Morgunblaðið - 12.10.2006, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 12.10.2006, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. OKTÓBER 2006 39 FYRIR tæplega 10 árum setti heilbrigðisráðherra nýja reglugerð um greiðslu umönnunarbóta. Í henni fólst nokkur réttarbót fyrir foreldra fatlaðra og alvarlegra veikra barna því greiðslurnar hækk- uðu. En reglugerðin fól meira í sér. Þar var ákveðið að for- eldrar þessara barna gætu ekki notið sam- tímis bóta í fæðing- arorlofi og umönn- unarbóta. Fyrir setningu reglugerð- arinnar fengu þessir foreldrar greiddar umönnunarbætur með barni sem fædd- ist fatlað eða alvar- lega veikt strax frá þriggja mánaða aldri þess. Fyrirkomulag reglugerðarinnar um að saman færu ekki greiðslur í fæðing- arorlofi og umönn- unarbætur var síðan lögfest með lögum um fæðingar- og for- eldraorlof frá árinu 2000. Réttur til greiðslna í fæðingarorlofi er áunninn réttur sem allir ein- staklingar öðlast með þátttöku á vinnumarkaði eða að fullnægðum öðrum tilgreindum skilyrðum. Umönnunargreiðslur eru af öðrum toga. Þeim er ætlað að styðja for- eldra fatlaðra og langveikra barna til að mæta viðbótarkostnaði sem fylgir því að eignast fatlað eða langveikt barn. Mismunandi eðli þessara bóta kemur best fram í því að greiðslur í fæðingarorlofi eru skattskyldar og hafa alltaf verið. Enda er litið á þær með sama hætti og laun. Umönn- unarbætur eru skattfrjálsar og hafa alltaf verið. Á þær er litið sem endurgreiðslu útlagðs kostn- aðar. Það er því ekkert samhengi milli greiðslna í fæðingarorlofi og umönnunarbóta og því ástæðulaust að spyrða þær saman með þeim hætti sem gert hefur verið. Ég tel að með þessu fyrirkomulagi sé rétt- ur brotinn á for- eldrum fatlaðra og langveikra barna, sem bitnar á börnunum. Í jafnræðisreglu stjórn- arskrárinnar felst að allir skuli jafnir fyrir lögunum. Foreldrar fatlaðra og langveikra barna eru það ekki meðan þeim er synjað um það að geta notið samtímis greiðslu í fæðingarorlofi og umönnunarbóta. Þessu vil ég breyta. Ég vil að foreldrar sem eignast fatlað eða alvarlega veikt barn geti strax frá grein- ingu barnsins, sem venjulega er í kring- um þriggja mánaða aldur, notið samtímis fæðing- arorlofsgreiðslna og umönn- unarbóta. Þetta er réttlætismál, barnanna vegna. Stjórnarskrár- brot á börnum? Dögg Pálsdóttir skrifar um reglugerð um greiðslu umönnunarbóta Dögg Pálsdóttir »Ég tel aðmeð þessu fyrirkomulagi sé réttur brot- inn á foreldrum fatlaðra og lang- veikra barna, sem bitnar á börnunum. Höfundur er hæstaréttarlögmaður og gefur kost á sér í 4. sæti í prófkjöri Sjálfstæð- isflokksins í Reykjavík. flísar Stórhöfða 21, við Gullinbrú, sími 545 5500. www.flis.is ● netfang: flis@flis.is Allt fyrir baðherbergið Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn ÁN ÞESS að reikna til sölu Símans eða aðrar ríkiseignir mun tekjuafgangur ríkissjóðs losa rúm- lega 100 milljarða króna á tveggja ára tímabili eða fyrir árin 2005 og 2006. Tekjuafgangurinn er gífurlegur þrátt fyrir stóraukin fram- lög til mennta- og velferðarmála á síð- ustu árum. Skilj- anlega hefur árang- urinn vakið alþjóðaathygli, því samhliða jákvæðri þróun ríkisrekstrar hafa íslensk félög vakið mikla athygli fyrir áræði og dug í þeirri hörðu keppni sem einkennir alþjóðaviðskipti í dag. Minni vaxtagjöld greiða niður matvælaverð Tekjuafgangur af ríkisrekstri undanfarinna ára hefur einnig nýst að stórum hluta til greiðslu á erlendum skuldum ríkissjóðs. Ný- verið komst ríkissjóður í þá stöðu að inneign hans hjá Seðlabank- anum er orðin hærri en erlendar skuldir að samanlögðu. Nið- urgreiðsla skulda hefur tryggt rík- issjóði þá einstöku stöðu að sparn- aður á vaxtagjöldum tryggir fé í stað lánsfjár til að mæta aðgerð- um ríkisstjórnarinnar, s.s. þeim sem eru á næsta leiti og lúta að stórfelldum en blönduðum aðgerð- um til að ná matarverði í landinu niður. Ég efast um að stjórnarandstöð- una hefði órað fyrir þeim mögu- leika að niðurgreiðsla á skuldum og ábyrgur ríkisrekstur gæti haft jafn víðtæk og jákvæð áhrif á landsmenn alla. Ríkisstjórnin er á réttri leið og fram- undan eru spennandi tímar. Landsmenn verða að gera sér grein fyrir mikilvægi þess að ábyrg og að- haldssöm stefna í rík- isfjármálum kemur okkur öllum til góða. Fulltrúar Sjálfstæð- isflokksins hafa um langa hríð verið í því erilsama embætti að halda um stjórn- artaumana í fjármálaráðuneytinu. Árangurinn hefur ekki látið á sér standa. Framtíðin Ég er talsmaður þess að tekju- skattur á einstaklinga verði sam- bærilegur og fyrirtækja eða um 18%. Hinn vinnandi maður, fjöl- skyldur á ferð sinni í gegnum lífið, þurfa á slíku svigrúmi og hvatn- ingu að halda, rétt eins og fyr- irtækin í landinu. Eftir að ríkisstjórnir Sjálfstæð- isflokksins lækkuðu skatta á lög- aðila (fyrirtæki) jukust stórum skatttekjur hins opinbera frá sömu aðilum. Reynslan hefur að minnsta kosti veitt okkur ákveðið öryggi um að ná sama markmiði fyrir einstaklinga. Velferðarkerfið Sjálfur tel ég sjálfstæðisstefn- una vera okkur Íslendingum holl- asta. Hún tryggir okkur öllum ákveðið svigrúm og hún aðstoðar okkur við að hjálpa okkur sjálfum. Að sama skapi ítreka ég við sam- flokksmenn mína að öfgastefna til hægri er ávísun á slæman árangur í stjórnmálum. Fjölmargir tals- menn og trúnaðarmenn flokksins hafa með ákveðnum hætti lýst yfir vilja og ábyrgð til að takast á hendur ný verkefni. Ég nefni í því sambandi hvort ekki sé orðið tímabært að sjálfstæðismenn taki að sér ráðuneyti heilbrigðis- og tryggingamála. Ég á sæti í heil- brigðisnefnd Alþingis og hef á stuttum tíma kynnst málaflokkn- um nokkuð vel. Tækifæri til auk- ins árangurs á sviði velferðarþjón- ustunnar eru til staðar. Með réttu átaki er hægt að auka þjónustu á sama tíma og hreinsað er til við almennan rekstur sem leiða mun til aukinnar hagræðingar innan málaflokksins. Ég þakka þeim sem lásu. Rekstur ríkissjóðs í góðum farvegi Gunnar Örn Örlygsson skrifar um stefnumál sín » ...samhliða jákvæðriþróun ríkisrekstrar hafa íslensk félög vakið mikla athygli fyrir áræði og dug... Gunnar Örn Örlygsson Höfundur er alþingismaður . Hraunhamar fasteignasala hefur fengið í sölu í Sjálandinu í Garðabæ, stórglæsilega 135 fm íbúð á 4. hæð (efstu) í mjög fallegu og vönd- uðu lyftuhúsi. Þar af er geymsla í kjallara 11,5 fm og sérstæði í lokaðri bílageymslu. Glæsileg- ar ca 40 fm svalir fylgja eigninni, sjávarútsýni. Eignin skiptist í forstofu, hol, eldhús, stofu, borðstofu, 2 herb., hjónah., baðh., þvottah., geymslu og bílageymslu. Fallegar innréttingar og gólfefni. Frábær staðsetning. Verð 42,5 millj. Laus strax. Upplýsingar veitir Þor- björn Helgi, s. 896 0058. Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is Norðurbrú - 4ra - Gbæ - LAUS STRAX Hraunhamar fasteignasala hefur fengið í einka- sölu sérlega glæsilega 185,5 fermetra íbúð á 3. hæð, þar af er bílskúr 37,1 fermetri í góðu vel staðsettu fjölbýlishúsi við Hrísmóa í Garðabæ. Eignin er á tveimur hæðum og skiptist í forstofu, hol, eldhús, stofu, borðstofu, sólstofu, baðher- bergi, barnaherbergi, hjónaherbergi, þvottahús og geymslu. Á efri hæð er alrými sem auðveld- lega er hægt að útbúa herbergi. Fallegar innrétt- ingar og gólfefni eru parket og flísar. Verð 37,5 millj. Upplýsingar veitir Þorbjörn Helgi, s. 896 0058. Skipti möguleg á stærri eign. Hrísmóar - M. bílskúr Hraunhamar fasteignasala kynnir sérlega smekk- legt parhús á þessum góða útsýnisstað í Ása- hverfinu í Garðabæ. Húsið er 170,9 fm auk bíl- skúrs sem er 28,5 fm, samtals 199,4 fm. Skipting eignarinnar: Neðri hæð: Forstofa, bílskúr, hol, stofa, borðstofa, eldhús, baðherb. og geymsla. Efri hæð: 3 svefnherbergi, sjónvarpshol, tvennar svalir, baðherbergi og þvottahús. Glæsilegar inn- réttingar og gólfefni. Eignin getur verið laus fljót- lega. Verð 53,5 millj. Upplýsingar veitir Þorbjörn Helgi, s. 896 0058. Grjótás 6
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.