Morgunblaðið - 12.10.2006, Page 24
|fimmtudagur|12. 10. 2006| mbl.is
daglegtlíf
Glænýjar kartöflur, blóðmör og
lifrarpylsa er meðal þess sem
verslanir bjóða á tilboðsverði
um helgina. » 28
neytendur
Gigtsjúkir halda upp á al-
þjóðlega gigtardaginn og ganga
saman frá Lækjartorgi og upp á
Skólavörðuholt. » 26
heilsa
Þau hittast á haustin og taka
fimmtán slátur sem gera um
áttatíu keppi og skipta þeim
svo jafnt á milli sín. » 28
matur
Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur
ben@mbl.is
Á
borðum klæddum
bláum plastdúkum ligg-
ur mör í hrúgum. Nál
og þráður leika í hönd-
um sem komnar eru til
ára sinna og smám saman verður
ólöguleg vömb að framtíðarslát-
urkepp. Litlir snjóhvítir fingur pota
í afraksturinn og eigandinn hryllir
sig: „Ojjjj,“ segir hann með áherslu.
Fríður flokkur áhugasamra nem-
enda frá leikskólanum Sólhlíð er
staddur á Droplaugarstöðum þenn-
an dag. Þeir eru komnir til að læra
handtökin við sláturgerð af sér eldra
og reyndara fólki, fólki sem man þá
daga þegar sláturgerð var ekki bara
skemmtun heldur lífsnauðsyn.
„Komdu hingað, greyið mitt,“ segir
gömul kona og gerir sig líklega til að
aðstoða kornunga kynsystur sína við
að setja upp hvíta plastsvuntu. 87 ár
skilja þær í aldri.
Eftir að búið er að þrífa litlar
hendur í tugatali er hafist handa.
Pjakkur sem saumar vömb einbeitt-
ur er með á hreinu hvað fólkið er að
gera. „Að búa til slátur,“ segir hann
og upplýsir hver næstu skref í fram-
leiðslunni eru. „Maður setur feiti og
blóð ofan í og svo inn í ofn. Og svo
breytist það í slátur.“ Stallsystur
hans tvær fitja upp á nefið þegar
glansandi og sleipar vambir eru
bornar á borð fyrir þær. „Mér líst
bara vel á þetta,“ segir ein og bendir
á glansandi vambirnar en trúverð-
ugleiki hennar fer forgörðum þegar
hún bætir við: „Þær eru mjúkar, en
samt alveg ógeðslegar!“
Límband í stað sauma
Sigurrós Kristinsdóttir, sem lítur
eftir hersingunni á Rauðu deildinni
á Sólhlíð, útskýrir að þarna sé svo-
kallaður skólahópur á ferðinni en
um fjögur ár eru síðan elsti árgang-
urinn í leikskólanum hóf að heim-
sækja heimilisfólkið á Droplaug-
arstöðum. „Þetta kom til af því að
ein mamman sem er iðjuþjálfi var að
vinna hér. Svo vatt þetta upp á sig
og nú heimsækjum við gamla fólkið
reglulega, kannski einu sinni í mán-
uði. Reykjavíkurborg hefur síðan
veitt okkur styrk til þróunarverk-
efnis í samvinnu við Droplaug-
arstaði.“
Verkefni ungra sem aldinna í
þessum heimsóknum hafa verið fjöl-
breytileg. Fyrir utan sláturgerðina,
sem er orðinn árviss viðburður, hafa
krakkarnir sett niður kartöflur með
gamla fólkinu, föndrað fyrir jól og
páska, grillað á sumrin og svo mætti
lengi telja. „Stundum spjöllum við
bara saman, spilum á spil og púslum
og gamla fólkið segir börnunum frá
gamla tímanum. Við viljum líka að
þessar heimsóknir verði sem eðlileg-
astar, líkt og börnin séu að heim-
sækja afa og ömmu. Samveran er
aðalatriðið.“ Hún segir bæði unga
sem aldna ákaflega sæla yfir þessu.
„Þetta skilar sér mjög vel á báða
bóga því börnin hafa ofsalega gaman
af þessu og það birtir yfir gamla
fólkinu við þessar heimsóknir.“
Það fer heldur ekkert á milli mála.
Heldri kona brosir í kampinn yfir
aðförum sláturgerðarmanns í styttri
kantinum sem hamast eins og óður
við að brytja niður mör. „Ég er að
skera maga á kind,“ staðhæfir hann.
Ungur vísindamaður stingur upp á
að nota límband í stað sauma og fé-
lagi hans útskýrir framleiðsluferlið
fyrir blaðamanni. „Fyrst á að skera
kindamaga og búa til poka og svo
man ég ekki meir. Fáum við núna
kex og köku?“
Jú, kex og kaka er handan við
hornið en þetta í bláu flöskunni er
bara fyrir fullorðna fólkið. „Letivín!“
gellur í eldri manni sem þiggur þó
sérrísopann. Hann yljar alltént hið
innra líkt og heimsóknin frá Sólhlíð.
Vinnusemi Emilía sem er 98 ára sýnir Smára og Þór hvernig maður ber sig að við að sníða vambirnar.
Vandvirkar Emilie og Sofia eiga ekki í nokkrum vanda með að hakka mörinn í slátrið.
Hjálpast að Guðlaug 92 ára aðstoðar Þórdísi Huld fimm ára við að setja
upp svuntuna og jafnaldra þeirrar síðarnefndu, Íris Lilja, horfir á.
Feiti og blóð
í maga á kind
Vön Jóhanna, sem er níræð, kann handtökin við mörinn.
Stendur til að heimsækja
Dublin? Unnur H. Jóhanns-
dóttir skoðaði hvað borgin hef-
ur upp á að bjóða. » 30
ferðalög
Morgunblaðið/Eyþór