Morgunblaðið - 12.10.2006, Side 32

Morgunblaðið - 12.10.2006, Side 32
32 FIMMTUDAGUR 12. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. ÖRYGGI LÖGREGLUMANNA Það færist í vöxt að lögreglu-menn séu í verulegri hættuvið skyldustörf sín. Lands- samband lögreglumanna hefur ítrek- að bent á þetta undanfarin ár. Vopnaburður fer vaxandi meðal af- brotamanna, ekki sízt meðal þeirra, sem stunda fíkniefnaglæpi. Hnífa- burður er orðinn daglegt brauð og undanfarið hefur lögreglan tvisvar sinnum handtekið brotamenn með hlaðin skotvopn. Lögreglumenn hafa bent á að menn, sem hafa ráðizt með stór- hættulegu ofbeldi gegn lögreglu- þjónum, m.a. lagt til þeirra með hnífi, hafi fengið væga refsingu fyrir dómstólum. Það, sem er ekki síður áhyggju- efni, er að það færist í vöxt að lög- reglumenn eru hindraðir í að vinna skyldustörf sín af fólki, sem jafnvel ræðst í hópum að lögreglunni. Þegar handtaka á skemmdarvarga eða slagsmálahunda í miðborg Reykja- víkur um helgar, reynir fólk, sem oft er drukkið eða undir áhrifum fíkni- efna, iðulega að koma í veg fyrir það. Alvarlegasta dæmið um slíkt um langt skeið eru ólætin, sem urðu í Skeifunni fyrir nokkrum vikum, þar sem lögreglumenn urðu að beita kylfum og skjöldum og hóta að nota táragas til að dreifa æstum múgi unglinga. Ekki tekur svo betra við hjá foreldrum sumra óróaseggjanna, sem verja gerðir þeirra og áfellast lögregluna fyrir að taka á ástandinu. Það verður að forðast í lengstu lög að bregðast við þessum vanda með því að vopna almenna lögregluþjóna með skotvopnum eins og langflest nágrannalönd okkar hafa nú gert. Við eigum að halda eins og við getum í það friðsama, vopnlausa samfélag sem við höfum talið okkur geta verið stolt af. Viðbúnaður eins og sá, sem Morgunblaðið greindi í gær frá að lögreglan hefði nú; að hafa alltaf vopnaða viðbragðsbíla á vakt í Reykjavík, á Keflavíkurflugvelli og á Akureyri er hins vegar því miður orðinn nauðsynlegur. Við árásir á lögregluna verður að sjálfsögðu ekki unað. Það verður að vera alveg ljóst að ofbeldi gegn lög- reglumönnum líðst ekki. Þess vegna er fagnaðarefni að Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hefur boðað til- löguflutning á Alþingi, um að refs- ingar vegna ofbeldis gegn lögreglu verði hertar verulega og að sett verði sérstakt ákvæði í hegningarlögin um að refsivert verði að tálma því að lög- reglumenn gegni skyldustörfum. Svo er annað mál hvernig hægt er að vinna gegn því viðhorfi, sem virð- ist ríkjandi hjá einhverjum hópi borgaranna, að það sé bara allt í lagi að lenda í útistöðum við lögregluna og gera að henni aðsúg. Fólkið, sem vinnur erfið og krefjandi störf við að gæta öryggis almennings, á ekki skilið slíka framkomu. En kannski þarf lögreglan að leggja sig enn meira fram við að ná til almennings og útskýra hlutverk sitt og starfs- aðferðir. SEXTÍU MÓÐURMÁL – OG ÍSLENZKAN Hátt í sextíu tungumál eru töluð íleikskólum Reykjavíkurborgar, að því er fram kom í Morgunblaðinu í gær. Það er gífurleg breyting á fáum árum og að flestu leyti jákvæð. Sig- rún Ásta Gunnlaugsdóttir, leikskóla- stjóri á Fellaborg, þar sem um helm- ingur barnanna á sér annað móður- mál en íslenzku, segir mikla kosti felast í hinu fjölmenningarlega sam- félagi leikskólans. Börn, sem alist upp í slíku umhverfi, séu yfirleitt víð- sýnni og umburðarlyndari en önnur, þar sem þau fái fræðslu um ólíka menningarheima. Leikskólar Reykjavíkur hafa nú gefið út bækling á átta tungumálum um tvítyngd og margtyngd börn. Þar er svarað ýmsum spurningum, sem algengt er að brenni á foreldrum, um mál og málþroska barnanna. M.a. eru foreldrar hvattir til að tala eigið móð- urmál við börnin. Í bæklingnum segir þannig: „… rannsóknir sýna að börn- um gengur betur að læra annað tungumál ef þau fá góðan grunn í móðurmáli sínu. Tungumálin vinna ekki gegn hvort öðru, þvert á móti. Ef barnið hefur lært hugtak á móður- málinu auðveldar það því að læra samsvarandi hugtak á íslensku og öf- ugt.“ Það hefur legið fyrir lengi að góð kunnátta í móðurmálinu er ein for- senda þess að börn af erlendum upp- runa geti náð góðum tökum á íslenzk- unni. Ófullnægjandi íslenzkukunn- átta er ein meginorsök þess að þessi börn og ungmenni samlagast ekki ís- lenzku samfélagi sem skyldi; afla sér miklu síður framhalds- og háskóla- menntunar en innfæddir jafnaldrar þeirra, enda iðulega í láglaunastörf- um og verða ekki þátttakendur í ís- lenzku samfélagi í samræmi við upp- lag sitt og hæfileika. Það er þess vegna jákvætt að Reykjavíkurborg gangist fyrir fræðslu til foreldra, m.a. með útgáfu bæklingsins. En það verður að gera miklu meira. Á grunnskólastiginu verða börn, sem ekki hafa íslenzku að móðurmáli, annars vegar að fá kennslu í eigin tungumáli, ekki sízt málfræði, sem fjölskylda þeirra er oft ekki í stakk búin að kenna þeim, og hins vegar að fá sérstakan stuðning í íslenzku. Það að sextíu tungumál séu nú töl- uð í leikskólum Reykjavíkur sýnir að verkefnið er umfangsmikið. Vafa- laust er oft erfitt að finna kennara, sem geta kennt börnum móðurmál þeirra. Og það kostar tíma, peninga og fyrirhöfn að búa til námsefni, sem hentar. En það verður að reyna. Þeir, sem stýra skólamálum hjá ríki og sveitarfélögum, verða að taka frum- kvæði í málinu. Vegna þess að ef ekk- ert er að gert, erum við að skapa fé- lagsleg vandamál, sem við sjáum ekki fyrir endann á. Við viljum ekki að börn innflytjenda lokist af í eigin samfélagskima, í samskiptaleysi, menntunarskorti og láglaunastörf- um. Eftir Skapta Hallgrímsson í Washington skapti@mbl.is Samkomulag Íslands ogBandaríkjanna um varnar-mál var undirritað í utan-ríkisráðuneyti Bandaríkj- anna í Washington um hádegisbil í gær, að bandarískum tíma. Condo- leezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, undirritaði samn- inginn en fyrir Íslands hönd Geir H. Haarde forsætisráðherra og Valgerður Sverrisdóttir utanríkis- ráðherra. Björn Bjarnason dóms- málaráðherra var einnig viðstadd- ur. Condoleezza Rice vék að langri samvinnu ríkjanna í varnarmálum áður en skrifað var undir samning- inn. „Í dag veitir sú vissa okkur hugg- un að ógnin af hernaðarárás gegn Íslandi og Norður-Atlantshafs- svæðinu er minni en nokkru sinni fyrr á dögum okkar kynslóðar. Tog- streita kalda stríðsins, sem mynd- aði grunninn að sameiginlegum vörnum okkar, á nú heima í sögu- bókunum,“ sagði Rice í upphafi. „Á sama tíma gerum við okkur grein fyrir því, að nýjar ógnir hafa komið fram sem kalla á áþekka festu, framsýni og samvinnu. Nú lögum við okkur að hinum nýja veruleika með umbreytingu á sam- bandi Íslands og Bandaríkjanna, öryggissamkomulagi sem hefur verið okkur mjög mikilvægt. Og á síðasta ári höfum við stuðlað að skjótum og jákvæðum breytingum til að tryggja að það megi verða okkur jafnmikilvægt í framtíðinni. Þetta eru breytingar sem tákna ekki skerðingu á öryggi Íslands heldur fela þær í sér að sameiginleg geta okkar til að mæta hnattrænum ógnum samtímans verður efld. Hin uppbyggjandi nálgun sem við höf- um fylgt eftir við þessar breytingar hefur hjálpað okkur að tryggja að Íslendingar muni hafa bestu mögu- legu varnir óháð því hvaða ógnir kunni að koma fram, hvort sem það eru glæpir eða hryðjuverk eða nátt- úruhamfarir eða önnur vandamál,“ sagði Rice. Dýpkar sambandið Geir H. Haarde forsætisráðherra hóf ávarp sitt á að þakka Rice fyrir ræðuna og lýsa yfir þakklæti sínu fyrir niðurstöður viðræðnanna sem hefðu staðið yfir í nokkra mánuði. „Þetta hefur verið langt og strangt ferli og ég hygg að við höf- um komist að mjög svo viðunandi niðurstöðu sem ég vona að muni verða báðum þjóðum til góðs um ókomin ár,“ sagði Gei kvaðst viss um að allir v vissu að varnarsamstarf Ís og Bandaríkjamanna he fyrir hendi í mörg ár; að sa næði allt aftur til síðari he aldarinnar og formlegt skomulag þjóðanna hefð gildi síðan 1951. „Þetta s lag mun áfram verða un sambands okkar og sam sviði öryggis- og varnarm hinn nýi sameiginlegi s sem við erum í þann mund Rice segir Ísle hafa bestu mö Samkomulag undirritað Geir Haarde og Condoleezza Rice undi Björn Bjarnason, dóms-málaráðherra, segir þaðhafa verið rætt í gær aðÍslendingar tengdust hugsanlega stjórnstöð bandarísku strandgæslunnar í Boston og kæmu þar með að mun meira leyti en áður að þríhliða samstarfi Bandaríkjamanna, Kanadamanna og Breta. Björn fundaði með yf- irmanni strandgæslunnar, Thad Allen, í Washington í gær. Björn sagði samstarf Landhelg- isgæslunnar og bandarísku strand- gæslunnar hafa verið gott í gegn- um árin og svo yrði áfram, en málin væru nú komin í það horf að póli- tískur grundvöllur væri fyrir því að útfæra samstarfið með öðrum hætti eftir að varnarliðið hvarf á braut. „Við ræddum hvernig þessu samstarfi yrði best háttað og það eru ýmsar leiðir til að útfæra það. Það var talað um að við myndum hugsanlega tengjast miðstöð strandgæslunnar í Boston, sem hefur með Norður-Atlantshafið að gera, í samvinnu við Kanadamenn og Breta, og að þríhliða samningur á milli þessara ríkja yrði hugs- anlega útvíkkaður þannig að Ís- lendingar kæmu inn í það sam- starf.“ Björn sagði bandarísku strand- gæsluna afar öfluga en Íslendingar hefðu líka ýmislegt fram að færa sem gagnaðist öðrum þjóðum, eft- irlitskerfi og annað slíkt. „Þetta er spurning um heildstæðar myndir í öryggis-, leitar- og björg- unarmálum á Norður-Atlantshaf- inu þar sem við erum virkir þátt- takendur með þessum þjóðum, en komum nú inn í þetta á annan hátt en áður. Bandaríkin hafa eðlilega verið mest í sambandi við Varn- arliðið til þessa en nú verða bein samskipti við okkar stofnanir mik- ilvægari en áður, við Landhelg- isgæsluna og ráðuneytið.“ Með Birni í för í Washington eru m.a. Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, og Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri. Nánara samstarf við Kanada, Bret- land og Bandaríkin Tókust í hendur Geir Haa

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.