Morgunblaðið - 01.11.2006, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
FÉLAGSMIÐSTÖÐVASTARF
fyrir unglinga hófst í Reykjavík fyrir
rúmum 30 árum. Allt frá opnun
Fellahellis árið 1974 hefur fé-
lagsmiðstöðvum fjölgað og nú starfa
18 félagsmiðstöðvar á vegum
Íþrótta- og tómstundasviðs Reykja-
víkur (ÍTR). Könnun sem unnin var
fyrir ÍTR vorið 2006 sýnir að um 40%
unglinga í Reykjavík
sækja að jafnaði fé-
lagsmiðstöðvastarfið.
En hvaða erindi eiga
unglingar í fé-
lagsmiðstöð?
Rannsóknir und-
anfarin ár sýna að ung-
lingar sem verja mest-
um tíma með foreldrum
sínum eru líklegri til að
velja heilbrigðan lífstíl
og sniðganga vímuefni.
Rannsóknir sýna jafn-
framt að þátttaka í
skipulögðu félagsstarfi
dregur úr líkum á vímuefnaneyslu.
Samvera með jafnöldrum utan skóla
og heimilis er mikilvægur þáttur í
þroska unglings og heilmikið púður
fer í að máta sig við jafningjahópinn,
samsama sig þeim sem hafa svipaða
lífssýn og að greina sig frá þeim sem
ekki aðhyllast sömu skoðanir eða
svipuð gildi. Samvera með félögun-
um er því liður í leit unglingsins að
sjálfum sér ásamt því að vera til-
rauna- og þjálfunarvettvangur í sam-
skiptum.
Unglingar verja tíma með jafn-
ingjunum í skapandi og krefjandi
verkefni sem og í afþreyingu, að
„chilla“. Félagsmiðstöðin býður vett-
vang fyrir hvort tveggja. Í fé-
lagsmiðstöðvum er oftast að finna
notalega og góða aðstöðu til að
hangsa og spjalla í góðu tómi. Í sóf-
anum í félagsmiðstöðinni er jöfnun
höndum slúðrað um stórstjörnur úti í
heimi, siðferðileg álita-
mál, heimsmál, hug-
myndir, brandara og
það sem á daginn hefur
drifið. Og frístundaráð-
gjafarnir eru ávallt ná-
lægir þegar á þarf að
halda. Félagsmiðstöðin
býður jafnframt upp á
aðstöðu fyrir unglinga
og stuðning við að koma
hugmyndum sínum um
uppákomur, tónleika,
heimsóknir, fræðslu-
erindi, hópastarf og
skemmtanir í fram-
kvæmd.
Í félagsmiðstöðina sækja ungling-
ar sem eru virkir í íþróttafélaginu, í
skátunum, í æskulýðsfélaginu eða
ungliðahreyfingunni, sem og þeir
sem ekki finna sig í hefðbundnum
ramma félagasamtaka. Það er því
fjölbreyttur og litríkur hópur sem
tekur þátt í félagsmiðstöðvastarfinu
sem hefur til skamms tíma verið vel
geymt „leyndarmál“ unglinganna.
En miðvikudaginn 1. nóvember gefst
Reykvíkingum tækifæri á að skyggn-
ast inn í þennan heim því þá standa
félagsmiðstöðvar ÍTR fyrir fé-
lagsmiðstöðvadeginum í Reykjavík.
Markmið dagsins er að bjóða áhuga-
sömum í heimsókn í félagsmiðstöð
hverfisins til að kynnast ungling-
unum og viðfangsefnum þeirra.
Dagskrá félagsmiðstöðvadagsins
er breytileg milli félagsmiðstöðva.
Undirbúningur hefur hvílt á ungling-
aráðum og unglingunum sjálfum
ásamt frístundaráðgjöfum. Meg-
inþungi dagskrárinnar er þó alls
staðar á framlag og sköpun ungling-
anna sjálfra. Dagurinn er samstarfs-
verkefni félagsmiðstöðvanna í
Reykjavík og verða þær opnar fyrir
gesti og gangandi frá kl. 17:00 til kl.
21:00 þennan dag.
Það verður enginn svikinn af heim-
sókn í félagsmiðstöðina. Kynntu þér
dagskrá félagsmiðstöðvadagsins á
www.itr.is og komdu í heimsókn.
Komdu í heimsókn!
Eygló Rúnarsdóttir fjallar um
starfsemi félagsmiðstöðva »Dagskrá félagsmið-stöðvadagsins er
breytileg milli fé-
lagsmiðstöðva. Und-
irbúningur hefur hvílt á
unglingaráðum og ung-
lingunum sjálfum ásamt
frístundaráðgjöfum.
Eygló Rúnarsdóttir
Höfundur er verkefnisstjóri hjá ÍTR.
ÁRIÐ 1988 fluttum við Að-
alheiður Bjarnfreðsdóttir frumvarp
til laga á Alþingi um að banna hval-
veiðar. Töluverð andstaða var við
málið, eins og gefur að
skilja. Aðeins tveir
hæstvirtir þingmenn
tóku að fullu undir það
mál, Kristín Halldórs-
dóttir og Ásgeir Hann-
es Eiríksson. Þó að
langur tími hafi liðið
síðan hefur ekkert
breyst í málinu okkur í
hag. Hins vegar hefur
afstaða mín breyst á
þá lund, að nú tel ég að
ekki sé einungis brýnt
hagsmunamál að veiða
ekki hvali, heldur tel
ég það nú einnig dýra-
verndunarmál. Það samræmist ekki
hegðun hjá nútímamönnum að veiða
hvali. Við umræður á Alþingi árið
1988 lét Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir
þessi orð falla; ,,Menn bera fyrir sig
vísindi og aftur vísindi. Síðan þetta
hvalamál kom upp á borðið svona
mikið og var farið að ræða það hef
ég gert mér far um að hlusta alveg
lon og don á það sem vísindamenn
hafa að segja. Og viti menn, þeir
segja algjörlega sitt hvað. Hverju á
svona fólk eins og ég að trúa? Sumir
segja: Hvalveiðar voru bannaðar
áratugum saman og það hafði engin
áhrif á lífríki sjávar, aðrir segja að
það sé alveg stór-
hættulegt að veiða
ekki þessi 70 kvikindi
sem við erum að veiða
núna á sumrin af því
að lífríkið bara eyði-
leggst. Einn sagði að
útflutningur á hval
væri svona sem svarar
1% af þjóðartekjum,
aðrar sjávarafurðir
væru um 80%. Eigum
við kannski að leggja
þessi 80% í hættu fyrir
þetta 1%? Það hljóta
að vera margar spurn-
ingar í þessu máli. Ég
er meðflutningsmaður að þessari
tillögu af ýmsum ástæðum, t.d.
þeim sem ég er nú þegar búin að
rekja. Ég hef alltaf haft hálfgert
ógeð á þessu hvaladrápi, og alltaf
verið ákaflega fegin þegar ég hef
komist fyrir Hvalfjörðinn án þess að
þar væri hvalur í skurði, en lítið lagt
þar til mála eins og kannski í mörgu
öðru. Ég tel að þetta sé tapað stríð,
það stangast á við alla skynsemi að
vera að halda þessu áfram. Ég sé
ekki nokkra skynsemi í þessu. Ég
sé enga líkingu með þessu og land-
helgisdeilunni. Þá vorum við að
berjast fyrir lífi okkar og lífshags-
munum. Ekki nú.“ Svo mörg voru
þau orð hjá Aðalheiði og eru í fullu
gildi í dag. Staðreyndirnar tala sínu
máli. Hvalamálið árið 1988 varð
banabiti lagmetisiðnaðar á Íslandi,
sem það seldi fyrir 1,5 milljarða kr.
fob á ári, en tæp 60% fóru á markað
í Vestur-Þýskalandi, þar sem um-
hverfis væn fyrirtæki hættu við-
skiptum við okkur. Öll þau fyr-
irtæki, sem voru í þeim geira eru
horfin, ef ORA í Kópavogi er frátal-
ið. Þeim var fórnað fyrir örfáa hvali.
Spyrja má: Væri rækjuverð hærra í
dag, ef svo hefði ekki farið? Fer
Súsí-verksmiðjan á Ísafirði næst
sömu leið í þessum slag núna? Við
megum heldur ekki gleyma útrás
fjölda íslenskra fyrirtækja, sem get-
ur verið í hættu.
Aðstæður í dag eru mun verri,
okkur í óhag, heldur en voru árið
1988, þar kemur til netið og miklu
öflugri fjölmiðlun.
Ég hefi fylgst með þróun þessara
mála í þýskumælandi löndum og
fullyrði, að sú einstaka jákvæða um-
fjöllun, sem við höfum notið þar í sí-
vaxandi mæli er í mikilli hættu. Þá
getur forsætisráðherra Geir
Haarde spurt utanríkisráðherra
Valgerði Sverrisdóttur, eins og
Ólafur Tryggvason Noregskon-
ungur forðum, þegar brast í sundur
bogi Einars þambarskelfis: ,,Hvað
brast?“ og Einar svaraði: ,,Noregur
úr hendi þér, konungur.“ Geir
myndi spyrja: „Hvað brast?“ Og
Valgerður myndi svara: ,,Örygg-
isráðið úr hendi þér, forsætisráð-
herra.“ Íslendingar hafa nefnilega
tapað virðingu sinni á alþjóðavett-
vangi. Barnaleg Bush-gleði forystu-
manna í hvalveiðimálinu endar með
sömu skelfingu og við erum að upp-
lifa í Írak. Heimskuleg þjóðern-
ishyggja og stolt yfir því að við höf-
um rétt fyrir okkur er liðin tíð.
Við erum í dag hluti af alþjóða-
samfélaginu, en ekki einangruð
þjóð, sem getur farið sínu fram að
vild. Víti til varnaðar er stefna Kim
Jong-il í Norður-Kóreu.
Hvalveiðibann
eða veiðar?
Hreggviður Jónsson
skrifar um hvalveiðar
»Hins vegar hefur af-staða mín breyst á
þá lund, að nú tel ég að
ekki sé einungis brýnt
hagsmunamál að veiða
ekki hvali, heldur tel ég
það nú einnig dýra-
verndunarmál.
Hreggviður
Jónsson
Höfundur er fyrrv. þingmaður Sjálf-
stæðisflokksins. hcjons@gmail.com
NÁTTÚRUVERNDARFÓLKI
liggur mikið á hjarta og enn birtast
greinar í blöðum um náttúruspjöllin
norðan Vatnajökuls. En jafnmikil-
vægt og það er að viðhalda umræð-
unni um öll þau ósköp er nú brýnt að
bregðast í tæka tíð við áformum um
orkunýtingu á ýmsum öðrum stöðum,
m.a. á Reykjanesskaganum. Þar hef-
ur Orkuveita Reykjavíkur stigið
þungt til jarðar vítt og breitt um
Hellisheiðina og Hita-
veita Suðurnesja hefur
markað sín spor í
Svartsenginu. Bæði
fyrirtækin hyggja á
frekari landvinninga.
Baráttan um náttúru
Reykjanesskagans er
hafin.
Jarðfræðileg sér-
staða á heimsvísu
„Framtíðarsýn
Landverndar fyrir
Reykjanesskaga, þ.m.t.
Hengilssvæðið, er að
frá Þingvallavatni og út á Reykja-
nestá og Eldey verði stofnaður „Eld-
fjallagarður og fólkvangur“. Þessi
framtíðarsýn grundvallast á nátt-
úruvernd samhliða fjölbreyttri ann-
arri nýtingu á auðlindum Reykjanes-
skagans.
Skaginn hefur óumdeilanlega jarð-
fræðilega sérstöðu á heimsvísu og í
reynd skortir alþjóðleg viðmið til að
staðfesta verndargildi hans. Reykja-
nes er til að mynda eini staðurinn á
jörðinni þar sem berlega má sjá hvar
úthafshryggur gengur á land með
eldsumbrotum og jarðhræringum.“
Þannig lýsir Landvernd framtíð-
arsýn fyrir Reykjanesskagann í riti
sínu Kríunni í ágúst 2006 og kynnti
hana enn frekar á ráðstefnu í sept-
ember sl.
Þetta framtak Landverndar er
gott og þarft, ekki síst í ljósi þess að
orkufyrirtæki sækja nú fast að fá
rannsóknarleyfi á þessu svæði og því
brýnt að móta stefnu um ráðstöfun
þess til framtíðar.
Ósnortið víðerni
Svæðið frá Stóra Kóngsfelli suður
og vestur fyrir Brennisteinsfjöll er
skilgreint sem ósnortið víðerni og er
rétt í því sambandi að minna á skil-
greininguna í lögum um nátt-
úruvernd:
„Ósnortið víðerni: Landsvæði sem
er a.m.k. 25 km² að stærð eða þannig
að hægt sé að njóta þar einveru og
náttúrunnar án truflunar af mann-
virkjum eða umferð vélknúinna far-
artækja á jörðu, er í a.m.k. 5 km fjar-
lægð frá mannvirkjum og öðrum
tæknilegum ummerkjum, svo sem
raflínum, orkuverum, miðlunarlónum
og þjóðvegum, og þar sem ekki gætir
beinna ummerkja mannsins og nátt-
úran fær að þróast án álags af mann-
legum umsvifum.“
Aðdráttarafl
fyrir útivistarfólk
Á svæðinu eru fjölmörg nátt-
úruvætti og minjar á náttúruminja-
skrá sem yrðu innan marka Eld-
fjallagarðs og fólkvangs.
Þar eru jarðmyndanir með hátt
verndargildi og mikið aðdráttarafl
fyrir útivistarfólk jafnt og jarðvís-
indamenn.
Þar er einnig að finna verðmætar
menningarminjar og má t.d. minna á
Selvog, Krýsuvík, Húshólma og Sela-
tanga.
Búsetuminjasvæði
eru fjölmörg á Reykja-
nesskaganum eins og
fram kemur í grein Óm-
ars Smára Ármanns-
sonar í ágústhefti Krí-
unnar: „Þau hafa að
geyma tæplega 200 sel-
stöðuminjar, yfir 100
hlaðin fjárskjól, meira
en 100 réttir og stekki,
um 80 fjárborgir, ótal
vörður tengdar sögu-
legum atburðum, a.m.k.
28 hlaðnar refagildrur,
yfir 100 brunna og vatnsstæði, ótal
gamlar götur þar sem fætur, hófar og
klaufir liðinna kynslóða hafa markað
djúp för í hraunhelluna, allnokkrar
verminjar, varir, naust og lendingar,
fiskverkunarminjar og aðrar þær
mannvistarleifar sem maðurinn hefur
skilið eftir sig á löngum tíma.“
Má nærri geta að allt framantalið
hefur mikið gildi fyrir ferðaþjón-
ustuna, eins og raunar kom fram á
ráðstefnu Landverndar í september.
Afar hátt verndargildi
Vinstri græn hafa þegar fjallað
talsvert um þetta svæði og sam-
þykktu m.a. ályktun á landsfundi í
október 2005 þar sem skorað var á
stjórnvöld að friðlýsa Brennisteins-
fjöll, varðveita þau sem ósnortið víð-
erni og tengja þau friðlandinu í Her-
dísarvík eins og lagt er til í
Náttúruverndaráætlun.
Í ályktuninni segir m.a: „Svæðið er
hið eina fjögurra eldfjallakerfa á
Reykjanesi, sem ekki hefur verið
spillt með borunum, vegagerð og
línulögnum.
Í Brennisteinsfjöllum eru merkar
gosminjar frá sögulegum tíma, um-
hverfið er stórbrotið með gígum, eld-
hraunum og hellum, og þar má rekja
opnar jarðskjálftasprungur og mis-
gengi.
Eldvirkt svæði nær alveg frá sjó
norður fyrir Sandskeið.“
Verndargildi háhitasvæðisins í
Brennisteinsfjöllum er metið afar
hátt og svæðið allt býður upp á mikla
möguleika.
Má segja að þetta merkilega svæði
hafi lengi verið eins og falinn fjár-
sjóður við bæjardyr höfuðborg-
arsvæðisins.
Við þurfum að átta okkur á hvílíkar
gersemar þar er að finna og tryggja
varðveislu þeirra.
Stofnun Eldfjallagarðs og fólk-
vangs er góð hugmynd.
Eldfjallagarð og
fólkvang
á Reykjanesskaga
Kristín Halldórsdóttir
fjallar um náttúruvernd
Kristín
Halldórsdóttir
» Baráttan um náttúru Reykjanesskagans
er hafin.
Höfundur er fyrrverandi
alþingiskona.
Einhver sagði: Þeir komu í stað hvors annars.
RÉTT VÆRI: Þeir komu hvor í annars stað.
Gætum tungunnar
Dóra Hjálmarsdóttir: Áhættu-
mati fyrir Kárahnjúkavirkjun
er ekki ábótavant.
Oddur Benediktsson:
Áhættumati fyrir Kárahnjúka-
virkjun er ábótavant.
www.mbl.is/profkjor
Hafsteinn Karlsson skóla-
stjóri styður Þórunni Svein-
bjarnardóttur í 1. sæti á lista
Samfylkingarinnar í Suðvest-
urkjördæmi.
Ragnheiður Davíðsdóttir
styður Sigurð Pétursson í próf-
kjöri Samfylkingarinnar í
Norðvesturkjördæmi.
Aðsendar greinar á mbl.is
www.mbl.is/greinar
SANDUR MÖL
FYLLINGAREFNI
WWW.BJORGUN.IS
Sævarhöfða 33,
112 Reykjavík,
sími 577 2000