Morgunblaðið - 01.11.2006, Síða 20
heilsa
20 MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
Það eru nú ekki nema átta kílómetrar ívinnuna en ég bý í Grafarholti og vinn íKópavogi. Ætli ég sé ekki um tuttugumínútur á leiðinni,“ segir Sturla sem
byrjaði að hjóla fyrir 8 árum. „Þá bjó ég úti í Eng-
landi, í Oxfordskíri, þar sem ég lauk námi í arki-
tektúr við Oxford-háskóla, og satt best að segja
byrjaði ég að hjóla af nauðsyn frekar en löngun.
Ég hafði fengið vinnu sem var í 30 km fjarlægð
frá heimilu mínu og þar sem við hjónin höfðum
ekki efni á að reka tvo bíla var ákveðið að ég
myndi hjóla í vinnuna. Ég hafði hins vegar ekkert
hjólað að ráði síðan ég var krakki og fyrsta daginn
var ég viss um að ég kæmist aldrei á leiðarenda,“
segir hann og hlær.
Ánetjaðist hjólreiðum
En þolið var ótrúlega fljótt að koma og vega-
lengdirnar urðu smám saman lengri og lengri. Í
dag finnst Sturla ekkert mál að hjóla 100 km í
einni lotu. ,,Hjólið varð í mínum huga miklu meira
en farartæki til þess að komast í vinnuna. Ég
ánetjaðist hreinlega hjólreiðum! Í fyrstu dreif ég
aðeins þriðjung í erfiðustu brekkunum en svo
kom að því komst ég alla leið án hvíldar og það
var frábær tilfinning. Ég gekk síðan í Hjólreiða-
klúbb í Banbury Star, bænum sem ég bjó í, og þar
voru æfingarnar teknar alvarlega. Þær voru jafn-
vel á sunnudagsmorgnum kl. 7.30 og þá voru hjól-
aðir allt að 120 km í einu sem tekur um þrjár og
hálfa klukkustund.“
Hér á landi er Sturla í Hjólreiðafélagi Reykja-
víkur og hann mælir með að fólk gangi í slíkan
klúbb vilji það taka íþróttina alvarlega. ,,Það eru
starfandi nokkur hjólreiðafélög hér og starfsemi
þeirra er öflug og fjölbreytt, bæði fyrir almenning
og keppnisfólk. Félagsskapurinn er mjög
skemmtilegur.“
Ökumenn oft dónalegir
En hver er munurinn á að hjóla á Íslandi og í
Englandi?
„Ökumenn í Englandi eru mun tillitssamari við
hjólreiðafólk, hér örlar á óþolinmæði og stundum
dónaskap,“ segir Sturla sem þrátt fyrir það ætlar
að halda uppteknum hætti og hjóla í vinnuna. „Ég
tók einu sinni strætó og var eina klukkustund og
tíu mínútur á leiðinni og kvefaðist í þokkabót. Ég
fæ annars aldrei kvef, sama hversu kalt er úti
þegar ég er hjólandi. Ég mæti hress og endur-
nærður eftir hreyfinguna í vinnuna og það er ein-
faldlega ekki hægt að byrja daginn betur. Á hjól-
inu fæ ég oft mínar bestu hugmyndir,“ segir
arkitektinn sem bregður sér svo bara úr hjóla-
gallanum og í vinnufötin þegar hann er kominn í
vinnuna. ,,Þvottapoki, handklæði og mikið af
svitalyktareyði,“ segir hann hlæjandi þegar spurt
er út í praktísku atriðin. ,,Þetta er ekkert mál.“
Arkitektinn
sem hjólar
alltaf í vinnuna
Morgunblaðið/Ómar
Fljótari Sturla er fljótari að hjóla í vinnuna en að taka strætó.
Það er dimmt úti og næðingur. Langflestir Íslendingar sem eru
á leið til vinnu skjóta sér inn í einhvern af þeim nær 200.000 bílum
sem í notkun eru á landinu og setja miðstöðina á fullt en ekki
Sturla Þór Jónsson. Hann hjólar í vinnuna.
TENGLAR
...................................................................
www.hfr.is
www.hjolamenn.is
Ö
ll höfum við tekið eftir
því að kvef, hálsbólga
og flensa er algengt
vandamál þegar hausta
fer og veður fer kóln-
andi. Sumir vilja tengja þetta við
veðráttu og tala gjarnan um að hafa
ofkælst? En hvað er það sem veld-
ur?
Kvef er veirusýking í efri loftveg-
um (nefi og hálsi) sem stendur oft-
ast í þrjá til sjö daga og er líklega
algengasti sjúkdómur sem herjar á
menn. Að meðaltali fær hver full-
orðinn einstaklingur kvef tvisvar til
fjórum sinnum á ári og börn á
skólaaldri allt að 12 sinnum á ári.
Margar tegundir veira geta valdið
kvefi en algengastar eru svokall-
aðar rhinoveirur (yfir 100 tegundir)
og eru þær hvað virkastar vor,
sumar og haust, coronaveirur (yfir
30 tegundir) eru virkastar vetur og
vor en á haustin og veturna eru al-
gengar orsakir kvefs parainflúensu-
veira og RS-veira. Líklegt er að
meiri innivera í lokuðum rýmum og
skólahald yfir haust- og vetrarmán-
uðina skapi aðstæður fyrir kvefveir-
ur til að berast hratt og örugglega
á milli manna.
Smitleiðir
Veirurnar berast milli manna
með dropum úr öndunarvegi við
hósta og hnerra. Dropaúðanum er
annaðhvort andað inn beint eða
hann kemst á hendur með snert-
ingu, t.d. með handabandi eða með
snertingu við hluti í umhverfinu
sem hafa mengast, t.d. hurðarhúna
og kemst í slímhúð í öndunarvegi
þegar viðkomandi snertir nef sitt
eða augu. Þeir sem eru viðkvæmir
fyrir kvefveirum sýkjast í 95% til-
fella en aðeins 75% fá einkenni.
Einkenni
Einkenni byrja 1–2 dögum eftir
sýkingu, oftast með særindum í
hálsi, síðan kemur hnerri, nef-
rennsli, nefstíflur og hósti. Þessu
fylgir oft vægur höfuðverkur, slapp-
leiki og þreyta. Kvef varir að jafn-
aði í 3–7 daga en hósti, sem fylgir
oft í kjölfarið, getur staðið lengur
jafnvel í allt að þrjár vikur. Eftir að
viðkomandi hefur jafnað sig hefur
hann myndað ónæmi gegn veirunni
sem olli kvefinu en það ónæmi ver
hann ekki fyrir öllum hinum kvef-
veirunum og getur hann því fengið
annað kvef strax í kjölfarið.
Fyrirbyggjandi
Ónæmiskerfi hvers og eins ver
hann gegn sýkingum og vinnur á
veirunum sem valda kvefinu hverju
sinni. Til að halda ónæmiskerfinu
heilbrigðu er mikilvægt að lifa sem
heilsusamlegustu lífi, borða hollan
mat, sofa nægilega vel og forðast
streitu.
Rjúfa smitleiðir
Mikilvægt er að þeir sem eru
með kvef noti bréfþurrkur til að
byrgja nef og munn við hnerra og
hendi notuðum þurrkum í lokaðan
poka eða fötu og þvoi hendur sínar
vandlega á eftir. Til að fyrirbyggja
smitun er tíður og almennur hand-
þvottur besta vörnin. Til hand-
þvottar þarf vel volgt vatn og sápu
og nudd á öll svæði beggja handa í
15–20 sekúndur, skola og þurrka
vel með hreinu handklæði eða
pappírsþurrku. Sé aðstaða til hand-
þvotta ekki fyrir hendi má nota
sótthreinsunarefni fyrir hendur,
annaðhvort í fljótandi eða gelformi
eða í þar til gerðum þurrkum. Mik-
ilvægt er að foreldrar kenni og
brýni fyrir börnum sínum vandaðan
handþvott því hvað ungur nemur,
gamall temur.
Meðferð
Meðferð miðast að linun ein-
kenna þ.e. hvíla sig, losa um stíflur í
nefi, mýkja hálsinn og e.t.v. að taka
verkjalyf gegn höfuðverk. Engin
sértæk lyfjameðferð er til við kvefi
því sýklalyf hafa engin áhrif á
veirur sem valda því. Sé þrátt fyrir
það tekið sýklalyf gegn kvefi, getur
það haft í för með sér að eðlilegur
bakteríugróður í líkama viðkomandi
einstaklings raskast en það getur
leitt til sýkinga af óæskilegum
bakteríum. Almennt talað leiðir
óhófleg og ómarkviss sýkla-
lyfjanotkun til að algengar bakt-
eríur verða ónæmar fyrir mikið not-
uðum sýklalyfjum. Komi hins vegar
upp fylgisýkingar í kjölfar kvefsins,
s.s. eyrnabólga, geta sýklalyf verið
nauðsynleg.
Kvef eða flensa?
Margir kalla allar kvefpestir
flensu en það er óheppilegt þ.s. orð-
ið flensa er stytting úr sjúkdóma-
heitinu inflúensa, sem er sjúkdómur
sem hefur mun meiri áhrif á líkam-
ann heldur en kvef og gera verður
skýran greinarmun þar á milli. Ein-
kenni um inflúensusmit byrja yf-
irleitt mjög snögglega og eru oftast
hár hiti, þreyta og miklir verkir í
höfði, vöðvum og liðum ásamt háls-
bólgu og nefrennsli. Inflúensa getur
leitt til alvarlegra fylgikvilla s.s.
lungnabólgu og þess vegna er boðið
upp á bólusetningu á hverju ári,
einkum fyrir þá sem eru í aukinni
áhættu á að fá inflúensu (með lang-
vinna sjúkdóma eða eru eldri en 60
ára). En smitleiðir inflúensuveira
og kvefveira eru þær sömu í meg-
inatriðum og því er brýning hrein-
lætis við hnerra og hósta og hvatn-
ing til handhreinsunar, aldrei of oft
kveðin.
Vatn og sápa Til að fyrirbyggja smitun er tíður og almennur handþvottur
besta vörnin. Nota þarf volgt vatn og sápu og nudda á öll svæði beggja
handa í 15–20 sekúndur, skola og þurrka með hreinu handklæði.
Kvef og flensa er ekki eitt og hið sama
hollráð um heilsuna | landlæknisembættið
Einkenni um inflúensu-
smit byrja yfirleitt mjög
snögglega og eru oftast
hár hiti, þreyta og miklir
verkir í höfði, vöðvum
og liðum ásamt háls-
bólgu og nefrennsli.
Ása St. Atladóttir sýkingavarnahjúkr-
unarfræðingur, verkefnisstjóri á sótt-
varnasviði Landlæknisembættisins.