Morgunblaðið - 01.11.2006, Side 2
2 MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskiptablað vidsk@mbl.is Umsjón Björn Jóhann Björns-
son, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson,
svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is
netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
Morgunblaðið í dag
Yf i r l i t
!
"
#
$
%
&
'() *
+,,,
Í dag
Sigmund 8 Forystugrein 22
Veður 8 Umræðan 24/26
Staksteinar 8 Minningar 27/28
Viðskipti 12 Menning 32/36
Úr verinu 13 Myndasögur 36
Erlent 14/15 Dægradvöl 37
Menning 16 Staðurstund 38/39
Höfuðborgin 17 Dagbók 42
Suðurnes 17 Víkverji 42
Akureyri 18 Leikhús 34
Landið 18 Bíó 38/41
Daglegt líf 19/21 Ljósvakamiðlar 42
* * *
Innlent
Ökumönnum var hætta búin í
gær þegar málmrör féllu af tengi-
vagni vörubíls á Vesturlandsvegi.
Kæruleysislegur frágangur er
ástæða þess að rörin runnu af tengi-
vagninum. Skömmu síðar stöðvaði
lögregla flutningabíl með átta tonna
farm sem var aðeins festur með fjór-
um stroffum. Bæði vantaði styttur
og þverbönd á pallinn. » Forsíða
Íslensk erfðagreining hefur sagt
upp um 50 starfsmönnum vegna
hagræðingaraðgerða. Alls var 28
starfsmönnum hér á landi sagt upp
og um 20 starfsmönnum í Bandaríkj-
unum. » Baksíða
Fyrsta hrefnan veiddist í Ísa-
fjarðardjúpi í gær eftir að hvalveiðar
í atvinnuskyni voru heimilaðar. Þá
veiddi Hvalur hf. tvær langreyðar og
er væntanlegur með þær til lands í
dag. Alls hafa sjö langreyðar verið
veiddar en leyfi eru til að veiða níu
dýr. » Baksíða
Viðskipti
Hagnaður Glitnis á þriðja árs-
fjórðungi nam 8,8 milljörðum króna
en á sama tímabili í fyrra nam hagn-
aðurinn 4,8 milljörðum króna og er
aukningin milli ára því um 83%.
Hagnaðurinn er yfir væntingum en
greiningardeild Landsbankans hafði
spáð 7,7 milljarða króna hagnaði á
fjórðungnum og greiningardeild
Kaupþings banka hafði spáð 8,4
milljörðum í hagnað á tímabilinu.
» 12
Erlent
Viðbrögð við skýrslu bresku
stjórnarinnar um efnahagslegar af-
leiðingar loftslagsbreytinga í heim-
inum voru blendin í gær. Í Banda-
ríkjunum og Ástralíu var skýrslunni
fálega tekið en í mörgum löndum
Evrópu var henni fagnað sem tíma-
bærri viðvörun. »14
Færri átök en áður og aukinn
hagvöxtur gerðu árið 2005 að
tímamótaári fyrir þróun Afríku, að
því er fram kemur í nýrri skýrslu
Alþjóðabankans. »15
Tony Blair, forsætisráðherra
Bretlands, slapp fyrir horn á breska
þinginu í gærkvöldi þegar þingið
felldi tillögu um tafarlausa rannsókn
á stefnu bresku stjórnarinnar í
Íraksmálunum. Tillagan var felld
með 298 atkvæðum gegn 273. Tólf
þingmenn Verkamannaflokksins
snerust á sveif með stjórnarandstöð-
unni. » Forsíða
Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur
elva@mbl.is
KENNARAR í mörgum grunnskól-
um hafa undanfarið sent frá sér
ályktanir þar sem skorað er á sveit-
arfélögin að verða nú þegar við kröf-
um kennara um leiðréttingu á launa-
lið samnings samkvæmt sérstakri
grein í kjarasamningi Kennarasam-
bands Íslands og launanefndar sveit-
arfélaganna. Eiríkur Jónsson, for-
maður Kennarasambands Íslands,
segist hafa orðið var við óánægju hjá
kennurum. „Það er greinilega tölu-
verður kurr [meðal kennara],“ segir
hann. Hann heyri það á kennurum
sem hann hafi rætt við og full ástæða
sé til þess að hafa áhyggjur af þessu.
„Það hafa verið þreifingar í gangi
milli félagsins og launanefndarinnar
í langan tíma og þær hafa ekki skilað
neinu,“ segir Eiríkur. Ekki sé um
hefðbundnar kjarasamningaviðræð-
ur að ræða því samningar séu ekki
lausir. Því gerist ekkert nema báðir
aðilar verði sammála um aðgerðir.
„Síðasti samningur var mjög um-
deildur enda gerður við mjög sér-
stakar aðstæður undir lögum frá Al-
þingi,“ segir Eiríkur um kjarasamn-
ing þann sem kennarar undirrituðu í
nóvember 2004, að loknu sjö vikna
verkfalli. Hann segir að hugsanlega
hafi kennarar bundið vonir við að
eitthvað yrði gert í samræmi við hina
sérstöku grein í kjarasamningnum.
Ragnar Hilmarsson, kennari við
Árbæjarskóla, sem þar til nýlega
gegndi stöðu trúnaðarmanns við
skólann, segir hljóðið í kennurum
vegna kjaramálanna þungt.
Frá því síðustu samningar voru
gerðir hafi andrúmsloftið ekki verið
gott. „Samningarnir voru samþykkt-
ir með 51% atkvæða og þar inni voru
allir skólastjórar og stjórnendur
sem voru yfir sig ánægðir með sína
samninga,“ segir Ragnar. Í kjölfarið
hafi aðrar stéttir gert mun betri
samninga en kennarar, segir Ragn-
ar, en hann bendir meðal annars á
nýgerðan kjarasamnnig leikskóla-
kennara.
Með ekkert í höndunum
„Við stöndum með ekkert í hönd-
unum,“ segir hann um stöðu mála
núna. Búið sé að ræða við launa-
nefndina samkvæmt samnings-
ákvæði og hafi viðbrögð nefndarinn-
ar ekki komið á óvart. Hún telji sig
ekki þurfa að ræða við kennara.
Hann segir að í sínum skóla heyri
hann að margir í hópi yngri kennara
séu farnir að „sjá fyrir sér miklu
frekar að finna eitthvað annað en að
standa í þessu. Eldra fólkið á
kannski ekki eins auðvelt með að
breyta“, segir Ragnar.
Töluverður kurr meðal
grunnskólakennara
Segir yngri kennara íhuga að snúa til annarra starfa
Í HNOTSKURN
»Grunnskólakennarar hafaí mörgum tilfellum lægri
laun en leikskólakennarar sem
nýlega skrifuðu undir kjara-
samning við sveitarfélögin.
» Í kjarasamningi kennaraf́rá nóvember 2004 var
verðbólguspá 2–4% en reynd-
ist á tímabilinu verða 10%.
ÞAÐ er ekki seinna vænna að ganga um kjarri vaxinn
Elliðaárdalinn áður en snjóa tekur og jörð verður hvít.
Þessi drengur var í ævintýraleit og lagði upp í leið-
angur með stafprik við hönd enda hefur það löngum
blundað í ungum mönnum að leggja upp í frækna leið-
angra. Sjálfur Egill Skallagrímsson orti á sínum tíma
að fyrir honum lægi að halda út í heim á vit ævintýr-
anna. Engin ástæða er þó til að ætla að drengurinn
ungi á myndinni sé jafn vígfús og skáldið á Borg á Mýr-
um var til forna.
Morgunblaðið/Golli
Ungur maður í ævintýraleit
BENSÍNVERÐ lækkaði hjá öllum
bensínstöðvum í gær og nam lækk-
unin víðast hvar einni krónu á bens-
ínlítrann og 1,50 á lítra af dísilolíu.
Lækkunin í gær var mest hjá Atl-
antsolíu sem lækkaði bensínverð um
1,10 krónur og verð á dísilolíu um
1,60 krónur og bætti svo við 10 aura
lækkun klukkan 22 í gærkvöldi,
þannig að lokaverð var 113,30 á
bensín og 114,10 á dísilolíu.
Þá lækkaði Orkan verð á bensíni
og dísilolíu um krónu. Lítri af bensíni
kostar nú 113,30 krónur og lítri af
dísilolíu 114,10 krónur hjá Orkunni.
EGÓ lækkaði bensín um krónu og
dísilolíu um 1,50 í gær og kostar
bensínlítrinn nú 113,40 og lítri af dís-
ilolíu 114,20.
Hjá Skeljungi lækkaði bæði bens-
ínverð og dísilolíuverð um 1,10 krón-
ur og er verðið nú 119,9 krónur en í
sjálfsafgreiðslu er verðið fimm krón-
um lægra. Lítri af dísilolíu kostar
121,2 en fimm krónum minna í sjálfs-
afgreiðslu.
Essó lækkaði bensínlítrann um
eina krónu og lítra af dísilolíu um
1,50 krónur og er útsöluverðið á
bensínlítranum núna 119,8 krónur
en í sjálfsafgreiðslu er verðið allt að
5,50 krónum lægra. Lítri af dísilolíu
er á 120,6 krónur en sjálfsafgreiðslu-
afsláttur sá sami. Sama lækkun var
hjá Olís í gær og er útsöluverð á
bensíni 119,90 krónur og á dísilolíu
120,7 krónur en í sjálfsafgreiðslu er
verðið allt að 5,50 krónum lægra.
Bensínverð
lækkaði í gær
Deiliskipulag
liggur fyrir um að
það megi reisa
4.200 fermetra
viðbyggingu við
Þjóðleikhúsið til
austurs. „Það hef-
ur verið vitað og
viðurkennt í ára-
tugi að það þurfi
að byggja við
leikhúsið. Fyrr-
verandi húsameistari ríkisins, Garð-
ar Halldórsson, er búinn að setja
fram útlitshugmyndir um viðbygg-
inguna en ekki hefur verið ráðist í
nákvæma útfærslu eða teikningu á
húsinu. Það liggur fyrir hvað þarf að
gera til að bæta aðstöðuna í húsinu
en það er bara spurning um opinber-
an vilja,“ segir Tinna Gunnlaugs-
dóttir þjóðleikhússtjóri. | 16
Tinna
Gunnlaugsdóttir
Byggt við
leikhúsið