Morgunblaðið - 12.10.2006, Page 27
neytendur
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. OKTÓBER 2006 27
Gjafahandbók
Flugstöðvarinnar er komin út
Dagana 12. október – 21. nóvember geta farþegar
nálgast Gjafahandbók Flugstöðvarinnar í öllum verslunum
Flugstöðvarinnar og á heimasíðunni www.airport.is.
Gjafahandbókin er jafnframt happadrættismiði og geta
heppnir farþegar unnið til glæsilegra vinninga. Dregið er út
vikulega og eru vinningsnúmer auglýst á heimasíðu Flug-
stöðvarinnar www.airport.is
Góðir farþegar
Vegna framkvæmda í flugstöðinni og aukinna öryggisráðstafanna
hvetjum við fólk til þess að gefa sér góðan tíma fyrir flug.
Mætið tímanlega og njótið ferðarinnar. Innritun hefst kl. 5.00 eða
2 tímum fyrir brottför. FLUGSTÖÐ LEIFS EIRÍKSSONAR
Náttúrulegt tannkrem
Fyrirtækið
Yggdrasill, sem
sérhæfir sig í sölu á
lífrænt ræktuðum
vörum, hefur ný-
lega tekið í sölu
vörulínuna Wala-
Vita sem framleidd
er af WALA Heil-
mittel, sem einnig framleiðir Dr.Hauschka
snyrtivörulínuna.
Um er að ræða þrjár tegundir, SítrónuSalt
og NeemMintu tannkrem og Salvíu munnskol.
WALA Heilmittel hefur við þróun Wala-
Vita-tannkremanna verið í samvinnu við tann-
lækna í Þýskalandi. Tannkremið inniheldur
lækningajurtir og náttúruleg innihaldsefni frá
lífænni ræktun og er án flúors.
Nýr Kristall Sport
Nýr og hitaeiningasnauður vatns-
drykkur, sniðinn fyrir fólk, sem
hreyfir sig reglulega er kominn á
markaðinn.
Kristall Sport er léttkolsýrður og
sykurlaus drykkur, sem er ríkur af
vítamínum og steinefnum sem
hjálpa líkamanum að jafna sig eftir
átök á borð við líkamsrækt eða erf-
iðisvinnu.
Kristall Sport inniheldur sex teg-
undir B-vítamína, kalk, magnesíum
og kalíum og fæst annars vegar með lime- og
jarðarberjabragði og hinsvegar með appels-
ínu- og melónubragði.
Nýtt kaffi fyrir sælkerana
Te og kaffi er nú að setja á markaðinn nýja
vörulínu, sem inniheldur þrjár gæðakaffiteg-
undir, sem koma í 400 gramma umbúðum.
Baunir og malað kaffi seljast á sama verði. Te
og kaffi er með þessari vöru að höfða til hvers-
dagssælkerans í okkur öllum, segir í frétta-
tilkynningu frá fyrirtækinu.
Tegundirnar þrjár heita Java Mocca, Co-
lombia Santos og Expresso Roma. Java Mocca
er léttristuð og bragðmikil blanda sérvalinna
kaffitegunda frá Indónesíu og Afríku. Co-
lombia Santos er meðalristuð og frískleg
blanda kaffitegunda frá Mið- og Suður Am-
eríku. Espresso Roma er dökkristuð blanda
kaffitegunda sem saman gefa hinn eftirsótta
„ítalska“ kaffikeim.
Íslenskt fæðubótarefni
Komið er á markaðinn nýtt íslenskt fæðu-
bótarefni, Pro Fitt prótínduft, sem þróað hefur
verið af sérfræðingum iðnfyrirtækisins Kötlu
og Goran Micic, íþróttafræðings og yfirþjálf-
ara á Nordica Spa.
Pro Fitt er ætlað fólki, sem vill ná auknum
árangri í líkamsrækt. Það inniheldur mysup-
rótín og fæst í þrenns konar útfærslum eftir
því hvaða markmiðum fólk stefnir að. Duftinu
er blandað við ávexti. mjólk, skyr eða vatn og
kemur drykkurinn til dæmis í staðinn fyrir
stöku máltíð eða sem hressing eftir áreynslu
og hjálpar til við uppbyggingu líkamans. Pro
Fitt fæst bæði með súkkulaði- og jarð-
arberjabragði auk þess sem hægt er að fá Pro
Fitt án bragðefna.
NÝTT
Kína um jól
Unnur Guð-
jónsdóttir, hjá
Kínaklúbbi Unn-
ar, ætlar með Ís-
lendinga til Kína
yfir næstu jól og
áramót. Þann 21.
desember verður
flogið til Stokk-
hólms með Icelandair og þaðan með
Air China til Xian gegnum Beijing.
Í Xian verður hinn 2200 ára
gamli „leirher“ keisarans Chin
Shihuang Di skoðaður, en hann
þykir ein merkilegasta fornleif
heimsins. Litla Gæsapagóðan verð-
ur skoðuð, farið verður upp á borg-
armúr Xian, og borgarþjóðminja-
safn verður heimsótt. Fleira verður
skoðað í Xian.
Flogið verður til Shanghai á jóla-
dag, og margt skoðað þar, t.d. hinn
500 ára gamli Yu-Yuan garður og
náttúrugripasafnið. Shanghai er
stærsta borg Kína.
Frá Shanghai verður farið í lest
til borgarinnar Suzhou, lestarferðin
tekur rúman klukkutíma. Hér
kynnist fólk silkiiðnaði landsins.
Þar verður gist eina nótt og farið til
baka með lestinni til Shanghai og
þaðan flogið til Beijing. Höf-
uðborgin hefur upp á margt að
bjóða; Forboðnu borgina, Torg hins
himneska friðar, lamaklaustur og
Garð sólarinnar, sem gerður var ár-
ið 1530. og Hof himinsins. Stóri
múrinn eða kínverski múrinn verð-
ur heimsóttur.
Rétt fyrir miðnætti 2. janúar
2007 endar ferðin á Keflavík-
urflugvelli
Vetraráætlun British Airways
Vetraráætlun British Airways á
flugleiðinni Keflavík – London tek-
ur gildi sunnudaginn 29. október og
verður fjölda vikulegra ferða fækk-
að úr fimm í fjórar meðan hún gild-
ir, auk þess sem brottfarartími
breytist. Vetraráætlunin gildir á
tímabilinu 29. október 2006 til 24.
mars 2007 og verður flogið á mánu-
dögum, fimmtudögum, föstudögum
og sunnudögum. Í lok júlí jók Brit-
ish Airways framboð lágra far-
gjalda verulega milli Gatwick flug-
vallar og fjölda annarra áfangastaða
í Evrópu og má nú fljúga milli
Keflavíkur og London fyrir 6.045
krónur að sköttum meðtöldum.
Þaðan má svo fljúga áfram fyrir
svipaða upphæð til fjölda áfanga-
staða Í Evrópu. Í fréttatilkynningu
frá British Airways kemur fram að
nú sé til dæmis hægur vandi að
fljúga með British Airways fyrir um
tíu þúsund krónur (með sköttum)
frá Keflavík til Amsterdam, Barce-
lóna, Genfar, Madrídar, Marseille,
Nice, Riga, Toulouse, Bologna,
Krakár, Napoli, Písa, Split, Salz-
borgar, Feneyja, Vilnius, Veróna,
Lúxemborgar og fleiri áfangastaða.
Nánari upplýsingar eru að finna á
vef British Airways, ba.com.
vítt og breitt