Morgunblaðið - 01.11.2006, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 2006 23
endum blaðsins úr leiðarahornum þess.
Þess vegna var sagan ekki sögð öll.
Ráðstefnubrandarinn
Ekki frekar en þegar blaðið sló því upp
á forsíðu að tiltekinni ráðstefnu hefði ekki
verið valinn staður á Íslandi vegna hval-
veiða okkar, en yrði þess í stað haldin í
Noregi. Blaðið fjallaði um þetta gagnrýn-
islaust, þótt það hafi blasað við hverjum
manni hversu fáránlegt þetta er allt sam-
an. Noregur er hvalveiðiland sem hefur
veitt hvali lengur og í miklu meira magni
en við undanfarin ár. Þess vegna sjá allir
hina rökrænu mótsögn þessa máls; nema
auðvitað Morgunblaðið sem ber höfði sínu
áfram við steininn og virðist algjörlega
eitt um að koma ekki auga á fáránleika
þessarar fréttar.
Breskur sjávarútvegsráðherra
heimsfrægur á Íslandi einn dag
Og heldur ekki þegar íslenskir fjöl-
miðlar greindu frá því líkt og heimssögu-
legur atburður væri á ferðinni þegar
sendiherra Íslands fór á fund breska sjáv-
arútvegsráðherrans, Bens Bradshaws, í
síðustu viku. En hvar vakti þessi fundur
athygli? Hér á landi, sannarlega. En
hvergi annars staðar, hvergi nokkurs
staðar á byggðu bóli. Ekki einu sinni í
Bretlandi, heimalandi ráðherrans. Þar var
ekki skrifaður stafkrókur um málið í fjöl-
miðlum. Heimasíða ráðuneytisins, sem
sjávarútvegsráðuneytið heyrir undir,
sagði frá ýmsum fréttum þennan dag á
forsíðu sinni. Ekki var þar orð að finna um
þennan fund. Bradshaw sjávarútvegs-
ráðherra sat fyrir svörum í breska rík-
issjónvarpinu þennan dag í Question
Time, þætti með mikið áhorf að jafnaði.
Opið var fyrir spurningar almennings sem
bárust ýmsar. Engin þeirra fjallaði um
hvalveiðar.
Segir þetta ekki eitthvað um hversu
mál þetta brennur á Bretum og ætli sú
saga segi okkur ekki eitthvað meira og
skýrar um stöðu þess en þvergirðingsskrif
Morgunblaðsins um hvalamál, þar sem
enginn lærdómur er sýnilega dreginn af
sögunni.
Sannleikurinn er svo sá að skrif er-
lendra fjölmiðla voru veruleg rétt um það
leyti sem ákvörðun um hvalveiðar var
kunngerð, aftur við fréttir af fyrstu veið-
inni. Flestar voru fréttirnar býsna hlut-
lausar og síðan hefur dregið úr fréttunum
og hafa nú ekki sést þar dögum saman og
alls ekki í stærri fjölmiðlum. Morg-
unblaðið hímir hins vegar við heygarðs-
hornið sitt eitt og einmana alveg eins og
árið 2003.
Eilítið ljós í leiðarakollinum
En mitt í allri þvermóðskunni glittir þó í
eilítið ljós í leiðarakolli blaðsins sem ég hef
lesið flesta útgáfudaga þess frá barns-
aldri. Blaðið áttar sig sem sé á því að hval-
veiðarnar verða ekki stöðvaðar. Og þótt
þessari uppgötvun blaðsins fylgi síðan
flaumur fúkyrða og önuglyndisskrifa, þá
vekur þessi agnarlitla ljóstýra þó örsmáa
von um að úr rætist í leiðaraskrifum blaðs,
sem mér hefur lengi verið afar kært.
Æ ofan í æ hefur þess verið krafist – ekki
síst á Alþingi – að hvalveiðar yrðu hafnar.
Leynimakk?
Morgunblaðið lætur í veðri vaka að um
leynimakk hafi verið að ræða. Engu að
síður er skrifaður leiðari að gefnu tilefni
um málið heilum fimm vikum áður en ég
undirritaði reglugerðina sem heimilaði
veiðar í atvinnuskyni. Ég hef marglýst
ásetningi mínum í þessum efnum. Um fá
mál hafa blaðamenn spurt mig jafnmikið
og hvalamál á ferli mínum sem sjáv-
arútvegsráðherra. Skoðun mín hefur lengi
legið fyrir, afstaða Alþingis var innsigluð
fyrir rúmum 7 árum, stjórnvöld hafa jafn-
an talað fyrir þessum málstað. Við geng-
um í Alþjóðahvalveiðiráðið að nýju; ekki
til að standa vörð um hvalveiðibann, held-
ur til þess að vinna að málstað okkar um
hvalveiðar. Það er því afskaplega ósann-
gjarnt að segja að þessi ákvörðun hafi ver-
ið tekin án undangenginnar umræðu. Eft-
ir að ákvörðunin lá fyrir, að loknum
ríkisstjórnarfundi, var hún svo kynnt
þingnefndum, þingflokkum stjórnarflokk-
anna og forystumönnum stjórnarandstöð-
unnar og rædd að því búnu á Alþingi.
Alþingi hefði orðið að samþykkja
ákvörðun um hvalveiðibann
Í rauninni hefði það verið grundvall-
arstefnubreyting af hálfu íslenskra stjórn-
valda ef ég hefði tekið aðra ákvörðun en
þá að heimila hvalveiðar í atvinnuskyni.
Menn verða einfaldlega að gera sér grein
fyrir að í þessum málum verður ekki bæði
sleppt og haldið. Annaðhvort heimilum við
hvalveiðar eða við bönnum þær. Ef rík-
isstjórnin hefði komist að hinni síð-
arnefndu niðurstöðu hefði okkur borið að
leggja hana fyrir Alþingi og freista þess að
fá þingið til þess að marka sér nýja stefnu.
Breyta algjörlega um kúrs. Eðlilegt hefði
verið að leggja að því búnu fyrir laga-
frumvarp fyrir Alþingi sem tæki af skarið
og bannaði þessa tegund atvinnurekstrar.
Væri þá ekki eðlilegt að íhuga hvort
ekki væri rétt að banna almennt annan ís-
lenskan atvinnurekstur sem telja megi að
skaði ímynd okkar. Að sinni hirði ég ekki
um hvað fleira mætti fylgja með í þeim
pakka, en ætla verður að Morgunblaðið
hafi mótað sér skoðun á því þótt hún hafi
farið leynt.
Blekkingar Morgunblaðsins
Það er athyglisvert að í leiðara Morg-
unblaðsins, sem byggist á ívitnuðum um-
mælum Ágústs Guðmundssonar í Bakka-
vör, er sleppt veigamiklu atriði. Ummæli
Ágústs birtust í Morgunblaðinu sl. laug-
ardag. Þar segir í frásögn Morgunblaðs-
ins: „Aðspurður sagði Ágúst að enn sem
komið væri hefði enginn viðskiptavinur
viljað hætta viðskiptum við Bakkavör
vegna hvalveiðanna. Og af hverju er þessa
lykilatriðis ekki getið í leiðaranum? Svarið
er augljóst. Það hefði ekki passað við
hræðsluáróðurinn sem dunið hefur á les-
þessu sambandi. Það blasir nefnilega við
hverjum manni að andstaða við hvalveiðar
er ekki mjög ofarlega í sinni þessa fólks.
Afstaðan til hvalveiða mun því ekki til
langframa móta ímynd þjóða. Eða ætla
menn að Norðmenn eða Japanir hafi
ímynd hvalveiðiþjóðar á meðal þorra fólks
í Evrópu eða Bandaríkjunum? Auðvitað
ekki. Ekki frekar en við Íslendingar. Höf-
um við þó veitt hval undanfarin þrjú ár og
það í allnokkru magni á þessu ári.
Að selja „óseljanlega“ vöru
Morgunblaðið vitnar málstað sínum til
stuðnings til Ágústs Guðmundssonar í
Bakkavör. Vitaskuld ber að hlusta vel
þegar slíkur maður talar. Hann hóf at-
vinnurekstur sinn og þeirra Lýðs Guð-
mundssonar á því að vinna og selja hrogn.
Þeir sáu tækifæri sem öðrum voru hulin.
Frá sjónarhóli annarra var sú vara sem
þeir bræður framleiddu því væntanlega
óseljanleg. Sem betur fer fór enginn á
kreik til þess að skrifa um það á þeim
tíma.
Uppbyggileg nálgun
Ágúst hefur gagnrýnt að ekki hafi verið
haft samband við hann við undirbúning
ákvörðunarinnar. Þetta er ábending sem
er sjálfsagt að taka fullt tillit til. Það er
nefnilega athyglisvert að Ágúst segir
einnig að hann hefði þar með getað brugð-
ist betur við gagnrýnum viðbrögðum við-
skiptavina sinna. Þetta er jákvæð afstaða.
Það sem Ágúst er í rauninni að segja er að
með betri upplýsingum hefði hann átt
hægara með að útskýra málið. Ekki af-
stýra því eins og Morgunblaðið þrástagast
alltaf á. Þetta er jákvæð og uppbyggileg
afstaða af hálfu Ágústs og ég lýsi mig
sannarlega reiðubúinn til frekara sam-
starfs við hann og aðra þá sem þenkja
sambærilega.
Afstaða Íslands hefur
lengi legið fyrir
Þess ber að geta að afstaða íslenskra
stjórnvalda til hvalveiða hefur legið mjög
lengi fyrir. Hún var fyrst og fremst mótuð
á Alþingi, svo sem eðlilegt er við svo stóra
ákvörðun. Alþingi samþykkti 10. mars
1999 að hefja bæri hvalveiðar hið fyrsta.
Það var síðan hlutverk ríkisstjórnarinnar
að hrinda því í framkvæmd. Það hefur nú
verið gert, en – og á það ber að leggja
áherslu – að lokinni mjög mikilli umræðu.
gert. Ég dvaldi aðeins við
þessa spurningu í ræðu minni
á aðalfundi Landssambands
smábátaeigenda á dögunum.
Það má telja nokkuð
óvænt, á öld þar sem bein af-
skipti stjórnmálamanna af at-
vinnulífi fara minnkandi og
þegar sagan hefur dæmt
efnahagslegt stjórnlyndi úr
leik, að krafist sé þess að
stjórnmálamenn taki sér fyr-
ir hendur að skera úr um
hvaða atvinnugreinar séu
verðugar og hverjar óverð-
ugar. Það er alveg ljóst að
hér er reist krafa sem teljast verður ein-
stæð. Um þetta sagði ég svo í ræðu minni:
„Verði henni fylgt út í æsar getum við
seint ímyndað okkur hvert hún leiðir. Í
dag eru það hvalveiðarnar, en enginn veit
hvert gæti orðið næsta fórnarlambið.
Kannski hvalaskoðun, sú ágæta og vax-
andi atvinnugrein, en við vitum að til eru
þeir hópar erlendir sem álíta hvalaskoðun
truflandi fyrir hvalina og að hún standi
jafnvel fjölgun þeirra fyrir þrifum.
Ef þeir sem nú andmæla hvalveiðum
hvað harðast vilja vera sjálfum sér sam-
kvæmir er eðlilegt að þeir krefjist þess að
Alþingi banni hvalveiðar með lögum. Að
þessi tiltekna atvinnustarfsemi verði
þannig gerð ólögleg. Það hefur satt að
segja undrað mig að þessi skoðun hafi
ekki komið fram í umræðum hvalveiði-
andstæðinga hér á landi. Málið er þó af-
skaplega einfalt. Annaðhvort er þessi at-
vinnurekstur leyfður, eins og stjórnvöld
hafa gert, ellegar bannaður og þeir sem
andmæla hvalveiðum nú hljóta að vera
þeirrar skoðunar að slíkt skuli gert.
Fylgifiskur umræðu nútímans
Til þess er vitnað að hvalveiðar okkar
hafi kallað fram mótmæli erlendis. Það er
rétt. Og erlendir hvalveiðiandstæðingar
launa Morgunblaðinu stuðninginn við sig
með því að hella yfir blaðið stöðluðum
fjöldapósti. Kemur óneitanlega upp í hug-
ann málshátturinn um kálfinn sem launar
sjaldan ofeldið. Þess háttar fjöldapóstur
er fylgifiskur umræðu nútímans, eins og
við stjórnmálamenn þekkjum, þegar um-
deild mál koma upp. Þau eru þó að mínu
mati ekki mjög skýr birtingarmynd al-
menningsálitsins. Hér eru á ferðinni fé-
lagsmenn samtaka sem hafa andstöðu við
hvalveiðar á stefnuskrá sinni. Tölvupóst-
sendingar sem staðlaðar hafa verið eru
þægileg aðferð sem gripið er til hvenær
sem talið er henta.
Afstaðan til hvalveiða
mótar ekki ímynd þjóða
Það breytir því þó ekki í sjálfu sér að ef-
laust má ætla að víða um heim megi finna
fólk sem kveðst aðspurt vera andvígt hval-
veiðum. Á því hefur ekki verið gerð mæl-
ing en vel mætti segja mér að sá hópur sé í
meirihluta. En það er þó ekki aðalatriði í
nýtingu;
þjóðar.
hvala-
ennt af
eiðiráðinu
að öðru.
fna. Fyrir
tærðarmæl-
refnu og
að stofn-
mtalsverða
und dýra
ælir Haf-
nun með
num og úr
d langreyða veiði á 150 –
r því hvernig veiðum er
á þessum hvalastofnum
r vísindanefnd Alþjóða-
ráðsins. Þar hefur það ver-
a skiptir máli. Eða hvernig
t sér að segja að vísindaleg
máli þegar kemur að auð-
Morgunblaðið skautar sam-
g augljóslega af ásetningi
m grundvallarþætti máls-
mi við það kýs blaðið sér
ð láta framhjá sér fara
manns vísindasviðs Alþjóða-
s Greg Donovans, sem var
utti erindi á ráðstefnu sem
ugardag. Í viðtali sem
ti hins vegar við hann sl.
ur skýrt fram að núverandi
a ekki stofnana hér við
hann á að tal sums staðar
ga stöðu langreyðar stafi af
nnar í suðurhöfum en ekki
undvallaratriði sem við
rslu á að koma á framfæri.
r staðreyndir blasa við,
fdráttarlaus réttur okkar
ngarinnar að þjóðarrétti og
dalegt mat á stærð stofn-
kuld sérstök rök til þess að
veiðar.
m við að banna
nnugreinar?
ð grípur við slíkar að-
rs konar raka. Ímynd
t, er sagt, þetta hefur
rar atvinnugreinar, útlend-
ikið á móti hvalveiðum. Við
a okkur af því að stjórn-
kjum eru okkur ósammála
amtök erlendis skipuleggja
óstsendingar.
aplega viðkvæm og erfið
að hugtökin sem vísað er til
kilgreinanleg. Spurningin
s vegar strax, er hin óhjá-
r þessi: Hvenær eigum við
emi tiltekinnar atvinnu-
borgaralega sinnað fólk og
rgunblaðið er þetta spurn-
r að svara, sé umræðan á
in eins og blaðið hefur
vinnurekstur með lögum?
»Menn verða einfaldlega
að gera sér grein fyrir
að í þessum málum verður
ekki bæði sleppt og haldið.
Annaðhvort heimilum við
hvalveiðar eða við bönnum
þær.
Einar K.
Guðfinnsson
Höfundur er sjávarútvegsráðherra.
leituðu stíft eftir miklum
áhrifum hér innanlands, að
breytast.“ Í umræddu
Reykjavíkurbréfi er ítrekað
að Morgunblaðið sé tilbúið
að ræða þessi mál í þaula en
blaðið segir slíkt þjóna „tak-
mörkuðum tilgangi nú“!: „Á
þeim tíma sem liðinn er hef-
ur umtalsverðum upplýs-
ingum verið safnað saman
um þjónkun og erindrekst-
ur sósíalista á Íslandi á
þeirri tíð og liggja fyrir.
Þegar þær upplýsingar lágu
fyrir m.a. í bókum var þeim ekki beitt að
neinu ráði gegn þeim sem hlut áttu að
máli. Er það þeim í hag að þessar upplýs-
ingar verði nú teknar til umræðu? Er það
þjóðfélaginu í hag að á ný hefjist umræð-
ur um atburði kalda stríðsins? Er það
sérstakt kappsmál þessarar þjóðar að
klofna í herðar niður á nýjan leik vegna
valdatafls stórvelda úti í heimi? Það má
merkilegt teljast ef forystumenn vinstri-
flokkanna á 20. öld, sem enn eru á góðum
aldri, telja þetta eftirsóknarvert en þeir
eru með málflutningi sínum um þessar
mundir komnir vel á veg með að knýja
slíkt uppgjör fram.
Vítt sjónarhorn en ekki þröngt
Að mínu mati mættu þær upplýsingar
sem Morgunblaðið nefnir um Moskvuboð
til íslenskra sósíalista skoðast miklu bet-
ur og undir mun víðara sjónarhorni en
Morgunblaðið gerir. Gæti nú verið að
þessar og ámóta upplýsingar sem Morg-
unblaðið segir í Reykjavíkurbréfinu að
hafi ekki verið „beitt að neinu ráði gegn
þeim sem hlut áttu að máli“, séu álíka
haldgóðar og aðdróttanir í garð manna
sem um áratugaskeið þurftu að búa við
rógburð um að ganga erinda austur-
þýsku leyniþjónustunnar Stasi? Í grein
Þórs Whithead sagnfræðings, sem birtist
í tímaritinu Þjóðmálum og verið hefur til
umfjöllunar í fjölmiðlum að undanförnu,
kom hins vegar fram að leyniþjónustur
Vestur-þýskalands, Bandaríkjanna og
einnig sú íslenska (!) hefðu sannfærst um
það fyrir löngu að fyrir þessum ásök-
unum hafi aldrei verið flugufótur!Auðvit-
að þarf að leiða í ljós upplýsingar af
þessu tagi. Þá fyrst getur farið fram upp-
gjör í sátt. Án þess að sannleikurinn sé
leiddur í ljós verða engar sættir. Og ekki
er það heldur vænleg leið til sátta að hafa
í hótunum við menn eins og gert er í
Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins 29.
október. Uppgjörsleiðin og sáttaleiðin
þurfa ekki að vera andstæður. Hættum
ærumeiðingum, hættum ódýrum ásök-
unum og mannorðsmorðum, hvort sem
um er að ræða Ragnar Arnalds eða Sig-
urjón Sigurðsson, Kjartan Ólafsson eða
Bjarna Benediktsson. Rannsökum málin
í anda sannleika og sátta. Enginn þess-
ara manna á það skilið að traðkað sé á
mannorði þeirra. Það á enginn maður
skilið. En án sannleikans verðum við
aldrei frjáls.
pólitískum andstæðingum
sínum.: „Morgunblaðið hef-
ur verið þeirrar skoðunar
að þeir einstaklingar sem
símar voru hleraðir hjá á
þessum árum ættu að fá öll
gögn í sínar hendur um
þær hleranir sem til væru.
Þetta eru heimildir um
sögu þeirra sjálfra og póli-
tíska fortíð þeirra. Þegar
hér er komið sögu ógnar
það á engan hátt öryggi
ríkisins þótt Kjartan Ólafs-
son, Ragnar Arnalds, fyrr-
verandi formaður Alþýðubandalagsins,
og aðrir þeir sem voru í forystu í stjórn-
málum og baráttu herstöðvaandstæðinga
gegn bandaríska varnarliðinu, sem þá
var á Keflavíkurflugvelli, og aðild Íslands
að Atlantshafsbandalaginu, fái öll gögn í
sínar hendur um það sem að þeim hefur
snúið á þeim árum. En svo er spurningin
um viðbrögð þeirra sjálfra við þeim upp-
lýsingum. Þau benda til þess að þeir hafi
ákveðið að efna til pólitísks uppgjörs
vegna þessara upplýsinga og nota þær til
þess að fella dóma yfir þeim stjórn-
málamönnum sem á sínum tíma stóðu í
eldlínu kalda stríðsins. Ef svo er hlýtur
viðhorf þeirra, sem við lok kalda stríðsins
féllust á að fara sáttaleiðina en ekki upp-
gjörsleiðina gagnvart þeim, sem ýmist
gengu beint erinda Sovétríkjanna hér á
Íslandi eða börðust markvisst gegn þeim
sem töldu nauðsynlegt að halda hér uppi
vörnum gegn ásælni Sovétríkjanna, sem
taldi að nóg væri komið. Eitt skýrasta
dæmi um framrétta sáttahönd var skipan
Svavars Gestssonar, sem var ekki bara
formaður Alþýðubandalagsins um skeið,
heldur eins konar pólitískur handhafi
þeirrar arfleifðar sem gömlu komm-
únistaforingjarnir Einar Olgeirsson og
Brynjólfur Bjarnason skildu eftir sig,
sem sendiherra í utanríkisþjónustu Ís-
lands. Þeirri stöðu hefur Svavar Gests-
son gegnt með glæsibrag og sér til mikils
sóma.“
Morgunblaðið telur Ragnar Arnalds
ekki lengur ógna öryggi ríkisins!
Þarna er engu líkara en Morgunblaðið
telji sig hafa ráðið því að tilteknum ein-
staklingi hafi verið treyst fyrir að gegna
sendiherrastöðu! Hann hafi vissulega ris-
ið undir þeirri ábyrgð með sóma segir
Moggi. Þetta var sem sagt hluti af sátta-
gjörð Morgunblaðsins. Nú heimti menn
hins vegar hver um annan þveran að fá
aðgang að gögnum um njósnir og hler-
anir þar sem þeir hafi sjálfir komið við
sögu. Morgunblaðið úrskurðar í Reykja-
víkurbréfinu að það ætti ekki að þurfa að
„ógna öryggi ríkisins“ að veita þeim
þessar upplýsingar(!), verra væri ef þeir
ætluðu að leggja frekar út af því sem þeir
kæmust á snoðir um og „fella dóma“ yfir
ndir skilgreiningu Morg-
ýðræðissinnum“. Mér er
ve kindarlegir margir urðu
em þeir stóðu með hönd
gengust þar með við því að
vinir Sovétkomma!
ð hluti
finu?
ki þessi kafli Reykjavík-
nblaðsins sem mér þótti
r heldur hitt hve nærri því
kemst að líta á sig sjálft
. Í þessum skrifum Morg-
fur sá andi yfir að mann-
þessum árum mátt skipta
ssinna“ annars vegar og
gu erinda Sovétríkjanna“.
ti þessarar söguskoðunar
uta að sinni þótt hún sé
nblaðið segir hins vegar að
þetta tímabil Íslandssög-
nnum hætti, sáttaleið eða
Um þetta hafi orðið um-
tíma: „Niðurstaðan varð
r efnt til allsherjar upp-
m gengið höfðu erinda
hér. Einn af þeim sem
því að uppgjörsleiðin var
Matthías Johannessen, þá-
ri Morgunblaðsins, sem
Ögmundur Jónasson
Höfundur er alþingismaður.