Morgunblaðið - 12.10.2006, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. OKTÓBER 2006 55
menning
Nýjasta plata
hljómsveitarinnar
Evanescence, The
Open Door stekkur
beint í annað sæt-
ið þessa vikuna.
Eins og kom fram í
grein Arnars Egg-
erts Thoroddsen í
síðustu viku má
segja að sveitin
hafi fundið upp hið svokallaða sópranrokk sem
er nokkuð furðuleg undirstefna gotarokksins,
Sópranrokkið einkennist af dramatísku þunga-
rokki sem oft er skreytt með strengjum og kór-
um til að magna upp draugalega og gotneska
stemningu. Lykillinn er þó falinn í því að hafa
söngkonu í forvígi, lokkandi en myrka fegurð-
ardís.
Sópranrokkið
komið til að vera!
NÝJASTA plata
Beck er loksins
komin út. Heitir
hún The Inform-
ation og upptökum
stjórnaði Nigel Go-
drich, sem einnig
sá um upp-
tökustjórn á Beck-
plötunum Muta-
tions og Sea
Change. The Information er sjöunda hljóð-
versplata Beck og ekki einungis inniheldur hún
17 lög heldur fylgir með DVD-diskur með mynd-
böndum við hvert lag plötunnar. Beck hóf að
vinna að plötunni strax eftir að Sea Change
kom út árið 2002, en tók svo hliðarspor með
upptökuteyminu Dust Brothers sem gat af sér
hina frábæru plötu Guero sem kom út í fyrra.
Sjöunda
hljóðversplatan!
SÖNGVARINN og gít-
arleikarinn Pétur Ben
hefur sýnt það og sann-
að með fyrstu plötu
sinni, Wine for my Weak-
ness að hann er lista-
maður sem vert er að
fylgjast með. Pétur hefur
á undanförnum miss-
erum verið atkvæðamik-
ið tónskáld bæði í leik-
húsi og í kvikmyndum en
nú síðast vann hann að tónlistinni fyrir kvik-
mynd Ragnars Bragasonar og Vesturports,
Börn. Pétur Ben leikur í kvöld á Rokktóbeer-
festi Gauksins og Xfm en þá mun hann einnig
troða upp á Iceland Airwaves hátíðinni laug-
ardaginn 21. október í Listasafni Reykjavíkur.
Allir áhugamenn um góða tónlist og stórkost-
legan gítarleik eru hvattir til að mæta, þó ekki
væri nema á aðra hvora tónleikana.
Áhugaverður
einyrki á ferð!
ÍSLENSKA hljómsveitin
Jeff Who? hefur notið
mikilla vinsælda að und-
anförnu og er lagi hennar
„Barfly“ ekki síst að
þakka velgengnin. Sveit-
in tilkynnti á dögunum að
eftir Iceland Airwaves
hygðust þeir félagar taka
sér frí frá spilamennsku
en þá mun Tobbi hljóm-
borðsleikari einnig segja
skilið við sveitina eftir hátíðina. Plata þeirra
Death Before Disco er með söluhærri plötum
þeirra ungsveita sem komu fram á síðasta ári
og það er víst að margir bíða óþreyjufullir eftir
næstu plötu sveitarinnar sem ráðgert er að
komi út síðla árs 2007. Jeff Who? spilar á
Gauknum föstudaginn 20. október.
Hljómsveit á tíma-
mótum!
!"
#$ %!% %"%&'(% ) *+) ,"%-.(%/% 0 % )%! %1 /"(%! %2 *(
! %-#(%/3," (%.+%4 %0! (%&!%50 4(%%#$%4 %56*!
?
?
?
%#
45
@(
- 7
5! 8!8!
-49%
: ! ; %# 09! !
<0
<0
;!""%=34
#4
&>%-!
?)7%?@ ) %A0
-99
- %&4 8!
<0
#$0 %B%5 4
. !
-, 50 /%#4
::
B499 !%= 0
. !C.2 40!
: !%.!
4%. !
1 %B$
18 4% ! -!8
1 9 )
-4 40 %4%4 %/
%!
5! 8!8!
* %/%5!
#3!%4*!%44
.4!% 0!
10D %4E
! !6@F4! 4
&4G>% H ! %+ ,
!3%9!"4!% 84
&**
= !%"4%0%E! !
I % !00 %0>%/% 0
F, %0/
-!4%3!%E !
%/ ! % 0 0!
B400%400%400
-8 %34! %C%!! 4
? %?$
3!0J %=40
-7
?!! %2
% %344 !%04!
& !8!%9%* !8!
.!%4"% "!%%!3
#
#%3
#3!% "40 4
BK%4*
-)! )
:/ %4 %- @1/ )
!
?! 0 !
14@-.?
14@-.?
L !
14@-.?
1!
1!
10! !
1!
%#$
1!
1!
1!
H ! %$
-+$
=!
10! !
B4 3%#!
%#$
5.
M4%. 8
0 84
5.
10! !
L !
L !
1/0%!3"
10! !
H ! %$
14@-.?
KJALLARASALUR Listaháskóla
Íslands var ramminn um „klúbb-
tónleika“ Norrænna tónlistardaga í
Reykjavík síðla föstudagskvölds.
Hvort hugsunin að baki nafngiftar
hafi verið í aðlöðunaranda Klúbbs
Listahátíðar um árið skal þó ósagt.
Þaðan af síður hvort með því væri
reynt að sykra að hér færi esóter-
ískasta grein framúrstefnu, raf- og
tölvutónlist, og ómenguð af samleik
við klassísk hljóðfæri eins og gat að
heyra á fyrri NT-tónleikum dagsins
í Salnum.
Konsertverkin þrjú (einu var
sleppt vegna forfalla, og millivirkri
rokkslitruinnsetningu Büngers,
„Let them sing it for you“, var að-
eins virk í hléum) voru öll undir for-
merkjum lifandi raftónlistar og áttu
sammerkt að teygjast fram úr hófi.
Áferð og inntaki var m.ö.o. komið til
skila á margfalt lengri tíma en nauð-
syn krafði. Helgaðist það ekki sízt af
því að sjaldan varð vart við skipu-
lega framvindu eða efnisúrvinnslu,
heldur verkaði flest sem kyrrstæðar
lopateygingar að alkunnri mók-
hyggjuuppskrift.
Einna skást verkaði þó fyrsta
verkið, sumpart þökk sé hvað eyru
hlustenda voru þá óþreytt.
„Elektra“ [14’] hins norska Knuts
Vaages fyrir raffiðlu og rafhljóð
(upprunnin frá spilaranum í stað-
fenginni tölvubjögun höfundar) virt-
ist nokkuð heilstætt verk og gætt
snerpu. Endurunnu fiðluhljóðin –
fæst myndu teljast hefðbundnir
„tónar“ – komu lengi á óvart, jafnvel
þótt boðskapurinn væri löngu full-
ljós áður en stykkið var hálfnað.
„Txture opus1“ [10’] eftir Danann
Jakob Weigand Goetz reyndist
blanda af geymdri og staðleikinni
elektróník höfundar í takt við skjá-
varpaða kvikgrafík af fyrst skóg-
arþykkni, síðan brimróti í m.a. sól-
aríseraðri myndbjögun. Hljóðhliðin
var í meginatriðum afar hávært og
eftir því langdrægt síteygt skruðn-
ingaurg.
Síðast kom Svíinn Sten Sandell
fram með í fyrstu eftirtektarverða
tölvubrenglun í rauntíma á eigin
söng og munhljóðum er nefndist
„Feed<--->Songs“. Eftir ferðina
gegnum skilvindur tölvuforritsins
voru furðuhljóðin hljóðnumdu orðin
næsta ófresk og hefðu passað ágæt-
lega við ókræsilegustu hug-
óraskepnur Tolkiens. Því miður voru
mínúturnar 25 þó orðnar meira en
ærinn skammtur áður en lauk, þar
eð fyrstu 5 hefðu gert nákvæmlega
sama gagn. Skylt er þó að geta að
sumir bravóuðu að leikslokum.
Ríkarður Ö. Pálsson
Ærnir skammtar
TÓNLIST
Norrænir músíkdagar –
Listaháskóli Íslands
Flytjendur: Victoria Johnson fiðla, Jakob
W Goetz og Sten Sandell. Föstudaginn 6.
október kl. 22.
Rafverk eftir K. Vaage, J. W. Goetz, S.
Sandell og E. Bünger.
SKEMMST er að minnast barka-
söngvaranna Huun Huur Tu sem
komu hingað á þar síðustu Listahá-
tíð. Barkasöngur er talsvert dýpri
en venjulegir bassasöngvarar ná að
syngja. Sumir tíbetskir lamar og
bön-pa prestar syngja á þennan hátt
í trúarathöfnum sínum, enda telja
þeir að dýpstu tónar tónstigans séu
næstir Guði. Slík tónlist er venjulega
fremur einhæf, enda tilgangur henn-
ar ekki að skemmta fólki heldur að
ná sambandi við æðri máttarvöld.
Hljóðin sem heyrðust á tónleikum
með hljóðskúlptúrum eftir Jean-
Francois Laporte í Loftkastalanum
á laugardagskvöldið voru í svipuðum
dúr, þótt ég efist um að tilgangurinn
hafi verið einhvers konar seiður.
Hljóðin komu m.a. úr einhverskonar
kötlum sem stillt var upp í kringum
áheyrendur og það gerðist lítið,
a.m.k. ekki í fyrsta verkinu, nema að
heildarómurinn smám saman
breytti um lögun eftir hljóð-
styrknum úr hverjum „hátalara“.
Vissulega var þetta ekki spennandi
áheyrnar, enda man ég ekki eftir
tónleikum þar sem jafnmargir hafa
gengið út á meðan á þeim stóð. En
það verður þó að segjast að flutning-
urinn var a.m.k. alltaf vandaður og
með sterkri heildarmynd, þótt hann
hafi verið langdreginn. Kannski
hefðu verkin mátt vera styttri;
áhrifin hefðu örugglega orðið meiri
þannig.
Langdregnir hljóðskúlptúrar
TÓNLIST
Norrænir músíkdagar –
Loftkastalinn
Hljóðskúlptúrar eftir Jean-Francois La-
porte og flutt af höfundi ásamt Martin
Ouellet. Laugardagur 7. október.
Raftónleikar
Jónas Sen
Kvikmyndaleikkonan NicoleKidman er sögð hafa hringt í
Katie Holmes, unnustu fyrrum eig-
inmanns síns Tom Cruise og hvatt
hana til að giftast honum en sögu-
sagnir hafa verið á kreiki um að
Holmes hafi fengið bakþanka varð-
andi fyrirhugað brúðkaup þeirra.
„Nicole hefur sagt Katie hversu
glöð hún er yfir því að þau skuli
ætla að gifta sig, segir ónefndur
heimildarmaður breska tímaritsins
Gracia. „Hún
hefur dregið úr
áhyggjum Katie
af því hvernig
það sé að vera
gift Tom og
hvatt hana til að
láta verða af
brúðkaupinu. Ni-
cole heldur skoð-
unum sínum yfirleitt fyrir sig en í
þessu tilfelli gerði hún undantekn-
ingu.
Kidman og Cruise voru gift í tíu
ár og ættleiddu saman tvö börn.
Kidman giftist sveitasöngvaranum
Keith Urban síðastliðið sumar.
Fólk folk@mbl.is
Laugavegi 54,
sími 552 5201.
Fyrir
árshátíðina
Ný sending
af glæsilegum
síðkjólum
St. 36-48