Morgunblaðið - 12.10.2006, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 12.10.2006, Blaðsíða 44
44 FIMMTUDAGUR 12. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Alma Pálma-dóttir fæddist á Búðum í Fáskrúðs- firði 26. janúar 1932. Hún lést á heimili sínu í Reykjavík sunnu- daginn 1. október síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Þóra Stefánsdóttir húsfreyja, f. í Fá- skrúðsfirði 1.7. 1910, d. 30.11. 1948, og Pálmi Þórðarson útgerð- armaður, f. í Fáskrúðsfirði 22.5. 1906, d. 16.12. 1991. Systkini Ölmu eru Kolbrún, f. 1937, dó á fyrsta ári, Stefán, f. 1938, Gústaf, f. 1940, Sigurbjörg, f. 1944, og Þórður, f. 1945. Alma giftist árið 1950 Ólafi Amina, f. 1997, synir Gunnars eru Daði Már, f. 1997, og Daníel Breki, f. 2000, sonur Vigdísar og Gunnars er Pálmi Hrafn, f. 2004. c) Pálmi, f. 1979, d. í slysi 2002. 2) Linda, f. á Patreksfirði 1955, maki Hafsteinn Eyjólfsson, f. í Reykjavík 1956. Dóttir þeirra er Alma, f. 1997. Sonur Hafsteins er Sturla Már, f. 1984. Alma stundaði nám við Héraðs- skólann á Laugarvatni og Hús- mæðraskólann í Reykjavík. Hún bjó m.a. á Patreksfirði, Akranesi og Hafnarfirði, þar sem Ólafur starfaði sem kennari, en frá árinu 1974 bjuggu þau á Kjartansgötu 9 í Reykjavík. Alma var í fullu starfi utan heimilis í tæp 30 ár, lengst af við verslunarstörf. Hún var verslunarstjóri um árabil og rak eigin verslun um tíma. Sein- ustu starfsárin vann hún í versl- uninni Seymu á Laugavegi. Útför Ölmu verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. Jónssyni kennara, f. í Hvammi í Fá- skrúðsfirði 23.2. 1927. Hann er sonur Stefaníu S. Ólafs- dóttur, f. í Fáskrúðs- firði 1894, d. 1971, og Jóns Oddssonar, f. í Fáskrúðsfirði 1891, d. 1933. Börn Ölmu og Ólafs eru: 1) Þórir, f. á Búðum í Fáskrúðsfirði 1950, kvæntur Sigrúnu Ás- kelsdóttur, f. á Drangsnesi í Strandasýslu 1953. Börn þeirra eru: a) Dagur, f. 1974, kvæntur Hjördísi Dögg Grímarsdóttur, f. 1980, sonur þeirra er Aron Elvar, f. 2004. b) Vigdís, f. 1975, gift Gunnari Ásgeiri Sigurjónssyni, f. 1975, dóttir Vigdísar er Sigrún Samband mitt við ömmu mína var mjög sérstakt. Það einkenndist af óendanlegri væntumþykju, örlæti og gleði. Frá því ég man eftir mér kall- aði hún mig alltaf gullmolann sinn. Það þótti mér alltaf vænt um. Ég á margar góðar minningar um ömmu. Minningar sem seint gleym- ast. Þar sem ég var búsettur á Akra- nesi og amma og afi í Reykjavík hitt- umst við ekki daglega. Það var því ávallt mikil tilhlökkun þegar við hitt- umst öll. Ég man þá sérstaklega eft- ir spenningnum sem myndaðist rétt fyrir áramótin. Þá fórum við fjöl- skyldan til Reykjavíkur og héldum áramótin hátíðleg ásamt ömmu og afa. Amma var örlát kona og reynd- ist mér oft vel á erfiðum tímum í lífi mínu. Það vantaði ekki hrifninguna og hrósið í minn garð þegar við hitt- umst. Hún sagði mér í hvert skipti sem við hittumst hversu ánægð hún var með mig. Þegar ég eignaðist son minn, Aron Elvar, dásamaði hún litla molann sinn í bak og fyrir. Hún hafði alltaf orð á því hversu fallegt barnið væri. Því miður urðu heimsóknir okkar síðustu ár ekki jafnmargar og áður. Aðstæður okkar beggja sköpuðu það. Við fluttum til Grindavíkur og síð- an fluttu mamma og pabbi til Reykjavíkur og voru því fleiri staðir til að heimsækja. Ég vildi að sonur minn hefði haft tækifæri til að kynn- ast henni betur. Ég mun án efa segja honum frá henni. Amma var mikil sögukona. Hún gaf sig alla í sögurnar og sagði svo skemmtilega frá. Það var sama hvort hún var að tala um hluti sem henni líkaði eða mislíkaði. Alltaf var hægt að brosa að henni. Amma skildi til dæmis aldrei hvers vegna við Hjör- dís fluttum til Grindavíkur. Margoft sagði hún okkur söguna frá því hvernig Grindavík hefði tengst lífi hennar í gegnum tíðina. Þegar hún loksins sá fram á að þurfa ekki að heimsækja Grindavík oftar fluttum við í bæinn henni til mikillar gleði. Það var ýmislegt sem við amma brölluðum saman. Bíóferðirnar okk- ar voru sérlega minnisstæðar og stendur þá helst upp úr þegar sú gamla skellti sér með mér á hnefa- leikamyndina Rocky. Hún hafði kannski ekkert sérlega gaman af bíómyndum en naut samvistanna við mig. Þegar ég lít til baka má með sanni segja að amma hafi verið einstök kona. Ég sagði það kannski ekki oft en mér þótti mjög vænt um hana og mun ég sakna hennar sárt. Megi minning hennar lifa um ókomin ár. Dagur Þórisson. Ótal spurningar og vangaveltur flugu upp í hugann minn er ég settist niður til að skrifa grein um Ölmu ömmu mína sem að dó snögglega 1. október síðastliðinn. Hvernig skrifar maður minningargrein um einhvern sem skipaði stóran sess í lífi manns? Hvernig kveður maður einhvern sem manni þykir vænt um? Ég er svo heppin að eiga óteljandi minn- ingar tengdar henni ömmu minni, ef ég ætlaði að fjalla um þær allar myndu þær líklega nægja í heila bók. Ekkert eitt orð lýsir þeirri marg- breytilegu manneskju sem amma mín var. Í mínum augum var hún einstök amma. Gestrisnari mann- eskju hef ég aldrei hitt og gjafmildi hennar var engu lík. Þegar ég var barn á Akranesi var amma mín alger draumaamma, allar vinkonur mínar öfunduðu mig af því hvað hún dekraði við mig og bræður mína tvo er við vorum í heimsókn hjá henni og afa í Reykjavík. Við fórum saman í Miklagarð og amma og afi keyptu allt sem okkur langaði að borða. Lindubuff, staur, lakkrískon- fekt og gos, það voru engin takmörk, við réðum ferðinni. Seinni partinn löbbuðum við svo á vídeóleigu og við systkinin völdum okkur nokkrar spólur. Kvöldinu var svo eytt í að glápa á hverja spóluna á fætur ann- arri, amma tíndi í okkur góðgætið og við að sjálfsögðu skófluðum því í okkur. Á þessum stundum var hún í essinu sínu og naut þess að veita okkur allt sem hugur okkar girntist. Þetta var lífið í augum mínum og bræðra minna. Aumingja mamma sem tók svo við okkur á sunnudags- kvöldi gerspilltum af dekri. Amma var mestalla ævi sterk og heilsuhraust kjarnakona. Hún var eins og stormsveipur er hún þreif allt hátt og lágt og ég hef aldrei séð neinn eins fljótan að vaska upp enda var henni einhvern tímann líkt við uppþvottavél sagði hún mér oft hlæj- andi, það var sko kraftur í minni. Þverlynd og þrjósk gat hún einnig verið blessunin og stundum óþarf- lega hreinskilin. Hún lá ekki á skoð- unum sínum um flesta þætti mann- lífsins. Við vorum ekki alltaf sammála og gátum orðið argar hvor út í aðra en við sættumst alltaf og vorum sáttar við að vera ósammála um ýmsa hluti. Þrátt fyrir það vor- um við góðar vinkonur og ég hafði alltaf gaman af því að heimsækja ömmu mína jafnt sem barn og full- orðin kona. Hún hafði yndi af því að fylgjast með börnunum mínum vaxa úr grasi og talaði allaf um hvað Sig- rún Amina mín væri heppin að vera með svona fallegan húðlit, hana sjálfa dreymdi um að vera brún og eyddi miklum tíma í sólböðum. Einn- ig var hún svo ánægð með að hann Pálmi Hrafn sonur minn er sterk- byggður eins og Pálmi frændi hans var. Ég er þakklát fyrir það hlutverk sem amma mín hefur leikið í mínu lífi. Ég mun ávallt minnast hennar með hlýhug, væntumþykju og virð- ingu. Blessuð sé minning hennar. Vigdís Þórisdóttir. Elsku amma. Það var alltaf svo gaman að vera Alma Pálmadóttir                   Elskuleg móðir okkar og tengdamóðir, ANNA JAKOBÍNA GUÐJÓNSDÓTTIR fyrrum húsmóðir á Dröngum á Ströndum, sem lést á dvalarheimilinu Höfða mánudaginn 4. október sl., verður jarðsungin frá Akranes- kirkju föstudaginn 13. október kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á dvalar- heimilið Höfða eða líknarstofnanir. Fyrir hönd aðstandenda, Þorbjörg Samúelsdóttir, Stígur Herlufsen, Ágústa G. Samúelsdóttir, Sigurvina G. Samúelsdóttir, Erlingur Guðmundsson, Bjarnveig Samúelsdóttir, Magnús Jakobsson, Selma J. Samúelsdóttir, Ágúst Gíslason, Jón Kristinsson, Úrsúla E. Sonnenfeld, Sveinn Kristinsson, Borghildur Jósúadóttir, Sólveig S. Kristinsdóttir, Þórir Þórhallsson, Arngrímur Kristinsson, Margrét Hannesdóttir, Elías S. Kristinsson, Ingibj. Guðrún Viggósdóttir, Guðmundur Óli Kristinsson, Jóhanna Jóhannsdóttir, Guðjón S. Kristinsson, Jóna Sveinsdóttir, Benjamín Kristinsson, Lára Jónsdóttir, Óskar Kristinsson, Fríða Ingimarsdóttir. Lokað Saumsprettan við Ingólfstorg verður lokuð í dag, fimmtudaginn 12. október, vegna jarðarfarar DÚFU KRISTJÁNSDÓTTUR. Saumsprettan ehf. Móðir okkar og tengdamóðir, ANNA MARGRÉT SIGURÐARDÓTTIR, Hringbraut 50, (áður Bólstaðarhlíð 45), verður jarðsungin frá Fossvogskapellu föstu- daginn 13. október kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á SOS- barnaþorpin, sími 564 2910. Guðrún Hanna Kristjánsdóttir, Magnús Guðjónsson, Margrét Kristjánsdóttir, Jón S. Friðjónsson, Sigurður Örn Kristjánsson, Ingibjörg M. Karlsdóttir. Móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, MARÍA STEFÁNSDÓTTIR, dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri, lést laugardaginn 7. október. Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 17. október kl. 13.30. Sigurbjörg Ólafsdóttir, Hilmar Tryggvason, Albert K. Ólafsson, Björk Björgvinsdóttir, Guðrún Ólafsdóttir, Lilja R. Ólafsdóttir, Stefán K. Ólafsson, Gerður Árnadóttir, Ellert M. Ólafsson, Arnfríður A. Sigurgeirsdóttir, ömmu-, langömmu- og langalangömmubörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR SÓLEY SIGURJÓNSDÓTTIR, Þangbakka 10, Reykjavík, lést á Landakotsspítala föstudaginn 6. október. Jarðarförin fer fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Inga Jóna Stefánsdóttir, Jóhann S. Stefánsson, Stefanía Sigurbjörnsdóttir, Helga Kristín Stefánsdóttir, Guðmundur Ó. Baldursson, Sæmundur Jón Stefánsson, Ásthildur Sigurjónsdóttir, Þórður Rúnar Stefánsson, Birna Pála Rúnarsdóttir, Linda María Stefánsdóttir, Valgarð Einarsson, Dóra Mjöll Stefánsdóttir, Rafn Emilsson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, KETILL EYJÓLFSSON, Hrafnistu, Hafnarfirði, lést á Hrafnistu, Hafnarfirði, miðvikudaginn 11. október. Jarðarförin verður auglýst síðar. Guðrún Eyberg Ketilsdóttir, Sæmundur Árnason, Sigurður Steinar Ketilsson, Sólveig Baldursdóttir, Helga Eyberg Ketilsdóttir, Torfi Kristinsson. Konan mín, VALGERÐUR ÓSKARSDÓTTIR, Prestastíg 4, Reykjavík, er látin. Gissur Ó. Erlingsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.