Morgunblaðið - 12.10.2006, Qupperneq 50

Morgunblaðið - 12.10.2006, Qupperneq 50
Einn af eftirlætissjónvarps- þáttum Birtu Björnsdóttur er Arrested Development, sem hætt er að framleiða. » 53 af listum |fimmtudagur|12. 10. 2006| mbl.is Staðurstund Íslenski dansflokkurinn frum- sýnir í dag tvö frumsamin verk eftir þrjár konur í Borgarleik- húsinu. » 52 dans Miklar hræringar eru á Tónlist- anum og plötur skipta um sæti, ef frá er talið toppsætið sem Baggalútur einokar. » 55 tónlist Tvennir tónleikar á Norrænum tónlistardögum eru hér teknir til umfjöllunar gagnrýnenda Morgunblaðsins. » 55 gagnrýni Saga Ágústs Borgþórs Sverr- issonar er fulltrúi Íslands í al- þjóðlegu smásagnasafni sem kemur út í Manchester. » 54 smásögur Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is L ALALA er nefndur nýr geisladiskur söngkon- unnar Hildar Völu Ein- arsdóttur sem kemur í búðir í dag. „Mér fannst þetta mátulega hlutlaust og kjána- legt nafn á diskinn, það er alltaf snú- ið að finna titla á diska en mér fannst þessi skemmtilegur og passa vel og svo vísar nafnið á eitt lag á disknum sem heitir einmitt „Lalala“,“ segir Hildur Vala hress þegar blaðamaður náði tali af henni á miklum annatíma fyrir útkomu disksins. „Sumum finnst þetta kannski skrítinn tími fyrir mig að gefa út disk þar sem ég er á seinnihluta meðgöngu en mér finnst þetta ekki óhentugri tími en annar. Ég var búin að hlusta á mikið af góðu efni sem mér bauðst og lang- aði bara að gera skemmtilega plötu með flottum íslenskum lögum.“ Tólf ný lög Á Lalala er að finna tólf ný lög eft- ir ýmis íslensk tónskáld og textahöf- unda. „Þetta eru allt ný lög, það er svo mikið af fólki út um allt að semja flott lög og það er heiður fyrir mig að fá að syngja þau.“ Að mati blaða- manns er diskurinn einstaklega ís- lenskur og haustlegur, Hildur Vala segir að þau hafi ekki stílað inn á það en hann hafi bara orðið þannig. Disk- urinn er að mestu tekinn upp í hljóð- veri í Danmörku. „Við vorum ekki mjög lengi að vinna diskinn, fórum út í ágúst með alla hljóðfæraleik- arana í upptökur og dútluðum svo í honum hérna heima,“ segir Hildur Vala og bætir við að hún hafi haft mjög gaman af því að vinna þennan disk. Hljóðfæraleikararnir á Lalala eru þeir sömu og á fyrsta diski Hild- ar Völu sem kom út í byrjun árs í fyrra. „Miðað við þennan disk var fyrsti diskurinn minn frekar auðveld- ur, hann kom í kjölfarið á Idol- keppninni og ég bara valdi mér lög til að syngja. Lalala er allt annað, á hon- um er ég allt í öllu og vinn lögin frá grunni.“ Gömul taska í uppáhaldi Spurð út í uppáhaldslag á disknum á Hildur Vala erfitt með val. „Mér finnst fyrsta lagið hans Egils Ólafs- sonar mjög skemmtilegt og „Gömul taska“ eftir Sigurð Bjólu og Kristján Hreinsson líka, það er svo fyndið að syngja um gamla tösku, annars er ég mjög ánægð með diskinn í heildina og hann er allur í uppáhaldi.“ Það eru ekki hæg heimatökin hjá Hildi að fylgja geisladisknum eftir því hún á að eiga sitt fyrsta barn eftir mánuð. „Ég ætla að fylgja disknum eftir þeg- ar ég nenni því, líklega í desember. Ég á ekki jafnauðvelt með að syngja núna og vanalega, er bara meira í því að vera ólétt. En ég vildi koma diskn- um frá mér sem fyrst því ég var svo fersk svona nýbúin að vera á kafi í efninu,“ segir Hildur Vala sem aðdá- endur gætu þó átt von á að sjá á vappi á reykvískum göngugötum í tengslum við útgáfuna á Lalala. Morgunblaðið/Sverrir Ánægð Hildur Vala Einarsdóttir tók nýjan geisladisk sinn, Lalala, að mestu upp í Danmörku seinasta sumar. Fyndið að syngja um gamla tösku HEIMILDARMYNDIN Af engum fjallar um ástand í Mexíkó og öðr- um Mið-Ameríkulöndum sem hefur skapast vegna hörmulegs efnahags- ástands í álfunni og neyðir sífellt fleira fólk til að ferðast ólöglega til Bandaríkjanna í leit að atvinnu. Daglega heyrir maður í fréttum að rómanskir Ameríkanar séu orðnir að plágu sem Bandaríkja- menn hafi ekki undan að halda ut- an landamæranna en maður fær sjaldnar að heyra af þeim raunum sem þetta sama fólk ratar í á leið- inni yfir Mið-Ameríku og til Banda- ríkjanna. Í myndinni er rætt við fjöldann allan af flóttamönnum og ólögleg- um innflytjendum sem handteknir hafa verið í Mexíkó en þar lýkur ferð þúsunda ólöglegra innflytj- enda. Hafa þeir flestir hörmulegar sögur að segja af landamæravörð- um, lögreglu og glæpagengjum sem sitja um fátæka farandverka- menn. Sögurnar eru margar og hver annarri hræðilegri en sú aðgát sem Tin Dirdamal sýnir viðföngum sín- um færir myndinni enn meiri dýpt. Hér er á ferðinni heimildarmynd sem er mjög upplýsandi um ástandið í Mið-Ameríku og færir þungamiðju ástandsins frá landa- mærum Bandaríkjanna til hins raunverulega vandamáls sem eng- inn virðist tilbúinn að leysa. Í leit að rót vandans KVIKMYNDIR RIFF 2006: Iðnó Leikstjórn: Tin Dirdamal. 82 mín. Mexíkó, 2005. Af engum (De nadie) –  Höskuldur Ólafsson CHARLES Spencer, leikhúsrýnir breska dagblaðsins Daily Telegraph, gefur Hamskiptunum, í leikgerð ís- lenska leikhópsins Vesturports, mjög góða dóma í gagnrýni sinni sem birtist í blaðinu í gær. Segir Spencer sýninguna eina þá bestu á þessu ári og lýsir henni sem hrífandi og ásækinni framsetningu á sígildri sögu. Spencer hefur greinilega hrifist mjög af sýningunni, en hann er óspar á lýsingarorð í grein sinni. Gagnrýnandi tók andköf Segist gagnrýnandinn hafa tekið andköf yfir sjónrænu leikhúsi hóps- ins og fimleikum, en að sýningin veki jafnframt hugsanir og tregafulla til- finningadýpt. Leikurum sýningarinnar er hrós- að fyrir leik sinn og segir Spencer í gagnrýni sinni Gísla Örn Garð- arsson, aðalleikara sýningarinnar, sameina á snilldarlegan hátt trega og glæsilegan fimleika. Þá fá Nína Dögg Filippisdóttir, Kelly Hunter og Ingvar E. Sigurðsson lof fyrir sinn þátt í sýningunni og segist Spencer vona að framhald verði á samstarfi þessa íslenska og breska hæfileikafólks. Svipaða lofræðu er að finna á menningarvefritinu The Stage. Gagnrýnandinn Nuala Calvi fer fögrum orðum um túlkun leikhóps- ins á verkinu en að hans mati er stjarna sýningarinnar Börkur Jóns- son leikmyndahönnuður. Segir hann óreiðukennda sviðsmyndina í full- komnu samræmi við inntak verksins og fimleikaburði leikhópsins. Hamskiptin Gísli Örn Garðarsson í hlutverki Gregors Samsa. Hrífandi Hamskipti Börkur Jónsson stjarna sýningarinnar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.