Morgunblaðið - 01.11.2006, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 2006 15
Eftir Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
OFT er sagt að sagan endurtaki sig. Á dögum Rom-
anov-ættarinnar, rússnesku keisaraættarinnar,
þótti hinum útvöldu ómissandi að hafa með sér gull-
slegin hnífapör til að fullkomna útileguna, á meðan
aumur almúginn lapti dauðann úr skel. Nú vilja ný-
ríkir Rússar ekki vera eftirbátar ættbogans fræga
og láta sig ekki muna um að punga út hátt í hundrað
milljónum íslenskra króna, fyrir sérsmíðaða, sviss-
neska, demantsskreytta farsíma.
Þetta kom glögglega í ljós á sérstakri vörusýn-
ingu fyrir milljónamæringa í Moskvu um helgina,
þar sem 40.000 Rússar komu saman til að berja lúx-
usvörur augum. Stemningin var sögð engu lík, fyr-
irsætur í hvítum baðfötum létu fara vel um sig í lúx-
us-útgáfu af Jacuzzi-baðkari en aðrar voru í dýrum
loðfeldi fyrir framan sérhannaðar bifreiðar.
Demantar eru sagðir í uppáhaldi hjá konunum
sem geta valið úr skartgripum þótt engin séu Fa-
bergé-eggin. Svissneska fyrirtækið GoldVish not-
aði tækifærið og kynnti þrjá farsíma sem voru sett-
ir 2.000 demöntum. Heppinn Rússi nældi sér í einn
þeirra en verðið var rétt um 87 milljónir króna.
„Þær hafa fallegt hár og ganga í fallegum fötum
[…] því skyldu þær hafa skitinn plastsíma í tösk-
unum sínum,“ sagði Ephraim Goldstoff, sérlegur
ráðgjafi GoldVish á sviði demanta, um takmarkað
úrval á farsímum fyrir sterkefnaðar konur.
Þyrlusalar höfðu í nógu að snúast og þeir sem
vildu hvíla sig á milli sýningaratriða báru saman
bankabækur sínar með kampavínsglasið í annarri
hendinni og þéttvafinn kúbuvindilinn í hinni.
Eins og gefur að skilja vill hin nýja yfirstétt
Rússlands ekki búa þröngt eða í stigagöngum þar
sem ósamlyndi um húsþrif ríkir. Þannig tryggði
einn heppinn sýningargestur sér eyju við Panama á
aðeins rétt rúmlega 1.700 milljónir króna. Þetta
þykir ekki mikið í ljósi þess, að hana má nota sem
skattaparadís.
Þá keyptu fjórir gestir sér glæsieignir í Rubl-
evsky-hverfinu í Moskvu, sem seldust á allt að 547
milljónir króna og hafa byggingaraðilar haft í nógu
að snúast við að anna eftirspurn kröfuharðra kaup-
enda á þessum ört vaxandi markaði.
Hátt í níutíu þúsund auðmenn í landinu
Fyrir aldarfjórðungi síðan voru engir milljóna-
mæringar í Rússlandi, að því er segir í frétt breska
dagblaðsins Times um vörusýninguna. Þar segir
einnig, að nú sé talið að fjöldi þeirra eystra sé 88.000
– sé miðað við evruna – og þar af séu 33 millj-
arðamæringar í landinu.
„Rússar eru, ásamt Aröbum, mestu eyðsluklær í
heiminum og rússneski markaðurinn er nú meðal
þriggja helstu markaða fyrir lúxusvörur,“ hafði
blaðið eftir Yves Gijrath, stofnanda sýningarinnar.
Var þetta í annað sinn sem Gijrath stóð fyrir slíkri
kaupstefnu í fyrrum sæluríki öreiganna en hún er
reglulega haldin víða um heim.
Dagblaðið Washington Post gerir sýningunni
einnig skil og minnir á að um fimmtungur Rússa lifi
undir fátæktarmörkum og að meðaltekjur lands-
manna séu um fimm þúsund Bandaríkjadalir, um
342 þúsund kr. Lýkur blaðið umfjöllun sinni á því að
benda á að óformlegt slagorð fyrrnefnds Gijraths
hafi verið „Milljónamæringar Rússlands, samein-
ist!“, sem verður að teljast fremur kaldhæðinn út-
úrsnúningur á lokaorðum kommúnistaávarpsins og
ákalli Marx og Engels um byltingu öreiganna.
„Milljónamæringar
Rússlands, sameinist!“
Rússneski peningaaðallinn
veltir sér upp úr auðnum
Í HNOTSKURN
»Þrátt fyrir að mikill auður hafi safnast áfárra hendur bendir Financial Times á að
millistéttin sé farin að kaupa meira en áður.
»Kemur þar fram að mikla aukningu íneyslu millistéttarinnar megi m.a. rekja til
hás olíuverðs á undanförnum árum.
Sendir hann SMS? Kona virðir fyrir sér nýja
GoldVish-farsímann á sýningunni um helgina.
AP
Í NÝRRI skýrslu
Alþjóðabankans
kemur fram að
aukinn hagvöxtur
og færri átök en
áður hafi gert árið
2005 að tímamó-
taári fyrir þróun
Afríku. Þannig
kemur þar m.a.
fram að 16 Afr-
íkuríkjum hafi tekist að viðhalda yfir
4,5 prósenta hagvexti síðan á síðasta
áratug og hafi fyrir vikið lyft mörg-
um þegnum sínum úr viðjum fátækt-
ar, að því er fram kemur í frétt á vef-
síðu breska ríkisútvarpsins, BBC, í
gær. Skýrsluhöfundar lýsa einnig yf-
ir ánægju sinni með að dregið hafi úr
átökum í álfunni, sem hafi fækkað úr
sextán árið 2002 í fimm árið 2005.
„Afríka er í dag álfa í framför,“
sagði Gobind Nankani, aðstoðarfor-
seti Alþjóðabankans fyrir Afríku.
Að sögn BBC minnir skýrslan
einnig á mikinn mun í frammistöðu
Afríkuríkja á efnahagssviðinu, með
dæmi af Zimbabve, sem hafi árið
2004 upplifað samdrátt í hagkerfinu
um sem nemur 2,4 prósentum.
Á hinn bóginn kemur fram í frétt
BBC, að verðbólga í álfunni sé í sögu-
legu lágmarki og að ríkjum hennar
hafi tekist að lágmarka áhrif hás olíu-
verðs á síðustu árum á hagkerfið.
Hins vegar skorti mjög á erlenda
fjárfestingu í álfunni, sem sé 1,6 pró-
sent af heimsfjárfestingunni.
Síðasta ár
tímamót
fyrir Afríku
Alþjóðabankinn
kynnir ný gögn
Gobind Nankani
Hong Kong. AFP. | Vísindamenn hafa
ítrekað, að hætta sé á fuglaflensu-
faraldri í mönnum, en nú hefur fund-
ist nýtt afbrigði af fuglaflensuveir-
unni H5N1.
Vísindamenn í Hong Kong og
Bandaríkjunum telja, að nýja af-
brigðið, „Fujian-afbrigðið“ eins og
það er kallað, kunni að hafa komið
fram sem svar við bólusetningu á
fuglabúum. Hættan á, að veiran,
sem er oft banvæn, geti farið að ber-
ast manna á milli sé því enn fyrir
hendi.
Sagt er, að Fujian-afbrigðið sé nú
orðið algengt í Kína, Hong Kong,
Taílandi, Laos og Malasíu.
Hjá WHO, Alþjóðaheilbrigðis-
stofnuninni, er það talið næstum
öruggt, að fuglaflensufaraldur verði
í mönnum innan ekki langs tíma en í
versta falli gæti hann orðið milljón-
um manna að fjörtjóni. Það var árið
1997 í Hong Kong, sem H5N1-veir-
an varð fyrst mönnum að bana en þá
létust sex af hennar völdum.
Veiran
breytist
Fuglabú Nýja afbrigðið af H5N1-
veirunni er að verða algengt í Kína.
Gar›atorgi - Grindavík - Keflavík - Kringlunni - Lágmúla - Laugavegi - Setbergi - Smáralind - Smáratorgi - Spönginni
Egilsstö›um - Höfn - Fáskrú›sfir›i - Sey›isfir›i - Neskaupsta› - Eskifir›i - Rey›arfir›i - Ísafir›i - Bolungarvík
Patreksfir›i - Borgarnesi - Grundarfir›i - Stykkishólmi - Bú›ardal - Húsavík - Kópaskeri - Raufarhöfn
K
R
A
FT
A
V
ER
K
Omega-3 fitusýrur geta dregið úr hættu á hjarta og
kransæðasjúkdómum. Jafnframt hafa rannsóknir sýnt fram
á gagnsemi omega-3 gegn liðagigt.
Össur Skarphéðinsson
býður gesti velkomna.
Jóhannes Kristjánsson
eftirherma fjallar um stjórn-
málaástandið.
Elísabet Eyþórsdóttir
syngur lög Barkar Hrafns
Birgissonar við ljóð Einars
Más Guðmundssonar af
geisladiskinum Þriðja leiðin.
Andríkt spjall og léttar veitingar.
v/Austurvöll í dag kl. 17 til 19.
Vinir og samherjar Össurar Skarphéðinssonar boða
Fagnaðarfund á NASA
Prófkjör Samfylkingarinnar í Reykjavík fer fram laugardaginn 11. nóvember.
www.ossur.hexia.net