Morgunblaðið - 12.10.2006, Síða 61

Morgunblaðið - 12.10.2006, Síða 61
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. OKTÓBER 2006 61 ÞÚ ÁTT EFTIR AÐ JÓÐLA AF HLÁTRI / ÁLFABAKKI Munið afsláttinn WORLD TRADE ... kl. 8 - 10:20 B.I. 12 THE ALIBI kl. 8 - 10 B.i.16. / AKUREYRI ÓBYGGÐIRNAR m/Ísl. tali kl. 4 - 6 LEYFÐ THE WILD m/ ensku tali kl. 4 LEYFÐ BÖRN kl. 5:50 - 8:30 B.i.12.ára. THE PROPOSITION kl. 10:40 B.i. 16.ára. MAURAHRELLIRINN m/Ísl. tali kl. 3:45 LEYFÐ WORLD TRADE CENTER kl. 5:50 - 8 - 10:40 B.i. 12.ára. WORLD TRADE CE... VIP kl. 4 - 8 - 10:40 BEERFEST kl. 5:50 - 8 - 10:15 B.i. 12.ára. HARSH TIMES kl. 10:40 B.i. 16.ára. NACHO LIBRE kl. 3:45 - 8 B.i. 7.ára. STEP UP kl. 3:45 - 5:50 - 8 - 10:15 B.i. 7.ára. eeee HEIÐA MBL eee Ó.H.T. RÁS2 FRAMLAG ÍSLENDINGA TIL ÓSKARSVERÐLAUNA! BÖRN KVIKMYND EFTIR RAGNAR BRAGASON kvikmyndir.is FRÁ HÖFUNDI „TRAINING DAY“ OG „THE FAST AND THE FURIOUS“ ATH! ENGIR ÞJÓÐVERJAR VORU SKAÐAÐIR EÐA MEIDDIR Á MEÐAN TÖKUM MYNDARINNAR STÓÐ. eee EMPIRE TRUFLAÐASTA GRÍNMYND ÁRSINS ER KOMIN eeeee LIB - topp5.is eeee HJ, MBL eeee Tommi - Kvikmyndir.is eee E.B.G. Topp5.is E.T. kvikmyndir.is eee L.I.B. Topp5.is eee S.V. Mbl. FRAMLEIDD AF TOM HANKS. „the ant bully“ ÞEGAR ÞÚ FÆRÐ ANNAÐ TÆKIFÆRI ÞARFTU AÐ TAKA FYRSTA SPORIÐ. SÍÐ US TU SÝ NI NG AR / KEFLAVÍK BEERFEST kl. 8 - 10:15 B.i. 12 AN INCONVENIENT... kl. 8 - 10 Leyfð Forsýnd í kvöld Biluð skemmtun ! Brellurnar í þessari mynd voru framkvæmdar af atvinnumönnum, þannig að hvorki þú né heimsku litlu vinir þínir ættu að reyna að leika þær eftir.Varúð „Nýtt lágmark“ -WASHINGTON TIMES vík sem lauk síðastliðna helgi. Sambíóin hafa nú samið við fram- leiðslufyrirtæki Sigurjóns Sighvats- sonar, sem framleiðir myndina, um að halda áfram sýningum mynd- arinnar í Háskólabíói. Eitt eftirminnilegasta atvikið áheimsmeistaramótinu í knatt- spyrnu fyrr í sumar var án efa þegar franski knattspyrnumaðurinn Zi- nedine Zid- ane skallaði ítalska koll- ega sinn, Marco Mate- razzi, í bringuna í leik liða þeirra. Þrátt fyr- ir athæfið var Zidane kjörinn besti maður mótsins sem jafnframt var hans síðasta á ferlinum. Kvikmyndin Zidane, un portrait du 21e siécle, sýnir þennan snjalla knattspyrnumann í nýju ljósi. Myndin var sýnd á nýafstaðinni Al- þjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykja- ÞAU mistök urðu við gerð íslenska bíólistans fyrr í vikunni að mynd- irnar sem voru í öðru og þriðja sæti listans víxluðust. Hið rétta er að kvikmyndin World Trade Center var í öðru sæti að- sóknarlistans en myndin Talladega Nights í því þriðja. Það leiðréttist hér með. LEIÐRÉTT Röng sæti á bíólista NÝJA plata Dark Harvest er gít- arplata, það er það fyrsta sem er al- veg á hreinu. Gulli Falk hefur lengi verið að semja og gefa út tónlist, bæði sólóplötur og með hljómsveit- inni Exist. Það sem hann gefur út er alltaf fullt af lífsgleði og krafti og hann er sá tónlistamaður sem hefur hvað mesta útgeislun á sviði, af þeim fjöldamörgu sem maður hefur verið svo heppinn að fá að njóta á tón- leikum. Hann er leikinn á hljóðfærið sitt og naskur á að hitta á flott gít- arstef sem ganga vel upp. Nýja platan er með öllu ósungin og því er það ennþá mikilvægara að lögin séu það góð og heilsteypt að þau haldi athyglinni ein og sér. Í fyrsta skipti sem ég renndi disknum velti ég því aðeins fyrir mér hvort það hefði verið betra að hafa einhver lög með rödd í, en svo féll ég fljót- lega alfarið frá þeirri hugmynd. Platan stendur nefnilega algerlega eins og hún er, og söngur myndi bara stela athygli frá þeim fók- uspunktum sem nú þegar eru á henni. Það er í raun frekar snjallt að taka út allan söng í tónlist sem þess- ari, því ef enginn er textinn til að hlusta eftir ná skilningarvitin að ein- beita sér enn betur að sjálfri tónlist- inni. Með Gulla í Dark Harvest eru tveir miklir meistarar, bassaleik- arinn Maddi sem einnig er í For- garði Helvítis og trommarinn Krist- ján, sem líka er í Changer. Að báðum þessum sveitum ólöstuðum verð ég að segja að það er í Dark Harvest sem þeir fá að blómstra og njóta sín til fullnustu. Báðir eru þeir mjög liprir hljóðfæraleikarar og fá heilmikið pláss á plötunni til eigin framkvæmda og flæðis. Það heyrist strax á fyrstu mínútum plötunnar hvað allir þrír meðlimir Dark Har- vest eru að njóta þess vel að spila þessi lög, og held ég að aldrei hafi Guðlaugur Falk verið í eins góðum félagsskap. Dark Harvest er hugarfóstur Gulla Falk, enda eru öll lögin eftir hann. Hann stjórnar líka upptökum og maður skynjar undir eins að hér er ekki kastað til hendinni. Það er auðheyrilega búið að liggja yfir sum- um útsetningunum, en sérstaklega eru gítarútsetningar flóknar og margslungnar. Lögin eru af ýmsum toga, og heyra má áhrif frá hljóm- sveitum eins og Van Halen, (t.d. í laginu „Sunny Valentino“) og Led Zeppelin (t.d. í lögunum „Sam- balavista“ og „Madman“ ). Að sjálf- sögðu eru lögin misgrípandi, en það er einna helst í þeim lengstu sem örlar á smá einhæfni og óþarfa end- urtekningu. Lagið „Fast Train“ er til að mynda alls ekki slæmt, en það nálgast sjö mínútur að lengd og hugsanlega hefði það verið einbeitt- ara aðeins styttra. Fyrsta lagið, „Beyond the stars“, er rúmar sjö mínútur, en þar er hljómurinn gerð- ur dulúðlegri með hljómborðs- notkun og því kemur lengdin minna að sök. Eitt af mínum uppáhaldslögum á plötunni er lagið „East meets west“, og það er jafnframt eina lagið sem ég hef heyrt áður á plötu, en það kom út á „Falk“ árið 2000. Gulli gerði hárrétt í að taka það upp aftur með Dark Harvest, því ný útgáfa þessa lags er hreint út sagt stórkost- leg, og skilur hina fyrri útgáfu eftir slyppa og snauða. Þessi plata er einkar vel til þess fallin að keyra bíl á þjóðvegi, og ég er ekki frá því að hugurinn hafi tekið á flug hjá mér þegar norðanrokið breyttist í heitan Kalíforníuvind, og mér fannst eins og ég væri leð- urklædd á leið á tónleika, með perm- anent í hárinu. Áður en ég vissi af, var ég farin að keyra allt of hratt. Vonandi eru hraðasektir ekki aft- urvirkar, en ef ég fæ sekt skrifast hún náttúrulega alfarið á Dark Har- vest. Það efast enginn um að það sé þungt rokk sem á huga þessara pilta allra, en þó ekki svo þungt að leik- gleðin gleymist. Það er hárfín lína sem skilur á milli þess að leika vel og leika sér, og ef menn hugsa bara um að gera eitthvað vel og vanda sig of mikið, verður stemmningunni ábóta- vant og tónlistin tapar á því. Hér eru upptökur, hljómur og spilamennska vönduð, en það er samt ofsalega gaman að vera til. Gítarplata sem breytir heiminum TÓNLIST Íslenskur geisladiskur Geisladiskur Dark Harvest, sem ber heit- ið Dark Harvest. 10 lög, heildartími 47.42 mínútur. Dark Harvest eru: Guð- laugur Falk, gítar, hljómborð; Kristján B. Heiðarsson, trommur og Magnús H. Páls- son, bassi. Lög eru eftir G. Falk, en um útsetningar sá Dark Harvest. Tekið upp í I.V. Studio 2005 – 2006, af Óskari Inga Gíslasyni. Upptökum stjórnaði Guðlaugur A. Falk. Hljóðblandað af Peter „Ziggy“ Siegfredsen. Uppsetning plötuumslags: Valli Dordingull, Teikningar á umslagi: Arnór Hermannsson og Jón Óskar Frið- riksson. Smekkleysa gefur út 2006. Dark Harvest – Dark Harvest  Ragnheiður Eiríksdóttir Söngkonan Madonna er sögð hafaættleitt eins árs gamlan móð- urlausan dreng frá Afríkuríkinu Malaví. Liz Rosenberg, fjölmiðla- fulltrúi söngkonunnar, neitaði fyrir nokkrum dögum að Madonna og eig- inmaður hennar breski kvikmynda- leikstjórinn Guy Ritchie hefðu í hyggju að ættleiða barn en segist nú ekki geta tjáð sig um málið að svo stöddu. Þetta kemur fram á fréttavef BBC. Yohane Banda, sem kveðst vera faðir drengsins sem þau hyggjast ættleiða, segist sannfærður um að hann verði hamingjusamur í Bandaríkjunum. „Ég er faðir David, sem hefur verið ættleiddur. Ég er mjög, mjög ham- ingjusamur því eins og þið sjáið er þetta fátækt þorp og ég veit að það verður hugsað vel um hann í Banda- ríkjunum. Madonna og Ritchie hafa verið á ferð um Malaví til að kynna sér þá baráttu sem þar fer fram gegn fá- tækt og þeim vandamálum sem fylgja mikilli útbreiðslu HIV og al- næmis. Áður hefur opinber embætt- ismaður í landinu haldið því fram að þau hafi einnig verið að leita að barni til að ættleiða. Madonna sem er 48 ára gömul á fyrir níu ára dóttur frá fyrra sambandi og fimm ára son með Ritchie. Fólk folk@mbl.is Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Leiðin að takmarkinu er hálf skemmt- unin, en þeir sem standa í biðröð fyrir öryggisskoðun á flugvöllum í seinni tíð, sjá það kannski ekki endilega svona. Kímni hrútsins á eftir að hjálpa náung- anum við að umbera óþægindi tilver- unnar í dag. Naut (20. apríl - 20. maí)  Fylgstu náið með heilsufarinu svo þú sért undir það búin/n að mæta áskor- unum vikunnar. Grænmeti er ekki það eina sem styrkir ónæmiskerfið – ham- ingja og ástríkar tilfinningar gera enn meira fyrir það. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Geta tvíburans til þess að laða fram það besta í náunganum hjálpar honum til þess að hafa meiriháttar forskot á sam- keppnisaðilana. Hann ljómar í við- tölum, kynningum og á fundum. Farðu fram á rausnarlega umbun. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Vikan framundan verður litrík í lífi krabbans. Hann verður vitni að áhuga- verðum og kyndugum uppákomum. Sumar þeirra kitla hláturtaugarnar, en bara af því að einhverjir aðrir eiga hlut að máli. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Himintunglin leysa úr læðingi leynda orkuuppsprettu innra með þér. Örlítil samkeppni í vinnunni eða einkalífinu er allt sem þarf til þess að æði renni á ljón- ið – fyrr en varir verður það á enn meiri hraða en nokkru sinni fyrr. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Fólk umhverfis meyjuna vill vita að hún sé samvinnuþýð – að hún sé sveigjanleg og að það sé einhvers metið. Þó að þú ætlir þér að fara milliveginn áttu samt eftir að fá þitt fram á endanum. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Vogin er óstöðvandi. Mars endurnærir líkama þinn og dælir metnaðarfullum hugmyndum í hugmyndabankann. Þú myndir halda áfram sólarhringum sam- an til þess að ná einu skínandi tak- marki. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Sporðdrekinn er einstaklega skýrmælt- ur og segir bara það sem hann meinar, en á einstaklega áhugaverðan máta. Merkúr heldur áfram að brosa við þér, nýttu þér það sem þú fékkst í vöggugjöf með því að eiga samræður sem þú hef- ur frestað um sinn. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Eins og eldurinn sem bogmaðurinn stendur fyrir flöktir orka þín og glóir sí- breytileg. Margir eiga fullt í fangi með að fylgja þér eftir, en þeir reyna. Til allrar hamingju vita hrúturinn og ljónið við hvað er átt. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Nýjar upplýsingar fylla steingeitina hugsanlega efa um eitthvað sem hún var eitt sinn alveg handviss um. Ekki leyfa huganum að geta sér til að óþörfu. Taktu ákvarðanir með hraði, dóm- greind þín er í lagi. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberinn er með bros í hjarta. Allt það litla sem einhver myndi hugsanlega láta slá sig út af laginu hefur engin áhrif á þig. Af hverju ertu svona af- slappaður? Það veit enginn nema þú. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Sannleikurinn er til í mörgum útgáfum í dag. Á milli þeirra er hálfgert ginn- ungagap. Með visku sinni smíðar fisk- urinn brýr milli hugmynda, fólks og mismunandi raunveruleika. Stjörnuspá Holiday Mathis Krabbinn hefur orð á sér fyrir að vera mislyndur. Kannski er hann bara að koma skikki á tilfinningar sínar, en það fáum við öll tækifæri til þess að gera á næstunni. Tunglið tekur til hjá sér þegar það ferðast í gegnum krabbann. Það greiðir úr til- finningum mánaðarins og kemur hverri á sinn stað.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.