Morgunblaðið - 12.10.2006, Page 64
Eftir Rúnar Pálmason
og Guðna Einarsson
GJALD verður innheimt fyrir
nýtingu auðlinda á eignarlöndum
ríkisins og á þjóðlendum og hægt
að velja á milli umsækjenda um
rannsóknar- og nýtingarleyfi með
uppboði, verði farið að tillögum
nefndar á vegum iðnaðarráð-
herra. Nefndinni var falið að móta
framtíðarsýn um verndun og nýt-
ingu auðlinda í jörðu og vatnsafls.
Hún kynnti tillögur sínar á blaða-
mannafundi í gær.
Jón Sigurðsson iðnaðarráð-
herra sagði að með skýrslu nefnd-
arinnar væri náð merkilegum
áfanga í mikilvægum málaflokki. Í
tillögum nefndarinnar væri sann-
arlega fólginn farvegur til þjóðar-
sáttar. Sagði Jón að stefnt væri að
því að frumvarp, sem byggðist á
tillögum nefndarinnar, yrði sam-
þykkt á yfirstandandi þingi.
Karl Axelsson, formaður nefnd-
arinnar, sagði að í nefndinni hefði
náðst samkomulag um stærstu
þættina, ef frá væri talið það álita-
efni hvaða auðlindanýtingu ætti
að heimila fram til ársins 2010.
Þrír nefndarmanna skrifuðu undir
skýrsluna með fyrirvara og gerðu
grein fyrir afstöðu sinni í sérstakri
bókun.
Takmörkuð áhrif næstu ár
Verkefni nefndarinnar voru að-
allega þríþætt: Hvaða framtíðar-
stefnu ætti að marka um verndun
og nýtingu auðlinda í landinu; að
taka afstöðu til þess hvað ætti að
heimila þar til sú stefna tekur
gildi; og hvaða aðferðum skyldi
beita til að velja á milli umsókna
um rannsóknir og nýtingu á kost-
um sem í boði væru.
Talsmenn orkufyrirtækjanna
Landsvirkjunar, Orkuveitu
Reykjavíkur og Hitaveitu Suður-
nesja telja að tillögur nefndarinn-
ar hafi lítil áhrif á starfsemi þeirra
í nánustu framtíð. Agnar Olsen,
framkvæmdastjóri hjá Lands-
virkjun, kvaðst hafa gert þann fyr-
irvara að heimila ætti rannsóknir í
Gjástykki. Júlíus J. Jónsson, for-
stjóri HS sagði að fyrirtækið héldi
sínu striki varðandi útvegun orku
til fyrirhugaðs álvers í Helguvík.
Guðmundur Þóroddsson, for-
stjóri OR, sagði fyrirtækið hafa
gert fyrirvara vegna endurútgáfu
rannsóknaleyfis ofan Grensdals.
Nefnd leggur til auð-
lindagjald og uppboð
Framtíðarsýn um vernd og nýtingu orkuauðlinda kynnt á blaðamannafundi
Í HNOTSKURN
»Ekki verða veitt ný rann-sóknarleyfi vegna Brenni-
steinsfjalla, Skaftárveitu eða
Gjástykkis til 2010, sam-
kvæmt framtíðarstefnu um
auðlindanýtingu.
»Lögð er til grundvallar-breyting á afgreiðslu um-
sókna um rannsóknar- og nýt-
ingarleyfi. Úthlutun leyfa
færist frá iðnaðarráðuneyti
til Orkustofnunar.
»Þrír nefndarmenn af tíuskrifuðu undir með fyr-
irvara um hvaða auðlindanýt-
ingu ætti að heimila fram til
á́rsins 2010. Gjald fyrir nýtingu | 16
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1100 FIMMTUDAGUR 12. OKTÓBER 285. DAGUR ÁRSINS 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK.
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
A 5–13 m/s, úr-
komulítið en hvass-
ari og rigning
sunnan- og suð-
austanlands upp úr hádegi.
Hlýjast norðanlands. » 8
Heitast Kaldast
13°C 7°C
ANDRI Már Ingólfsson, eigandi og forstjóri
Heimsferða, hefur stofnað fyrirtækið Primera
Travel Group utan um hina nýju samstæðu
Heimsferða. Fyrirtækið er fjórða stærsta
ferðaskrifstofan á Norðurlöndum og sú
stærsta í einkaeigu.
Heimsferðir hófu útrás í fyrra og hefur fyr-
irtækið tekið stakkaskiptum; veltan tífaldast
úr 3,5 milljörðum kr. í 35 milljarða og í ár flytur
félagið 500.000 farþega til áfangastaða um all-
an heim. Dótturfélög Primera-samstæðunnar
eru sex, auk íslensku ferðaskrifstofanna
Heimsferða og Terranova; Bravo Tours í Dan-
mörku, Solresor í Svíþjóð, Solia í Noregi,
Matka Vekka og Lomamatkan í Finnlandi.
Flugfélagið jetx er einnig hluti af Primera.
Andri Már segir vöxtinn hafa verið mjög
hraðan en kaupin í samræmi við áætlun. „Við
hófum að leita að tækifærum á Norðurlönd-
unum fyrir fjórum árum en við lögðum áherslu
á að velja fyrirtæki með stjórnun og menningu
sem passaði við hugmyndafræðina á bak við
rekstur okkar heima. Mikill innri vöxtur á
árinu og góð arðsemi benda til þess að þessi að-
ferð og vinna sé að skila sér.“ | Viðskipti
Stofnar
Primera
Travel
KLUKKAN 10 árdegis í dag opnar IKEA
stærstu verslun landsins í Kauptúni 4 í
Garðabæ, við Reykjanesbrautina, rétt sunn-
an við Vífilsstaði.
Gólfflötur nýju verslunarinnar er um
20.600 fermetrar og hefur sölurýmið nær
þrefaldast frá því sem áður var í versluninni
við Holtagarða, sem nú hefur verið lokað
fyrir fullt og allt. Vöruúrvalið hefur aukist
mikið og er nú boðið upp á um 7.000 vöru-
tegundir. 55 vörustúkur eru í versluninni og
um 850 malbikuð bílastæði á lóðinni við
bygginguna.
Í IKEA er 250 manna veitingastaður auk
þess sem kaupa má smárétti og sænskar
matvörur við útganginn.
Í versluninni er sérstakt barnaland,
sjúkraherbergi og læstir skápar fyrir við-
skiptavini. | 22
Morgunblaðið/Eyþór
Opnað í dag Ný verslun IKEA í Garðabæ.
Stærsta versl-
un landsins
ÞETTA er án efa besti leikur landsliðsins
undir minni stjórn,“ sagði Eyjólfur Sverr-
isson, þjálfari íslenska landsliðsins, eftir 2:1-
tap liðsins gegn Svíum í undankeppni Evr-
ópumóts landsliða á Laugardalsvelli í gær.
Íslenska liðið er sem fyrr í næstneðsta sæti
riðilsins, með 3 stig, að loknum fjórum
leikjum en næsti leikur liðsins er á útivelli
gegn Spánverjum 28. mars á næsta ári.
Arnar Þór Viðarsson kom íslenska liðinu
yfir með glæsilegu marki á 6. mínútu en Kim
Källström jafnaði aðeins mínútu síðar.
Christian Wilhelmsson skoraði sigurmark
Svía á 59. mínútu.
Íslenska liðið hafði heppnina ekki með sér
fyrir framan sænska markið og átti fyrirlið-
inn, Eiður Smári Guðjohnsen, þrumuskot
beint úr aukaspyrnu sem small í þverslá
sænska marksins á 83. mínútu. „Ég var
þreyttur og orkulaus í þessum leik,“ sagði
Eiður Smári m.a. eftir leikinn. Lars Lag-
erbäck þjálfari sænska landsliðsins sagði sitt
lið hafa „stolið“ sigrinum gegn sterku og vel
skipulögðu íslensku liði.
Morgunblaðið/Golli
Markinu fagnað Arnar Þór Viðarsson dró hvergi af er hann fagnaði markinu ásamt fyrirliðanum Eiði Smára Guðjohnsen gegn Svíum í gær.
Glæsimark Arnars dugði skammt
www.meistarinn.is