Morgunblaðið - 12.10.2006, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. OKTÓBER 2006 37
ÞAÐ er erfitt að setja ofaní við
þá sem manni þykir vænt um og/
eða ber virðingu fyrir.
Maður vonar alltaf að þeir finni
sjálfir réttu leiðina eða í versta
falli að einhver annar bendi þeim
á.
Þegar viðkomandi forherðist
frekar en hitt þrátt fyrir vinsam-
legar ábendingar, misbýður
manni ítrekað og veldur sjálfum
sér og öðrum skaða þá neyðist
maður að grípa til annarra ráða.
Mér er nefnilega verulega í mun
að ríkisútvarpið lifi og verði aftur
útvarp allra landsmanna.
Ef ég væri ekki sérstakur holl-
vinur rásar 1 Ríkisútvarpsins
mundi ég sjálfsagt láta mér
nægja viðbrögð margra skoð-
anabræðra minna: þusa úti í bæ
um að þetta sé óþolandi, uppá-
þrengjandi og leiðinlegt, saka
stofnunina um mismunun og brot
á Stjórnarskrá Íslands og mann-
réttindasáttmála Sameinuðu þjóð-
anna og síðan slökkva einfaldlega
á þessari rás til langframa.
Það þarf ekki að hlusta lengi á
Rás 1 til að heyra að hún er að
breytast í áberandi málpípu kirkj-
unnar og kristilegu efni er mis-
kunnarlaust dælt yfir hlustendur.
Hér er ekki átt við hinar föstu
sunnudagsmessur, kvöldbænir,
passíusálma og annað hefðbundið
efni sem áratuga aðgangur rík-
iskirkjunnar að útvarpinu hefur
skapað. Sú dagskrá er komin til
að vera og ekki ástæða til að
amast við því. Hér er átt við nán-
ast reglubundið kristnifræðiefni;
viðtöl, frásagnir og fræðslu sem
snerta kristna trú í ýmsum dag-
skrárliðum, morguns, kvölds og
miðjan dag.
Bónusfréttir
og kirkjurásin?
Það kastaði svo tólfunum mánu-
daginn 25. september að ég get
ekki lengur setið undir þessum
vinnubrögðum þegjandi og hljóða-
laus. Þetta var kornið sem fyllti
mælinn.
Í þætti kl 15.03 „Í rútu með
Lúther“ hafði dagskrárgerð-
armaðurinn „fengið að fljóta með“
kirkjunnar mönnum um sögusvið
Lúthers og þar voru meðal ann-
ars langar upptökur með far-
arstjóra úr rútunni. – Auðvitað
allt rammlútherskt efni enda ætl-
að „kirkjunnar mönnum“
Hefði þetta verið ferð á vegum
Bónus og efnið flutt á Stöð 2
hefði allt orðið brjálað í samfélag-
inu og þeim Bónusfeðgum brigsl-
að um ritstýringu á eigin miðlum.
Sennilega hefðum við fengið að
heyra hið gamalkunna orð „Bón-
usfréttir“ frá þeim sem ekki
skilja að það er ekki á valdi eig-
endanna að koma sér á framfæri í
miðlunum, það er stjórnenda mið-
ilsins að marka honum stefnu og
framfylgja henni.
Það sama gildir um mismun-
unina hjá RUV, það er ósann-
gjarnt að stimpla Rás 1 sem
„kirkjurásina“ því kirkjan er að-
eins þiggjandi í málinu. Þeir seku
(ef einhverjir eru sekir) er dag-
skrárgerðarfólk sem sést ekki
fyrir í áhuga sínum á vissu mál-
efni, sinnulaus útvarpsstjóri eða
aðrir stjórnendur sem annað
hvort eru sofandi á verðinum eða
gera sér ekki grein fyrir alvar-
leika málsins.
Útvarp allra
landsmanna?
Ríkisútvarpið hefur þurft að
berjast fyrir tilveru sinni og mun
þurfa að gera það áfram. Til þess
verjast atlögum þeirra sem vilja
það út af markaðinum verður það
að uppfylla kröfur um frjálsan og
óháðan fjölmiðil sem raunveru-
lega er allra landsmanna, þ.e.a.s.
mismunar ekki fólki vegna „kyn-
ferðis, trúarbragða, skoðana,
þjóðernisuppruna,
kynþáttar, litarháttar,
efnahags, ætternis og
stöðu að öðru leyti“
og rekur ekki erindi
eins hagsmunaaðila
(trúfélags) fremur
annars.
Hjá ríkisútvarpinu
starfar úrvalslið dag-
skrárgerðarfólks sem
flest hefur hæfileika
til að leita út fyrir
eigið áhugasvið eftir
skemmtilegu og fræð-
andi efni. Þetta frá-
bæra starfslið er fært um að
skoða menninguna í
landinu án fordóma.
Það er fullkomlega
fært um að kynna
fólkið í landinu fyrir
okkur, líf þess, verk
og áhugamál. Inn í
það flokkast að sjálf-
sögðu trúmál (og þá
einnig annarra trú-
félaga í landinu). Það
getur frætt okkur og
kennt um gamla siði,
nýjustu tækni og vís-
indi og allt þar á milli
í markvissum
fræðsluþáttum. Það getur líka
skemmt okkur með leikjum,
keppnum og upplestri ýmist með
gríni eða af djúpri alvöru. Alls
þessa getur við notið áfram ef
RUV gætir að sér og fylgir al-
mennum siðareglum um að mis-
muna og misbjóða ekki hlust-
endum sínum.
Nú er nóg komið af kristilegu
efni á rás 1, það á ekkert erindi
þangað umfram aðra menningu.
Þjóðkirkjan þarfnast ekki frek-
ari stuðnings ríkisútvarpsins en þá
föstu þætti sem kristinni trú hafa
verið tileinkaðir hingað til. Sé svo,
má einfaldlega stofna sérstakt
þjóðkirkjuútvarp, hingað til hefur
kirkjan ekki verið í vandræðum
með að útvega fé úr opinberum
sjóðum til menningarmála.
Hingað og ekki lengra, nú er
nóg komið af mismunun.
RÚV, nú er nóg komið
Jóhanna Harðardóttir
skrifar um dagskrá
Ríkisútvarpsins
» Það þarf ekki aðhlusta lengi á Rás 1
til að heyra að hún er að
breytast í áberandi mál-
pípu kirkjunnar og
kristilegu efni er mis-
kunnarlaust dælt yfir
hlustendur.
Jóhanna G.
Harðardóttir Höfundur er blaðamaður og
fyrrverandi dagskrárgerðar-
maður m.a. á RUV.