Morgunblaðið - 01.11.2006, Page 22

Morgunblaðið - 01.11.2006, Page 22
22 MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Staðfesta er jafnan dyggð, ekki sístí stjórnmálum. Staðfesta sú semMorgunblaðið sýnir í ritstjórn-argreinum sínum gegn hval- veiðum er hins vegar fyrir löngu orðin allt annað. Þrákelkni er miklu nákvæmara orð til þess að lýsa afstöðu blaðsins. Um hval- veiðar eru í sjálfu sér skiptar skoðanir jafnt innanlands sem utan og ekki óeðli- legt að þau mismunandi sjónarmið komi fram í almennri umræðu. Morgunblaðið hefur hins vegar fest sig rækilega í síend- urteknum klisjum sem aldrei breytast þótt veruleikinn sé allur annar. Þegar Morgunblaðið skrifar gegn hval- veiðum spólar það í sama farinu og það festi sig í fyrir 20 árum þegar blaðið var andstætt hvalveiðum. Þetta er sami söng- urinn og hljómaði fyrir þremur árum þeg- ar hvalveiðar í vísindaskyni hófust. Þá hafði blaðið uppi sömu heimsenda- spádómana og nú. Ekkert er gáð að því hvort illspárnar hafi ræst. Svo mikið ligg- ur við og liggur á að halda áfram sama söngnum. Leiðarstef Morgunblaðsins í öllum þess skrifum birtist í Reykjavíkurbréfi blaðsins árið 2003. Það sem síðar hefur birst sem stefna blaðsins getur allt saman að líta þar. Vandi blaðsins er bara sá að nú höfum við haft tækifæri til þess að skoða hvort allar hrakspárnar hafi gengið eftir. Og nú vitum við að svo er ekki. Sem betur fer. Morgunblaðið fagnar því örugglega. Þess vegna er það enn ótrúlegra að blaðið skuli samt fara fram með sömu rökin, vegna sams konar máls og mark afstöðu sína að því er virðist alveg án tillits til veruleikans. Getum við ekki að minnsta kosti verið sammála um að læra af sögunni? Hver eru rökin? Blaðið spyr um rökin fyrir hvalveiðum. Þau eru í sjálfu sér afskaplega einföld. Við erum þjóð sem byggir afkomu sína á auð- lindanýtingu sinni. Í sjálfu sér eigum við ekki mikið val. Auðlindanýtingin verður að vera ábyrg – sjálfbær – til þess að tryggja að kynslóðir framtíðarinnar njóti afrakstursins líkt og við og helst í enn rík- ari mæli. Aðrar þjóðir geta ef til vill út frá þrengstu efnahagslegu hagsmunum sín- um leyft sér annað við auðlindanýtingu sína. Við getum það ekki á hinn bóginn. Aðstæðurnar setja okkur strangan ramma um nýtingu auðlinda hafsins. Þess vegna hefur okkur vegnað vel og hvað sem öllu öðru líður deila menn varla um að sjálfbær auðlindanýting okkar og framtak einstaklinga í sjávarútvegi hefur átt mest- an þátt í lífskjaraævintýrinu sem saga Ís- lands var á 20. öldinni. Dapurleg afstaða Réttur okkar sem sjálfstæðrar þjóðar til þess að nýta auðlindir hafsins þarf vita- skuld að vera ótvíræður. Og þannig hefur það verið undanfarin 30 ár. Nú skrifar ar við auðlindan ekki síst lítillar þ Stærðarmat h stofna viðurke Alþjóðahvalve Þá er komið a Stöðu hvalastofn liggur að stofnst ingar okkar á hr langreyði sýna a arnir þola vel um veiði. Úr 44 þúsu hrefnustofni mæ rannsóknastofn veiði á 400 hrefn stofni 26 þúsund 200 dýrum, eftir hagað. Stærðarmat á hefur farið fyrir hafrannsóknarr ið staðfest. Þett geta menn leyft rök skipti ekki m lindanýtingu? M viskusamlega og framhjá þessum ins. Og í samræm það hlutskipti að heimsókn yfirm hvalveiðiráðsins hér á landi og flu haldin var sl. lau Fréttablaðið átt sunnudag kemu hvalveiðar skað land. Þá bendir erlendis um bág slakri stöðu hen hér. Þetta er gru höfum lagt áher Þegar þessar annars vegar af til auðlindanýtin hins vegar vísin anna þarf vitask heimila EKKI v Hvenær eigum tilteknar atvin Morgunblaðið stæður til annar landsins skaðast slæm áhrif á aðr ingar eru svo mi eigum að beygja völd í öðrum rík og fáein fjöldasa á okkur fjöldapó Þetta er afska umræða af því a eru óljós og illsk sem vaknar hins kvæmilega og er að banna starfse greinar? Fyrir b blað eins og Mor ing sem skylt er annað borð vaki Morgunblaðið eins og þessi réttur skuli undirorpinn ákvörðunum á öðrum vett- vangi. Ekki meðal alþjóðlegra stofnana, heldur á öðrum og óskilgreindari lendum. Um slíka afstöðu þarf að hafa mörg orð, en til þess er ekki tóm hér og nú. Aðeins sagt; þessi afstaða er dapurleg gagnvart lítilli sjálfstæðri þjóð og myndi aldrei koma til álita hjá stærri þjóðum. Hvalveiðum í heiminum var á síðustu öld, stjórnað á vettvangi Alþjóðahval- veiðiráðsins. Þegar veiðibann var sam- þykkt á vettvangi þess mótmæltum við því ekki illu heilli og sköpuðum okkur þar með lakari þjóðréttarlega stöðu en til dæmis Norðmenn sem fóru öðruvísi að. Með úr- sögn okkar úr ráðinu á sínum tíma mót- mæltum við því að það gegndi ekki lyk- ilhlutverki sínu; stjórnun hvalveiða. Þegar við gengum síðan í Alþjóðahvalveiðiráðið að nýju árið 2002 var það með tvenns kon- ar fyrirvörum, sem mjög mikilvægt er að halda til haga. Hvalveiðar fara vaxandi í heiminum Í fyrsta lagi sögðum við: Hvalveiðar í atvinnuskyni verða ekki hafnar fyrr en eftir árið 2005 og þá og því aðeins að eng- inn framgangur sé fyrir hendi í endur- skoðun á stjórnkerfi veiðanna. Í fyrra var ljóst að ekkert marktækt var að gerast við þá endurskoðun. Í lok ársfundar ráðsins lýstum við því yfir að svo væri. Við hvött- um Bandaríkjamenn til þess að beita sér til þess að hreyfa við endurskoðun stjórn- kerfisins, ekkert gerðist þó á ársfundi ráðsins nú í sumar. Það var því alveg ljóst að endurskoðunin var fullreynd við þessar aðstæður. Það segir þó lærdómsríka sögu að hinar ábyrgari þjóðir innan Alþjóðahval- veiðiráðsins, svo sem Bandaríkjamenn, tala um nauðsyn slíkrar endurskoðunar. Þeir sjá auðvitað hvert stefnir að öðrum kosti. Hvalveiðar í heiminum aukast nú ár frá ári. Japanir veiða t.d. á annað þúsund hvali, Norðmenn úthluta nær þúsund dýra hrefnukvóta. Sjálfir veiða Bandaríkja- menn hvali, meðal annars með stuðningi okkar, enda er um sjálfbærar veiðar að ræða líkt og hjá okkur sjálfum. Alþjóða- hvalveiðiráðið stendur álengdar og fær ekkert aðhafst. Réttur okkar er ótvíræður Þjóðréttarleg staða okkar til þess að hefja veiðarnar verður ekki véfengd. Rétt- ur okkar sem sjálfstæðrar þjóðar innan Alþjóðahvalveiðiráðsins, til hvalveiða er þess vegna alveg skýr. Fyrirvararnir sem við settum við inngöngu í Alþjóðahval- veiðiráðið eru orðnir virkir og okkur ekk- ert að vanbúnaði af þeim ástæðum. Þetta er nauðsynlegt að árétta því það hefur mjög borið á því í umræðu undanfarinna daga að menn hafi gert þetta grundvall- aratriði að einhverju aukaatriði. Það geta menn ekki leyft sér. Þetta hljóta að vera meginatriði út frá sjónarhóli hverrar þjóð- Hvenær á að banna atv Eftir Einar K. Guðfinnsson SVÖRT SPÁ Áhrif loftslagsbreytinga á hag-kerfi heimsins eru umfjöll-unarefni skýrslu sem hópur undir stjórn Sir Nicholas Sterns hagfræðings skilaði bresku stjórn- inni á föstudag. Niðurstöður hennar hafa vakið heimsathygli. Þar er spáð miklum hörmungum af völdum þurrka, flóða, hungursneyðar, sjúk- dóma og útrýmingar dýrategunda. Þessar breytingar geti orðið til þess að heimsframleiðsla minnki um fimm til 20% til frambúðar. Stern segir í grein, sem birtist í Morgunblaðinu í gær, að þegar þurfi að grípa til aðgerða til að draga úr magni gróðurhúsaloftteg- unda í lofthjúpi jarðar og stöðug- leika verði ekki náð fyrr en tekist hafi að minnka losunina um 80% af því sem hún er nú. Síðar í greininni segir hann: „Verði ekki brugðist við loftslagsbreytingum er hætta á því að meðalhitastig á jörðinni hækki um fimm gráður sem er sambæri- legur munur á hitanum nú og á síð- ustu ísöld. Þetta myndi skapa að- stæður sem mannkyn hefur aldrei áður þurft að takast á við. Því hærri sem meðalhitinn er því meiri er hættan á umhverfisbreytingum og eyðileggingu sem ekki verður snúið við. Slíkar breytingar myndu gjör- breyta sjálfri jarðfræði hnattkúl- unnar og um leið öllu lífi okkar hér á jörð − hvar við búum og hvernig.“ Stern bendir á að verði þegar brugðist við sé hægt að draga stór- lega úr áhættunni með hóflegum kostnaði en verði beðið í 10 eða 20 ár verði kostnaðurinn meiri og áhættan sömuleiðis. Umræða um loftslagsbreytingar er ekki ný af nálinni. Enn er deilt um ýmislegt hvað þær snertir en ekki grundvallaratriðin. Engu að síður hafa þjóðir heims ekki virst tilbúnar að horfast í augu við vand- ann. Hann hverfur hins vegar ekki við það að stinga höfðinu í sandinn og ráðamenn og leiðtogar þjóða heims verða að gera sér grein fyrir því að mengun og útblástur þekkir engin landamæri. Enginn getur skorast undan. Því þarf að efla rannsóknir sem miða að því að finna leiðir til að framleiða hreina orku. Eins undarlegt og það er virðast framlög til rannsókna á um- hverfisvænni tækni til að framleiða orku og nýta hins vegar hafa minnkað. Í Bandaríkjunum er helmingi minna fé varið til slíkra rannsókna en fyrir 25 árum. Þetta mun samkvæmt upplýsingum frá Alþjóðaorkumálastofnuninni (IAE) eiga við víðar í löndum sem telja má efnahagsveldi og er Japan eina dæmið um ríki sem hefur aukið framlög til slíkra rannsókna. Eins og bent er á í skýrslu Sterns leynast einnig efnahagslegir mögu- leikar í að bregðast við þeirri hættu sem stafar af loftslagsbreytingum. Skýrslan er ekki nema ein við- vörunin af mörgum. Vitaskuld er ekki hægt að fullyrða að allar spárnar sem þar koma fram muni rætast en er einhver ástæða til að taka áhættuna? Eru vísbendingarn- ar ekki orðnar nógu sterkar til þess að loks verði tekið af skarið og al- vörukraftur settur í glímuna við vandann? UMFERÐARÖNGÞVEITIÐ Umferðaröngþveitið á höfuðborg-arsvæðinu er að verða óbæri- legt fyrir íbúa þessa svæðis. Snemma á morgnana og síðdegis er umferðin svo gríðarleg að fólk kemst lítið áfram. Þessi staða mála er ákaflega þreytandi fyrir þá, sem á annað borð eru á ferðinni á þessum tímum. Það liggur í augum uppi að sam- göngukerfi höfuðborgarsvæðisins er ekki hannað fyrir þessa miklu umferð og sjálfsagt hefur fjölgun bíla orðið langt umfram það, sem reiknað var með. Öngþveitið er eftir sem áður staðreynd. Spurning er hvernig hægt er að takast á við þennan vanda. Augljós leið er að leggja eins konar hringveg ofan byggða þannig að hægt sé að komast á milli sveitarfélaga eða borg- arhluta án þess að aka eftir þeim fjöl- förnu brautum, sem nú mynda aðal- samgönguæðar á þessu svæði. Sjálfsagt mundi slík hraðbraut ofan byggðar kosta mikla fjármuni en er hægt að komast hjá þeirri fjárfest- ingu? Önnur leið er sú, að taka upp gjald- töku á vissum svæðum í borginni til þess að draga úr umferð á þeim. Þriðja leiðin gæti verið sú, að vinna með markvissum hætti gegn fjölgun bíla og aukinni notkun strætisvagna. En er það raunhæf leið á Íslandi, þar sem veður er oft vont yfir vetrartím- ann? Tæplega. Hins vegar er athyglisvert hvað litlar umræður eru um þetta mál í ljósi þess að stór hópur íbúa þessa svæðis er í stöðugum vandræðum dag hvern til þess ýmist að komast í vinnu eða komast heim til sín eða til þess að gegna daglegum erindum. Nú eru komnar af stað töluverðar umræður um þjóðvegakerfið og vandamál þess, sérstaklega vegna mikillar umferðar flutningabíla. Það er tímabært að sambærilegar umræður hefjist um umferðarmálin innan höfuðborgarsvæðisins þar sem flutningabílar koma raunar einnig við sögu. Forráðamenn sveitarfélaganna þurfa að ráða ráðum sínum vegna þessa mikla vandamáls. Það er ekki hægt að fljóta sofandi að feigðarósi í þessum efnum. Að fjórum árum liðnum, þegar á ný verður gengið til sveitarstjórnar- kosninga, mun þessi vandi hafa margfaldast frá því sem nú er verði ekkert að gert á þessu kjörtímabili. Sundabraut leysir ekki allan vanda. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borg- arstjóri þarf að taka forystu í þessu máli og leita liðsinnis kraftmikilla bæjarstjóra í nágrannasveitarfélög- um Reykjavíkur. Þeir þurfa að kynna fyrir íbúum höfuðborgarsvæðisins snemma á þessu kjörtímabili tillögur til þess að greiða úr umferðaröngþveitinu. Þetta er mesti vandi íbúa höfuð- borgarsvæðisins. Umræðan um hleranir á Íslandiá kaldastríðstímanum er fróð-leg og áhugaverð fyrirmargra hluta sakir. Þannig er komið í ljós að símar starfandi stjórn- málamanna voru hleraðir m.a. í tengslum við Þorskastríðin og símar forystumanna í verkalýðshreyfingunni voru hleraðir í tengslum við vinnudeilur! Það er ekki að undra að þeir sem skipuðu sér í flokk með þeim sem sátu handan hler- unartækjanna gerist nú sakbitnir og rói sumir lífróður til að finna sögulega rétt- lætingu fyrir þessum mannréttinda- brotum. Morgunblaðið gengur hér harðast fram. Reykjavíkurbréf blaðsins, sunnu- daginn 29. október, er undirlagt kald- astríðstali undir flennistórri mynd sem tekin var á Austurvelli 30. mars 1949 þegar til átaka kom við Alþingishúsið er aðildin að Nató var samþykkt þar innan- dyra. Í þessum skrifum er miklu púðri eytt í að rifja upp gamlar staðhæfingar um að fundist hafi í skjölum í Moskvu vísbend- ingar um að háttsettir ráðamenn þar- lendir hafi látið í ljósi vilja til að fá þá ís- lenska stjórnmálamenn sem fremstir Flestir féllu un unblaðsins á „lý minnisstætt hv á svipinn þar se sína á lofti og g hafa verið gistiv Morgunblaði af stjórnkerfi Það er þó ekk urbréfs Morgu áhugaverðastu Morgunblaðið k sem stjórnvald unblaðsins svífu kyninu hafa á þ upp í „lýðræðis hina sem „geng Látum réttmæ liggja á milli hlu fráleit. Morgun skilja megi við unnar með tven uppgjörsleið. U ræður á sínum ...sú að ekki var gjörs við þá sem Sovétríkjanna h beittu sér fyrir ekki farin var M verandi ritstjór stóðu í hópi sósíalista til opinberra heim- sókna til Moskvu. Ekkert er um það fjallað hvort rannsókn hefði leitt í ljós svipaðan áhuga á ráðamönnum úr öðrum flokkum og hvort þeir hafi þegið slík boð. Kindarlegir gistivinir Mér er nefnilega minnisstætt einhvern tímann þegar staðhæfingar um Moskvu- boð komu fram í Morgunblaðinu, ræki- lega flenntar yfir síður blaðsins, að ég var staddur í allstórum hópi stjórnmála- manna og einstaklinga úr viðskiptalífinu sem margir voru komnir til ára sinna. Í hópnum var þá stödd Adda Bára Sigfús- dóttir, framákona í Alþýðubandalaginu um langt árabil. Hún sagðist oft hafa furðað sig á þessum skrifum um meinta Moskvu-þjónkun. Sjálf hefði hún aldrei til Moskvu komið. Sig langaði hins vegar til að gera ofurlitla könnun og biðja við- stadda sem þegið hefðu boð til Moskvu af þarlendum stjórnvöldum að rétta upp hönd. Helmingurinn rétti upp höndina og virtist mér flokkslínur þar engu skipta. Uppgjör eða sáttaleið? » Án þess að sannleik- urinn sé leiddur í ljós verða engar sættir. Eftir Ögmund Jónasson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.