Morgunblaðið - 01.11.2006, Side 10

Morgunblaðið - 01.11.2006, Side 10
10 MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ ALÞINGI TEKJUSKATTUR lögaðila hækk- aði um 11 milljarða frá árinu 2005 til 2006. Álagningin í ár nemur samtals 73,9 milljörðum króna, en það er hækkun um 46% frá fyrra ári. Fjöldi gjaldenda tekjuskatts er nær 15.000 og hefur þeim fjölgað frá fyrra ári um 11%. Tekjuskattur lögaðila hefur hækk- að nær stöðugt frá því skatthlutfall var lækkað í 18% tekjuárið 2002, að því er fram kemur í fréttatilkynn- ingu frá fjármálaráðuneytinu. Kaupþing banki greiðir hæstu gjöldin Fjármagnstekjuskattur lögaðila nemur 6,2 milljörðum en þar er að mestu um að ræða greiðslu ríkis- sjóðs á fjármagnstekjuskatti aðal- lega vegna sölu Landssímans en hann nam 5,6 milljörðum króna. Einu lögaðilarnir sem greiða fjár- magnstekjuskatt eru þeir sem eru undanskildir greiðslu tekjuskatts. Tryggingagjald nemur samtals 32,5 milljörðum króna og hefur hækkað um 17,7% frá fyrra ári. Tryggingagjald er innheimt í stað- greiðslu og er hér því um uppgjör að ræða. Álagningartölur fyrir trygg- ingagjald innifela markaðsgjald og iðgjald slysatryggingar sjómanna. Kaupþing banki borgaði hæstu op- inberu gjöldin eða samtals 6.956 milljónir. Þá kemur Fjársýsla ríkis- ins með 5.780 milljónir og launaaf- greiðsla Fjársýslunnar með 4.535 milljónir. Í fjórða sæti er Lands- banki Íslands með 3.648 milljónir og þá Íslandsbanki (nú Glitnir) með 1.793 milljónir. Reykjavíkurborg greiðir 1.216 milljónir og Straumur- Burðarás greiðir 811 milljónir. Samtals greiða íslensku bankarnir fjórir um 13,2 milljarða í opinber gjöld. Í yfirliti frá Skattstjóranum í Reykjavík kemur fram að 24 lögaðil- ar greiða meira en 100 milljónir í op- inber gjöld. Athygli vekur að Há- skólasjóður Eimskipafélags Íslands greiddi 160 milljónir í skatta. Alcan greiðir hæstu gjöldin á Reykjanesi eða tæplega milljarð. Þar á eftir koma Kópavogsbær, P. Samúelsson, varnarliðið og Hafnar- fjarðarbær. Greiddu um 74 milljarða í gjöld Tekjuskattur lögaðila hækkaði um 11 milljarða milli ára eða um 46% FRÉTTIR ÞINGMENN stjórnarandstöðunnar hafa lagt fram á Alþingi frumvarp um breytingar á ýmsum ákvæðum laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Kolbrún Halldórs- dóttir, þingmaður Vinstrihreyfing- arinnar – græns framboðs, mælti fyrir frumvarpinu á Alþingi í gær. Í frumvarpinu er m.a. lagt til að í umrædd lög bætist við eftirfarandi málsgrein: „Launamanni er hvenær sem er heimilt að veita þriðja aðila upplýsingar um laun og önnur starfskjör sín.“ Í greinargerð segir að markmiðið með ákvæðinu sé að koma í veg fyrir svokallaða launa- leynd. Ákvæðið eigi sér fyrirmynd í dönskum lögum. Í greinargerðinni segir að launa- leynd komi í veg fyrir að starfs- menn geti borið saman kjör sín. Þar með verði illmögulegt að komast að því hvort fyrirtæki mismuni starfs- mönnum sínum, m.a. á grundvelli kynferðis. Launaleynd verði aflétt Eftir Örnu Schram arna@mbl.is MÆLT var fyrir því á Alþingi í gær að gerð yrði úttekt á því hvaða breyt- ingar hafa orðið á rafmagnsverði til almennra notenda og fyrirtækja í kjölfar breytinga sem urðu á skipu- lagi raforkumála í ársbyrjun 2005. Sigurjón Þórðarson, þingmaður Frjálslynda flokksins, mælti fyrir þingsályktunartillögu þessa efnis, en hann er fyrsti flutningsmaður henn- ar. Meðflutningsmenn eru, auk þing- manna Frjálslynda flokksins, þing- menn úr Samfylkingu og Vinstrihreyfingunni – grænu fram- boði. Fram kom í umræðum á Alþingi í gær að Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokks, er meðmæltur tillögunni. Hann var eini stjórnarliðinn sem tók þátt í umræð- unum. Í tillögugreininni er nánar lagt til að gerð verði grein fyrir þróun raf- orkuverðs sundurliðað eftir helstu notendaflokkum og gjaldskrársvæð- um. Þá er lagt til að niðurstaða úttekt- arinnar, sem nái til allra tegunda við- skipta raforku, liggi fyrir hinn 15. febrúar nk. Í greinargerð tillögunnar segir m.a. að Samtök iðnaðarins hafi bent á að fjöldi fyrirtækja hafi fengið tugprósenta hækkun á raforkureikn- ingum í kjölfar gildistöku nýju raf- orkulaganna árið 2005. Þó nokkur dæmi væru um allt að 70% hækkun. Sigurjón sagði, er hann mælti fyrir tillögunni í gær, að fjöldi hagsmuna- aðila hefði ályktað um þetta mál. „Þetta mál liggur mjög þungt á mörg- um og ekki síst bændum þessa lands sem hafa fengið gríðarlega hækkaða rafmagnsreikninga.“ Sigurjón sagði óþolandi að stjórnvöld hefðu innleitt tugprósenta hækkun sem þessa með raforkulagabreytingunum árið 2005. Stjórnvöld hefðu sagt að nýju lögin ættu að leiða til samkeppni og hag- ræðingar á raforkumarkaði. „En al- mennir neytendur hafa einungis séð hækkun [á raforkuverði],“ sagði hann. Því þyrfti að gera úttekt á þess- um hækkunum og ástæðum þeirra. Þingsályktunartillaga þingmanna stjórnarandstöðunnar Úttekt verði gerð á þróun raforkuverðs Morgunblaðið/Eyþór Upplýsingar Þingmenn stjórnarandstöðunnar vilja fá upplýsingar um hvaða breytingar hafa orðið á rafmagnsverði til notenda frá 2005. Í HNOTSKURN »Alþingi samþykkti ný raf-orkulög haustið 2004. Lögin tóku gildi í ársbyrjun 2005. Þar með varð gjörbreyting á skipu- lagi raforkumála landsins. »Raforkulögin voru sam-þykkt með atkvæðum þing- manna ríkisstjórnarflokkanna og Samfylkingarinnar. Einn þingmaður Samfylkingarinnar sat hjá, Helgi Hjörvar, sem og þingmenn Vinstri grænna og Frjálslyndra. Í FRUMVARPI sem fjármálaráðherra, Árni M. Mathiesen, hefur lagt fram á Alþingi eru m.a. lagðar til nokkrar breytingar á lögum um tekjuskatt. Breytingar- tillögurnar eru m.a. í samræmi við yfirlýs- ingu ríkisstjórnarinnar frá 22. júní sl. Þær eru þar með hluti af að- gerðum sem ætlað er að stuðla að stöðugleika á vinnumarkaði, að því er fram kemur í at- hugasemdum frum- varpsins. Í fyrsta lagi er í frumvarpinu lagt til að frá og með 1. janúar 2007 lækki tekjuskattur einstaklinga um 1% í stað 2%, eins og áður var fyr- irhugað, þ.e. úr 23,75% í 22,75%. Í öðru lagi er í frumvarpinu lögð til breyting á aldursmarki barna- bóta, þ.e. lagt er til að um næstu áramót verði teknar upp greiðslur barnabóta til 18 ára aldurs í stað 16 ára aldurs. Áætlað er að greiðslur barnabóta muni aukast um 500 til 600 milljónir króna verði frumvarpið að lögum, að því er segir í athuga- semdum þess. Í þriðja lagi er lögð til hækkun á persónuafslætti, sjómannaafslætti og vaxtabótum frá 1. janúar 2007. „Verði frumvarpið að lögum mun persónuafsláttur einstaklinga hækka úr 356.180 kr. í 385.800 kr á ári. Með þessari hækkun, og breyt- ingu tekjuskattshlutfalls, hækka skattleysismörk ein- staklinga úr 79 þúsund kr. í 90 þúsund kr. á mánuði eða um 14%. Áætlað er að lögfest- ing þessara ákvæða leiði til þess að tekjur ríkissjóðs verði 800 millj. kr. hærri en ann- ars hefði orðið,“ segir í athugasemdunum. Endurskoða per- sónuafslátt árlega Fjárhæð sjómanna- afsláttar mun skv. frumvarpinu hækka um 6%, þ.e. úr 787 kr. í 834 kr. á dag og viðmiðunarfjár- hæðir vaxtabóta munu hækka um 6%. „Er það í samræmi við áætlaðar launahækkanir á almennum vinnu- markaði á miðju þessi ári og í byrj- un næsta árs. Áætlað er að útgjöld ríkissjóðs vegna hækkunar viðmið- unarfjárhæða vaxtabóta verði um 350 millj kr.,“ segir í athugasemd- um. Fleiri breytingar eru lagðar til í frumvarpinu. M.a. er lagt til að per- sónuafsláttur verði endurskoðaður árlega, í fyrsta sinn frá 1. janúar 2008, og að fjárhæð hans breytist þannig í samræmi við breytingar á gildandi vísitölu neysluverðs næst- liðinna tólf mánaða. Þá er m.a. lagt til að styrkir sem foreldrar eða forráðamenn barns fá frá sveitarfélagi til að annast barn heima verði undanþegnir skatt- skyldu. Tekjuskattur lækki um 1% í stað 2% Lögð er til hækkun á persónuafslætti, sjómannaafslætti og vaxtabótum Árni M. Mathiesen ALLS eru tilgreind 37 tungumál sem móðurmál nemenda í grunn- skólum landsins, að því er fram kem- ur í skýrslu menntamálaráðherra um framkvæmd skólahalds í grunn- skólum á árunum 2001 til 2004. Skýrslunni var dreift á Alþingi í gær. Í skýrslunni segir að við talningu nemenda með erlent móðurmál, sé miðað við að forráðamenn nemand- ans, annar eða báðir, hafi annað tungumál að móðurmáli en íslensku og noti það mál að staðaldri í dag- legum samskiptum sínum við barnið. Í skýrslunni er vitnað í tölur frá árunum 2001 til 2003 og greint frá því að nemendum með erlent móður- mál hafi fjölgað um 148 eða um 11% frá skólaárinu 2001–2002 til skóla- ársins 2003–2004. 37 tungumál ♦♦♦ HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt 26 ára karlmann í fang- elsi til fjögurra mánaða, en frestað fullnustu tveggja mánaða af refsi- vistinni, fyrir líkamsárás í maí á sl. ári. Honum var auk þess gert að greiða fórnarlambi sínu rúmar 550 þúsund krónur í miskabætur auk 240 þúsund króna í sakarkostnað. Ákærða er gert að sök að hafa ráð- ist á karlmann á fertugsaldri á skemmtistað í Reykjavík, slegið höfði hans við barborð, margsinnis slegið hann hnefahögg og sparkað í andlit hans og líkama, dregið hann á hárinu eftir gólfinu og misþyrmt honum með öðrum hætti. Við aðfar- irnar hlaut fórnarlambið m.a. brot á þvertindum 1.–3. lendahryggjar hægra megin, brot á 7. og 8. rifi vinstra megin og nefbrot. Við málsmeðferðina var m.a. sýnd myndbandsupptaka af árásinni þar sem sést að ákærði ræðst fyrirvara- laust á fórnarlamb sitt. Einnig kom fram að ákærði er um tveir metrar á hæð og er með brúnt belti í sjálfs- varnaríþróttinni Jiu jitsu. Við yfirheyrslur bar ákærði við að nóttina áður en hann lagði til árásar hefði unnusta hans skýrt frá því að hún hefði haldið fram hjá honum með fórnarlambinu. Ákærði kvaðst hafa tekið frásögnina nærri sér. Afbrýðisemi réð för Í niðurstöðum dómsins segir að nægileg sönnun sé fyrir því að ákærði hafi ráðist á fórnarlambið með þeim hætti sem í ákæru greinir. Kemur fram að ef litið er til upptöku úr öryggismyndavél sést ótvírætt hvernig ákærði lét högg og spörk dynja á andliti og líkama fórnar- lambsins, dregur hann á hárinu og keyrir höfuð hans í barborðið. Við ákvörðun refsingar var til þess litið að ákærði á ekki að baki sak- arferil. Hins vegar var atlaga hans heiftúðleg og hrottafengin og ekki annað ráðið af framburði vitna en að afbrýðisemi hafi ráðið för. Héraðsdómarinn Ásgeir Magnús- son kvað upp dóminn. Dagmar Arn- ardóttir fulltrúi lögreglustjórans í Reykjavík flutti málið af hálfu ákæruvaldsins en Hilmar Ingimund- arson hrl. varði manninn. Heiftúðleg og hrottafengin árás „VIÐ lýsum yfir miklum vonbrigðum og undrun með þessar hækkanir í ljósi þeirrar umræðu sem átt hefur sér stað á undanförnum misserum um kjör eldri borg- ara. Þessi hækkun kemur hreinlega eins og blaut tuska framan í okkur,“ segir Margrét Margeirsdóttir, formað- ur Félags eldri borgara, og vísar þar til ákvörðunar vel- ferðarráðs Reykjavíkurborgar um að hækka gjaldskrá velferðarsviðs borgarinnar um 8,8% frá og með næstu áramótum. Hækkunin var rædd á fundi framkvæmda- stjórnar FEB í gær og mun félagið í framhaldinu senda frá sér ályktun þar sem henni verður mótmælt. Segir Margrét ljóst að hækkunin muni koma allra verst við þá eldri borgara sem lakast eru settir og munar um hvaða upphæð sem er. Segir hún tímasetningu hækkunar einnig koma á óvart og að eðli- legra hefði verið af hálfu borgarinnar að bíða með hækkanir þar til ljóst væri hvernig rekstrarárið kæmi út í heild. Heimaþjónustan er greiðsluskyld fyrir alla sem hana nýta nema þá sem aðeins hafa bætur frá TR. Að sögn Margrétar á framkvæmdastjórnin fund með borgarstjóra nk. mánudag þar sem m.a. á að ræða hækkunina. Segist hún halda í vonina um að horfið verði frá boðaðri gjaldskrárhækkun. Undrast hækkun þjón- ustugjalda eldri borgara Margrét Margeirsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.