Morgunblaðið - 12.10.2006, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 12.10.2006, Blaðsíða 31
Morgunblaðið/Þorkell Höfuðborgin Um helmingur landsmanna býr nú í Dublin. Saga höfuðborgar Viðskipti Með komu alþjóðlegra fjárfesta hefur hagur Íra vænkast sl. ár. Í DAGRENNINGU 21. aldarinnar eru það sögurnar af hinum kelt- neska tígur sem fara eins og eldur í sinu um Evrópu og víðar. Það er þó óþarfi fyrir ferðamenn að óttast hann því tígurinn er aðeins tákn- mynd þeirrar umbyltingar sem orð- ið hefur á efnahagslífi Írlands og viðskiptakálfar heimspressunnar birta reglulega afrekssögur af. Saga höfuðborgar Írlands, Du- blinar, þar sem nú býr nær helm- ingur írsku þjóðarinnar eða um tvær milljónir, fór að taka á sig borgarmynd á 10. öld, þegar nor- rænir víkingar komu og tóku sér búsetu á bökkum árinnar Liffey, sem rennur í gegnum borgina en borgarbúar héldu upp á þúsald- arafmælið 1988. Írar eru stoltir af víkingauppruna sínum og líta ekki beinlínis á vík- ingana sem innrásarher líkt og Englendinga. Baráttan um sjálf- stæði þjóðarinnar við þá stóð í aldir og var strandborgin Dublin oftar en ekki í miðju átakanna. Írland hlaut formlega sjálfstæði árið 1922 en í borgarastyrjöld sem braust út í kjölfarið varð borgin illa úti og margar sögulegar minjar voru eyði- lagðar. Plágur og hungursneyðir hafa herjað á borgarbúa í gegnum tíðina eins og landsmenn alla og höggvið stórt skarð í heilu kynslóðirnar. Fá- tækt var viðvarandi allt fram um miðja síðustu öld og fólksflótti mikill nær allt til byrjunar þessarar aldar. Írland gekk í Evrópusambandið árið 1972 og tók þá hagur lands og þjóðar að vænkast, með tilkomu er- lendra fjárfesta og aukinna al- þjóðlegra viðskipta. Það var þó ekki fyrr en um 1990 sem hinn svonefndi keltneski tígur fór að rumska. Í upphafi 21. aldarinnar er Dublin loks orðin að stórborg en sjarm- erandi, þorpslegur bragurinn sem svífur enn yfir borginni sker hana samt frá öðrum evrópskum. www.visitdublin.com MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. OKTÓBER 2006 31 Vika á Spáni ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S H ER 31 58 3 03 /2 00 6 13.200 kr. - ótakmarkaður akstur,kaskó, þjófavörn, flugvallargjaldog skattar. Bíll úr flokki A 50 50 600 • www.hertz.is * Bókaðu bílinn heima - og fáðu 500 Vildarpunkta *Verð miðað við gengi 1. maí 2006.frá www.gisting.dk sími: 0045 3694 6700 Ódýr og góð gisting í hjarta Kaupmannahafnar                      !" #" $ %& %& '$ %& %( )))                                         !""       DYFLINNARBÚAR eru húm- oristar upp til hópa og eiga auðvelt með að gera létt grín að sjálfum sér um leið og þeir hnýta örlítið í aðra. Kímnin er blandin beittri kaldhæðni og ferðamaður sem stíg- ur upp í leigubíl eða strætisvagn í Dyflinni fer ekki varhluta af henni. Þessir fulltrúar í ferðaþjónustunni eru óvægnir gagnrýnendur á írskt samfélag og stjórnmálamenn – og ferðamenn fá sko alveg að heyra hana. „Trúðu ekki öllu sem þú lest í blöðunum um keltneska tígurinn, aðeins helmingurinn er sannur,“ segir leigubílstjóri á leið frá flug- vellinum til miðborgarinnar. ,,Það er ástæða fyrir því að Írar styðja Guinness jafnveglega og raun ber vitni,“ segir strætisvagnabílstjóri í skoðunarferð um borgina og vísar þar til drykkjumenningar þjóð- arinnar sem hljómar ekki miklu betri en hjá Frónbúum. ,,Lífskjörin eru sögð hafa batnað á síðustu ár- um en kaupmáttur margra er í sumum tilfellum minni og vinnutím- inn lengri,“ staðhæfir leigubílstjóri á leið frá miðborginni til flugvall- arins. „Ég held að það væri bara betra að hafa börn við stjórnvölinn, þau er a.m.k. hreinskilin,“ segir hann en ítrekar þó að hann sé stoltur af því að vera Íri. „Við erum víkingar,“ segir gagnrýnandinn á götunni og brosir. Húmor Þjóðfélagsgagnrýnendur leynast víða. Kaldhæð- in írsk kímnigáfa Ölstofa Mikið er drukkið af bjór.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.