sölu bækur sem muni bera 7% virðisaukaskatt í stað 14% eftir 1. mars næstkom- andi, samkvæmt ákvörðun rík- isstjórnarinnar. Viðskiptavinir Strandabúð- arinnar munu strax finna fyrir lækkun vöruverðs og Strandabúðin mun taka á sig mismuninn á inn- skatti og útskatti fram til 1. mars. „Með þessu er verið að stíga skref til lækkunar vöruverðs og er um leið hvatning til annarra smásölu- aðila í landinu til að leggja sitt af mörkum í baráttunni við verð- bólgudrauginn,“ segir í frétt á vefnum. Strandabúðin sendir vörur um allt land. Lækka strax skatt á bókum Norðausturland | Trillukarlar á Norðausturlandi hafa sent frá sér ályktun þar sem harðlega er mót- mælt þeim seinagangi sem þeir segja að hafi verið í gerð akfærra vega á svæðinu. Í ályktun Fonts kemur fram að þolinmæði þeirra sé löngu þrotin. Telja þeir óhæfu að ætla sjó- mönnum að böðlast mikið lengur eftir hálfófærum vegum sem ýmist séu baðaðir í saltmettuðu ryki eða leirdrullu. Skora þeir á þingmenn Norðausturkjördæmis að sjá til þess að flýtt verði verulega vega- framkvæmdum frá Kópaskeri til Raufarhafnar og Þórshafnar, það- an til Bakkafjarðar og gerð jarð- ganga undir Hellisheiði og teng- ingu Vopnafjarðar við hringveginn. Sjómenn krefjast akfærra vega

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.