Morgunblaðið - 12.10.2006, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 12.10.2006, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. OKTÓBER 2006 35 NOKKUÐ er síðan fyrstu rafbílar komu á markað og mikið átak var gert í að markaðssetja slíka bíla á árabilinu 1995–2000. Meðal annars voru fluttir hingað til lands nokkrir Peugeot rafbílar sem notuðu nikkel- cadmium rafgeyma. Á þessum árum voru bundnar miklar vonir við að raf- geymabílar yrðu framtíðarbílar tæknisamfélagsins. Sérfræðingar spáðu mikilli framþróun í rafgeym- um og að hleðslutími rafgeyma myndi styttast verulega og að drægni bílanna gæti orðið svipað eða litlu minni en hefðbundinna bíla með brunahreyfil. Kostir rafbíla eru miklir fram yfir hefðbundinn brunahreyfil; þeim fylgir engin mengun nema frá framleiðslu og endurvinnslu raf- geymanna, mun betri orkunýtni, hljóð- mengun er hverfandi, „eldsneytið“ – raf- magnið – er mun ódýr- ara en bensín og það er framleitt úr hreinum, innlendum orkulind- um. Gallarnir eru færri en þeir vega þungt: Hleðslutími raf- bíla er 4–8 klst, drægni er oftast ekki nema um 150 km og líftími rafgeym- anna er yfirleitt styttri en hefðbund- inna brunahreyfla, geymarnir eru þungir og innihalda málma sem eru skaðlegir umhverfinu. Stærsti gall- inn er auðvitað sá að orkuþéttleiki í rafgeymum er miklu minni á hvert kg geymis heldur en orkuþéttleiki eldsneytis, hvort sem er bensíns, dís- els, vetnisvökva eða háþrýsts vetnis. Einnig dregur úr afli rafgeymabíla þegar hleðsla geymanna minnkar og þeir verða latir. Þróun rafgeyma Þróun geymanna hefur því miður orðið hægari en við var búist. Að vísu hafa verið þróaðar nýjar gerðir geyma, svokallaðir liþíum-jóna raf- geymar. Væntingar til slíkra raf- geyma voru miklar en því miður hef- ur enn ekki tekist að þróa tæknina þannig að hún svari ýtrustu kröfum hins almenna bíleiganda. Endingin er þó meiri en hefðbundinna raf- geyma, hleðslutíminn er um 4–5 klst og með hraðhleðslu er hægt að ná nokkuð góðri hleðslu á innan við 1 klst. Þessi þróun hefur verið til góðs fyrir framtíðarrafbílinn og með því að tengja rafhlöður og vetnistækni saman mætti ná verulegum árangri í orkunýtni og miklum ávinningi í um- hverfismálum. Tvinnbílar Framþróun á hinni svokölluðu tvinntækni eða blend- ingstækni („hybrid“) hefur verið hröð í seinni tíð og er nú líklegt talið að þar liggi framtíð- arlausnin. Toyota hefur á undanförnum árum sannað tilverurétt tvinnbílanna með Toyota Prius og Lexus. Frumorkan í tvinnbíl- unum er enn bensín en búið er að bæta við raf- ala, rafgeymi, raf- hreyflum og stjórnbún- aði þannig að orkuflæðinu innan bílsins er stjórnað með þeim hætti að orkan nýtist sem best í drifkraft. Rafgeymirinn er frekar smár og hingað til ekki verið hugsaður til ann- ars en innri orkugeymslu. Því hefur ekki verið hægt að hlaða geyminn sérstaklega með því að stinga bílnum í samband líkt og með hefðbundna rafbíla. Þetta kann þó að breytast í náinni framtíð. Í áætlunum Toyota má sjá að fremsta takmark fyrirtæk- isins er að þróa vetnistvinnbíl sem hefur langhæsta nýtni eldsneytisins eins og hún er reiknuð frá tanki út í drif. Vetnistæknin hefur verið að ryðja sér til rúms á undanförnum árum og er nú svo komið að allir helstu bíla- framleiðendur heims eru að vinna að þróun rafbíla sem geyma orku í formi vetnis í stað rafgeyma. Ástæðan er fyrst og fremst sú að vetnisgeymslur er hægt að fylla hratt, svipað því þeg- ar bensíni er dælt á bíl, öfugt við raf- geyma og að drægni vetnisbíla er jafnframt meiri. Með því að sameina þessa tækni og að blanda saman vetnisnotkun og rafgeymum er hægt að ná því besta út úr hvoru tveggja. Orkunýting er mun betri við notkun rafgeyma, en þegar vetni er notað með sem orkuberi er hægt að stytta áfyllingartímann niður í 2 mínútur og koma drægninni í 300–400 km. Framtíðarsýn margra þeirra sem rýna í þessi fræði er því sú að tvinn- bíllinn muni verða með stærri raf- geymi en nú er og að hægt verði að hlaða hann með því að stinga bílnum í samband. Drægni rafgeymisins gæti því verið 40–60 km, sem hugsanlega fer langt með að nægja til daglegrar notkunar innanbæjar. Vilji menn keyra lengri vegalengdir, t.d. til Ak- ureyrar, myndi ferðatími rafgeyma- bíls verða hátt í 12 klst, vegna þess að það þyrfti að hlaða geymana á leið- inni, en með blandaðri tækni yrði ferðatíminn sá sami og nú er. Því má líklegt telja að vetnisbílar framtíðarinnar verði tvinnbílar sem geti nýtt annars vegar raforku frá rafgeymum og hins vegar frá vetni. Ef eingöngu er horft til tækniþróun- ar þá gætu slíkir bílar komið í stað hefðbundinna bíla í dag og uppfyllt allar þær þarfir og kröfur sem nú- tíminn gerir til fólksbíla. Fram- leiðslutækninni fleygir nú fram og kostnaður lækkar ört. Á starfstíma Íslenskrar NýOrku hafa sést miklar kostnaðarlækkanir á nánast öllum þáttum vetnistækninnar, geymslu, efnarafala og samkvæmt spá manna styttist sífellt í fjöldaframleiðslu. Því mun fylgja mun meiri kostn- aðarlækkun en hingað til. Það eru því góðar líkur á því að vetnistvinnbílar verði samkeppnisfærir á almennum markaði innan fárra ára. Slíkir bílar yrðu draumafarartæki sem samein- uðu hámarks orkunýtni með lág- marks umhverfisáhrifum, viðunandi áfyllingartíma, góða drægni og afl. Orkan á bílana yrði hrein og íslensk, rafmagn annars vegar og vetni hins- vegar, sem unnið yrði úr rafmagni. Rafbíll framtíðarinnar Jón Björn Skúlason fjallar um vetnistækni » ...og er nú svo komiðað allir helstu bíla- framleiðendur heims eru að vinna að þróun rafbíla sem geyma orku í formi vetnis í stað raf- geyma. Jón Björn Skúlason Höfundur er framkvæmdastjóri Ís- lenskrar NýOrku. OKKUR hættir til að bölsótast yfir peningum sem nýttir eru til að hjálpa þeim sem minna mega sín. Ég segi að þetta sé arð- bær fjárfesting. Dæmi um það er Hjálpartækjamiðstöð í Kópavoginum. Ríkið notar skattpeninga til að greiða fyrir hjálp- artæki. En vegna þess að mér, til dæm- is, eru útveguð nauð- synleg hjálpartæki, þá er ég heima en ekki á stofnun, ég get stund- að mína vinnu, ég get bölsótast yfir öllum skattinum sem ég greiði um hver mánaðarmót eins og þorri Íslendinga gerir. Svo að með hjálpinni eru mér tryggð borgaraleg réttindi eins og stjórnarskrá Íslands kveður á um. Reyndar getum við gert betur og það mun koma fyrr en seinna. Dæmi um mikla bót á borg- aralegum réttindum er auðvitað mál eins og að fá tækifæri til að anda, einstaklings- miðuð „Hjálparhellu“- þjónusta, afstofn- anavæðing með auk- inni heimaþjónustu svo eitthvað sé nefnt. Við Íslendingar er- um þannig gerðir, sem betur fer, að við vilj- um aðstoða hvort ann- að. Ég tel mig lán- saman mann að vera Íslending og er þess fullviss að við munum fljótlega taka forystu í málefnum þeirra sem minna mega sín í heiminum. Við verðum öðrum fyrirmynd. Eftirfarandi 4 atriði eru efst á lista MND félagsins, verkefni sem koma mörgum smáhópum sjúk- linga til góða og ekki síður sam- visku Íslendinga í lag: 1. Ein- staklingsmiðuð hjálparhellu- þjónusta verði að veruleika. 2. Við fáum raunverulegt val um hjálp- artækið öndunarvél . 3. Íslend- ingar leggi dollar á hvern Íslend- ing til rannsókna á MND sjúkdómnum, öðrum þjóðum til eftirbreyttni. 4. Orlof fyrir alla verði að raunveruleika. Orlofs- svæði með aðgengi fyrir alla, óháð félagsaðild. Ísland er að verða best. Gróðafyrirtækið Hjálpartækjamiðstöð Guðjón Sigurðsson fjallar um málefni MDN sjúklinga »Ég tel mig lánsamanmann að vera Ís- lending og er þess full- viss að við munum fljót- lega taka forystu í málefnum þeirra sem minna mega sín í heim- inum. Guðjón Sigurðsson Höfundur er formaður MND félagsins. Síðustu sætin - 20 nætur Stökktu til Kanarí 26. október frá kr. 39.990 Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Munið Mastercard ferðaávísunina Nú bjóðum við síðustu sætin í sólina til Kanaríeyja í 20 nætur á frábæru verði. Þú bókar og tryggir þér sæti og 4 dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir. Verð kr.39.990 Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna með 2 börn í íbúð. Innifalið flug, gisting í 20 nætur og skattar. Verð kr.49.990 Netverð á mann, m.v. 2 í herbergi/íbúð/ stúdíó. Innifalið flug, gisting í 20 nætur og skattar. FYRR eða síðar verðum við öll fyrir því að sorgin sækir okkur heim í einhverri mynd, þannig er lífið. Sorgin hefur mörg andlit. Engin tvö okkar mæta henni með sama hætti. Þess vegna er mik- ilvægt að öllum sé mætt af skiln- ingi og virðingu á vegi sorg- arinnar, bæði börnum og fullorðnum. Ný dögun heldur fyrirlestur í Fossvogskirkju í kvöld, 12. október, kl. 20. Fyrirlesarinn er Anna Ingólfsdóttir. Hún er aðstandandi, missti maka og á þrjú börn. Fyrirlest- urinn er öllum opinn. Fyrirlesturinn Börn og sorg mun sér- staklega fjalla um sorg barna vegna ástvinamissis. Í gegn- um tíðina hefur sorg barna ekki fengið mikið rými í umfjöll- un um sorg yfirleitt. Það stafar e.t.v. af því að lengi vel var talið að börn fyndu ekki fyrir einkenn- um sorgar á sama hátt og þekkist hjá fullorðnum og því þyrfti ekki að gefa þeim gaum sérstaklega. Þekking á viðbrögðum barna við sárum missi var til skamms tíma takmörkuð og að sama skapi þekk- ing á því hvernig best væri að mæta þörfum þeirra í slíkum að- stæðum. Því hefur gjarnan verið haldið á lofti í gegnum tíðina að hvorki sé hollt fyrir börn að tala um sorg sína né vera þátttakendur í sorg- arferlinu eins og fullorðnir. En börn syrgja rétt eins og fullorðnir og þau þurfa að fá að tjá sig og tala um tilfinningar sínar og fá að orða margvíslegar spurn- ingar og vangaveltur. Mikilvægt er að börn fái að vera þátt- takendur í sorgarferl- inu ásamt foreldrum/ fjölskyldu sem er að takast á við sorgina en á sínum forsendum. Því það að taka þátt í sorgarferlinu með for- eldrum/fjölskyldu er um leið viðurkenning á því að það sé í lagi að finna til og það sé eðlilegt að finna fyrir þeim tilfinningum sem sorgin vekur, tilfinningum sem þau hafa kannski aldrei fundið fyrir áður, enda ný reynsla. Þannig er lík- legra að sársaukinn sem verður til í sorgarferlinu fari í þann farveg, sem nauðsynlegt er að hann fari í, til að hægt sé að horfast í augu við sársaukann og vinna sig í gegnum sorgina. Börn og sorg Elínborg Gísladóttir fjallar um sorgarferli barna Elínborg Gísladóttir » Börn syrgja rétt einsog fullorðnir og þau þurfa að fá að tjá sig og tala um tilfinningar sín- ar og fá að orða marg- víslegar spurningar og vangaveltur. Höfundur er sóknarprestur og for- maður Nýrrar dögunar, samtaka um sorg og sorgarviðbrögð Fréttir í tölvupósti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.