Morgunblaðið - 12.10.2006, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 12.10.2006, Qupperneq 52
MÓTETTUKÓR Hallgrímskirkju undir stjórn Harðar Áskelssonar kom fram á tónleikum á sunnudag- inn var og rammaði dagskrá sína inn með hinu innblásna „Requiem“ eftir Jón Leifs, þ.e. flutti það í upp- hafi tónleikanna og líka í lokin. Það var einstaklega fallega sungið. „Sov Sødt“ eftir Peter Bruun, sem byggist að miklu leyti á sama texta og tónsmíð Jóns, var sömu- leiðis sérlega vel heppnað. Það ger- ist meira í tónlistinni og það sem átti sér stað samsvaraði sér ágæt- Ávarp til hins óþekkta TÓNLIST Norrænir músíkdagar – Hall- grímskirkja Verk eftir Jón Leifs, Kim Hedås, Peter Bruun, Atla Heimi Sveinsson, Perttu Ha- apanen og Veli-Matti Puumala. Flytj- endur: Mótettukór Hallgrímskirkju undir stjórn Harðar Áskelssonar, Sigrún Eð- valdsdóttir fiðluleikari, Zbigniew Dubik fiðluleikari, Jónína Auður Hilmarsdóttir víóluleikari, Bryndís Halla Gylfadóttir sellóleikari og Kjartan Guðnason slag- verksleikari. Sunnudagur 8. október. Kór- og kammertónleikar Jónas Sen lega og leiðin að hápunktinum var ávallt áhugaverð. Einnig verður að hæla „Næt- urbón“ eftir Atla Heimi Sveinsson, en tónsmíðin hófst á tilvitnun í „Re- quiem“ Jóns sem Einar Jóhann- esson klarinettuleikari spilaði af andakt. Textinn er samnefnt ljóð eftir Stefán Hörð Grímsson og sjálfsagt er það smekksatriði hversu vel manni finnst tónskáldið grípa anda ljóðsins. Í sjálfu sér var tónlistin byggð upp á sannfærandi hátt og innhverft niðurlagið, sem myndaði heillandi mótvægi við til- finningaþrunginn fyrri partinn, kom prýðilega út. „Sand“ eftir Kim Hedås var síður áhugavert og „Strophes“ eftir Perttu Haapanen, sem samanstóð af alls konar blístri og ámóta hljóð- um, var lítið annað en lélegur brandari. „Apostrophe“ eftir Veli-Matti Puumala, fyrir einleiksfiðlu, fiðlu, víólu, selló og slagverk, var hins vegar sérdeilis magnað og að mínu mati hápunktur tónleikanna. Forn- eskjulegur fiðluleikur Sigrúnar Eð- valdsdóttur skapaði ótrúlega mergjað andrúmsloft og hvass, sí- endurtekinn trumbusláttur Kjart- ans Guðnasonar gerði stemninguna enn myrkari. Form tónlistarinnar var líka athyglisvert, það skartaði ekki dæmigerðum hápunkti undir lokin, heldur dó verkið smám sam- an út. Apostrophe þýðir m.a. ávarp til fjarverandi einstaklings og hér var tónlistinni beint til hins óþekkta. Lögun verksins gerði að verkum að það var eins og það rynni hægt saman við hið ósýni- lega; óneitanlega var það sér- kennileg upplifun sem lengi verður í minnum höfð. 52 FIMMTUDAGUR 12. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ menning Glæsilegt 276 fm tveggja íbúða hús á þessum gróna stað nið- ur við Kópavogsdalinn. Aðalíbúðin, sem er 183 fm á tveimur hæðum auk 26 fm bílskúrs, skiptist m.a. í eldhús með nýleg- um sprautulökkuðum innréttingum, samliggjandi bjartar og rúmgóðar stofur með fallegu útsýni yfir Kópavoginn, nýlegan sólskála með útgangi á suðursvalir með heitum potti, 5 her- bergi, sjónvarpshol og rúmgott flísalagt bað- herbergi. Nýtt glerhandrið á milli hæða. Verð 45,0 millj. Á neðri hæð er sér 67 fm 2ja herb. samþykkt íbúð sem bæði er innangengt í og með sér- inngangi. Verð 14,9 millj. Falleg ræktuð lóð. Eignin getur selst hvort sem er í heild sinni eða í sitthvoru lagi. FASTEIGNA- MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/. Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteignasali. Fífuhvammur - Kópavogi Tveggja íbúða hús við Kópavogsdalinn FASTEIGNA MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/ Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteignasali. Glæsileg 90 fm íbúð á efri hæð í fjórbýli auk stæðis í bílageymslu og sérgeymslu í kj. Íbúðin er nánast algjörlega endurnýjuð m.a. gólfefni, baðherbergi, innihurðir, fataskápar og raflagnir. Innfelld lýsing í loftum frá Lúmex. Rúmgóð og björt stofa með útgangi á stórar svalir til suðurs og austurs og tvö rúmgóð herbergi. Lóð í góðri rækt. Verð 27,9 millj. Sæviðarsund Endurnýjuð 3ja herb. íbúð á efri hæð Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is ÍSLENSKI dansflokkurinn frum- sýnir í dag tvö frumsamin og spennandi verk. Annað er eftir Ólöfu Ingólfsdóttur og ber nafnið Við erum komin og hitt heitir Hver um sig og er eftir danshöf- undana og dansarana Aðalheiði Halldórsdóttur og Valgerði Rún- arsdóttur. „Við erum komin er hópverk fyrir tíu dansara og eina raddlistakonu,“ segir Ólöf um verk sitt. „Þetta er verk um líf og dauða og annað léttvægt úr daglegri til- veru. Þótt umfjöllunarefnið sé stórt er farið um það mildum og léttum höndum.“ Ólöf segist ekki hafa samið spor- in ofan í dansarana heldur hafi þeir tekið virkan þátt í að skapa verkið út frá grunnhugmynd sem hún kom með. „Hugmyndin að verkinu varð til í samstarfi dans- flokksins og norrænna músíkdaga. Þannig kom sú hugmynd að vera með íslenskan og norskan tónlist- armann í þessu.“ Söngkonur á sviðinu Áskell Másson, tónskáld og slag- verksleikari, og Maja Ratkje söng- kona sjá um tónlistina í verkinu. „Hljóðheimar Áskels og Maju eru svolítið ólíkir, tónlist þeirra er kaflaskipt en fléttast svo saman inn á milli. Maja er á sviðinu með dönsurunum og notar röddina með þeim. Þetta er nokkuð ólíkt því sem ég hef gert áður tónlistarlega séð, þannig að vinnan hefur verið spennandi,“ segir Ólöf en þetta er þriðja dansverkið sem hún semur fyrir Íslenska dansflokkinn. „Að mörgu leyti er Við erum komin hugmyndafræðilega líkt mínum fyrri verkum en ekki danslega. Mér hefur fundist mjög gaman að vinna þetta með dansflokknum og þeim frábæru og skapandi lista- mönnum sem hafa komið við sögu.“ Aðspurð hvort Við erum komin og Hver um sig séu lík verk segir Ólöf þau ekki vera það. „Að mestu leyti eru þetta mjög ólík verk og því skemmtilegt að hafa þau sam- an en þó er í þeim báðum söng- kona á sviðinu.“ Dans | Íslenski dansflokkurinn frumsýnir Við erum komin og Hver um sig Tvö ný dansverk á sviði Borgarleikhússins Morgunblaðið/Golli Dans Ólöf segir Við erum komin vera á léttu nótunum. Spennandi Aðalheiður Halldórsdóttir og Valgerður Rúnarsdóttir sömdu dansverkið Hver um sig fyrir Íslenska Dansflokkinn. AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.