Morgunblaðið - 12.10.2006, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 12.10.2006, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. OKTÓBER 2006 51 Norrænir músikdagar á Íslandi 5.–14. október 2006 www.nordicmusicdays.is 010100101010 0101010ATGC10101010ATGC 1010ATG 01010A 10ATG 01010101010ATGC1010 01010ATGC10ATGC0 0101010ATGC 010ATGC1010 ATGC01010A Samtök íslenskra líftæknifyrirtækja - Samtök sprotafyrirtækja - Samtök upplýsingatæknifyrirtækja Öflugt menntakerfi á öllum skólastigum er forsenda fyrir vexti og samkeppnishæfni hátækniiðnaðar á Íslandi. Mikilvægt er að menntakerfið fullnægi þörfum greinarinnar fyrir vel menntað og hæft starfsfólk - Sjá stefnu SI og tillögur á www.si.is HÚN er ekki féleg forgjöfin sem Pat- rekur 1,5 hefur til að heilla vænt- anlega áhorfendur sína, íslenska framhaldsskólanemendur, sem auk- inheldur verður seint talinn auðunn- asti markhópur fyrir leiklist. Hér er nefnilega á ferðinni eitt af þessum ill- ræmdu sænsku vandamálaleikritum. Það verður ekkert framhjá því litið. Verkið er óumdeilanlega sænskt, og tekur fyrir eitt samfélagsmein, for- dóma gagnvart samkynhneigðum, og reynir að eyða þeim meðal áhorfenda sinna, eða draga í það minnsta úr. Í leiðinni fljóta ýmis önnur félagsleg böl með, meðferð samfélagsins á erf- iðum unglingum, áfengissýki og fleiri. Kannski er einn stærsti sigur verksins þá fólginn í því að eyða for- dómum gagnvart sænskum vanda- málaleikritum. Patrekur 1,5 er nefni- lega harla gott. Grunnhugmyndin er eitursnjöll. Tveir hommar í staðfestri samvist ættleiða barn, en fyrir rangt stað- setta kommu á eyðublaði er það ekki 1,5 ára gamall saklaus sólargeisli sem birtist á dyrahellunni heldur 15 ára gamall vandræðaunglingur með manndráp á samviskunni og vænan skammt af hommahatri í kaupbæti. Verkið sýnir okkur svo hvernig þessir þrír gaurar kynnast mönnnunum á bak við merkimiðana sem þeir bera allir. Fordómar víkja, vinátta kvikn- ar, eða kannski opnast bara hugur og hjarta. Þannig byrjar lærdómsferlið. Þetta er skemmtilegt leikrit, upp- fullt af fyndni, kraftmikið og hratt. Eiginleikar sem styrkjast undir handleiðslu Gunnars Helgasonar, enda ekki lognmollumaður þar á ferð. Samt tekst líka að ná samúð, mynda tengsl við áhorfendur og halda at- hygli í hljóðlátari köflum sem þarna eru innan um stuðið. Það er smekk- lega unnið með tónlist í sýningunni og fumlaus samskipti við áhorfendur voru sérlega vel af hendi leyst. Einn helsti styrkur verksins er fólgin í persónusköpun samkyn- hneigða parsins. Hér eru stað- almyndir og klisjur víðs fjarri, þetta eru hvorki skrækjandi drottningar né ofursmekkvísir snyrtipinnar heldur einfaldlega tveir karlmenn sem svo vill til að elska hvor annan. Og þeir eru svo sannarlega gallagripir, annar er hálfgerður auðnuleysingi og ótta- leg subba, hinn er nokkuð efnilegur alkóhólisti. Hvernig félagsmála- yfirvöldum leikritsins datt í hug að treysta þessum mönnum fyrir ung- barni er sennilega erfiðasti hjallinn sem trúgirni áhorfenda þarf að yf- irstíga. Jóhannes Haukur Jóhann- esson blómstrar í þakklátu hlutverki landeyðunnar Jörundar, með fínar kómískar tímasetningar og kostulegt fas. Sambýlismaðurinn Sveinn er ekki eins skýrt dregin týpa frá höf- undarins hendi og Rúnar Freyr Gíslason nær ekki að berja í þá bresti. Samspil þeirra tveggja er afar vel unnið. Sigurður Hrannar Hjaltason er síðan ansi hreint sannfærandi sem Patrekur, sérstaklega líkamsmálið sem gaf bæði skýrt til kynna ungling- inn og ofbeldismanninn. Þýðing Davíðs Þórs er safarík og eðlileg, og erfitt að átta sig á því hvort eini gallinn á málfarinu sem ég kom eyra á – fullvitsmunalegt tungutak Patreks á köflum – væri hans verk eða höfundar. Umgjörðin raunsæisleg og stýrist greinilega af farandeðli sýning- arinnar. Kannski samt brotinu of fá- tækleg. Patrekur 1,5 er ágæt skemmtun um alvöru efni. Ekki innantómur fíflagangur, ekki hátimbruð predik- un. Gott leikhús. Patrekur 1,5 „Grunnhugmyndin er eitursnjöll.“ Sonur prentvillupúkans LEIKLIST Þjóðleikhúsið Höfundur: Michael Druker, þýðing: Davíð Þór Jónsson. Leikstjóri: Gunnar Helgason. Lýsing: Páll Ragnarsson, leikmynd og búningar: Stígur Steinþórsson. Leikendur: Jóhannes Haukur Jóhannesson, Rúnar Freyr Gíslason og Sigurður Hrannar Hjaltason. Fjölbrautaskóla Suðurlands 10. október 2006. PATREKUR 1,5 Þorgeir Tryggvason Fáðu úrslitin send í símann þinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.